Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 3D. ÁGÚST 1988 % Sala Útvegsbankans: Fyrst verður rætt við bankastofnanir JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur skipað starfshóp sem ætlað er að kanna möguleika á og undirbúa sölu hlutabréfa ríkisins í Útvegs- banka íslands. Starfshópur þessi mun fyrst ræða við bankastofnanir nm sölu bréfanna, enda er eitt af markmiðum með sölu þeirra að stuðla að sameiningu bankastofnana. Bjöm Friðfinnsson, einn af þeim sem skipaðir voru í starfshópinn, sagði að það væri æskilegt að aðrar bankastofnanir keyptu Útvegsbank- ann og er þar einkum horft til hluta- fjárbankanna fjögurra og sparisjóða. Auk framangreinds markmiðs er starfshópnum falið að vinna að þeim markmiðum að ríkissjóður fái rétt verð fyrir hlutabréfin og að eignar- haldi á bankanum verði dreift. Bjöm Friðfinnsson var að því spurður hvort það gæti farið saman að selja hlutabréfin bankastofnunum og að dreifa eignarhaldi. Hann sagði að það gæti t.d. gerst á þann hátt að ríkissjóður seldi hluta af bréfum sínum í Útvegsbanka íslands hf. til eins eða fleiri banka. Síðan væm bankamir sameinaðir Útvegsbank- anum og ríkissjóður fengi hlutabréf í hinum nýja sameinaða banka í skiptum fyrir eftirstöðvar hlutabréfa sinna í Útvegsbankanum. Þau bréf yrðu síðan seld á væntanlegum hluta- bréfamarkaði. Bjöm sagði að hann gæti að öðru leyti ekki tjáð sig um málið þar sem starfshópurinn muni ekki halda sinn fyrsta fund fyrr en í byijun næsta mánaðar. Með Bimi í hópnum eru þeir Jónas A. Aðalsteinsson hrl. og Ámi Tómas- son endurskoðandi. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Frystingin verður ekki skilin eftir í 4% halla HALLDÓR Ásgrimsson sjávarút- vegsráðherra segir að ekki komi til greina að skilja frystinguna eftir i 4% halla eins og gert hafi verið í þeim tillögum bjargráða- nefndarinnar svokölluðu sem nú eru til skoðunar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú verið að reikna út ýmsar stærðir í þessu máli í ráðuneytinu. Hug- myndir eru um að gera hvort- tveggja, lækka fiskverð og breyta hlutaskiptum sjómanna til að ná fram þeirri 10% Iaunalækk- un sem kæmi til ef niðurfærslu- leiðin verður farin. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að létta ýmsum álögum af frystingunni svo sem þeim 6% fjárfestingar- skatti sem lagður var á erlendu skuldbreytingarlánin fyrir skömmu. Halldór Ásgrímsson segir að ver- ið sé að kanna ýmsar leiðir í ráðu- neytinu en málið sé á því stigi nú að hann geti lítt tjáð sig um það. Hann segir að það bæti ekki stöð- una að stöðugt berast fréttir af verðfalli á afurðum okkar erlendis, nú síðast að verð á þorskblokkinni á Bandaríkjamarkaði fari lækkandi. í máli Halldórs kemur fram að hann telji að sjómenn hafi góðan skilning, umfram aðra, á þeim vanda sem við er að etja. Hann bendir á að hækkun fískverðs hafi verið mjög lítil undanfama mánuði og hafi sjómenn þvf fengið litlar launabætur miðað við ýmsa aðra hópa í þjóðfélaginu. „Hvaða leið sem farin verður er erfið í framkvæmd. Það er erfitt að koma þessum málum fyrir svo öllu réttlæti sé fullnægt," segir Halldór. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Stór krani frá Akureyri náði kranabílnum upp úr sjónum en bíllinn er mjög mikið skemmdur eft- ir óhappið. Skagaströnd: Stúlka hætt komin í höfn- inni er kranabíll fór í sjóinn UNG stúlka var hætt komin þegar hún fór með stórum kranabíl niður á 6 metra dýpi i höfninni á Skagaströnd. Málsatvik voru þau að stór kranabíll frá Blönduósi var að hifa á sjóinn nýjan 10 tonna plastbát frá Mark hf. á Skagaströnd. Rétt i þann mun sem báturinn var að snerta hafflötinn lét sig eitthvað i bilnum og skipti þá engum togum að bíllinn valt fram af bryggjunni og í sjóinn. Unga stúlkan sat inni í bílnum og fór eins og áður sagði með honum f sjóinn. Unnusti stúlkunn- ar var úti að stjóma krananum og valt bfllinn yfír hann. Á ein- hvem óskiljanlegan hátt slapp kranamaðurinn óslasaður og er talið að hann hafi náð að velta sér undir kranann um leið og hann valt. Stúlkan komst út úr bflnum af eigin rammleik með því að skrúfa niður rúðu og fara þar út. Síðan synti hún að biyggjunni þar sem hún komst upp stiga með aðstoð unnusta síns sem stakk sér þegar til sunds til að reyna að bjarga henni úr bflnum. Sjónarvottar telja að stúlkan hafí verið 4—6 mínútur í kafi áður en hún komst út úr bflnum. Kranamaðurinn og stúlkan vom síðan flutt á sjúkrahúsið á Blöndu- ósi þaðan sem kranamaðurinn fékk að fara heim að skoðun lok- inni en stúlkan var lögð inn með- an hún jafnar sig eftir volkið. Þegar bfllinn valt fram af bryggjunni lenti hann utan í tveggja tonna trillu og sökkti henni. Báturinn, sem verið var að sjósetja, slapp hins vegar betur en á horfðist því einungis mastur og grindverk brotnaði af honum. Trillunni var síðan náð upp með kranabfl og öflugri dælu sem dældi úr henni sjónum. Trillan var tiltölulega lítið brotin og virðist svo sem kranabfllinn hafi dregið hana niður með sér. Þó er stýris- húsið brotið, stýrið ónýtt og aftur- stafninn dálítið spmnginn. ÖIl tæki um borð, svo sem dýptar- mælir, lóran og fleira, em talin ónýt, en talið er að vélinni takist að bjarga. Stór krani frá Akureyri kom síðan og náði bflnum upp úr sjón- um með aðstoð kafara og manna úr björgunarsveit slysavamar- deildarinnar. Gekk vel að ná bflnum upp eftir að kraninn kom á staðinn en bflinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. - ÓB Verðlagsstofnun í verðstöðvun: Treysta verður á verðskyn Farþegar 0g viðbrög’ð almemiings sl paKinu Fjölgað um 5-8 stöðugíldi hjá stofnuninni LÖGREGLAN stöðvaði bO úr Borgarfirði á Langholtsvegi síðdegis á sunnudag. Tveir farþegar höfðu komið sér fyrir á þaki bflsins, sem að auki var í lélegu ástandi og var færður til skoðunar hjá bifreiðaeftirlitsmanni. Fólksbfl var stolið um hádegi á sunnudag. Skömmu síðar var kvart- að til lögreglu vegna afleitar stöðu bifreiðar við bamaheimili í Stangar- holti. Þar var um stolna bílinn að ræða en þjófurinn var á bak og burt. VERÐSKYN almennings og við- brögð hans við hverskyns tíl- raunum til verðhækkana á með- an verðstöðvun er í gUdi eru þau helstu haldreipi, sem Verðlags- stofnun reiðir sig á í eftiriiti með verðlaginu. Stofnunin mun einn- ig fjölga starfsmönnum sem nemur fimm til átta stöðugildum. Þá munu um það bil 30 manns vinna að verðlagseftirliti hjá stofnuninni. Víðtæk upplýsinga- miðlun er i bígerð. Þar verður greint frá verðlagi eins og það var um miðjan mánuðinn og þeim aðUum sem hækkað hafa á verð- stöðvunartimanum. Dugi þessi ráð ekki kemur til álita að setja reglur um hámarksverð og að kæra brotlega aðila. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Verð- lagsstofnun i gær. Þar var greint frá fyrirhuguðum aðgerðum tíl þess að framfylgja lögunum um verðstöðvun. Þau lög voru sett siðastliðinn laugardag, 27. ágúst, Hafeldi hf: Misstu laxaseiði fyrir 30 milljóiiir króna í illviðrinu FIMM seiðakvíar með um 250 þúsund gönguseiðum slitnuðu upp og rak á land í illviðrinu á sunnudag við laxeldisstöðina Hafeldi hf. I Straumsvík. Seiðin, sem voru frá fimmtíu grömm upp i hálft kg að þyngd, eru metin á þijátíu milljónir króna en annað tjón hefur ekki verið metið enn. Álfheiður Ingadóttir, fram- kvæmdastjóri Hafeldis, segir að Straumsvík sé þrátt fyrir þetta mjög ákjósanlegur staður fyrir seiðaeldi. Hún vænti þess að um leið og gert hafí verið við nætum- ar og þær fylltar aftur af seiðum haldi reksturinn áfram af fullum krafti. Allar aðstæður hafí verið eins Óhagstæðar á sunnudagsmorgun- inn og hugsast getur. Hvassviðrið, trúlega tíu vindstig, hafí staðið beint inn á víkina og flóðhæðin hafi verið yfir 4,3 metrar í stærsta straumi ársins. Sex festingar hafi haldið kvíunum í tvo vetur og í fyrra hafi tíu kvíar verið í þeim, í öllum veðrum. Þannig hafi aðstæð- ur í fyrradag verið óviðráðanlegar. og gilda til loka september. Verð- stöðvunin miðast við verðlag eins og það var um miðjan þennan mánuð og er algjör verðstöðvun, sem þýðir að alls engar hækkan- ir eru leyfðar, hverju nafni sem þær nefnast, á timabilinu. Ríkisstjómin fól Verðlagsstofnun að framfylgja ákvörðun sinni um verðstöðvunina. Georg Ólafsson verðlagsstjóri vildi ekki segja að við eina ákveðna dagsetningu væri miðað. Metið yrði eftir aðstæðum hvort verðhækkanir um miðjan ágúst ættu sér eðlilegar forsendur eða hvort þær væru augljóslega vegna tjlvonandi kostnaðarhækk- ana eða efnahagsaðgerða. Verðlagsstofnun hefur undanfar- ið fylgst grannt með verðlagi í landinu. Þó er ljóst, að 30 starfs- menn Verðlagsstofnunar ná ekki að hafa eftirlit með allri verðlagn- ingu í landinu. Georg sagði að stofn- unin yrði því að reiða sig á verð- skyn almennings, að fólk fylgdist vel með og léti vita um brot gegn verðstöðvuninni. Hann sagði að Verðlagsstofnun hefði þegar fengið allmargar tilkynningar um slíkt. Starfsmenn Verðlagsstofnunar munu þá fara í fyrirtækin og sann- reyna hvort leikreglum er fylgt. Til þess að almenningur geti ver- ið á verði og fylgst með verðlaginu mun Verðlagsstofnun birta niður- stöður víðtækra verðkannana. Þær sýna viðmiðunarverð eins og það var um miðjan mánuðinn. Hafi verðhækkanir átt sér stað síðan um miðjan ágúst, sagði Georg að Verðlagsstofnun myndi eftir föngum birta nöfn þeirra fyrirtækja sem hafa hækkað. Þau verða jafn- framt hvött til að færa verðlagning- una í fyrra horf. Takist það ekki strax með þeim hætti mun stofnun- in leggja til við verðlagsráð að grip- ið verði til beinna aðgerða, svo sem að setja reglur um hámarksverð og að kæra viðkomandi aðila fyrir brot gegn lögunum. Georg Ólafsson lagði á það ríka áherslu, að verðstöðvunin gæti ekki heppnast fullkomlega nema með því, að samhliða hinu opinbera eftir- liti takist víðtæk samvinna Verð- lagsstofnunar með fjölmiðlum, neytendum og fyrirtækjum. Leitað hefur verið eftir samvinnu við sam- tök neytenda, verkalýðs og atvinnu- rekenda um að þau taki þátt í því að markmiðum verðstöðvunarinnar verði náð. Georg sagði að allir þess- ir aðilar hefðu lýst sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til þess að framkvæmdin geti tekist sem best. Hann sagði að það væri sér- lega mikilvægt utan höfuðborgar- svæðisins, að neytendur haldi uppi verðlagseftirliti, þar sem Verðlags- stofnun á erfiðara með að fram- fylgja eftirliti úti á landi heldur en á Reykjavíkursvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.