Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 ' 49. -- Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Sóley Ragnarsdóttir sýnir verk sín í Gerðubergi til 10. september. IMOKIA útsölustaöir: Mikligaröur, Hagkaup, Samkaup Keflavík, Kaupstaöur, K.Á. Selfossi, Kaupfélögin um land allt. Verðkönnun K-samtakanna: Vöruverð hæst í Hólagarði í VERÐKÖNNUN K-samtakanna 8. og 9. ágúst sl. var vöruverð oftast hæst í Hólagarði í Breið- holti en oftast lægst í Fjarðar- kaupum í Hafnarfirði. Kannað var verð á 69 mat- og hreinlætis- vörutegundum í Kjötmiðstöðinni í Garðabæ, Kaupstað í Mjódd, Miðvangi í Hafnarfirði, Kaup- garði í Kópavogi, Miklagarði, JL-húsinu, Hagkaupum í Skeif- unni, SS í Glæsibæ, Kostakaupum í Hafnarfirði, Fjarðarkaupum og Hólagarði. Verð á 25 vörutegundum var hæst í Hólagarði, 16 í SS í Glæsibæ, 8 í Hagkaupum, 7 í Kaupstað og Miklagarði, 6 i Kaupgarði, 4 í JL- húsinu, 3 í Kjötmiðstöðinni og 1 í Fjarðarkaupum. Verð á 22 vörutegundum var lægst í Fjarðarkaupum, 10 í Mið- vangi, 8 í Kjötmiðstöðinni og Kosta- kaupum, 7 í JL-húsinu, 6 í Hag- kaupum, 5 í SS, Miklagarði, og Kaupgarði, 3 í Kaupstað og 1 í Hólagarði. Rannsóknarnefnd sjóslysa: Gerðuberg: Sýning Sóleyjar framlengd SÝNING Sóleyjar Ragnarsdóttur í Gerðubergi, Breiðholti, hefur verið framlengd og mun hún standa til 10. september nk. Sóley útskrifaðist frá kennara- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1986. Myndir hennar eru collage- og einþrykksverk, unn- ar með blandaðri tækni, þrjátíu og Ú’órar að tölu, en helmingur þeirra hefur þegar selst. Sýningin verður opin á opnun- artíma Gerðubergs, mánudaga til fimmtudaga kl. 9—21, föstudaga kl. 9—19 og um helgar kl. 15—19. (Fréttatilkynning) Misbrestur á að til- kynnt sé um slys RANNSÓKNARNEFND sjóslysa hefur sent frá sér skýrslu um mál, sem nefndin tók til umfjöll- unar á síðastliðnu ári. Samhliða umfjöllun um einstök slys og óhöpp ályktar nefndin um atriði, sem henni þykir nauðsynlegt að benda á. í skýrslunni segir að oft hafi komið í ljós, að ekki hafi verið tekin lögregluskýrsla eða sjópróf haldin, þegar slys um borð í skipum hafi átt sér stað. Nefndin telur mikinn misbrest vera á því, að menn sinni skyld- um sínum í þessum efnum. Um miðjan apríl var búið að tilkynna 499 bótaskyld slys á árinu 1987 til Tryggingarstofnunar ríkisins og þar af voru dauðaslys 9. Og segir í skýrslunni, að búast megi við að slysin hafi verið um 530 miðað við venjulegan trassaskap við að tilkynna þau. Orðrétt segir: „Þó kastar tólfun- um, þegar skipstjórar og útgerðar- menn beita öllum tiltækum ráðum til þess að forðast sjópróf, en fyrir heftir komið, að dómarar hafi orðið að hóta lögreglu eða óska aðstoðar hennar til þess að knýja fram sjó- próf.“ Þá segir að nefndin sé ein- huga um, að fylgja því fast eftir að frumrannsóknir á slysum fari fram eins og lög áskilji. Muni verða leitað eftir því við yfirvöld að sekt- um verði beitt, þar sem vítaverð vanræksla eigi sér stað. Ennfremur segir að algengt sé að slys séu ekki tilkynnt fyrr en mörgum mánuðum eftir að þau hafi átt sér stað, og mörg dæmi séu um að eitt til eitt og hálft líði frá atburðinum. Nefndin leggi því til að þau viðurlög verði sett við van- rækslu á tilkynningu til tryggingar- stofnunar ríkisins, að sé slys ekki tilkynnt innan 60 daga frá því það varð, falli niður réttur atvinnurek- anda til þess að fá greidda dag- peninga fyrir þann tíma, sem hinum slasaða eru greidd laun samkvæmt samningum. Einnig að tilkynningar um slys verði endursendar til út- gerðarmanna, ef eyðublaðið sé ekki fyllt út eins og formið segir til um. Nefndin ályktar einnig sérstak- lega um fleiri mál. Á einum stað segir orðrétt: „Eftir hin mörgu slys á smábátum á síðustu misserum virðist vera brýn þörf á hertum reglum um útgerð þeirra og aukn- um kröfum um menntun þeirra manna sem fara með stjóm þeirra." Nefndin starfar samkvæmt lög- um frá 1986, sem kveða á um að hún skuli kanna orsakir allra sjó- slysa þegar íslensk skip farast, öll þau slys þegar manntjón verður auk annarra sjóslysa, sem hún telji ríka ástæðu til að rannsaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.