Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 • 41 Þrettán milljónir út í síðustu viku VERÐBRÉFASJÓÐIR Ávöxtunar sf. greiddu í síðustu viku út um 13 milljónir króna, en fjöldi viðskiptamanna sjóðanna hefur leitað til þeirra og beðið um innlausn fjármuna sinna vegna þess um- róts sem verið hefur á fjármagnsmarkaðnum, eins og eigendur Ávöxtunar sf. komast að orði. Beiðnir liggja fyrir um 80 milljónir í viðbót en vegna erfiðleika í lausafjárstöðu sjóðanna hefur orð- ið bið á þvi að bréf fengjust innleyst samdægurs eins og sjóðirn- ir auglýsa. Nema innlausnarbeiðnirnar um fjórðungi af heUdarfj- ármagni sjóðanna, en fyrir þetta áfall var það um 385 milljónir. Eigendur og rekstaraðilar Avöxtunar sf. segja þó að starfsemi fyrirtækisins verði haldið áfram af fullum krafti og sömuleiðis verði reynt að leysa öll mál viðskiptamanna sjóðanna í samræmi við ákvæði bréfanna. Innlausnarbeiðnir voru flestar á mánudaginn í síðustu viku, en að sögn Gísla Gíslasonar, stjórn- arformanns Verðbréfasjóðs og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf. hef- ur nú mjög dregið úr innlausnar- beiðnum og margir dregið beiðnir sínar til baka. Ejárhæðin sem greidd var út í vikunni sem leið var um tífalt Mterri en venjulega og nemur um hálfu ijórða pró- senti af heildarfjármagni sjóð- anna. Sagði Gísli að fyrir lægi að hefja í dag kröfukaup að nýju eftir viku hlé, til að tryggja að vextir héldust óbreyttir til þeirra sem haldið hafa fé sínu inni í sjóð- unum. Á síðustu árum munu verðbréf Ávöxtunar sf. hafa gefíð einna hæsta ávöxtun á markaðnum, eða 4— 5% meiri en hjá hinum sjóðun- um, og sagði Armann Reynisson, greiða ákveðna prósentu upphæð við innlausn. Vegna umræðna um eignir eig- enda Avöxtunar sf., þeirra Péturs Bjömssonar og Ármanns Reynis- sonar, og væntanlega lagasetn- ingu varðandi verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði, sagði Ármann að hjá Ávöxtun sf. hefði ævinlega verið fylgt þeim lögum sem sett hefðu verið og hyggðust menn gera það áfram. Þau fyrirtæki sem að hluta eða öllu leyti væru í eigu Péturs ogArmanns, hefðu ekki á neinn hátt notið sérstakrar vildar hjá verðbréfasjóðum Ávöxt- unar. Farið væri eftir samskipta- reglum verðbrefasjóðanna, þar sem kveðið er á um að ekki megi lána neinu einstöku fyrirtæki meira en 5% af heildarfjármagni sjóðsins á hveijum tíma. Sagði Armann ennfremur að unnið hefði Frá blaðamannafundi Ávöxtunar sf. Frá vinstri: Reynir Ragnars- son, löggiltur endurskoðandi, Pétur Björnsson og Ármann Reynis- son, eigendur Ávöxtunar sf. og Gísli Gíslason, lögfræðingur, stjómarformaður verðbréfasjóða Ávöxtunar. annar eigenda fyrirtækisins, að þetta byggðist á því að peningam- ir væm í ávöxtun en lægju ekki nema að litlu leyti til reiðu í um- sjá sjóðanna. Þetta leiddi svo til þess að nokkum tíma gæti tekið að hafa tiltækt nægilegt reiðufé ef fjöldi innlausnarbeiðna tífal- daðist á örfáum dögum, enda væm viðskiptamenn jafnan beðnir um að láta vita með nokkmm fyrirvara ef þeir hyggðust taka út stærri upphæðir. Gísli Gíslason, sagði einnig að sökum þess að viðskiptamenn Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. þyrftu ekki að greiða neitt innlausnarfé, væm þeir ekki eins hikandi við að leysa inn bréf sín eins og viðskiptamenn annarra sjóða sem þyrftu að verið að undanfömu að endur- skipulagningu á starfsemi Ávöxt- unar sf. til að mæta lagsetningum sem meina stjómendum verð- bréfafyrirtækja að kaupa kröfur á þriðja aðila af fyrirtækjum í eigin eigu. Ármann sagði að í framtíðinni væri stefnt að því að Ávöxtun sf. sinnti eingöngu verðbréfavið- skiptum en kæmi ekki nálægt öömm rekstri fyrirtækja. Sala fyrirtækja að undanfömu, t.d. Ragnarsbakarís væri ekki í bein- um tengslum við innlausnarbeiðn- imar að undanfömu. Stefnan væri að losa sig úr öðmm fyrir- tækjarekstri og nefndi hann Kjöt- miðstöðina og Hjört Nielsen hf. í því sambandi. Stjörnubíó frumsýnir Morð að yfirlögðu ráði STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýning- ar á kvikmyndinni Morð að yfir- lögðu ráði (Murder One). Myndin er byggð á sannsögulegum at- burðum. Árið 1973 tókst hálfbræðmnum Carl Isaacs, 19 ára, Wayne Coleman, 26 ára, og samfanga þeirra, George Dungee, 35 ára, að bijótast út úr fangelsi í Maryland. Hófst síðan blóði drifíð ferðalag þeirra um Bandaríkin ásamt yngri bróður, Billy, sem þá var aðeins 15 ára. Öll þjóðin fylgdist með eltingarleiknum í Qölmiðlum og enn er saga bræðranna á margra vömm þar i landi. Aðalhlutverk leika Heniy Thomas, James Wilder, Stephen Shellen og Errol Sue en leikstjóri er Graeme Campbell. (Fréttatilkynning) Týr með Ólaf Bekk inni á Patreksfirði. Morgunbiaðið/Jónas Tvö fiskiskip þurftu aö- stoð varðskipa um helgina Annasamt hjá Landhelgisgæslunni V ARÐSKIPIPSMENN á Ægi Olafs Bekks á laugardagsnótt- ina, eftir að skipið hafði fengið vörpuna í skrúfuna. Þá var danska varðskipið Beskytteren sent til móts við danskan bát, Mark Jensen, en skipverjar ótt- uðust leka sem kominn var að skipinu. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-SIF, var höfð til taks um helgina á Akureyri vegna skriðufallanna á Ólafsfirði, en hvorki var fært flugvélum eða bilum til bæjarins. Áhöfn Ólafs Bekks var að veiðum á Látragmnni aðfaranótt laugar- dags þegar svo illa vildi til að veið- arfærin flæktust í skrúfunni. Varð- skipið Ægir var komið á staðinn um nóttina og tók skipið í tog. Ferðin inn til Patreksfjaróar sóttist mjög seint, Aust-norð-austan ofsa- veður geysaði með 10-12 vindstig- um. Ólafur Bekkur var aðeins 60 mílur undan landi þegar óhappið varð, en skipin vom ekki komin til hafnar fyrr en um klukkan 15.00 á sunnudag. Danska varðskipið Beskytteren var í Reykjavíkurhöfn þegar kallið barst frá Mark Jensen á laugar- dagskvöld. Báturinn var um 105 sjómílur suðvestur af Reykjanesi á leið til vesturstrandar Grænlands. Sauðárkrókur: Ráðstefna hald- in um skólamál Sauðárkróki. SKÓLAMENN á Norðurlandi vestra þinga í gær og i dag í grunnskólanum á Sauðárkróki. Til ráðstefnu þessarar var boð- að af fyrrverandi skólanefnd Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki í samvinnu við mennta- málaráðuneytið, Fræðsluráð kjördæmisins og Kennarasam- tökin á Norðurlandi vestra. Á fyrri degi ráðstefnunnar vom mörg framsöguerindi flutt. Örlyg- ur Geirsson og Áskell Einarsson ræddu verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í fræðslumálum, Jón Fr. Hjartarson og Ófeigur Gests- son um ábyrgð sveitarstjóma á framkvæmd nýju framhaldsskóla- laganna, Ólafur Ambjömsson og Inga Þómnn Halldórsdóttir ræddu stöðu kennara í dreifbýli, um sam- starf gmnnskóla á Norðurlandi vestra og skipulag þeirra Qallaði Guðmundur Ingi Leifsson og Stef- án A. Jónsson ræddi um fullorðins- fræðslu, tónlistarskóla og búnaðar- menntun. Að loknum framsöguer- indum skiptust menn í umræðu- hópa. Sveitarstjóma- og skólanefnda- menn úr öllu kjördæminu sitja ráð- stefnu þessa auk áhugafólks um skólamál enda ráðstefnan öllum opin. Ráðstefnustjórar em Hörður Lámsson deildarstjóri í mennta- Henry Thomas í hlutverki BiIIys málaráðuneytinu og Pétur Garð- arsson, skólastjóri á Siglufírði. - BB. Skipveijar höfðu orðið varir við leka en gátu ekki skýrt hvað orsakaði hann. Landhelgisgæslan bað skip- stjóra Beskytteren að huga að bátn- um og lét skipið úr höfn um klukk- an 10.00. Togarinn Harðbakur, sem var á veiðum djúpt undan Reykja- nesi, hélt einnig í áttina til Mark Jensen og var kominn að bátnum á undan varðskipinu. Dönsku varð- skipsmennimir komu stórvirkri dælu um borð í Mark Jensen og höfðu skipin síðan samflot til Græn- lands. Þegar síðast fréttist, síðdegis í gær, sóttist ferðin vel. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 29. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,00 30,00 45,60 4,356 198.649 Undirmál 26,00 26,00 26,00 0,387 10.062 Ýsa 71,00 38,00 66,15 4,275 282.832 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,026 390 Karfi 20,00 20,00 20,00 0,300 6.000 Steinbítur 28,00 26,00 26,28 0,576 15.149 Koli 45,00 44,00 44,23 5,421 239.764 Lúöa 160,00 140,00 150,86 0,323 48.729 Samtals 51,17 15,665 801.574 Selt var úr ýmsum bátum. I dag verða seld 58 tonn af karfa, 25 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 4 tonn af ufsa og 2 til 3 tonn af blönduðum afla úr Otri HF og ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 47,50 43,50 45,24 4,528 204.856 Undirmál 23,00 23,00 23,00 0,170 3.910 Ýsa 77,00 40,00 61,02 3,184 194.325 Karfi 25,00 20,00 21,38 0,741 15.845 Ufsi 28,00 15,00 24,61 1,116 27.467 Steinbítur 38,00 27,00 28,81 0,268 7.720 Hlýri 35,00 22,00 23,47 0,451 10.585 Langa 38,00 34,00 37,04 0,158 5.852 Lúða 130,00 60,00 115,93 0,552 63.995 Skarkoli 45,00 25,00 34,97 1,808 63.230 Samtals 46,07 12,976 597.785 Selt var úr ýmsum bátum. I dag verða m.a. seld 70 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 2 tonn af ufsa og 2 tonn af karfa úr Vigra RE og ýmsum bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 47,50 42,50 46,70 30,653 1.400.755 Ýsa 65,50 50,50 58,09 6,207 360.599 Ufsi 22,00 9,00 21,65 1,735 37.579 Karfi 30,00 23,50 25,17 11,831 297.750 Steinbitur 38,50 38,50 38,50 0,025 963 Hlýri+steinb. 30,00 30,00 30,00 0,585 17.550 Langa 26,50 20,00 24,90 0,637 15.860 Keila 11,00 11,00 11,00 1,350 14.850 Skarkoli 46,50 35,00 40,41 1,836 74.193 Luða 146,00 85,00 92,20 0,698 55.135 Skata 95,00 51,00 83,21 0,056 4.660 Skötuselur 200,00 188,00 195,72 0,069 13.505 Samtals 41,26 55,684 2.293.399 Selt var aðallega úr Þuríði Halldórsdóttur GK og Eldeyjar-Hjalta GK. I dag veröa m.a. seld 25 tonn af þorski, 2 tonn af steinbít og 2 tonn af ýsu úr Hörpu GK, 10 tonn af þorski og 4 tonn af ýsu úr Má GK og óákveðið magn af blönduðum afla úr Gnúpi GK. Verð á loðnuafurðum FÉLAG ÍSLENSKRA FISKMJÖLSFRAMLEIÐENDA Cif-verð fyrir prótíneininguna af loðnumjöli er nú um 9,50 Banda- ríkjadalir, eða 30.600 krónur fyrir tonnið, en meðalverð fyrir tonnið af loðnulýsi er um 400 Bandaríkjadalir (18.400 krónur). Hins vegar hefur litið veriö selt af loðnuafuröum að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.