Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLASIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 39 íi eftir tofnun að húsnæðislán eru greidd út í tveimur pörtum. Árið 1988 komu til greiðslu síðari hlutar lána sem voru greidd út 1987 og var _því minna um fyrrihlutagreiðslur. Árið 1990 kemur svo til greiðslu síðari hluti þeirra lána sem verða greidd út 1989 og verða því send út færri lánsloforð fyrir það ár. Hilmar sagði að reikna mætti með allt að 3-4 ára bið frá því að umsókn bærist þangað til lán yrðu greidd út. - Lögfunum tvisvar verið breytt Tvisvar hafa verið gerðar breyt- ingar á lögunum um Húsnæðis- stofnun ríkisins frá því að þau voru sett. Fyrri breytingin var gerð í maí 1987 og fól hún í sér að veitt- ar voru undanþágur til ýmissa hópa sem ekki uppfylltu skilyrði um ið- gjaldagreiðslur í lífeyrissjóði. Samtímis var skilyrðinu um ið- gjaldsgreiðslutíma breytt úr 24 mánuðum í 20 mánuði. Síðari breytingin á lögunum var gerð í desember 1987 en þá var húsnæðismálastjóm heimilað að skerða eða synja um lán ef umsækj- andi á þegar fleiri en eina íbúð. Einnig var heimilað að skerða eða breyta kjörum á láni ef umsækjandi á ftillnægjandi eða skuldlitla íbúð fyrir. Frestur Húsnæðisstofnunar til að svara umsóknum var lengdur í þijá mánuði og reglum um af- greiðslu lánsloforða var breytt í það form sem að framan er lýst. Hús- næðisstofnun var einnig heimilað að láta úthlutun til þeirra, sem eiga ófullnægjandi íbúð eða þurfa að skipta um húsnæði af fjölskyldu- ástæðum, ganga fýrir með sama hætti og til þeirra sem ekki eiga íbúð. Framtíðarskipan húsnæðiskerfisins í janúar á þessu ári skipaði Jó- hanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra, vinnuhóp til þess að gera tillögur um þá kosti sem hugsanleg- ir eru um framtíðarskipan hús- næðiskerfisins — meðal annars hvemig mætti flytja hluta þess yfir væmdir mdanna i húsnæðiskaupa greiðslubyrðin 75-80.000 kr. á mán- uði. Þá þyrftu launin að vera í kring- um 300.000 krónur á mánuði. Ef viðkomandi hjón eru nú á leigu- markaði og þurfa að bíða í nokkur ár áður en þau fá greitt lánið verða þau líka að gera ráð fyrir að geta ekki lagt mikið til hliðar. Okkur sýn- ist sem það skipti ekki verulegu máli hvort um sé að ræða bamlaus hjón eða hjón með böm þar sem bamabætur og bamabótaauki jafna aðstæður þeirra nokkum veginn. Bamlaus hjón eiga þó að sjálfsögðu mun auðveldara með að afla auka- tekna. Við ráðleggjum fólki eindregið að Séð yfir Grafárvog í bankakerfið. Vinnuhópurinn skil- aði áliti sínu í mars og lagði til þrjá kosti en auk þess tilgreindi hann ráðstafanir sem hann taldi þurfa að gera hver svo sem framtíð- arskipan húsnæðislánakerfisins yrði. Þær ráðstafanir eru að útlána- vextir Byggingarsjóðs ríkisins verði látnir fýlgja vöxtum á lántökum sjóðsins en skattaívilnanir auknar til að vega á móti hækkun greiðslu- byrði. Teknar yrðu upp vaxtabætur í skattakerfinu, háðar vaxtastigi og tengdar tekjum og eignum, sem kæmu í stað niðurgreiðslu á vöxt- um. Gildandi reglur um forgangs- röðun við lánsúthlutun yrðu af- numdar og tenging lánsréttar við greiðslu lífeyrisiðgjalda og skulda- bréfakaup lífeyrissjóða sömuleiðis. Almennt skuldabréfaútboð ætti að koma í stað heildarsamninga við lífeyrissjóðina um skuldabréfakaup. Húsbréf vænlegasta leiðin Fyrsta leiðin sem möguleg er að nýju húsnæðiskerfi, samkvæmt nið- urstöðum vinnuhópsins, er sú að núverandi kerfi verði haldið í meg- indráttum þannig að áfram yrði byggt á lánsloforðum og föstum lánsfjárhæðum, en kerfið endur- bætt með lækkun lánsfjárhæða, aukinni ijárútvegun og styttingu endurgreiðslutíma á lánum til íbúðaskipta. Vinnuhópurinn taldi að ekki myndi nást jafnvægi með þessari leið. Önnur leiðin er svipuð þeirri fýrri nema að lánsfjárhæðir yrðu breyti- legar eftir því sem útlánageta leyfði og lánveitingar yrðu háðar raun- verulegum fasteignaviðskiptum en ekki óskum um þau. Vinnuhópurinn taldi þessa leið líklegri en þá fyrstu til að leiða til jafnvægis en í henni leggja ekki út í ljárfestingar nema það eigi eitthvert fjármagn fyrir svo að það þurfi ekki að taka skammtí- malán til þess að greiða fyrstu út- borgunina," sagði Grétar. Hann sagði að þegar talað væri um 25-30% greiðslugetu sýndi reynslan að það skipti ekki máli hvort laun væru 100 eða 300 þúsund á mánuði. Greiðslugetan viifist ekki aukast hlutfallslega þó launin hækk- uðu. Almennt virtist sem fólk hefði sparað og í flestum tilvikum gengi dæmið sem betur fer upp. „Það sem mér finnst verst er hve margir eru kaldir í að gera annað með kaupunum. Við fáum of mörg dæmi um fólk sem fékk lán til íbúðar- kaupa og er svo komið í vandræði þar sem það hefur ráðist í endurbæt- ur á húsnæðinu eða farið of hratt í byggingu á nýju húsnæði. Fólk er of kalt við að hella sér út í skuldir, það fer of hratt af stað. Þess vegna hvetjum við fólk til þess að fylgjast stöðugt með greiðslubyrðinni miðað við greiðslugetu. Það er líka vandamál að fólk ger- ir sér oft ekki grein fyrir því hvað verðtrygging er. Án þess að skilja fælist hins vegar mikil lækkun láns- fjárhæða og óvissa fyrir fólk í fast- eignaviðskiptum. Þriðja leiðin, og sú sem hópurinn taldi álitlegasta, var að í stað beinna lána til íbúðakaupa yrði tekið upp kerfi skuldabréfaviðskipta eða húsabréfamiðlunar. í því fælist að íbúðarkaupandi gæfi út skuldabréf fyrir láni því sem hann fær frá selj- anda og því mætti síðan skipta fyr- ir ríkistryggt og markaðshæft hús-. bréf. Þetta kerfi telur hópurinn að muni stuðla að verulegri lækkun útborgunarhlutfalls en einnig teng- ist það núverandi tilhögun með auðveldum hætti og gæti því átt þátt í því að eyða núverandi biðröð fyrr en ella. Fljótlega eftir að niðurstöður vinnuhópsins lágu fyrir skipaði fé- lagsmálaráðherra nefnd til þess að vinna frumvarp um nýtt húsnæðis- kerfí en hún hefur lýst því yfir á Alþingi að nýtt kerfi verði að taka gildi fyrir nk. áramót. Nefnd þessi er enn að störfum en mun væntan- lega skila af sér fyrir haustið. Á meðan halda umsóknimar áfram að hlaðast upp hjá Húsnæðisstofn- un ríkisins. Ástandið ekki bjóðandi ungn fólki „Sú mynd sem blasir við því fólki sem er að fara út á húsnæðismark- aðinn í fyrsta sinn er mjög svört og í raun ekki bjóðandi ungu fólki,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. „Ef við tökum dæmi af leigumarkaðin- um í Reykjavík þá er hann ungu fólki nánast lokaður nema því tak- ist að ná í íbúð á hinum frjálsa markaði og þá á uppsprengdu verði. Staðan í verkamannabústaðakerf- inu í Reykjavík er þannig að átta umsækjendur eru um hveija íbúð það er ekki hægt að gera sér grein fyrir greiðslubyrðinni. Það eru allt of margir sem kynna sér þessi mál ekki nógu vel.“ Þá væru allt of margir sem ættu erfítt með að þrauka út biðtímann, t.d. þeir sem væru á óstöðugum leigumarkaði. „Það er erfitt að segja til um hversu stór hópur þetta er en við verðum helst vör við hann í símatímum okkar. Sjálfur svara ég um 10-15 símtölum á dag og er meirihlutinn fólk sem er að spyijast fyrir um hvort lánið sé nú ekki að koma. Við erum Qölmörg hér sem svörum í sima en náum samt ekki að anna öllum símtölum. Ráðlegging okkar til fólks er að kaupa ekki íbúð fyrr en lánsloforðið er komið. Það er betra að vera á ótryggum leigu- markaði heldur en að eiga á hættu að missa þá íbúð sem maður ræðst í að kaupa." Þó að fólk hafi fengið bréf um að það sé lánshæft er það ekkert bind- andi loforð um að það muni fá lán. Þegar nýja húsnæðiskerfið var tekið í notkun haustið 1986 var nokkuð um það að fólk keypti íbúð og sótti síðan um lán. Undanfarið hefur verið Morgunblaðið/Bjami og fólk verður að vera undir ákveðn- um tekjumörkum. Ef þetta unga fólk sækir um húsnæðisstjórnarlán til þess að kaupa íbúð þarf það að vera í biðröð í þijú ár. Staðan er því ekki mjög glæsileg. Það er þetta sem ég hef verið að reyna að breyta.“ Jóhanna sagði að brýnast væri að leysa húsnæðisvanda lands- byggðarinnar, endurskipuleggja húsnæðiskerfið og skapa fleiri val- kosti. „Ég held að í dag viðurkenni all- ir að kerfíð gangi ekki upp en því miður hefur það tekið þetta langan tíma að komast að því. í desember á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingar á húsnæðislögunum sem hafa skilað sér. Ef ekkert hefði verið gert hefði allt Ijármagn hús- næðiskerfisins verið bundið fram til ársins 1992 og ekki hefði verið hægt að taka í notkun nýtt kerfí fyrr .en 1993. Með nýju lögunum getum við miklu fyrr farið yfír í nýtt kerfi, munar þar líklega 2-3 árum.“ Helsta gallann við kerfið í dag taldi hún vera hina innbyggðu sjálf- virkni. Allir ættu rétt á niður- greiddu fjármagni sem leiddi af sér langar biðraðir, hækkað íbúðarverð og hækkað útborgunarhlutfall. „Það eru margir milljarðar settir í þetta kerfí árlega, t.d. yfir 6 millj- arðar á þessu ári, svo það er ekki fjármagnsskortur sem er vandamál- ið heldur misvægiskerfi sem ekki gengur upp.“ Eitt vandamál sem hún ræki sig oft á sagði félagsmálaráðherra vera að margir byggðu stærra húsnæði en þeir réðu við. Fjöldi gjaldþrota væri m.a. tilkominn vegna þess. Meðalbyggingarstærð væri líklega orðin 40-50 fermetrar á einstakling. í tísku að fara og selja lánsloforðið og sagðist Grétar vera hræddur um að margir hefðu ekki borið saman þann kostnað sem það hefði í för með sér, afföll og annað þess hátt- ar, og kostnaðinn við að leigja. „Við hvetjum fólk eindregið til að taka ekki þessa áhættu nema það hafi bindandi tilkynningu um afgreiðsl- utíma lánsins," sagði Grétar. „Auðvitað heyrum við ekki frá öllum þeim sem lenda í vandræðum en gera má ráð fýrir að erfíðleikahóp- urinn spanni um 2.000 fjölskyldur. Inni í þessari tölu eru ekki t.d. 4-5 manna fjölskyldur sem búa í 2 her- bergja íbúðum eða fjölskyldur sem eru sundraðar vegna húsnæðiss- korts. Til eru einhver hundruð slíkra dæma.“ Grétar sagði það vera mikinn ókost að svipuð ráðgjöf og þama væri veitt skyldi ekki vera til staðar í öðrum lánastofnunum. Oft kæmu vandamálin ekki inn á þeirra borð fyrr en vandinn væri þegar til staðar. „Við bendum fólki á að nýta sér þjónustu fasteignasala og hönnuða til að gera sér sem besta grein fyrir heildarkostnaði. Við munum líklega „Ef ég ætti að gefa ungum hús- 'byggjendum eitthvert ráð þá væri það að byggja smátt og ekki ráðast í stærri byggingu eða kaup en þeir ráða við,“ sagði Jóhanna. Einföldun á félags- lega kerfinu Það kerfi sem hún sæi fyrir sér í framtíðinni .væri kerfi sem stæði fjárhagslega traust og veitti -eðli- lega og örugga fyrirgreiðslu til þeirra sem þyrftu á því að halda. Vexti ætti einungis að greiða niður hjá þeim sem væru að kaupa íbúð í fyrsta sinn eða stækka við sig hóflega vegna ijölskyldustærðar. Valkostum þyrfti einnig að íjölga að hennar mati. „Við þurfum ein- földun á félagslega kerfinu. í dag erum við með verkamannabústaði, leiguíbúðir sveitarfélaga, Búseta- kerfið og kaupleiguíbúðir. Ég held að kaupleiguíbúðirnar sameini kosti allra þessara kerfa. Ef ég mætti ein ráða ferðinni tel ég að kaup- leiguíbúðimar gætu einar tekið við í félagslega kerfinu en þær hafa líka geysilega mikla þýðingu fyrir landsbyggðina í almenna kerfínu. Það er áhugi á þeim um land allt og ég hef orðið vör við það víða úti á landi að ekki er pólitísk togstreita um mikilvægi þeirra fyrir lands- byggðina. Þó nokkur fjöldi sveitar- félaga hefur óskað eftir því að verkamannabústöðum sem þeim hefur verið úthlutað verði breytt í kaupleiguíbúðir og ég held að þær gætu orðið mikilvægur þáttur í að viðhalda byggðajafnvægi. Ef sveit- arfélögin geta boðið upp á kaup- leiguíbúðir mundi það hafa í för með sér að við gætum haldið í byggðir sem nú eru í hættu.“ Helmingnr fjármagns í kaup á notuðu húsnæði Um hugmyndir vinnuhópsins um húsnæðisbréf sagði Jóhanna að fasteignamarkaðurinn þyrfti mikið fjármagn til notaðra íbúða en allt að helmingur flármagns húsnæðis- kerfisins færi í kaup á notuðu hús- næði. Því væri nauðsynlegt að fá seljendur meira inn í það að lána. „Nefndin sem nú er að störfum fékk það veganesti frá mér að end- urskipuleggja húsnæðiskerfíð með hliðsjón af álitsgerð vinnuhópsins þannig að hægt verður að leggja fram frumvarp um það á Alþingi í haust. Ég veit ekki hvort þessi kost- ur verður niðurstaðan en ég held að mestar líkur séu á því. Nefndin benti einnig á að koma þyrfti á breyttu formi á vaxtaniðurgreiðsl- umar. Hugmyndin er að teknir verði upp markaðsvextir á hús- næðislánum en vextir greiddir niður gegnum skatta. Þetta finnst mér leið sem vert er að skoða. En þá legg ég áherslu á að vaxtabyrðin hækki ekki hjá forgangshópum. Með þessu móti myndi líka skapast möguleiki á að færa húsnæðislána- kerfíð meira inn í bankakerfíð," sagði félagsmálaráðherra að lokum. krefjast þess af þeim sem eiga að fá lán á næsta ári að þeir geri fylli- lega grein fyrir því hvemig þeir ætla að fjármagna allan byggingarkostn- að. Hjá hönnuðum og fasteignasölum liggur fyrir fullt af upplýsingum um hver sé kostnaðurinn af vissum fjár- festingum. Með því að nýta sér þetta er hægt að koma í veg fyrir að fjöl- skylda sem á hús sem er tilbúið að utan viti ekki hvað það kosti að flytja inn. Spamaðurinn getur verið marg- faldur að nýta sér þessa þjónustu þó að hún kosti sitt. Hvert aukaher- bergi kostar til dæmis nokkur hundr- uð þúsund. Það er hægt að spara mikið bara með því að hætta við.“ Morgunblaðið spurði Grétar að lokum hversu mörgum væri vísað frá hjá Húsnæðisstofnun. Hann sagði að ef þeim. væri sleppt, sem ekki væru lánshæfir vegna lífeyrisrétt- inda, væri um að ræða 1-2% umsækj- enda. Mun fleirum væri þó synjað til að byija með. „Ef við sjáum að hugmyndir fólks ganga ekki upp synjum við því en aðstoðum það við að breyta áætlunum eða bæta við nýjum upplýsingum um tekjur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.