Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988
38
Háskóli íslands:
Nýir hjóna-
garðarvígðir
NÝIR hjónagarðar voru vígðir
á laugardag, og bættust þá 15
íbúðir við það húsnæði sem Fé-
lagsstofnun stúdenta hefur yfir
að ráða. Alls verða 93 íbúðir í
nýju hjónagörðunum, tveggja
og þriggja herbergja, og er
gert ráð fyrir að þær síðustu
verði tilbúnar í ágúst á næsta
ári, en 60 nýjum íbúðum verður
væntanlega ráðstafað i vetur.
Fyrsta skóflustungan að hjóna-
görðunum var tekin 1. desember
1986 og jarðvinna hófst í febrúar
1987. Bygging garðanna hefur því
tekið um eitt og hálft ár. í húsinu
verða 93 íbúðir, þriðjungur þeirra
þriggja herbergja, 60 fermetra,
en hinar um 50 fermetra, tveggja
herbergja. í húsinu eru sameigin-
leg þvottahús, lesstofur, geymslur
o.fl.
Að sögn Eiríks Ingólfssonar,
framkvæmdastjóra Félagsstofn-
unar stúdenta, var bygging hjóna-
garðanna boðin út í mörgum hlut-
um, en yfirumsjón með verkinu
hafði Sigurður K. Eggertson
byggingarmeistari. Eiríkur sagðist
telja að sú tilhögun að bjóða verk-
ið út í mörgum smáum þáttum
hefði gert það að verkum að bygg-
ingarkostnaður hefði orðið mjög
lítill, en kostnaður á hvem fer-
metra, að meðtaldri sameign, er
um 42 þúsund krónur.
„Hjónagarðamir flokkast undir
félagslegar byggingar og fékkst
því lán frá Húsnæðisstofnun fyrir
85% byggingarkostnaðar. Félgs-
stofnun stúdenta, sem bygginga-
raðili, þarf síðan að standa straum
af öðmm kostnaði og hafa stúd-
entar sjálfír átt stærstan hlut í því
með hækkun skólagjalda, en einn-
ig hefur fengist styrkur frá Háskó-
lanum og nokkmm fyrirtækjum.
Búið er að útvega helminginn af
því fé sem þarf til að ljúka bygg-
ingu hússins, en það em um 50
milljónir" sagði Eiríkur.
Við vígsluathöfnina á laugardag
flutti Eiríkur ávarp fyrir hönd
Félagsstofnunar stúdenta, Valdi-
mar K. Jónsson, formaður bygg-
ingamefndar talaði og sömuleiðis
Guðmundur Gunnlaugsson, arki-
tekt húsins. Teikning hans og
Péturs Jónssonar landslagsarki-
tekts, hlaut fyrstu verðlaun í sam-
keppni sem efnt var til 1984 þeg-
ar ákveðið var að byggja nýja
hjónagarða og varð því fyrir val-
inu.
Leiga fyrir tveggja herbergja
íbúð á hjónagarði er nú 17,700
krónur, en 22.100 fyrir þriggja
herbergja íbúð. Að sögn Eiríks fá
nú innan við 5% Háskólastúdenta
inni á stúdentagörðum, en verða
um 6— 7% eftir að húsinu verður
lokið. Hjónagarðamir em einkum
ætlaðir hjónum eða fólki í sambúð
með böm, sem og einstæðum for-
eldrum. AUs hefur Félagsstofnun
stúdenta á sínum snæmm 100 ein-
staklingsherbergi og 69 íbúðir, en
í sumar hafa borist yfír 400 um-
sóknir um húsnæði fyrir næsta
vetur.
Sauðfjárbændur:
Vilja flytja kindakjöts-
birgðirnar út í einu lagi
Kostnaður við 3.500 tonn er 670 milljónir
Siglingamálastofnun ríkisins:
Prófanir á sjósetning-
arbúnaði standa yfir
Selfossi.
„Birgðimar era alltaf að þvælast fyrir okkur hvar sem borið er
niður,“ sagði Jóhannes Kristjánsson, formaður félags sauðfjár-
bænda. Um síðustu mánaðamót námu birgðir kindakjöts 3.500 tonn-
um. Vaxta- og geymslukostnaður af þessum birgðum er 670 milljón-
ir króna. Jóhannes hefur varpað fram þeirri hugmynd að óska eftir
tílboðum í birgðirnar i einu lagi erlendis frá svo losna megi við þær
fyrir fullt og allt. Þetta mál var ásamt öðrum rætt á aðalfundi Land-
sambands sauðfjárbænda á Flúðum á föstudag og laugardag.
„UM þessar mundir standa yfir
athuganir á sjósetningarbúnaði
gúmbjörgunarbáta hjá Siglinga-
málastofnun rikisins samhliða
athugun á staðsetningu gúm-
björgunarbáta um borð i íslensk-
um skipum,“ sagði Magnús Jó-
hannesson, siglingamálastjóri, í
samtali við Morgunblaðið.
Tilefni þess að haft var samband
við siglingamáiastjóra eru greinar-
skrif Þórhalls Ottesens, stýrimanns
á ms. Heklu, í Morgunblaðið í
síðustu viku um bilanir í sjálfvirkum
sleppibúnaði björgunarbáta. í grein
sinni skrifar Þórhallur að sjálfvirkur
sleppibúnaður hafí ekki reynst sem
skyldi og þvi séu íslenskir sjómenn
betur settir án hans.
„Sá búnaður sem um er rætt var
fyrst settur í íslensk skip árið 1984 ■
að afloknum prófunum," sagði
Magnús. „Einu til tveimur árum
seinna komu fram gallar við skoðun
og gerðar voru kröfur um að fram-
leiðendur lagfærðu búnaðinn. Það
var gert en síðar kom í ljós að lag-
færingar reyndust ekki fullnægj-
andi og var viðurkenning Siglinga-
málastofnunar á búnaðinum þá
dregin til baka. Það er ljóst að regl-
ur um sjálfvirkan sleppibúnað voru
settar áður en nægileg reynsla hafði
fengist til þess að gera viðhlítandi
prófanir á búnaðinum," sagði
Magnús. „Þessi ákveðni búnaður
var aðeins settur upp í 6 skipum
og þegar hefur verið skipt um bún-
að í 3 þeirra."
Magnús sagði að um þessar
mundir stæðu yfír prófanir á sjó-
setningarbúnaði hjá Iðntæknistofn-
starfi við Siglingamálastofnun en
of snemmt væru að segja nú hveij-
ar niðurstöður þessara athugana
yrðu. Auk prófana væri nú einnig
lögð sérstök áhersla á að kanna
staðsetningu björgunarbáta við
skoðun skipa. Að sögn Magnúsar
hafa siglingamálayfírvöld á Norður-
löndunum mikinn áhuga á niður-
stöðum þessara prófana og fylgjast
vel með framgangi mála hér á landi.
„Það þýðir ekki að velta þessu
svona áfram ár eftir ár. Við lftum
þannig á að þetta kjöt sé eign ríkis-
ins og með þessu er verið að eyða
peningum út í loftið. Við erum
fastir í þessari stöðu, kindakjötið
er eina kjötið sem er með fast verð
og það er leiðbeinandi fyrir verð á
öðru kjöti. Það er verið að geyma
lélega vöru sem við höfum ekkert
við að gera og það þarf að taka til
hendinni strax í haust við að losna
við þetta," sagði Jóhannes.
Hann sagði einnig að þegar
birgðimar væru famar væri hægt
að tala um það sem væri raun-
hæft. Ein þeirra hugmynda sem
komið hefur upp til að spara
geymslupláss er að grófstyklq'a
kjötið eftir slátmn, saga það niður
í kassa og flokka eftir þyngdar-
flokkum. Með þessu væri hægt að
spara 40% geymslupláss.
Hægt er að losna við afskurðinn,
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Kaþólska biskuparáðið á Norðurlöndum. Frá vinstri: Hr. biskup, Hans Martensen, Kaupmannahöfn,
varaformaður biskuparáðsins, sr. Georg MUller, Þrándheimi, hr. biskup, Gerhard Goebel, Tromso, hr.
biskup, John Gran, aðalritari biskuparáðsins, hr. biskup, Páll Verschuren, Helsinki, formaður biskupar-
áðsins, hr. biskup, Alfreð Jolson SJ, Reykjavík, hr. biskup, Gerhard Schwnzer, Osló, hr. William Ken-
ney, aðstoðarbiskup, Stokkhólmi og hr. biskup, Húbert Brandenburg, Stokkhólmi, varaformaður biskup-
un sem unnar væm í nánu sam- aráðs.
1—2 þúsund tonn, í refafóður og
þegar hann er dreginn frá þeim 11
þúsund tonnum sem verðábyrgð
ríkisins nær til þá nægir kjötmagn-
ið sem eftir er innanlandsneyslunni
og Færeyjamarkaðnum.
Jóhannes sagði að kjötbirgðimar
kæmu einnig i veg fyrir að slátur-
leyfíshafar gætu tekið á móti kjöti
af fé sem slátrað væri fyrr því þeir
væm alltaf með allt fullt af kjöti.
Á aðalfundinum var einnig varp-
að fram hugmyndum um útflutning
á lifandi fé, mögulega til Evrópu
líkt og hrossabændur hafa gert.
Jóhannes sagði að bent hefði verið
á þann möguleika að flytja hross
og sauðfé út f sama skipi.
— Sig. Jóns.
Kaþólskt bisk-
uparáð Norð-
urlanda fund-
ar í Reykjavík
BISKUPARÁÐ Kaþólsku biskup-
anna á Norðurlöndum kom sam-
an til fundar í Reykjavík dagana-
20.— 25. ágúst. Fundurinn var
haldinn í biskupshúsinu í Landa-
koti.
Biskupamir ræddu einkum komu
páfans til Norðurlanda í júní á
næsta ári, en hann verður staddur
hér á landi 3. og 4. júní n.k. Einn-
ig var rætt um lagalega og guð-
fræðilega stöðu biskuparáðsins og
samband biskuparáðanna við ein-
staka biskupa og páfann.
Sendiherra páfans á Norðurlönd-
um, erkibiskupinn Henri Lema itre,
var sérstakur gestur fundarins.