Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLflÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Morgunblaðið/Jónas Sigurðsson Bakararnir í nýja bakaríinu á Patreksfirði, frá vinstri: Óskar Haf- steinsson, Friðrik Magnússon og Kristján Skarphéðinsson eigandi bakarísins. Bakarí opnar á Patreksfirði Patreksfirði. BAKARÍ hefur nýlega verið opn- að á Patreksfirði og er það til húsa við Þórsgötu hér i bæ. Kristján Skarphéðinsson bakari er eigandi bakarísins og kvaðst hann í samtali við Morgunblaðið vonast til að geta sinnt sunnan- verðum Vestfjörðum í framtíðinni með kökur og brauð. Rafn Hafliðason bakari, sem áð- ur sá um bakstur hér á Patreks- firði, hyggst snúa sér eingöngu að verslunarrekstri og stefnir að því að opna matvöruverslun í húsnæði því sem áður var bakað í. Mun það væntanlega auka vöruúrval og þjónustu við íbúa staðarins þar sem nú er einungis ein matvöruverslun á staðnum, Kjöt og fískur, eftir að KVB varð gjaldþrota á síðasta ári. - Fréttaritari Ölvaður ók á ljósastaur HÁLFSEXTUGUR maður, sem grunaður er um ölvun, stór- skemmdi BMW-bifreið sína þeg- ar hann ók á ljósastaur í TÚn- brekku i Kópavogi, um klukkan 1 aðfararnótt föstudagsins. Manninn sakaði ekki. Lögreglumenn urðu mannsins varir þar sem hann ók yfir gang- stétt á Smiðjuvegi og hugðust þeir kanna ástand hans. Þegar maður- inn varð lögreglunnar var ók hann á brott á mikilli ferð og missti lög- reglan af honum á Nýbýlavegi. Fáum mínútum síðar var lögreglu tilkynnt að ekið hefði verið á ljósa- staur og var þ'ar um sama bíl að ræða. Að sögn lögreglu var maður- inn áberandi ölvaður. Bíllinn er tal- inn ónýtur. Þetta er 103. ölvaði ökumaðurinnn sem Kópavogslög- regla hefur afskipti af á árinu. 51 Mosfellsbær: Undirgöng og hringtorg á Yesturlandsvegi Páll Guðjonsson bæjarstjon í Mosfellsbæ. I bakskýn má sjá fram- kvæmdimar við undirgöngin. FRAMKVÆMDIR við gerð und- irganga og tveggja hringtorga á Vesturlandsvegi, þeim hluta er liggur i gegnum Mosfellsbæ, eru nú i fullum gangi. Vega- gerð ríkisins sér um fram- kvæmdirnar, en þær eru gerðar að ósk bæjaryfirvalda i Mos- fellsbæ. Tilgangurinn með hringtorgunum er að draga úr ökuhraða þeirra er keyra í gegnum bæinn og undirgöngin eru fyrir gangandi vegafarend- ur sem þurfa að komast yfir Vesturlandsveg við Brúarland. Á undanfömum árum hafa orð- ið þrjú banaslys og nokkur meiri- háttar slys á þeim hluta Vestur- landsvegar er liggur gegnum Mosfellsbæ. Vegurinn er í þjóð- braut, umferð oft mikil og sömu- leiðis ökuhraði, að sögn Páls Guð- jónssonar bæjarstjóra í Mosfells- bæ. Það hefur verið bæjarbúum og -yfírvöldum kappsmál að eitt- hvað yrði gert til að draga úr slysahættunni og auka öryggi bæjarbúa. Böm og unglingar sem búa í Teiga- og Helgafellshverfi þurfa oft að fara yfír veginn, þangað sem þau sækja skóla, íþróttaæfíngar og í félagsmiðstöð- ina. Með tilkomu undirganga við Brúarland þurfa þau ekki lengur að fara yfír þjóðveginn. Undir- göngin eru ætluð bæði gangandi og hjólandi vegfarendum, sagði Jón Ásbjömsson byggingatækni- færðingur hjá Mosfellsbæ, og ríðandi hestamönnum. Hnngtorgin sem um ræðir em tvö. Á gatnamótum Vesturlands- vegar og Langatanga vestast í bænum og um 200 m austan við undirgöngin á gatnamótum Vest- urlandsvegar og Álafossvegar. Páll Guðjónsson bæjarstjóri sagði að með tilkomu hringtorganna ætti að draga úh hraða þeirra ökutækja sem leið eiga í gegnum bæinn, en hann væri nú of mik- ill. Umferð myndi samt haldast stöðug öfugt við það sem gerist þegar ljós em sett upp á gatna- mótum. Umferðljós verða þó sett upp síðar á gatnamótum Vestur- landsvegar, Reykjavegar og Þver- holts þar sem oft er erfítt að kom- ast inn á Vesturlandsveginn þegar umferð er mikil. Vegagerð ríkisins sér alveg um framkvæmdimar þar sem Vesturlandsvegur er þjóðveg- ur. Búist er við að hægt verði að taka hringtorgin og undirgöngin í notkun í byijun október. Bærinn sjálfur stendur í mikl- um framkvæmdum ekki langt frá undirgöngunum. Þar er nú í full- um gangi undirbúningur fyrir Landsmót ungmennafélaganna sem haldið verður i í Mosfellsbæ árið 1990. Ætlunin er að koma upp fullkominni aðstöðu fyrir frjálsíþróttafólk við íþróttavöllinn í bænum fynr þann tíma, sagði bæjarstjóri. Áætlaður kostnaður við allar þær framkvæmdir er, að hans sögn, nálægt 100 milljónum króna. Þar er innifallið lagning hlaupabrautar, áhorfendapallar, gróðursvæði skammt frá íþrótta- svæðinu og tjaldstæði. Twisted Sister® HA USTVORUR SUBWAY EXCLUSIVE LEATHER FBOV J. TAVERNITI SPINASH TONSURTON PAOLA FERRARI MADt IN rTALV GIORGIO FERRARI MAD€ IN ÍTAIY Kringlan s. 689017 Laugavegi s. 17440
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.