Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 18
?r18
Fatlaðir eiga að borga
kjarabætur forstjóranua
eftir Svavar Gestsson
Forstjóraplaggið er eitt athyglis-
verðasta skjal í stjómmálaþróun
síðustu ára. Það er dæmigert yfir-
stéttarplagg þar sem hagsmunir
forstjóraveldisins eru tryggðir í bak
og fyrir með hámákvæmum út-
færslum en hagsmunir almennings
skomir niður við trog í almennumm
orðum. Satt að segja er það kórón-
an á sköpunarverkinu að Fram-
sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn skuli leggja sig alla fram um
að knýja þess stefnu fram.
Bullandi óheilindi
Fyrst er rétt að slá því föstu að
á bak við afstöðu stjómarflokkanna
er allt löðrandi S óheilindum burtséð
frá málefnalegri afstöðu. Jón Bald-
vin stekkur á plaggið af því að
hann er patentatrúar í efnahags-
málum og af því að hann vill geta
sýnt Jóni Sigurðssyni húsbóndavald
sitt en Jón Sigurðsson er andvígur
veigamiklum atriðum í þessu skjali.
Steingrímur Hermannsson er
eingöngu hlynntur þessu plaggi af
því að hann vill koma Sjálfstæðis-
flokknum upp í hom.
Það er því hráskinnaleikur óheil-
inda sem er iðkaður þessa dagana
og Sjálfstæðisflokkurinn er uppi í
homi eins og hann hefur verið allan
tímann frá því að núverandi ríkis-
stjóm var mynduð. Hann fór fram
á það að verkalýðshreyfingin bjarg-
aði Sjálfstæðisflokknum fyrir hom.
Það gerði verkalýðshreyfingin ekki
enda stendur hún ekki í þakkar-
skuld við Sjálfstæðisflokkinn.
Niðurfærsluleiðin er
óframkvæmanleg
Það vita allir sem hafa komið
nálægt efnahagsmálum að niður-
færsluléið er ekki framkvæmanleg.
Verði hún reynd mun hún mistak-
ast innan skamms tíma þegar
stíflumar fara að bresta út um allt
hagkerfið. Það vita þeir Jón Bald-
vin og Steingrímur en þeir láta sig
það engu varða af því að þeir em
að tefla við Þorstein Pálsson sem
auðvitað lætur þá máta sig eins og
venjul^ga.
Það er enginn efnahagssérfiæð-
ingur í landinu þeirrar skoðunar að
niðurfærsluleiðin sé fær og heldur
enginn stjómmálamaður sem hefur
komið nálægt stjóm efnahagsmála
á undanfömum áratugum.
Siðlaus
En burt séð frá tæknihliðinni þá
er þessi leið siðlaus þvi hún lendir
á þeim sem síst skyldi.
Hún lendir á starfsmönnum heil-
brigðiskerfísins, menntastéttunum
og fiskvinnslufólkinu. í þessum
stéttum em konur í yfírgnæfandi
meirihluta. Það er athyglisvert að
byltingarleiðtoginn frá Osló skuli
standa að því rétt eftir kvennaþing-
ið í Ósló að skerða kjör kvenna.
Auk þess sem nefndin gerir ráð
fyrir því að reka 1.000 opinbera
starfsmenn úr vinnu.
Aðalforsendan er vitlaus
Forsenda álits forstjóranefndar-
innar er þessi:
„Kaupmáttarskerðing er óum-
flýjanleg."
Þetta er rangt því að þjóðartekj-
ur munu ekki dragast saman á
þessu_ ári nema í mesta lagi um
V2% að mati Þjóðhagsstofunar. Það
liggur fyrir því áratuga reynsla að
Þjóðhagsstofnun spáir alltaf minni
þjóðartekjum en raun verður á.
Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn-
unar mun landsframleiðsla auk-
ast um 0,2% á þessu ári.
Það em því engin utanaðkom-
andi rök fyrir kaupskerðingu. Hins
vegar er arðinum rangt skipt og
þar fá peningamir of mikið en fólk-
ið of lítið.
En víkjum næst að einstökum
dæumum úr skýrslu forstjóranna.
Fjögur ár í vinnu
fyrir forstjórana
Fyrsta tillaga nefndarinnar er að
hækka vexti á húsnæðislánum.
Samkvæmt útreikningum sem við
höfum látið gera liggur fyrir að
hækkun húsnæðisvaxta úr 3,5% í
7,0% mun þyngja greiðslubyrðina
af þessum lánum sem nemur rúm-
lega Qögurra ára launum miðað við
250 krónur á tímann. Jafnframt
leggur nefndin til að skyldukaup
lffeyrissjóðanna á skuldabréfum
byggingarsjóðanna minnki sem
þýðir einnig samdrátt í útlána-
getu byggingarsjóðanna. Og til
að bæta gráu ofan á svart flytur
nefndin þessa tillögu: „Framlag
úr ríkissjóði í Byggingarsjóð
verkamanna lækki.“!
Niðurskurður hjá sveitar-
félögunum
Þá leggur nefndin til sérstakan
niðurskurð hjá sveitarfélögunum og
ég spyr enn: Ætlar ráðherra félags-
mála, sem þóttist hafna 100 millj.
kr. niðurskurði hjá sveitarfélögun-
um sl. vor, nú að fallast á enn frek-
ari niðurskuið sveitarfélaganna
sem eru öll — nema Reykjavík (sem
virðist eiga að sleppa) með mjög
þröngan fjárhag?
„Nauðsynleg lækkun“
Ein óþverralegasta tillaga for-
stjóraneftidarinnar er tillagan um
að lækka elli- og örorkulifeyrinn
og um að lækka persónuafslátt frá
skatti og þyngja þar með skatt-
byrði fólksins um leið og launin eru
lækkuð:
„Jafnframt verði metin nauð-
synleg lækkun á persónuafslætti
staðgreiddra skatta og nauðsyn-
leg lækkun tryggingabóta.“ (Let-
urbreyting min. — s.)
Talsmenn forstjóranefndar-
innar hafa allir sagt að þeirra
hlutverk hafi ekki verið nákvæm
útfærsla tillagna. Og það kemur
fram þegar um er að ræða
lífskjör aimennings. En þegar
kemur að lífskjörum þeirra
sjálfra þá eru tillögumar ná-
kvæmar: Innistæður á að geyma
í bönkum i SDR, stimpilgjöld af
hlutabréfum eiga að lækka um
1%, auka á skattfrelsi hluta-
bréfaarðs — um leið og tekju-
skattar einstaklinga eru hækkað-
ir.
Hér hefur verið drepið á örfá
atriði úr skýrslu forstjóranefnd-
arinnar. Hún lýsir siðblindu
gagnvart launafólki i þessu landi
sem er sagt fullum fetum að eigi
að standa undir betra lífi for-
sljóraveldisins en til þessa.
Það verður kosið um
forstjóraskýrsluna
Það væri gott að fá tækifæri til
þess sem fyrst að láta kjósa um
forstjóraskýrsluna. Þrír flokkar
hafa gert innihald hennar að sinni
pólitísku stefnu, einn að vísu með
semingi. Afleiðingin verður niður-
„Niður imnn Jón tíl
þín, niður til þín“
eftirPétur
Pétursson
Það er annað að kveðja að Kotum,
en komast! Bakkasel.
Jón Baldvin og félagar hans
syngja nú gamalt niðurfærslustef
sálufélaga úr Alþýðuflokki, að
hremma umsamda launahækkun
almúga um næstkomandi mánaða-
mót, en teggja áfram byrðar dýrtíð-
ar á lýðinn. Þeir feta þar dyggilega
í fótspor Alþýðubandaiagsmanna,
er léku þennan leik árið 1979, en
voru þá stoðvaðir af Andófi, al-
mennum félagsmönnum BSRB, er
tókst að sigra undanhaldsmenn í
atkvæðagreiðslu, þótt þeir nytu
stuðnings forystumanna BSRB,
fréttastofu útvarps og sjónvarps,
auk annarra minniháttar spá-
manna, heldur svona sundurleitrar
gerðar.
Undanláts8emi BSRB-forystunn-
ar við stéttasamvinnustefiiu Al-
þýðubandalagsins og Alþýðuflokks-
ins leiddi til þess að heildarsamtök
opinberra starfsmanna, BSRB,
lögðu upp laupana og leystust upp
í frumeiningar. Samtökin teljast að
vísu enn í tölu lifenda, samkvæmt
söluskattsnúmeri veitingarekstrar,
orlofshúsa, veitingaskála með bar
og býtibúri í Munaðamesi, steikar-
pönnu, rauðvínsglundri ( geymslu-
skúr, að ógleymdum koníaksdreitli,
til þess að skála fyrir nýju stafrænu
símasambandi í Borgarfírði, þótt
allir símasjálfsalar á orlofssvæðinu
þegi oft þunnu hljóði og litla gula
launahænan fínni hvergi fræ.
Opinberir starfsmenn, þorri
þeirra, geta sjálfum sér um kennt
að hafa fylgt forystumönnum og
veitt þeim brautargengi í þessum
málum. Þeir guldu jafnan jákvæði
við samningum er stjómin lagði
fram, en réðust samt að samtökun-
um, heilu starfsgreinamar, með
úrsögn alls flöldans. Þá skorti stétt-
arþroska til þess að fylkja liði og
fella tilboð ríkisstjómarinnar á sinni
tíð. Forystumenn kennara komu
fram af tvískinnungi, svo úr varð
ljótur leikur. Undirrituðu kjara-
samninga BSRB-bundu hendur fé-
laga sem andvígir vom, en sögðu
sig jafnframt úr samtökunum, til
þess að losna undan ákvæðum
þeirra og efndu svo til einkastyij-
aldar við nemendur sína á próftíma.
Þeir féllu sjálfír á stéttarprófí, þótt
þeir kunni að standast landspróf. í
fótspor kennara fóm svo tækni-
menn, rafeindavirkjar, fréttamenn
o.fl. Samtök allra Iaunamanna eiga
eftir að súpa seyðið af stefnu for-
ystumanna BSRB og þeirra er
fylgdu henni að málum, með slíkum
tvískinnungi, sem fyrr segir, að
greiða samningum hennar atkvæði,
en segja sig svo úr lögum við eigin
ákvarðanir og hlaupast undan
merkjum.
Það vekur athygli, að einmitt
þessa dagana auglýsir Þröstur
Ólafsson, fyrmrn aðstoðarmaður
Ragnars Amalds, fjármálaráðherra
Alþýðubandalagsins, nú ráðsmaður
Dagsbrúnar og ráðstöfunarmaður
KRON, eignir reykvískra verkalýðs-
félaga, er vera áttu athvarf alþýðu
í sókn og vöm. Alþýðuhúsið og Iðnó
em nú falboðin á markaðstorgi fár-
ánleikans, auðvaldi og fylgifískum
til samdrykkju í koníaksstofu, húsa-
kynnum þar sem áður vom lögð á
ráð um menningarstarf alþýðu og
sókn til sigurs.
Skammt er síðan engum ráðum
þótti ráðið nema til væri kvaddur
forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar.
Nú situr hann sjálfur á ráðherra-
stóli. Mælir þar stundum torræð
véfréttarsvör, en virðist engin ráð
kunna til lausnar. Sýnist ætla að
láta tímann um að leysa vandann,
en halda áfram að taka skuldu-
nauta í bakaríið. Þarf hann leið-
sögn?
Menn minnast þess að Háskóli
íslands heiðraði nýlega tvo kunna
hagfræðinga fyrir hagspeki og
sæmdi þá doktorsnafnbót. Þeir hafa
um alllangt skeið markað steftiu
stjómvalda á flestum sviðum fjár-
hags- og menningarmála. Ekki
verður séð að þeir hafí með störfum
sínum reynst þess megnugir að
stýra þjóðarfleyi og veija áföllum.
• Eða hversvegna er ekki leitað til
þeirra nú? Hversvegna þarf ráðgjaf-
amefnd? Fyrir hvað taka banka-
stjórar Seðlabankans laun? í lögum
um Seðlabanka og hlutverk hans,
3. gr. 1 nr. 10 frá 1961 segir: að
„Opinberir starfsmenn,
þorri þeirra, geta sjálf-
um sér um kennt að
hafa fylgt forystu-
mönnum og veitt þeim
brautargengi í þessum
málum. Þeir guldu jafn-
an jákvæði við samn-
ingum er stjórnin lagði
fram, en réðust samt
að samtökunum, heilu
starfsgreinarnar, með
úrsögn alls fjöldans. Þá
skorti stéttarþroska til
þess að fyikja liði og
fella tilboð ríkisstjórn-
arinnar á sinni tíð.“
hlutverk Seðlabankans sé í fyrsta
lagi það, „að annast seðlaútgáfu
og vinna að þvi, að peningamagn
i umferð og lánsfé sé hæfilegt
miðað við það að verðlag sé stöð-
ugt og framleiðslugeta atvinnu-
veganna sé hagnýtt á sem fyllst-
an og hagkvæmastan hátt“.
Er hér ekki komið að kjama
máls? Ef Seðlabankinn starfaði lög-
um samkvæmt, eins og mælt er
fyrir í þessari grein, þyrfti enga
ráðgjafamefnd. Nú verður ljóst að
þeir sem lögum samkvæmt eru til
þess kjömir valda ekki vandanum.
Þá bregður ríkisstjómin á það ráð
að kalla til einhvem þrautakóng og
vandamálasundafylli utan úr óviss-
uni og fá hann til þess á sjónvarps-
skjánum að horfast í augu við þjóð-
ina og saka_ hana um að lifa um
efni fram. Á hitt er ekki minnst,
að Seðlabankinn hefir haft forystu
Svavar Gestsson
„Það vita allir sem hafa
komið nálægt efna-
hagsmálum að niður-
færsluleið er ekki
framkvæmanleg. Verði
hún reynd mun hún
mistakast innan
skamms tíma þegar
stíflurnar fara að
bresta út um allt hag-
kerfið.“
færsla á fylgi þeirra þegar talið
verður upp úr kössunum. Þá yrði
forstjóraplaggið til einhvers gagns.
Það er plaggið sem opinskátt fjallar
um að bæta lífskjör forstjóranna
með því að lækka lífeyri fatlaðra.
Höfundur er þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík ogfyrr-
verandi félagsmáiaráðherra.
í svo gegndarlausu bmðli og óhófi
í húsbyggingum og hverskyns mun-
aði í innréttingum að langt þarf að
leita um samjöfnuð. Starfsmanna-
Qöldi eykst ár frá ári. Seinast fjölg-
aði þar úr 179 starfsmönnum í 201
starfsmann. Jón Maríasson banka-
stjóri hafði áður plögg bankans í
einni skrifborðsskúffu og þótti tak-
ast sæmilega vel. Þrátt fyrir þennan
munað, vélakost, bifreiðar, bóka-
og listasafn, sjá hagspekingar enga
lausn, nema gömlu ráðin þeirra
Margeirs (ávaxtið fé á vinsælan
hátt) og Sigurðar Bemdsen (Það
eru bölvaðir afglapar, sem ekki
ski(ja að krónan hefir alltaf verið
að falla síðan á dögum Krists).
Nema hvað Seðlabankann skortir
skáldlegt hugarflug og persónu-
leika Sigurðar Bemdsen — og orð-
snilld í viðræðu.
í vaxtamálum virðist bankinn
helst leita fyrirmynda frá dögum
kínversku keisaranna og upplausn-
artíma er miskunnarlaus vaxtapynd
viðgekkst uns upp úr sauð.
Bókasafn Seðlabankans er ásamt
húseign þess talið vera nær 66
milljóna virði. Á sama tíma svelta
almenningsbókasöfn, tfmi Lands-
bókasafns skertur og numið naumt
við nögl á öllum sviðum með sam-
drætti í þjónustu og bókakaupum.
Þegar kosningar standa fyrir
dyrum hafa allir flokkamir í frammi
loforð um gull og græna skóga,
betri lífskjör, leiki og brauð. Allt á
að stefna á uppleið. Þá er sungið
eins og í gamla sálminum:
Hærra minn guð til þin, hærra til þín.
þótt upphefðinni ljúki í næstu línu.
Heldur nokkur að hagur lands
og launamanna batni þótt sungið
sé um leið og laun eru færð neð-
ar verðlagi:
Niður minn Jón til þín,
niður til þín.
Höfundur er þulur.