Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 24
24. MQRGUNBIiAÐIÐ, iÞRIÐJUDAGUR 30; ÁGÚST ;1988 Aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi: Mestar umræður um sam- göngur og samskíptm við ríkið AÐALFUNDUR Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, var haldinn f Egilsbúð á Neskaupstað dagana 26. og 27. ágúst. Mörg viða- mikil mál voru á dagskrá fundarins, auk þess sem kjörin var ný stjórn. Björn Hafþór Guðmundsson frá Stöðvarfirði lét af formann- sembætti, en ný sfjóm kýs sér formann. Þau málefni, sem mestur tími fór í að ræða, vörðuðu samgöngur í kjördæminu, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem verið hafa mjög í deiglunni, tekjustofna þeirra og stofnun gjaldheimtu. Auk þess var rætt um stofnun héraðs- nefnda f stað sýslunefnda, samskipti sveitarsfjórna og þingmanna ásamt mörgu fleiru. í Iok fundarins vom fjölmargar ályktanir sam- þykktar eftir mislangar umræður. Samgöngumál Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri, og Bjöm Jóhann Bjömsson, jarð- og verkfræðingur, fluttu framsögur um þennan málaflokk. Ásgeir sagði meðal annars: „Samgöngumálin taka alltaf mikið pláss a'aðalfundum sambandsins, sem segir okkur það að fólk lítur á bættar samgöngur sem grundvallarþátt betra mannlífs og hagsældar." Hann sagði ekkert eitt mál koma byggðunum betur, en að tengja þær betur saman með bættum samgöngum. „Það er krafa okkar að fyrst verði rofin einangrun byggðarlaga áður en ráðist verður í að stytta vegalengdir," sagði Ás- geir. Bjöm Jóhann gerði grein fyrir athugunum sínum vegna hugsan- legra jarðgangna á Austurlandi, sem hann vann í sumar fyrir SSA, SeyðisQarðarbæ og Neskaupstað. Koma þar margir kostir til greina og voru menn ákveðnir í því á fund- inum að fylgja þeim málum eftir. í Morgunblaðinu á laugardaginn var flallað ítarlega um þau mál. Sú tff- laga var samþykkt samhljóða, að kreQast þess af þingmönnum kjör- dæmisins að þeir sjái til þess, að fjármagn fáist til að halda áfram athugunum á jarðgangnagerð á Austurlandi. Markmið rannsókn- anna verði langtímaáætlun um jarð- göng, sem samgöngubót í flórð- ungnum. Þá var samþykkt ályktun um gerð heilsársvegar milli Vopnaflarð- ar og Héraðs. ítrekað er að þetta verði forgangsverkefni í tengingu byggða á Austurlandi. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu, og var þar bæði deilt um hvar vegurinn ætti að liggja og eins hvort þetta ætti að vera forgangsverkefni yfir höfuð. í umræðum^ um samgöngumálin sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, meðal annars: Það er alltaf erfitt að velja hvað eigi að koma fyrst og það er ekkert nýtt að það séu ekki til nægir peningi til vegamála. Það sem skiptir mestu er að halda jafnvægi milli byggð- anna. Það eru mörg verkefni fram- undan, en það er ekki margt sem bendir til þess að framlög til þess- ara mála aukist á næstunni. Ekki síst þar sem málefni útflutningsat- vinnuveganna hafa nú forgang. Verkaskiptíng ríkis og sveitarfélaga Frumvarp um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var lagt fram á síðasta þingi. í tengslum við efna- hagsaðgerðir í mars ákvað ríkis- stjómin að fresta frumvarpinu, en stefnt er að því að taka þessi mál aftur upp á Alþingi í haust. Hug- mjmdir eru uppi um að færa stór verkefni yfír á sveitarfélögin, eins og rekstur grunnskóla og heilsu- gæslustöðva, sem hvort um sig þýð- ir um 400 milljóna króna útgjalda- aukningu fyrir þau. Kom fram í máli manna, að þeir væru tilbúnir til þess, að sveitarfélögin tækju á sig aukin verkefni, ef þeim væru tryggðir til þess tekjustofnar. En miklar efasemdir voru uppi um að færa rekstur heilsugæslustöðva yfir þau, ekki síst þar sem þær eru flest- ar staðsettar á sjúkrastofnunum á vegum ríkisins og sama starfsfólkið ynnni á báðum stöðum. Séð yfir fundarsalinn í Egilsbúð. Morgunb.a^/Agúst Bióndai Morgunblaðið/styg’ Hrafnkell A. Jónsson, sem sæti á í stjóm SSA, í ræðustól. En eftir farandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á fundinum: „Aðal- fúndur SSA ... hvetur til þess að unmdirbúningi verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga verði hraðað. Fund- urinn telur mikilvægt að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og bendir á að það þurfí að vinna eftir fastmótaðri áætlun. Samhliða því að verkefni verði færð frá ríki til sveitarfélaga verði þeim tryggðar nýjar tekjuleiðir og/eða létt af þeim útgjaldakvöðum til að mæta þessum verkefnum. Ennfrem- ur verði gengið frá uppgjöri vegna samningsbundinna verkefna sem lókið er eða unnið að og varða þessa verkefnatilfærslu. “ Tekjustofnar sveitarfélaga Varðandi tekjustofna sveitarfé- laga var samþykkt ályktun þar sem segir að á undanfömum árum hafí verið að skapast óþolandi misræmi í tekjum milli sveitarfélaga. Þenslan sem verið hafi á höfuðborgarsvæð- inu hafi skilað sér í stórauknum tekjum til sveitarfélaganna þar, á meðan sveitarfélög víða á lands- byggðinni hafi vart tekjur fyrir rekstrargjöldum og framkvæmdafé því lítið sem ekkert. Úr þessu verði að bæta tafarlaust, þannig að sveit- arfélög hvar sem er á landinu hafi sem jafnastar tekjur eða möguleika til telquöflunar. Þá segir orðrétt: „í því sambandi bendir fundurinn á eftirfarandi atriði: 1. Að grunnur til álagningar fast- eignagjalda verði sá sami, hvar sem, er á landinu. > 2. Álagning aðstöðugjalda verði endurskoðuð og fundinn annar og sanngjamari grundvöllur til álagn- ingar, t.d. tekjur fyrirtækjanna. Álagningarhlutfall verði hið sama, hvaða atvinnurekstur sem um er að ræða. 3. Jöfnunarsjóður verði í ríkari mæli en nú er gert, notaður til tekju- jöfnunar. Jafnframt verði tryggt að sveitarfélögin fái þær tekjur í gegn- um jöfnunarsjóð, sem lög gera ráð fyrir hveiju sinni, og hann verði sá styrkur við sveitarfélögin, sem hon- um var ætlað." í umræðum um þessi mál kom fram, að mönnum þykja „óþolandi þessi átök, tortryggni og illindi" í samskiptum við ríkið hvað varðar tekjustofnana. Tvær leiðir í gjaldheimtumálum Gjaldheimtunefnd SSA hefur undanfama mánuði fjallað um framtíðarskipan innheimtu sveitar- sjóðsgjalda. Hún lagði til á fundin- um, gð stofnuð verði gjaldheimta á Austurlandi er taki við allri inn- heimtu opinberra gjalda og taki til starfa 1. janúar 1989. Ekki náðist samstaða í nefndinni um eina ákveðna útfærslu á henni og lagði hún því fram tvo valkosti, sem rætt var um á fundinum. Nefndin lagði til að tekin yrði afstaða til eftirfar- andi valkosta: „ A. Stofna gjaldheimtu með eigin starfsliði. Gjaldheimtan verði stað- sett miðsvæðis á Austurlandi með útstöð á Höfn. Stjóm gjaldheimt- unnar ákveði lögeimili hennar innan þessa ramma. B. Stofna gjaldheimtu og fela núver- andi innheimtumönnum ríkissjóðs verkefnið til 31. janúar 1991. í Ijósi þeirrar reynslu sem fæst á þessu tímabili taki sveitarfélögin afstöðu til breytinga á innheimtuformi fyrir 15. september 1991." Þar sem fyrir liggur að fjármála- ráðuneytið mun ekki gerast aðili að sameiginlegri gjaldheimtu nema með þátttöku allra sveitarfélag- anna, lagði nefndin til við sveitarfé- lögin að þau samþykktu að lúta vilja meirihlutans. Hvatinn að breytingu á innheimtu opinberra gjalda er gildistaka stað- greiðslulaganna. Mikil umræða varð um þessi mál og skiptust menn í tvö hom og kom þá upp úr dúmum, sem menn lengi forðuðust að nefna, að staðsetning gjaldheimtunnar gæti orðið hitamál, ef leið A yrði farin. Sá staður sem hana fengi gæti orð- ið öflugri en hinir. Sérstaða Austur- lands felst einmitt í því að þar er engin byggðakjami afgerandi. Þetta mál brann því á fundarmönnum. Menn taka tillit til hvors annars BJÖRN Hafþór Guðmundsson, Stöðvarfirði, hefur verið formaður Sambands sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi undanfarin þrjú ár, en lét af þvi embætti á aðalfundinum. í lögum sambandsins segir, að markmið þess sé að vinna að hagsmunum sveitarfélag- anna í kjördæminu, „einkum í atvinnu-, efnahags-, mennta-, skipu- lags-, samgöngu- og félagsmálum“. Björn Hafþór var tekinn tali og fyrst spurður að þvi hvernig hafi miðað i þessum málaflokkum. „Við teljum að það miði í mörg- um málum, en þykir þó ganga hægt. SSA er valdalítil stofnun enda er það nánast áhugasamtök sveitarfélaganna. Sambandið hef- ur úr það litlum fjármunum að moða að þau eru einfaldlega of veik.“ Hvernig hefur samstarf sveitarf élaganna i fjórðungnum gengið? „I heildina gengur það mjög vel. En svo eru mál, eins og kom- ið hefur fram á þessum fundi, þar sem hagsmunir rekast á. Þá er reynt að miðla málum þannig að allir geti unað sæmilega við. í viss- um málum er togstreita milli stærstu staðanna. Austfirðir hafa þá sérstöðu, að hér er enginn ákveðinn staður, hvorki hvað varð- ar stærð né staðsetningu, sem óvéfengjanlega er „aðal staður- inn". Neskaupstaður er stærstur, betri samgöngur til Egilsstaða og svo framvegis. Við höfum því reynt að skipta helstu stofnunum milli staðanna. í gjaldheimtumál- um greinir menn á og ég held að þar skíni þessi togstreita í gegn. Ef gjaldheimta verður á einum stað gæti sá staður orðið helstur. Menn takast á um málefni, kannski vegna þess að langt er á milli staða og aðstæður ólíkar. En þegar upp er staðið taka menn tillit til hvors annars." Hvað með samstarfið við þingmenn kjördæmisins? „Það er gott svo langt sem það nær. En því er ekki að leyna að stjóm SSA telur, að þeir og allir aðrir landsbyggðarþingmenn hafí sofnað á verðinum. Ýmis lög og reglur, sem sett hafa verið á und- anfömum ámm, hafa bitnað um of á landsbyggðinni. Við sendum því öllum landsbyggðarþingmönn- um opið bréf í vor, þar sem segir meðal annars: „Hvers vegna gerist það að lög og regiur em lands- byggðinni jafn óhagstæð og dæm- in sanna á sama tíma og þið lands- byggðarþingmenn emð í meiri- hluta á Alþingi?... Til að snúa við hinni óhagstæðu þróun á lands- byggðinni verðið þið að endur- skoða öll ykkar vinnubrögð á Al- þingi. Þið verðið að snúa bökum saman og hefja sókn fyrir hags- munum landsbyggðar og láta í þeim efnum engin flokksbönd eða afstöðu til ríkisstjómar hindra ykkur.“ Á föstudaginn áttum við fund með þingmönnum kjördæmisins, þar sem skipst var á skoðunum um efni bréfsins. Þeir töldu málið flóknara en svo, að hægt væri að afgreiða það á þennan hátt. Þeir bentu meðal annars á að hagsmun- ir einstakra landsbyggðarkjör- dæma rækjust á í veigamiklum málum. Á þau rök er hægt að fallast, en sveitarstjómir um land allt hafa staðið frammi fyrir því, að þurfa að setja saman sínar fjár- hagsáætlanir með fjármagn, sem ekki dugar nema til reksturs á meðan önnur geta sinnt gæluverk- efnum. Jöfnunarsjóðurinn ætti því að vera sameiginlegt áhugamál landsbyggðarþingmanna og þar teljum við að ásakanir okkar eigi við rök að styðjast. Á þessu ári er skerðingin á framlögum til hans um einn milljarður króna. Við leggjum þó áherslu á að þingmenn þessa kjördæmis hafa ekki staðið sig verr en þingmenn almennt. Hins vegar teljum við að landsbyggðarþingmenn allir eigi stundum að leggja flokkslínur nið- ur og snúa bökum saman." Hverníg er staðan í atvinnu- málum um þessar mundir? „Atvinnumálin standa tæpt víðast hver. Atvinna í fjórðungn- um byggir að mestu á fískveiðum og vinnslu og vegna slæmrar stöðu þessara greina er ástæða til að hafa áhyggjur. En atvinna er næg víðast hvar og sums staðar vantar fólk til starfa. Eins og aliir vita þá eru sveit- irnsr mjög veikar. Við það bætist, að í sumum hreppum er mikiil niðurskurður vegna riðuveiki. Þá stendur loðdýrabúskapurinn illa, eins og allir vita. Mönnum var ýtt út í hann, en standa nú frammi fyrir óleysanlegum dæmum. Þrátt fyrir ýmsa erfíðleika hefur atvinna þó víðast hvar verið trygg.“ Að lokum. Hvenig sérðu fyrir þér framtíðarhorfur Austur- landskjördæmis og landsbyggð- arinnar i heild? „Það er ljóst að það eru breytin- gatímar. Mér hefur fundist fljúga fyrir með vindinum, að einhvers Morgunblaðið/styg Björn Hafþór Guðmundsson, frá- farandi formaður SSA. staðar sé vinna í gangi, sem miðar að því að grisja byggðina í landinu. Við þetta vilja engir ráðamenn kannast. En hvort sem þetta á sér stað eða ekki er ljóst, að það verð- ur erfitt að afstýra því að þetta gerist. Eitt þarfasta verkefni, sem samtök eins og SSA geta beitt sér fyrir, er að sjá til þess, að það verði í sem minnstum mæli og gert með eins skynsamlegum hætti og unnt er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.