Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 t Moðir mm, LIUA STEINGRÍMSDÓTTIR frá Hörgslandskoti, Bugðulœk 11, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Jóhanna Sveinsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA PÁLSDÓTTIR GEIRDAL, Laugarbraut 21, Akranesl, sem andaðist 22. ágúst, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mið- vikudaginn 31. ágúst kl. 14.15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfólagiö. Sjöfn B. Geirdal, Sigfrfður B. Geirdal, Þorsteinn Hjartarson, Ásdís B. Geirdal, Bjarni Guðmundsson, Sigrún B. Geirdal, Sigurður Sigtryggsson. Steinunn B. Geirdal, Páley B. Geirdal, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGRÍMUR KRISTINSSON frá Ásbrekku, síðast til heimilis í Beykihlíð 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Ása Ásgrímsdóttir, Ólöf Hulda Ásgrfmsdóttir, Guðmundur Ó. Ásgrfmsson, Þorsteinn E. Ásgrfmsson, Sigurlaug I. Ásgrímsdóttir, Ólafur S. Ásgrfmsson, Snorri Rögnvaldsson, Lilja Huld Sævars, Ólafur R. Árnason, Pálmi Bjarnason, Ólavfa S. Pétursdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttlr, Birna Halldórsdóttir, Magnús Jóhannsson barnabörn. og + Faðir okkar, GUNNLAUGUR G. BJÖRNSON skipulagsstjóri, Bogahlfð 26, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 31. ágúst kl. 15.00. Júlfa og Margrót Gunnlaugsdætur. t Útför ÞORBJARGAR INGIMUNDARDÓTTUR LAUSTEN fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. ágúst kl. 15.00. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför manns- ins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS KRISTJÁNSSONAR fyrrv. sfmritara, Kambsvegi 4. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar Vífilsstaðaspítala, Oddfellowreglunnar og Félags fsl. símamanna. Matthildur Þórðardóttlr, Leifur Þórarinsson, Inga Bjarnason, Kristján Árnason, Sigríður Ásdfs Þórarinsdóttir, Oddur Ólafsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda virðingu og vinarhug viö andlát og utfor' GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR kennara, Sérstakar þakkir færum við starfsliöi hjúkrunarheimilisins Ljós- heimum Selfossi fyrir kærleiksríka umönnun. Jóhanna Þorsteinsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðrún Hulda Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Inglbjörg Pálsdóttir. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mamom/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Oskar Astmundur Þorkelsson — Minning Mig langar til að minnast tengda- foður míns með fáeinum orðum og þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að vera samvistum við hann. Óskari kynntist ég fyrst fyrir sex árum, þegar við vorum ferðafélagar í ferð til Grænlands. Óskar var að láta lapgþráðan draum rætast, en hópur íslendinga hélt til Grænlands í tilefni af 1000 ára landnámi Eiríks rauða. í för með Óskari var sonur hans, Ólafur, Signý, dóttir hans, og María, dóttir hennar. Þessi kynni mín af Óskari og bömum hans urðu afdrifarík fyrir mig, en við Ólafur felldum hugi saman og þá kynntist ég Óskari betur og allri hans fjöl- skyldu, því ágæta fólki með Sigríði tengdamóður mína í fararbroddi. Mér var tekið opnum örmum af þessu nýja tengdafólki mínu og mér fannst ég hafa þekkt þau alla mína ævi. Óskar bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti, var mikill heimilis- faðir og elskulegur afi og veit ég að barnabörnin munu sakna hans mikið, en hann var ólatur að sinna þeim og taka í spil með þeim. Hann sýndi mínum bömum einnig mikla umhyggju og vil ég þakka honum fyrir það. Óskar var við bestu heilsu og sístarfandi allt fram til síðustu stundar. í sumar fengum við tæki- færi til að ferðast saman, öll fjöl- skyldan. Fýrst austur á Höfn í Homafirði, þar sem bróðir hans, Skarphéðinn, hvílir. Þar hittust af- komendur Skarphéðins, Óskars og Ástu, systur þeirra. Var það mjög eftirminnileg ferð. Síðar í sumar var ferðinni heitið til Stykkishólms og Breiðafjarðareyja þegar afkomendur tengdaforeldra Óskars komu saman til að minnast þeirra. í þessum ferð- um sá ég hversu Óskar var mikils metinn af ættfólki sínu og fjöl- skyldu; hann var ættarhöfðinginn. Óskar var mikið fyrir útivist og á yngri ámm ferðaðist hann víða um land á reiðhjóli. Þá reri hann á kaj- ak, sem hann sjálfur smíðaði út í Viðey að loknum vinnudegi, en þau Sigríður dvöldu þar tvö sumur ásamt bömum sínum. Ekki má gleyma að minnast á gönguklúbbinn Vegmóð, en þar vom þau Sigríður ávallt með og gengu með okkur í hvaða veðri sem var. Óskar veitti verðlaun fyrir góða þátttöku, Óskarsverðlaun, og hlaut ég þau eftir árs vem í klúbb- num. Hans verður sárt saknað í þessum göngum, en merki hans verður haldið á lofti og áfram skal ganga. Að leiðarlokum þakka ég fyrir elskuleg kynni og kveð ástríkan tengdaföður hinztu kveðju. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Björnsdóttir Um morguninn 22. ágúst 1988 frétti ég að afi minn væri dáinn. Þann dag hugsaði ég um fortíðina -og allt það, sem við höfðum gert saman. Afi er farinn ferðina hinstu sem liggur fyrir okkur öllum, en af hveiju strax? Hann sem var svo hress og ánægður síðast þegar ég hitti hann? Oft þegar ég kom til þeirra afa og ömmu var hann búinn að taka til greinar úr blaðinu fyrir þann dag og ég las þær fyrir hann, því að hann var farinn að verða sjóndapur. Stundum dottaði hann á meðan. Svo hjálpaði ég honum að gera lista yfir spólumar, sem hann tók upp á þætti úr útvarpinu. Allt það, sem hann klippti úr blöðunum, og bara allt sem hann vildi geyma setti hann í plast og síðan í möppu. Hann var sannsögull, réttlátur, vildi að allt væri haft rétt eftir og dálítið sérvitur. Hann var mjög veðurheppinn og hann fór ekki í ferðalag, nema sólin fylgdi honum. Eg tók sérstaklega eftir þessu sumri er hann fór austur í Homafjörð og vestur í Stykkishólm. Ég er viss um, að hann átti ánægju- legt sumar. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför SIGURÐAR M. JÓNSSONAR, Frakkastfg 12A. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landakotsspítala. Pálfna Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför HJALTA ÞÓRARINSSONAR, Háaleitlsbraut 93. Guðfinna Jónsdóttir, börn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ÁMUNDA PÁLSSONAR, Skálanesgötu 7, Vopnafiröl. Guö blessi ykkur öll. Stefanfa Sigurðardóttir, Sigrún Pálsdóttir, Sigurlaug Pálsdóttir. + Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför HREFNU INGÓLFSDÓTTUR, Hjarðarlandi 8, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar kvenna Land- spitalanum og einnig til skólasystra Hrefnu frá Laugarvatni. Flnnur Jóhannsson, Ingólfur Finnsson, Helga Hrönn Melsteð, Jón Andri Finnsson, Valdimar Finnsson, Hann dó ánægður, alveg eins og hann hafði óskað sér, heima hjá sér, sofandi, og við hliðina á ömmu. Guð blessi hann. Fyrir hönd bróður míns, Gunnars, Karl Óskar Þráinsson Hann Óskar frændi er dáinn. Og ég sem sá hann svo hresan og ánægðan morguninn áður en hann dó. Ég var mætt í morgunkaffí, sem ekki var svo óvanalegt, og mér mætti þessi notalega tilfínning sem ávallt fylgdi því að koma til Siggu og Öskars. Venjulega fáum við Sigga okkur morgungöngu fyrir kaffí en í þetta sinn létum við kaff- ið duga. Um leið og Óskar fann kaffiilminn og heyrði mannamál var hann kominn til að taka þátt í sam- ræðum og gefa góð ráð. Margs er að minnast frá liðnum árum, en þó sérstaklega eigum við minningar frá gönguklúbbnum okkar. Óskar var þar lengst af fremstur í flokki og hvatti menn til dáða en varúðar skyldi gætt. Nú er Óskar allur og spurningin um lífið og tilveruna sækir á hug- ann. Á kveðjustund er mer þakklæti efst í huga og þakka Óskari allar samverustundirnar og velvild í minn garð og sona minna. Ég og synir mínir sendum Siggu og fjölskyldu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Óskars Á. Þorkelssonar. Obba f dag verður jarðsunginn í Dóm- kirkjunni í Reykjavík ástkær móður- bróðir minn og vinur, Óskar Á. Þor- kelsson, Rauðagerði 65 í Reykjavík, en hann lést í svefni á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 22. ágústs s*- . Óskar fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1906, sonur hjónanna Þor- kels Guðmundssonar, bátasmiðs frá Sólmundarhöfða í Ytri Akranes- hreppi og konu hans, Signýjar Guð- mundsdóttir frá Leirulækjarseli í Álftaneshreppi á Mýrum. Þau Þor- kell og Signý eignuðust sex börn, en þijú þeirra dóu þegar í bam- æsku. Bróðir Óskars, Skarphéðinn, héraðslæknir á Höfn í Homafirði, lést árið 1950, en systir hans, Ásta, lifir ein systkini sín og býr í Hraun- bæ 108 hér í borg. Óskar hóf starfsferil sinn hjá Slippfélaginu í Reykjavík 20. októ- ber 1920, aðeins §órtán ára gamall, við sendlastörf og innheimtu. Rúm- lega tvítugur að aldri tók hann að sér bókhald Slippfélagsins og varð síðan aðalgjaldkeri fyrirtækisins í 40 ár. Þegar hann lét af störfum hjá Slippfélaginu á miðju sumri 1986 hafði hann unnið hjá þessu sama fyrirtæki í hartnær 65 ár. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að þeir em vandfundnir starfsmennimir sem svo lengi hafa þjónað sama vinnuveitenda og lýsir þetta trú- mennsku, dugnaði og staðfestu Óskars sem hann sýndi við öll sín störf. Óskar var einn af stofnendum Lúðrasveitarinnar „Svanur" í Reykjavík og í Lúðrasveit Reykjavík- ur lék hann í rúmlega 30 ár, auk þess að vera gjaldkeri hennar í fjöl- mörg ár og formaður í eitt ár. Auk tónlistarinnar hafði hann mikinn áhuga á íþróttum, var kappsunds- maður í Glímufélaginu Ármanni á sínum yngri ámm, og stundaði fím- leika undir handleiðslu Jóns Þor- steinssonar, íþróttafrömuðar. Árið 1930 kvæntist Óskar eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigríði Ingunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.