Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 16
16 ________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988_ GJ ALDHEIMTUMÁL Á AUSTURLANDI eftir Bjarna Stefánsson Ályktun bæjarstjórnar Eskifjarðar Bæjarstjóm Eskifjarðar varar eindregið við þeirri hygmynd, að gera Austurlandskjördæmi að einu gjaldheimtusvæði í formi stofnun- ar og leggur til að gjaldheimtan verði í formi stjórnar sem skipuð verði tveimur mönnum frá fjármála- ráðuneytinu, tveimur frá viðkom- andi sveitarfélögum og einum odda- manni og gangi hún til samninga við sýslumann- og bæjarfógetaemb- ættin á svæðinu um að þau taki að sér innheimtu opinberra gjalda. Þessi tilhögun gildi til 31. janúar 1991 og með hliðsjón af þeirri reynslu sem þannig fæst, verði tek- in afstaða um áframhaldandi inn- heimtu embættanna fyrir 15. sept- ember 1992. Núverandi skipulag Eins og kunnugt er fer inn- heimta opinberra gjalda í Austur- landskjördæmi fram hjá innheimtu- mönnum ríkissjóðs, þ.e. sýslumanni Norður-Múlasýslu og bæjarfóget- anum á Seyðisfírði, bæjarfógetan- um í Neskaupstað, sýsjumanni Suð- ur-Múlasýslu og bæjarfógetanum á Eskifírði og sýslumanni Austur- Skaftafellssýslu á Höfn svo og bæjar- og sveitasjóðum. Undirritaður, bæjarsjórinn á Eskifírði, hefur öðlast nokkra reynslu af báðum tegundum inn- heimtumanna þ.e. innheimt fyrir ríkissjóð og bæjarsjóð Eskifjarðar, en undirritaður starfaði sem fulltrúi innheimtumanns ríkissjóðs í Suð- ur-Múlasýslu og Eskifírði í rúmlega 3 ár og hefur nú starfað í tæp 2 ár sem bæjarstjóri á Eskifírði. Meg- inmunur þessara innheimtuaðferða er víðátta þeirra, annars vegar Eskifjarðarkaupstaðar sem þægi- legrar innheimtueiningar land- fræðilega séð og hins vegar Suður- Múlasýslu sem er víðfeðmasta sýsla landsins þar sem samgöngur mega teljast sæmilegar á landi, er eru þó hreinir smámunir miðað við umdæmi Austurlandskjördæmis. Báðar þessar tegundir inn- heimtna verða að teljast auðveldar viðfangs standi gjaldendur í skilum, en gallar þeirra víðfemu koma greinilega í ljós þegar um vanskila- innheimtu er að ræða, þar sem til áframhaldandi innheimtuaðgerða kemur að Ioknum viðvörunum, þá þurfa innheimtumenn að fara í heimabyggð gjaldanda til þess að gera lögtök eða stöðva atvinnu- rekstur ef ekki semst um annað. Væntanlegt fyrirkomulag' gjaldheimtu í Austurlands- kjördæmi Sérstök stjóm verður skipuð, hvor leiðin sem farin verður, á sama hátt og fyrr greinir þ.e. tveir menn skipaðir af fjármálaráðherra, tveir skipaðir af sveitarfélögunum og þessir tilnefna sameiginlega einn oddamann, en náist ekki samkomu- lag þá skal oddamaður tilnefndur af Hæstarétti íslands. Ljóst er að ein gjaldheimta í formi stofnunar með því mannhaldi sem gert er ráð fyrir þ.e. einum gjaldheimtustjóra sem ráðinn er af stjóm gjaldheimtu, tveimur fulltrú- um og tveimur til þremur öðmm starfsmönnum mun eigi komast yfir að sinna virkri innheimtu utan veggja stofnunarinnar og því óhæf til þess að vinna að nauðsynlegum eftirrekstri sem slíkri starfsemi er samfara. Það verður því að teljast Ijóst, að gjaldheimtan verður að fá útstöðvar og þær fleiri en eina með því aukna mannahaldi og kostnaði sem slíku fylgir. Verði hin fjögur embætti bæjar- fógeta og sýslumanna í umdæminu nýtt til innheimtu opinberra gjalda, en við þau má bæta tveimur út- stöðvum sem þegar eru til staðar en það er á Vopnafirði sem fljótlega mun tölvuvæðast og á Egilsstöðum, þá munu þessir sex móttökustaðir tryggja dreifíngu um svæðið og reynsla embættanna við innheimtu opinberra gjalda nýtast til fullnustu og nálægð og samband við gjald- endur verður mun meira jafnframt því að stærð umdæmanna verður viðráðanlegri, en allt þetta mun stuðla að árangri innheimtunnar. Stjóm gjaldheimtu Austurlands- kjördæmis mun hafa yfirumsjón og eftirlit með störfum embættis- manna og fullan íhlutunarrétt, telji hún embættismennina eigi standa sig sem skyldi. Fái stjómin eigi leið- réttingu á viðkomandi málefnum, þá getur hún krafíst riftunar á samningi við viðkomandi bæjarfóg- eta og/eða sýslumann og falið öðr- um innheimtumanni ríkissjóðs inn- heimtuna en þá niðurstöðu verður að telja afar ófarsæla fyrir hinn slaka bæjarfógeta og/eða sýslu- mann og hann yrði vart langlífur í starfí eftir það. Gjaldheimta í formi stofnunar krefst sérstaks húsnæðis og er það væntanlega engin bábilja að ætla að stofnunin kalli fljótlega á eigið húsnæði sem sniðið verður að starf- seminni. Embættisbústaður gjald- heimtustjóra hér á Austurlandi verður að teljast eðlileg afleiðing af tilkomu gjaldheimtu í formi stofnunar. Hjá bæjarfógeta- og sýslu- mannaembættunum er til staðar húsnæði fyrir innheimtuna og emb- ættisbústaðir og má þannig spara stofnkostnað vegna fasteigna á vegum gjaldheimtunnar, sveitarfé- lögum og ríkissjóði til verulegra hagsbóta. Verði stofnuð gjaldheimta í formi stofnunar á Austurlandi, þá þarf að leggja út í verulegan stofnkostn- að, en slík stofnun þarf að tölvu- Frá Eskifirði væðast frá grunni og fá beinteng- ingu við SKÝRR, jafnframt PC- tölvu og önnur tæki og búnað sem tilheyra slíkum rekstri. Allur framangreindur tækjabún- aður er til staðar í bæjarfógeta- og sýslumannaembættunum svo og þjálfað starfsfólk og verður því eng- inn stofnkostnaður við tækjakaup hjá slíkri gjaldheimtu. Bæjarfógeta- og sýslumanna- embættin byggja á þrautreyndu innheimtufyrirkomulagi sem fellur að viðkomandi umdæmum og hefur á að skipa þjálfuðu starfsfólki, en með tilkomu nýrrar gjaldheimtu í formi stofnunar þá þarf að þróa upp framkvæmd innheimtunnar og þjálfa upp starfsfólk með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn. Afgreiðsluferill gjald- heimtu Dagleg vinnsla hjá bæjarfógetum „Með tilkomu gjald heimtu sem stofnunar fylgir sem áður getur húsnæði undir stofnun- ina og gjaldheimtu- stjórann, allur tilheyr- andi tölvubúnaður ásamt öðrum skrif- stofuáhöldum, bifreið eða bifreiðar, útstöðvar með tilheyrandi tækja- búnaði, starfsfólk sem sífellt fer fjölgandi og fl. og fl. Allt þetta er komið til að vera og þróast og/eða vaxa. Ef hins vegar sýslu- manna- og bæjarfó- getaembættin sjá um innheimtuna þá er ekki um að ræða nokkurn stofnkostnað einungis lítilleg hækkun rekst- urskostnaðar. Þarna er um að ræða opið og þjált fyrirkomulag sem tekur nýjungum og breytingum en rígheld- ur ekki í að viðhalda sjálfu sér. Þetta fyrir- komulag er ekki endi- lega komið til að vera heldur er auðvelt og tiltölulega ódýrt að „bakka“ út úr því og stofna gjaldheimtu með annars konar fyrir- komulagi.“ og sýslumönnum mun fara þannig fram i grófum dráttum: Embættin taka á móti öllum opinberum gjöld- um ríkis og sveitarfélaga og færa þau í tölvur embættisins sem flytur boðin samtímis eftir beinlínukerfi á viðeigandi staði í móðurtölvu SKÝRR í Reykjavík. Hins vegar má búast við að gjald- heimta í formi stofnunar leitist við að reyna að vinna sjálf að inn- heimtunni sem mest hún má frá staðsetningu aðalstöðva hennar með framangreindum vanköntum sökum víðfeðmis umdæmisins. Til staðar þarf að vera eins og áður getur sams konar tækjabúnaður og er nú þegar í bæjarfógeta- og sýslu- mannaembættunum og eru greiðsl- ur færðar á sama hátt. Ljóst er að slík gjaldheimta verður að koma sér upp útstöðvum til þess að eiga möguleika á því að sinna hlutverki sínu utan veggja stofnunarinnar við vanskilainnheimtuna. Bankar og sparisjóðir eru þegar famir að taka á móti opinberum gjöldum þ. á m. staðgreiðsluskött- um. Vart mun líða á löngu uns Reiknisstofnun bankanna hefur komið sér upp forriti sem sundurlið- ar skilagreinar endanlega og sendir þær að kvöldi dags til SKYRR og mun þessi afgreiðsla verða gjald- endum og gjaldheimtum mjög til þæginda og hagsbóta jafnframt því að virkum móttökustöðvum fjölgar mjög. Þegar SKÝRR hefur unnið úr aðsendum boðum, þá sendir stofn- unin tilkynningar um innheimtuna daginn áður til gjaldheimtanna og hvemig hún skiptist á sveitarfélög jafnframt því að stöðulisti yfír gjaldendur liggur fyrir og má kynna sér hann með fyrirspumum í tölvu eða með útskriftum á stöðulistum úr henni. Verði innheimtan hjá bæjarfó- geta- og sýslumannaembættunum þá dreifast þessar upplýsingar samtímis til allra embættanna og útstöðva þeirra og mun hægara er um vik að hefja eftirrekstur heldur en að fá upplýsingamar fram á ein- um afmörkuðum stað eins og mun verða með tilkomu einnar gjald- heimtu sem stofnunar. Hætt er við að gjaldheimta í formi stofnunar myndi eins konar „flöskuháls" gagnvart útstöðvum sínum and- stætt bæjarfógeta- og sýslumanna- embættunum sem fá allar upplýs- ingar beint frá SKÝRR, en gjald- heimtustofnunin þarf að koma frá sér upplýsingum til útstöðva sinna og verkar því í þessu tilviki sem óþarfa milliliður. Skilvirkni Innheimtusvæði gjaldheimtu Austurlands er langvíðfeðmast af þeim tíu gjaldheimtusvæðum sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til laga um gjaldheimtu ríkis og sveitarfé- laga og víða afar örðugt yfírferðar sökum erfíðra samgönguskilyrða. Það verður þó að viðurkennast, að þar á landinu sem þéttbýlt er, veldur umfangið því, að störf þau sem falin eru bæjarfógeta- og sýslu- mannaembættunum skipast upp í sérstakar stofnanir eftir eðli sínu t.d. í fógeta-, borgardómara-, saka- dóms-, tollstjóra- og lögreglustjóra- embætti, tryggingastofnun, sjúkra- samiag o.fl., jafnframt því, að sér- stök gjaldheimta sér um innheimtu opinberra gjalda. Sú forsenda er ljós, að með til- komu gjaldheimtu í Austurlands- kjördæmi er stefnt að því að tryggja árangtirsríka innheimtu fyrir sem minnstan innheimtukostnað. Sök- um margnefndrar víðáttu Austur- landskjördæmis og viðsjálverðrar stöðu gjaldheimtu sem stofnunar, bæði landfræðilega og formlega, gagnvart vanskilainnheimtu, getur stofnunin lítið beitt sér án þess að til komi aðstoð sýslumanna og bæj- arfógeta en þá verður þessi milli- liðastaða hennar jafnframt víðáttu umdæmisins henni mjög ijötur um fót og vafasamt hvort skilvirkni hennar verði viðunandi án þess að kostnaður æði upp úr öllu valdi, en þá er hún tekin að starfa gegn sjálfri sér. Vanskilainnheimta/Lög- tök/Nauðungaruppboð Með frumvárpi til laga um að- skilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði er gert ráð fyrir því, að sýslumenn geri lögtök fyrir opin- berum gjöldum að fengnum al- mennum lögtaksúrskurði héraðs- dómara og að þeir annist nauðung- arsölu að undangenginni athugun héraðsdómara á því hvort skilyrði nauðungarsölu séu uppfyllt. Ágreiningi verður skotið til úr- skurðar héraðsdómara. Fyrir gjaldheimtu í formi stofn- unar fyrir Austurlandskjördæmi þýðir þetta að gjaldheimtustjórinn þarf ætíð að leita til fjögurra bæjar- fógeta- og sýslumannaembætta á svæðinu til þess að fá lögtök, lok- unaraðgerðir og nauðungaruppbf framkvæmd og er það bersýnileg að þetta fyrirkomulag er ákafleg þungt í vöfum og gjaldheimtustofr unin verkar einnig hér sem óþarfí milliliður. Starfsreglur gjald- heimtu/lög og reglugerðir Heyrst hafa þær raddir meðal sveitarstjómarmanna, að bæjarfó- getum og sýslumönnum sé ekki treystandi fyrir innheimtunni sök- um þess hve hallir þeir séu undir ríkissjóð og að þeir heyri undir dómsmálaráðuneytið. Bæjarstjóm Eskifjarðar ber fullt traust til bæjarfógeta og sýslu- manna og efast ekki um að þeir leitast við að framfylgja lögum og reglugerðum af góðri þekkingu og samviskusemi. Það er ljóst að lög og reglugerð- ir um gjaldheimtur ríkis og regiu- gerðir um gjaldheimtur ríkis og sveitarfélaga verða að kveða skýrt og nákvæmlega um starfsreglur þeirra og þær eiga allar að starfa samkvæmt og innan ramma þeirra reglna og því er fráleitt að ætla að sjálfstæði sveitarfélaganna og íhlutunarréttur þeirra yfir gjald- heimtum aukist með tilkomu sér- stakrar gjaldheimtu sem stofnunar en slíkar vangaveltur hafa nokkuð verið viðraðar meðal sveitarstjóm- armanna. Kostnaður Við útreikning á reksturskostn- aði beggja innheimtufyrirkomulag- anna sem fram fóm á vegum gjald- heimtunefndar Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi kem- ur í ljós, að jafndýrt ef ekki ódýr- ara er að láta sýslumanna- og bæj- arfógetaembættin fjögur með tveimur útstöðvum innheimta mið- að við samkomulag ríkissjóðs við Vestmannaeyjar, heldur en að láta eina gjaldheimtustofnun án nok- kurrar útstöðvar innheimta opinber gjöld í Austurlandskjördæmi, en þess skal getið, að útreikningar á gjaldheimtu sem stofnunar em allir áætlaðir og rýrir það áreiðanleika þeirra. Hér skal tekið sérstaklega fram, að stofnkostnaður er að sjálf- sögðu utan þessa útreiknings. Parkinsonlögmálið Með tilkomu gjaldheimtu sem stofnunar fylgir sem áður getur húsnæði undir stofnunina og gjald- heimtustjórann, allur tilheyrandi tölvubúnaður ásamt öðmm skrif- stofuáhöldum, bifreið eða bifreiðar, útstöðvar með tilheyrandi tækja- búnaði, starfsfólk sem sífellt fer fjölgandi og fl. og fl. Allt þetta er komið til að vera og þróast og/eða vaxa. Nú á tímum tæknialdar em fram- farir á sviði tölvubúnaðar mjög örar og sjálfvirkni og hagræðing sífellt að aukast. Hætt er við að gjald- heimtustofnun leitist við að við- halda sjálfri sér og starfsmenn reyni ' af fremsta megni að halda verkefn- unum inni á borði hjá sér og sanna þannig tilverurétt sinn. Þetta getur leitt til þess að gjaldheimtan verður treg í taumi gagnvart tækninýjung-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.