Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Byggðastef]n- an er í molum eftir Sigvrð Helgason Það er mjög lærdómsríkt að líta til byggðastefnu annarra þjóða, er vanda ber að höndum, eins og byggðaröskunin er í dag. Eg mun skýra þróun byggða- hugmynda á Norðurlöndum og styðst þar við frábært erindi Leifs Grams, kennara við hinn kunna Verslunarháskóla í Kaupmanna- höfti, en hann var einn af ræðu- mönnum á byggðastefnu, sem haldin var á Selfossi fyrir ári. Ljóst er að hann gjörþekkir þessi mál, en erindið hefur verið birt. Hann segir að þróun hugmynda á sviði byggðamála hjá Svíum, Dönum, Norðmönnum og Finnum hafi ver- ið áþekk, en við íslendingar höfum ekki haft kerfísbundnar ráðstafan- ir. Hann leggur samt áherslu á að engar allsheijar lausnir hafí verið fyrir hendi hveiju sinni, en mark- vissar aðgerðir þó einkennt stefn- una. Skiptir hann þessum aðgerð- um í tímabil og skal það rakið nánar, en með slíkum samanburði sést, hvar við höfum dregist aftur úr í þróuninni. Sjötti áratugurinn (1950— 1960). Tíðarandinn einkenndist af von um velferðarríkið undir tryggri stjóm ríkisvaldsins. Aðal- vandamálið var fátækt. Aðgerðir voru í formi skattaívilnuna- fyrir- tækja á jaðarsvæðum, hagstæðum lánum, bættum samgöngum, bættri heilsugæslu og skólamál tekin föstum tökum. Hafinn er vísir að byggðastefnu. Þetta tímabil þekkjum við mjög vel mörg af eigin raun, en við gerð- um .hér einnig verulegar úrbætur í nefndum málum. Sjöundi áratugurinn (1960— 1970). Tíðarandinn byggist á raunhæfri byggðastefnu. Aðal- vandamálið var krafa um jöfnun búsetu. Aðgerðir voru á grund- velli byggðaáætlana. Hér var um markvissa byggðastefnu að ræða. Þessa þróun byggðamála þekkj- um við einnig, en hér drögumst við aftur úr miðað við hin Norður- löndin. Hafín var gerð byggðaáætl- ana hjá Framkvæmdastofnuninni, en hjá umræddum vinaþjóðum okkar var hún unnin heima í hér- aði og rædd af heimamönnum og gekk verkið miklu hraðar fyrir sig, því að þessar áætlanir lágu ekki fyrir hér fyrr en á næsta áratug og sumum ekki lokið ennþá. Er ég sannfærður um að hér hefjast mistök okkar, sem hafði slæmar afleiðingar og nánar verður rakið síðar. Áttundi áratugurinn (1970- 1980). Tiðarandinn einkenndist af bjartsýni og stöðugum hag- vexti. Aðalvandamálið er ójöfn skipting þjóðarkökunnar, en samt er almenn velmegun. Aðgerðir byggjast á könnun á lífskjörum. Markvisst voru efld völd og verk- svið héraðsstjórna með nýjum lög- um, þ.e. léna í Svíþjóð, amta í Danmörku og fylkja í Noregi. Hér voru sett á stofn lands- hlutasamtök, en ekkert markvisst var gert til þess að efla þau fjár- hagslega og styrkja og löggjafinn gerði ekkert til þess að auka starfs- grundvöll þeirra. Hjá þessum sam- tökum skorti allt eigið frumkvæði í mótun byggðastefnunnar og var slík barátta vonlaus. Níundi áratugurinn (1980- 1990). Tíðarandinn einkennist af kreppu. Aðalvandamálið er stöðn- un og samdráttur, en það dregur úr vexti stórborga. Takið eftir því, sem er að gerast hér. Aðgerðir miðast við áframhaldandi vald- dreifíngu og eflingu frumkvæðis héraðanna. Átaksverkefni og stofnun eigin fyrirtækja er lausn- arorðið. Stefnan getur kallast efl- ing staðbundins atvinnulífs. Við þekkjum þessi viðhorf, en vanmáttugum heimastjómum tekst ekki að ráða við vandann og úrlausnir eru því marklausar. Ekki er hér á landi fylgt valddreifingu, sem einkennir stefnu nefndra vina- þjóða. Tíundi áratugurinn (1990- 2000), þ.e. næsti áratugur. Tíðar- andinn einkennist af batnandi hagvexti, en þó er Danmörk und- anskilin. Aðalvandamálið er um- hverfísmengun en hagvöxtur eykst og stórborgir eflast á ný. Aðgerð- ir stjómvalda byggjast á m.a. 1) áfram er haldið á braut valddreif- ingar, 2) fjárfest er í þekkingunni. Stefnan einkennist af almennri atvinnustefnu og virkri byggða- stefnu með aukinni þátttöku heimamanna. Nú ber meir á fjölda- hreyfíngum og aukinn er skilning- ur á sérstöðu héraðanna. Hér þarf að eiga sér stað raun- hæfari byggðastefna til þess að við getum litið framtíðina jafn björtum augum og vinaþjóðir okk- ar. Er þá ekkert sem við getum lært af Norðurlöndunum? Hafa ber i huga að við íslendingar höfum gegnum árin sniðið löggjöf okkar eftir fyrirmynd frá þessum löndum og þá sérstaklega frá Danmörku, já, jafnvel þýtt lítið breytta heilu lagabálkana og við lásum danskar fræðibækur í lögfræði í mörgum greinum, þegar ég var í Háskólan- um, þar sem fjallað var svo til um sömu lögin. Sú skoðun virðist nú ríkjandi hjá ráðamönnum þjóðarinnar, al- þingismönnum og þá ekki síst stjóm Sambands sveitarfélaga, að eina ráðið sé stækkun sveitarfélag- anna. Enda þótt vilji sveitafélag- anna sé ekki fyrir hendi, eins og nýjustu úrslit sameiningar þeirra sýna. Gerum okkur grein fyrir að allir íbúar í heilum landshlutum, t.d. á Austurlandi eru álíka fjöl- mennir og Kópavogur, Akureyri og Hafnarfjörður, svo að dæmi séu tekin. Að mínu mati er raunhæfasta leiðin stóraukin heimastjóm hérað- anna og markvissari byggðastefna. Hér þarf Alþingi að hafa forystu, en vitaskuld þurfum við lands- byggðarmenn að koma okkur sam- an um leiðir sem fara skal í fram- tíðinni. Á síðasta landsfundi Útvarðar, samtaka um jafnrétti milli lands- hluta, var rætt um að kalla héraðs- einingamar þinghár og yrðu þær nefndar t.d. Austfjarðaþinghá, Suðurlandsþinghá, Norðurlands- þinghá, Vestíjarðaþinghá, Reykja- nesþinghá og Vesturlandsþinghá. Að sjálfsögðu yrði Reykjavík sjálf- stæð þinghá og hugsanlega stærstu kaupstaðirnir. Nafnið er táknrænt og þjóðlegt, og mun væntanlega venjast fljótt. Framtí ðarviðfangsefni Hér mun ég taka fyrir nokkra mikilvæga málaflokka, en það er ljóst að af miklu er að taka og því verður aðeins komið inn á lítinn hluta þeirra verkefna, sem við blasa. 1. Efla þarf lýðræðislega kjörnar þinghár, sem hafa sjálf- stæða tekjumöguleika. Það er ljóst af erindi Leifs Grams, að á áttunda áratugnum voru völd og verksvið héraðsstjóma með nýrri löggjöf stórefld á öllum Norðurl- öndum. í þessu sambandi settu Norðmenn ný lög um fylkisstjómir árið 1976. Þijár afar þýðingarmi- klar réttarbætur voru samþykktar, sem hafði vemleg áhrif á framtí- ðarþróun byggðamála þar i landi. Öll yfírstjóm var í höndum heima- manna, en áður hafði ríkisvaldið hana í gegnum fylkisstjóra. Fylkj- unum voru ætlaðar sjálfstæðar tekjur bæði með beinni álagningu og framlögum frá ríkisvaldinu til mikilvægra framkvæmda, svo og til þeirra var kosið á svipaðan hátt og til sveitarstjóma. Hin Norðurl- öndin öll hafa farið svipaðar leiðir og á það skal lögð mikil áhersla, að lýðræðislega kosin héraðsþing verða kjörinn vettvangur til þess að grundvalla farsæla byggða- stefnu, sem er og reynsla nefndra vinaþjóða okkar. Það er mikill mis- skilningur, sem þarf að kveða nið- ur, að héraðsþingin taki verkefni frá sveitarfélögum heldur er þeim ætlað að styrkja þau. Ljóst er að sameinuð geta þau tekið að sér ný verkefni heima í héraði, sem annars yrði falið ríkisvaldinu. Verkaskipting á milli héraðsþinga og sveitarstjóma er í stöðugri end- urskoðun og ef sveitarstjómir treysta sér til nýrra verkefna, þá næst slíkt samkomulag auðveld- lega. 2. Lögð voru fyrir síðasta Alþingi ný lög um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga, sem ekki voru samþykkt en eru í endurskoðun. Margt mjög athygl- isvert kom þar fram, sem þarf að skoðast betur og er til bóta og eykur verkefni sveitarfélaganna á kostnað ríkisvaldsins. En enginn fulltrúi smærri sveitarfélaga var við undirbúning frumvarpsins og kom það greinilega fram, þegar það var skoðað nánar. Nú hafa fulltrúar smærri sveitarfélaga ver- ið settir í endurskoðun þessa frum- varps. Það er ljóst að smærri sveit- arfélög geta ekki tekist á hendur stærri verkefni, nema með víðtækri samvinnu sín á milli og verulega hefur áunnist í þeim efnum á und- anfömum árum. Tvö mikilvæg verkefni á í nefndu framvarpi að flytja frá sveitarfélögunum til ríkisvaldsins, sem ég tel mjög til hins verra. Ég tel alveg fráleitt, að fjár- mögnun og umsjón með sýsluveg- um eigi alfarið að vera í höndum ríkisvaldsins. Stjóm þessara mála var í höndum sveitarfélaga í góðri samvinnu við Vegagerð ríkisins, sem að sjálfsögðu breytist í fram- kvæmd, ef þessi breyting verður samþykkt. Með núverandi fyrir- komulagi era markaðar tekjur með reglugerð, sem ekki er hægt að skerða, en þær koma bæði frá ríkisvaldinu og sveitarfélögunum. Hvað myndu stóra sveitarfélögin Reykjavík, Kópavogur, Akureyri og Hafnarfjörður segja ef gatna- gerð þeirra væri afhent ríkisvald- inu? Ég held að enginn bæjarfulltrúi yrði endurkjörinn, sem tæki undir slíka fjarstæðu, enda er hér um þýðingarmikið málefni að ræða, sem snertir hag hvers sveitarfé- lags. Á sama hátt teldi ég það mikla afturför fyrir sveitarfélögin, ef leggja ætti niður sjúkrasamlögin í landinu. Fljótlega mun koma í ljós, að með þeirri ráðstöfun yrði þessum málaflokki miðstýrt af Tryggingastofnun ríkisins og þjón- ustan mun dragast saman og þá sérstaklega við landsbyggðina. Bæði þessi verkefni .eiga heima í héraðsstjómum víðsvegar um landið. Fjölmörg fleiri verkefni, sem eftir framlögðu framvarpi eiga Sigurður Helgason „Það er hægt að snúa vörn í sókn, en til þess að svo geti orðið þarf hugarfarsbreytingu og hún þarf fyrst og fremst að verða hjá landsbyggðarmönnum sjálfum. Við verðum að leggja niður gamla sveitaríginn og hefja markvissa sókn til nýrra átaka, sem ein- kennast verður af víðsýni og trú á landinu og gæðum þess.“ að vera hjá ríkisvaldinu, væra bet- ur komin til héraðanna. Þetta er sú leið, sem aðrar þjóðir hafa farið með góðum árangri til valddreif- ingar og aukinnar heimastjómar. 3. Atvinnumál landsbyggðar- innar þarf að endurskoða og leggja grundvöll að fastmótaðri stefnu. Fjölmörg vandamál blasa við fyrirtækjum er starfa í frum- framleiðslu, t.d. sjávarútvegi, land- búnaði og iðnaði. En mikill vöxtur er í þeim atvinnugreinum sem era í þjónustustarfseminni. Hér fylgist ekki að afkoma þessara fram- leiðsluþátta, sem þó era að sjálf- sögðu nátengdir hvor öðram. Við hlutlausa athugun kemur í ljós að ársverk í frumframleiðslunni era aðallega á landsbyggðinni, en árs- verk í þjónustunni era aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Gróðinn í dag rennur aðallega til þjónustunn- ar, en að sjálfsögðu gengur slíkt fyrirkomulag ekki til lengdar, held- ur þurfa þessar greinar að standa saman og styrkja hvor aðra. Hér skal aðeins tekið eitt sláandi dæmi, sem að mörgu leyti lýsir við hvaða vanda er að glíma. í nýlegri skýrslu um stöðu Iðn- lánasjóðs var greint frá því að tekjuafgangur Samkvæmt rekstr- arreikningi eftir afskriftir væri 263,7 milljónir og var skýringin í samsetningu innlána sjóðsins. Inn- lán sjóðsins vora að veralegu leyti í erlendum gjaldmiðli eða meira en helmingur innlána, en útlánin vora að mestu í íslenskum krónum, sem vora bundin í lánskjaravísi- tölu. Meðaltalshækkun gengis var þetta árið 11%, en útlánin tryggð með lánskjaravísitölu hækkuðu um 17% á sama tíma. Er framangreint byggt á upplýsingum bankastjóra Iðnaðarbankans, sem birtist í blöð- um. Framframleiðslan þarf stór- aukin lán til þess að standa undir daglegum rekstri vegna taprekst- urs og því lendir þessi vaxtaþungi á frumframleiðslunni og úr þessu verður vítahringur, því að ekki er hægt að velta fjármagnskostnaðin- um yfír á viðskiptavinina, eins og þjónustukerfið gerir að stóram hluta. Frelsi til þess að taka erlent lán í stað lána með lánskjaravísi- tölu er ekki fyrir hendi nema í fáum tilvikum, en nýlega hefur komið í ljós mikil ásókn í slík lán, sem að sjálfsögðu sýnir að núver- andi lánskjaravísitala fær ekki staðist og þarf að takast til gagn- gerðrar endurskoðunar. Núverandi fastgengisstefna hefur gengið sér til húðar, ef okkur tekst ekki að koma verðbólgunni niður fyrir 10% á ársgrandvelli. Kemur þá til greina, hvort ekki eigi að stórauka frelsið við sölu gjaldeyris og þann- ig að miða skráninguna við þarfir framframleiðslunnar, en að sjálf- sögðu bitnar núverandi stefna harðast á sjávarútveginum og þar með afkomu dreifbýlisins. 4. Landsbyggðarmenn þurfa að reyna meir á eigið hugvit og framtak. Þeir þurfa sem mest að annast sjálfir vinnslu og sölu fram- leiðslunnar bæði innanlands og erlendis. Slík þróun tekur tíma en fólkið á landsbyggðinni þarf að vakna til meðvitundar um að það er þeirra sjálfra að taka endanleg- ar ákvarðanir í þessum efnum. Rétt er að vekja athygli á því að tilgangur átaksverkefna byggir einmitt á þessu sjónarmiði. 5. Þinghárnar eiga að hafa með höndum yfirstjórn mikil- vægra málaflokka. Hér skal nefna yfírstjóm, fjármögnun og ákvörðunartöku í samgöngu-, ferða- og vegamálum héraðsins. Einnig yfírstjóm skóla- og menn- ingarmála innan þinghárinnar, svo og heildarstjóm heilbrigðismála. Til ofangreindra verkefna er ráð- stafað af fjárlögum ár hvert, en þegar yfirstjóm þessara mála er komin til héraðanna, þá er það þeirra að skipta fjármagninu. Hér era nefnd nokkur þeirra verkefna, sem hin síðari ár hafa verið færð til héraðanna á Norðurlöndum. 6. Efla þarf þjónustustarf- semina á landsbyggðinni. Fjár- munum sem verða til í þinghánum þarf að halda þar sem lengst og því þarf að koma á fót sjálfstæðum lánastofnunum sem fara með stjóm útlána. Einnig þarf að koma á fót í stórauknum mæli beinum innflutningi vamings og útflutn- ingi afurða, en á þann hátt verður vöraverð á viðkomandi stöðum hagstæðara og fjármagnið stöðv- ast í byggðarlögunum. Auka þarf þjónustustarfsemina á sem flestum sviðum og vera sem mest sjálfum sér nógir í þessum efnum. 7. Náttúruauðlindir þing- hánna þarf að varðveita og gæta. Allt okkar strit er til ónýtis, ef ekki tekst að varðveita land okkar og auðlindir. Aldrei fáum við fullþakkað forsjóninni fyrir þá miklu möguleika sem hér era á fjölmörgum sviðum. Stjóm nátt- úravemdarmála er að sjálfsögðu eitt af þeim málum, sem héraðin eiga sjálf að annast en í góðri sam- vinnu við alla landsmenn. Valddreifing Hér hef ég lagt áherslu á að færa verkefni til héraða og sveitar- félaga, sem er leið er hin Norður- löndin hafa farið til þess að styrkja landsbyggðina. í þessum efnum höfum við ekki fylgt fordæmi þeirra, heldur þvert á móti stórauk- ið miðstýringu og því miður hefur Alþingi Islendinga í löggjöf stuðlað að þessari þróun. Það er hægt að snúa vöm í sókn, en til þess að svo geti orðið þarf hugarfarsbreytingu og hún þarf fyrst og fremst að verða hjá lands- byggðarmönnum sjálfum. Við verðum að leggja niður gamla ■ sveitaríginn og hefja markvissa sókn til nýrra átaka, sem einkenn- ast verður af víðsýni og trú á landinu og gæðum þess. En það er okkar að nýta þessa mörgu möguleika og þeirri ábyrgð vörpum við ekki á aðra. Að lokum höfum í huga að sam- eiginlega og í góðri samvinnu allr- ar þjóðarinnar getum við hafið nýja sókn, sem fljótlega mun hafa í for með sér áþreifanlegan árang- ur. Höfundur er bæjarfógeti á Seyðis- firði og sýslumaður Norður-Múla- sýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.