Morgunblaðið - 30.08.1988, Síða 51

Morgunblaðið - 30.08.1988, Síða 51
MORGUNBLflÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Morgunblaðið/Jónas Sigurðsson Bakararnir í nýja bakaríinu á Patreksfirði, frá vinstri: Óskar Haf- steinsson, Friðrik Magnússon og Kristján Skarphéðinsson eigandi bakarísins. Bakarí opnar á Patreksfirði Patreksfirði. BAKARÍ hefur nýlega verið opn- að á Patreksfirði og er það til húsa við Þórsgötu hér i bæ. Kristján Skarphéðinsson bakari er eigandi bakarísins og kvaðst hann í samtali við Morgunblaðið vonast til að geta sinnt sunnan- verðum Vestfjörðum í framtíðinni með kökur og brauð. Rafn Hafliðason bakari, sem áð- ur sá um bakstur hér á Patreks- firði, hyggst snúa sér eingöngu að verslunarrekstri og stefnir að því að opna matvöruverslun í húsnæði því sem áður var bakað í. Mun það væntanlega auka vöruúrval og þjónustu við íbúa staðarins þar sem nú er einungis ein matvöruverslun á staðnum, Kjöt og fískur, eftir að KVB varð gjaldþrota á síðasta ári. - Fréttaritari Ölvaður ók á ljósastaur HÁLFSEXTUGUR maður, sem grunaður er um ölvun, stór- skemmdi BMW-bifreið sína þeg- ar hann ók á ljósastaur í TÚn- brekku i Kópavogi, um klukkan 1 aðfararnótt föstudagsins. Manninn sakaði ekki. Lögreglumenn urðu mannsins varir þar sem hann ók yfir gang- stétt á Smiðjuvegi og hugðust þeir kanna ástand hans. Þegar maður- inn varð lögreglunnar var ók hann á brott á mikilli ferð og missti lög- reglan af honum á Nýbýlavegi. Fáum mínútum síðar var lögreglu tilkynnt að ekið hefði verið á ljósa- staur og var þ'ar um sama bíl að ræða. Að sögn lögreglu var maður- inn áberandi ölvaður. Bíllinn er tal- inn ónýtur. Þetta er 103. ölvaði ökumaðurinnn sem Kópavogslög- regla hefur afskipti af á árinu. 51 Mosfellsbær: Undirgöng og hringtorg á Yesturlandsvegi Páll Guðjonsson bæjarstjon í Mosfellsbæ. I bakskýn má sjá fram- kvæmdimar við undirgöngin. FRAMKVÆMDIR við gerð und- irganga og tveggja hringtorga á Vesturlandsvegi, þeim hluta er liggur i gegnum Mosfellsbæ, eru nú i fullum gangi. Vega- gerð ríkisins sér um fram- kvæmdirnar, en þær eru gerðar að ósk bæjaryfirvalda i Mos- fellsbæ. Tilgangurinn með hringtorgunum er að draga úr ökuhraða þeirra er keyra í gegnum bæinn og undirgöngin eru fyrir gangandi vegafarend- ur sem þurfa að komast yfir Vesturlandsveg við Brúarland. Á undanfömum árum hafa orð- ið þrjú banaslys og nokkur meiri- háttar slys á þeim hluta Vestur- landsvegar er liggur gegnum Mosfellsbæ. Vegurinn er í þjóð- braut, umferð oft mikil og sömu- leiðis ökuhraði, að sögn Páls Guð- jónssonar bæjarstjóra í Mosfells- bæ. Það hefur verið bæjarbúum og -yfírvöldum kappsmál að eitt- hvað yrði gert til að draga úr slysahættunni og auka öryggi bæjarbúa. Böm og unglingar sem búa í Teiga- og Helgafellshverfi þurfa oft að fara yfír veginn, þangað sem þau sækja skóla, íþróttaæfíngar og í félagsmiðstöð- ina. Með tilkomu undirganga við Brúarland þurfa þau ekki lengur að fara yfír þjóðveginn. Undir- göngin eru ætluð bæði gangandi og hjólandi vegfarendum, sagði Jón Ásbjömsson byggingatækni- færðingur hjá Mosfellsbæ, og ríðandi hestamönnum. Hnngtorgin sem um ræðir em tvö. Á gatnamótum Vesturlands- vegar og Langatanga vestast í bænum og um 200 m austan við undirgöngin á gatnamótum Vest- urlandsvegar og Álafossvegar. Páll Guðjónsson bæjarstjóri sagði að með tilkomu hringtorganna ætti að draga úh hraða þeirra ökutækja sem leið eiga í gegnum bæinn, en hann væri nú of mik- ill. Umferð myndi samt haldast stöðug öfugt við það sem gerist þegar ljós em sett upp á gatna- mótum. Umferðljós verða þó sett upp síðar á gatnamótum Vestur- landsvegar, Reykjavegar og Þver- holts þar sem oft er erfítt að kom- ast inn á Vesturlandsveginn þegar umferð er mikil. Vegagerð ríkisins sér alveg um framkvæmdimar þar sem Vesturlandsvegur er þjóðveg- ur. Búist er við að hægt verði að taka hringtorgin og undirgöngin í notkun í byijun október. Bærinn sjálfur stendur í mikl- um framkvæmdum ekki langt frá undirgöngunum. Þar er nú í full- um gangi undirbúningur fyrir Landsmót ungmennafélaganna sem haldið verður i í Mosfellsbæ árið 1990. Ætlunin er að koma upp fullkominni aðstöðu fyrir frjálsíþróttafólk við íþróttavöllinn í bænum fynr þann tíma, sagði bæjarstjóri. Áætlaður kostnaður við allar þær framkvæmdir er, að hans sögn, nálægt 100 milljónum króna. Þar er innifallið lagning hlaupabrautar, áhorfendapallar, gróðursvæði skammt frá íþrótta- svæðinu og tjaldstæði. Twisted Sister® HA USTVORUR SUBWAY EXCLUSIVE LEATHER FBOV J. TAVERNITI SPINASH TONSURTON PAOLA FERRARI MADt IN rTALV GIORGIO FERRARI MAD€ IN ÍTAIY Kringlan s. 689017 Laugavegi s. 17440

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.