Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Ik Bregður yfirstéttin í Rúss- landi fæti fyrir Gorbatsjov? Hér á dögunum birtist grein í' DV sem hét „Nú er hún gamla grýla dauð.“ Grýla var búin til af foreldrum, sem vildu hræða börn sín til hlýðni og þótti sú uppeldisað- ferð miður góð. Grýlan sem greinar- höfundur á við er hin fræga Rúss- agrýla, búin til af áróðursmeistur- um Lenín-Stalínismans. Þeir sem ekki gleyptu áróðurinn hráan voru svo annaðhvort vangefnir eða óguð- legir fasistar eða nasistar. Ég trúði ekki á kenninguna um ágæti alræðisins og sætti mig ekki við afnám allra mannréttinda, og að mótspyma skyldi barin niður með harðri hendi. Þetta stríddi al- gjörlega mót allri frelsisbaráttu sem mannkynið hafði háð, frá því sögur hófust. Þegar kommúnistamir vom búnir að vera við völd í fjögur ár, og höfðu brotið alla andspymu á bak aftur, var rússneska þjóðin nær dauða en lífi af hungri. Þá kom hinn frjálsi heimur og sendi kúgur- unum mat og þá fékk þjóðin að fínna fyrir blessun kerfísins. Ég hef reynt að fylgjast með gangi mála í kommúnistaríkjunum og nú sýnir æðsti maður Rússlands heiminum, að það var ekki ljós- glæta í kerfinu, og er hann núna að sálga Grýlunni. Við sem óttuð- umst kommúnismann höfðum á réttu að standa. Nú óttast Gorbatsj- ov að yfírstéttin í Rússlandi bregði fæti fyrir hann í umbótum hans. Stéttaskiptingin í Rússlandi er eins og á dögum Katrínar miklu, nema ég veit ekki til þess að þá hafi ver- ið sérstök sjúkrahús fyrir verka- menn eins og í dag, 1988. Segjum nú sem svo, að einhverjar umbætur verði, þá verða þær meiriháttar kjaraskerðing fyrir flokksgæðing- ana. Ég óttast hins vegar ekki síður, að almenningsálitið í lýðræðisríkj- unum bili, og þar hljóti Gorbatsjov ekki réttmætan stuðning. Það stafar af því, að hér á landi og ég tala nú ekki um í Skandinavíu geng- ur allur áróðurinn út á fijálshyggju og „frelsiskjaftæði", eins og félags- hyggjufólkið hefur orðað það. Og þar hefur andi gömlu kommúnis- tanna svifíð yfír vötnunum, allt frá byltingunni í Rússlandi. Öll heimsveldisútþensla Rússa hefur verið afsökuð, allir glæpirnir hafa verið afsakaðir og allt illt hef- ur verið fijálsræðinu að kenna, samanber álit kennarans á innrás- inni í Tékkóslóvakíu fyrir tuttugu árum. Þá sagði framsóknarmaður- inn: „Hvað áttu aumingja Rússam- ir annað að gera?“ Þá svaraði við- mælandi hans: „Að þú skulir ekki skammast þín.“ Vegaskilti við Markarfljót ófullnægjandi Þetta vegaskilti er skammt frá Markarfljótsbrú, þegar ekið er af hringveginum inn í Þórsmörk. Eins og sjá má er á því nauðsynleg við- vörun. Lesandi vakti athygli á því, að textinn væri aðeins á íslensku, þótt það væru ekki síst erlendir ökumenn, sem þyrfti að vara við með þessum hætti. Ég skammast mín ekkert þó ég hafí notfært mér það, að segja frómt frá hryllingi kommúnismans. Félagshyggjufólki væri hollt að vita, að efnahagslífið í Austurblokk- inni, sem aldrei hefur getað borgað mannsæmandi laun, að það er ekki markaðshyggjunni, eða öðm ftjáls- ræði að kenna. Húsmóðir. í>essir hringdu . . Ömurleg Viðeyjarferð Borgarstarfsmaður hringdi: „Á dögunum efndi Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar til ferðar fyrir félagsmenn út í Við- ey. Ég og vinnufélagar mínir ák- váðum að fara með. Við sigldum þangað með Hafsteini og skoðuð- um okkur um á eynni. Þegar við ætluðum að fara í Viðeyjarstofu var okkur tjáð, að þar væri allt fullt vegna samkvæmis. Við geng- um um í nokkum tíma og þegar við snemm aftur var okkur aftur vísað frá. Við fengum ekki einu sinni tækifæri til að kíkja á húsið. Nokkm síðar snemm við heim og höfðum hvorki fengið vott né þurrt í ferðinni. Þetta var í sann- leika sagt ömurleg ferð.“ Slæm umhirða á lóð við fjölbýlishús íbúi í blokk hringdi: „Ég bý í blokk með þremur stigagöngum. Lóðin er ekki sam- eiginleg, heldur skipt milli stiga- ganganna. Fólkið í einum stiga- gangnum hefur ekki hirt neitt um sinn hluta í langa hríð. Það hvorki týnir msl þar né slær grasið. Við hin höfuð rætt við þetta fólk, en það hefur engan árangur borið. Mig langar til að spyija, hvert ég geti snúið mér vegna þessa máls. Gott væri að fá svar við því héma í Velvakanda." Veski týndist á Borginni Brúnt seðlaveski týndist á Hót- el Borg eða næsta nágrenni að- faranótt sunnudagsins 21. ágúst. Finnandi hringi í síma 84983. Hvar er hægt að fá gert við sokka? Kona hringdi: „Mig langar til að fá upplýsing- ar um það, hvort það séu ekki einhveijar konur sem taka að sér að gera við sokka. Þetta tíðkaðist hér áður fyrr, en ég hef ekki orð- ið vör við það í seinni tíð.“ Þakkir til borgarstjórn- ar Borgarbúi hringdi: „Mið langar að þakka borgar- stjóm og Davíð Oddssyni fyrir það, hve rösklega var gengið til verks í Viðey. Framkvæmdimar þar em borgaryfírvöldum og ark- ítektunum til sóma.“ Gullhringur týndist í Reykjavík Sléttur karlmannsguilhringur með bláum safírsteini týndist í Reykjavík rétt fyrir síðustu helgi. Nafnið Herdís Ásgeirsdóttir er grafíð í hann að innanverðu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 15846, helst fyrir 10 á morgnana. í boði em fundarlaun. Ömurleg auglýsing á Bylgjunni Hlustandi hringdi: „Mér finnst alveg ömurleg aug- lýsing um umferðarmál á Bylgj- unni þessa dagana. Þar er sagt frá ungri stúlku, sem er í bíl með kærasta sínum og ekur hann of hratt. Mér fínnst verið að dæma alla stráka út frá þeim sem keyra of hratt. Það má ekki gleyma því, að stelpur geta líka gert það.“ Undrun vegna þáttarins um „Mann vikunnar“ Sigurlaug Tryggvadóttir hringdi: „Mér er orða vant til að lýsa ógeði mínu og undmn vegna þátt- arins um „Mann vikunnar" 20. ágúst. Þessi þáttur var í einu orði sagt andstyggilegur." Námskeið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Áifheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. r Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar: 62 30 75 og 21110 kl. 11-12. Tveir menn í fjölmennu samkvæmi ræðast við: „Það er nú frekar leiðinlegt hérna, finnst yður ekki?“ „Jú, það er svo sannarlega rétt.“ „Eigum við ekki að stinga af?“ „Nei, ég get það varla, — ég er gestgjafinn." KÓKÓMJÓL/c FifKÍR 6LATT FÓLK ! | MjÓLKURSAMSALAN í REYKjAVlK ~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.