Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 63
63 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Vakir minning vona heið vermir iiin að hjarta í kvæðinu Æskuminning er þetta erindi: Ég hef unnað vorsins veldi, vakað einn á fógru kveldi og það lyfti anda mínum, allt var kyrrt og hljótt. Bergði ég af brunni þínum bjarta júnínótt. Þannig var í rauninni lífsviðhorf Ásgríms á Ásbrekku. En veröldin brosti ekki alltaf við honum. Hann missti fyrri konu sína Ólöfu K. Sig- urbjömsdóttur, ættaða úr Dölum vestur, frá fjórum bömum. Varð um skeið erfitt tímabil í ævi Ásgríms, en hann hopaði ekki af hólmi og sólskinið kom aftur í bæ hans. Guðný Guðmundsdóttir, ættuð vestan af fjörðum, kom til hans sem ráðskona með ungan son sinn. Varð hún síðari kona hans og búskapurinn á Ásbrekku hélt áfram. Bömunum fjölgaði og Guðnýju fataðist hvergi í hlutverki sínu sem eiginkona, móðir og stjúp- móðir. Tíminn leið og upp óx stór systkinahópur:_ Guðmundur Ólafs, nú bóndi á Ásbrekku, Þorsteinn Erlings, bóndi og oddviti á Varma- landi í Skagafirði, Sigurlaug Ingi- björg, Ólafur Sigurbjöm — var skírður við kistu móður sinnar — Guðrún Ása, Ólöf Hulda og svo tvö hálfsystkin, Snorri og Lilja Huld. Öll eru þessi systkin búsett í Reykjavík nema tveir elstu bræð- umir. Hagmælsku hafa þau í heiðri og bera uppmna sínum gott vitni. Er Ásgrímur hafði búið átján ár á Ásbrekku, brá hann búi þar um tveggja ára skeið. En hann kom aftur heim og búskapnum var hald- ið áfram til haustsins 1962 að elsti sonurinn tók við jörð og búi. Eftir það dvöldu þau hjón í Reykjavík meðan bæði lifðu. Um nokkur ár starfaði Ásgrímur hjá Samb. ísl. samvinnufélaga en vanheilsa tók með öllu fyrir vinnugetu hans. Eins fór um konu hans Guðnýju að hún missti heilsu og lést fyrir aldur fram fyrir fjórum árum. Þannig voru Ásgrími settar skorður er hann fékk ekki umflúið. Böm hans og tengda- böm vom vemdarar hans upp frá því en einkum kom það í hlut þeirra Ólafs og Ásu. Til síðustu stundar tókst Ásgrími að sjá sér efnalega farborða enda taldi hann það fmm- skilyrði þess að vera fijáls maður í samfélaginu. Skömmu eftir að þau Ásgrímur og Guðný fluttu suður bjuggu þau um tíma á litlu býli innan við Reykjavík. Hús vom þar gömul og ekki nýtískuleg. Varð þá þessi vísa Ásgríms til: Hingað bar mig gamlan gest, glöggvast farið minni. Aður var og enn er best undir skarsúðinni. Eitt sinn er Ásgrímur þurfti að hverfa til vinnu sinnar í Reykjavík en úti var sumar og sól, varð honum að orði: Þegar anga blómin blá bjóða vanga og gefann örðug gangan er mér þá inn í fangaklefann. Ásgrímur var alltaf sami bóndinn í eðli sínu og rætumar við hans gömlu heimasveit slitnuðu aldrei. Hann var mikill aufúsugestur er hann kom norður berandi með sér nýjar stökur og ljóð, ásamt upprifj- un sagna og samskipþa við vinafólk og samferðamenn. Ljóðadísin var honum trú til síðustu stundar, þótt sjá þyrfti hann af báðum eiginkon- um sínum. Enginn vafí er á því, að Ás- grímur frá Ásbrekku er einn þeirra alþýðuskálda tuttugustu aldarinnar sem reist hafa sér óbrotgjaman minnisvarða með ljóðagerð sinni, þannig að stökur hans munu lifa á vömm ljóðelskra karla og kvenna um langa tíð. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, ÞORSTEINN BJÖRGVINSSON, Sundabakka3, Stykklshólml, lést á Borgarspítalanum 26. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Rut Meldal Valtýsdóttlr, Alexfa Pálsdóttlr, Björgvln Þorsteinsson, Rúnar Már Þorstelnsson, Hreióar Ingl Þorstelnsson. t Móöir okkar, SIGRÍDUR BENEDIKTSSON, andaðist að morgni mánudagsins 29. ágúst á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Útförin veröur gerö frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. september kl. 10.30. Einar Benediktsson, Svala Daly, Þóra Benedlktsson, Oddur Benedlktsson, Ragnheiður Benedlktsson, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GARÐAR JÚLÍUSSON frá Vestmannaeyjum, til heimllls að Reynigrund 13, Kópavogl, lést 26. ágúst í Borgarspítalanum. Útför hans veröur gerð frá Fossvogskirkju kl. 15.00 föstudaginn 2. september. Slgrfður BJörnsdóttir, Björn Garðarsson, Fjóla Ingólfsdóttir, Kristinn Garðarsson, Sigrún Barkardóttir, og sonarsynir. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIFUR H. MOLLER, Laugatelg 13, verður jarðsunginn miövikudaginn 31. ágúst í Fossvogskirkju kl 13.30. Birna Múller, Stefanfa Múller, Björg Milller, Johnny Hansen, Marfa MUIIer, Friðrlk Ólafsson, Lelfur MUIier, Anne Berit Dahl, Sveinn Muller, Alda Hjartardóttir, og barnabörn. Því hafa hér verið í þessum minn- ingarorðum tilfærð nokkur sýnis- hom af ljóðagerð Ásgríms, að telja má að þau lýsi manninum sjálfum betur en með öðm móti mætti vera. Eftirfarandi vísa hans bendir til þess að sú skoðun sé ekki fjarri lagi: Vísan stendur öld og ár oft er send til vamar. Hún er að benda á bros og tár bak við hendingamar. Með ljóðagerð sinni reis Ásgrím- ur á Ásbrekku yfir hversdagsleik- ann og veitti okkur næstu nágrönn- um og öðmm samferðamönnum ómælda gleði á góðum stundum. ær það þökkum við nú að leiðar- m og sendum bömum hans, tengdabömum og barnabömum samúðarkveðjur. Ásgrímur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. ágpíst. Grímur Gíslason Slömastofa Friðfinm SuÖurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skieytingar við ðll tilefni. Ég þakka öllum þeim, sem sýndu mér vináttu og hlýhug meÖ heimsóknum oggóðum kveÖjum vegna áttrœÖisafmœlis míns þann 22. ágúst sl. Eva Sæmundsdóttir. SKÓLARITVÉUN BROTHER AX»15 Brother AX-15 er meö dálkastilli, síbylju á öllum stöfum, gleiðritun, miðjustillingu, sjálfvirkri undirstrikun og endurstaðsetn- ingu, leiðréttingaminni, leiðréttingu heilla orða og lína eða flesta kosti fullkomnustu skrifstofuvéla. Skoðið allar skólaritvélar, sem eru á mark- aðnum. Við vitum að BROTHER AX-15 verður fyrir valinu. BORGARFELL.Skólavörðustig 23, sími 11372 RÝMIIMGARSALA Sloppar WÐsty 2° ,6° p|0 SSN* Náttfatnaður Nærfatnaður LAUGAVEGl 95 2 HÆD - RLYKJAVlK - SlMI H577 Kam ýctfam Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS) Haustnámskeiðin hefjast íbyrjun september w Almenn námskeið KARON-skólinn kennir ykkun Rétta líkamsstöðu, rétt göngulag, fallegan fótaburð. KARON-skólinn leiðbeinir ykkur um: Andlits- og handsnyrtingu, hárgreiðslu, fata- og litaval, mataræöi, hina ýmsu borðsiði og alla almenna framkomu o.fl. Módel námskeið 1. Sviðsframkoma, göngulag, hreyfingar, líkamsbeiting, snyrting o.fl. 2. Einkatímar fyrir starfandi módel. Hanna aðalkennari Innritun alla daga frá kl. 16-19 ísíma 38126 - Hanna Frímannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.