Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Ársrit Garðyrkjufé- lags íslands komið út ÁRSRIT Garðyrkjufélags ís- lands 1988 Garðyrkjuritið er nýlega komið út. í því er að finna margháttaðan fróðleik um garðyrkju. Meðal efnis í ritinu eru greinar eftir Ingólf Davíðsson um ýmsa garða bæði í Reykjavík og á lands- byggðinni og grein um trjágarð. landfógetans og Hressingarskál- ans eftir Pétur Pétursson. Árni M. Rögnvaldsson segir frá trjá- reitnum í Dæli í Skíðadal og Elín Guðmundsdóttir lýsir garðinum í Fomhaga í Hörgárdal. Hermann Lundholm ritar um íslenskar jurtir í görðum og Agnar Ingólfsson lýs- ir steinabeði í garði sínum með íslenskum plöntum. Auk þess ritar Agnar um athyglisverða erlenda burkna í íslenskum görðum. Þá skrifar Þórhallur Jónsson um Mímulus — Apablóm og Hafsteinn Hafliðason um Gloxiníu — Sumar- gull. Kristín Gestsdóttir og Sigurð- ur Þorkelsson gefa nokkrar upp- skriftir með eggaldinum og Erla Siguijónsdóttir skrifar um nýjung í gróðurhúsum á Islandi. Ólafur B. Guðmundsson segir frá blómagrúski í Klettafjöllum og auk þess birtir hann þriðja viðauka sinn við skýringar á plöntunöfn- um. Sigríður Hjartar lýsir hópferð Garðyrkjufélagsins til Hollands og Einar Siggeirsson ritar síðari hluta greinar um ferð til Síberíu. Auk þess em í ritinu greinar um hina ýmsu starfsemi félagsins á árinu 1987, svo sem skýrslur frá deildum utan af landi, Garðaskoð- un 1987, sagt frá þátttöku GÍ í Bú ’87 og skýrt frá nefnd um íslensk háplöntuheiti. í ritinu er einnig minningar- grein um Einar Vemharðsson sem var mikill áhugamaður um garð- rækt. Garðyrkjuritið er prýtt fjölda 1988 V Sí litmynda og er allt hið vandaðasta að frágangi. Það er gefíð út í 6.000 eintökum. Ritstjóri er Ólafur B. Guðmundsson en í ritnefnd em Einar I. Siggeirsson og Óli Valur Hansson. (Fréttatilkynning) Skrifstofutæknir Athyglisvert námskeið! Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er snýr að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkun PC-tölva. Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfí, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagnagrunnur, töflureiknar og áætlunargerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnat- riði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐS Borgartúni 28. Tölvufræðslunnar er hægt að fá bæklinga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska Fangar ágústmánaðar Mannréttindasamtökin Am- nesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga í ágúst. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína gegn því að sjík mannréttindabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty gef- ur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Kenýja: Julius Mwandawiro Mghanga var handtekinn 1. apríl 1986 og ákærður fyrir að eiga uppreisnaráróðursrit. Hann var dæmdur í 5 ára fangelsi 18 dögum seinna. Julius Mghanga var meðal margra einstaklinga sem voru handteknir árin 1986 og 1987 vegna gruns um andstöðu við stjómvöld og voru sakaðir um tengsl við leynileg vinstrisamtök, Mwakenya. Hann játaði að eiga ólögleg rit en sagði við réttar- höldin yfir honum að hann hafi játað vegna hótana. Hann var ekki ákærður fyrir að hafa beitt ofbeldi. Amnestysamtökin telja að réttarhöldin yfir honum stand- ist ekki alþjóðlegar kröfur um sanngjöm réttarhöld og telja að hann hafi verið handtekinn vegna stjómmálaskoðana sinna. Amnes- tysamtökin hafa jafnframt fengið fregnir um að hann hafi verið pyntaður á meðan á varðhaldinu stóð. Julius Mghanga var einnig handtekinn árið 1985 þegar hann var forystumaður í stúdentasam- tökum í Nairobiháskóla og fékk þá 12 mánaða fangelsisdóm og hlaut pyntingar skv. upplýsingum sem Amnestysamtökin fengu. Hann er nú í Kisumu fangelsi þar sem aðstæður em mjög slæmar. Suður-Kórea: Soh Sunger 43 ára gamall. Hann var handtekinn ásamt bróður sínum í apríl 1971 þegar þeir voru við nám í háskó- lanum í Seoul. Bræðumir eru kóreanskir en ólust upp í Japan. Þeir voru ákærðir fyrir njósnir og áróður fyrir Norður-Kóreu og fyr- ir að hafa heimsótt Norður-Kóreu. Við réttarhöldin neitaði Soh Sung flestum ákærunum sem bomar voru á hann en játaði að hafa heimsótt Norður-Kóreu til að kynnast landinu betur. Hann sagðist hafa verið pyntaður til að játa röngum ákæmm. Fresta varð réttarhöldunum yfir honum þegar hann lá á sjúkrahúsi vegna bmn- asára sem hann hlaut þegar hann reyndi að flýja líkamlegar og and- legar pyntingar með því að fyrir- fara sér. í október 1971 hlaut hann dauðadóm en þeim dómi var seinna breytt í lífstíðarfangelsi. Bróðir hans hlaut 15 ára fangels- isdóm sem var breytt í 7 ár. Hon- um var sleppt í maí sl. Skv. upp- lýsingum Amnestysamtakanna vom ákæmr um njósnir aldrei sannaðar og sekt þeirra byggð á játningum þeirra sem knúðar vom fram með pyntingum. Amnesty- samtökin telja að þeir hafi verið handteknir vegna áhuga á mál- efnum Norður-Kóreu og skoðana þeirra um sameiningu Kóreu. Júgóslavía: Vjenceslav Cizek var þriðji fangi mánaðarins í ágúst en skv. nýjum upplýsingum hefur hann verið látinn laus. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, em vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrif- stofan er opin frá kl. 16-18 alla virka daga. Þar fást nánari upp- lýsingar sem og heimilsföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfa- skriftir ef óskað er. Eigendur og útgefendur skuldabréfa: Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf i solu hja Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans: Tegund Ávöxtun umfram Heildarávöxtun* verðbólqu Ný spariskírteini § 7,0- 8,0% | 55,3-56,7 | Eldri spariskírteini 8,Ó-9,0% 56,7-58,2% Veðdeild Samvinnubankans 9,5% | I! 58,9% Lind hf. 11,5% 61,8% Glitnirhf. JBI 10.6% 3 60,5% Samvinnisjóður íslands 10,5% 60,3% Iðnþróunarsjóður 57,1-58,2% Önnur örugg skuldabréf 9,5-12,0% 58,9-62,5% Fasteignatryggð skuldabróf 12,0-16,0% 62,5-68,3% * Miðað við hækkun lánskjaravísitölu síðastliðna 3 mánuði. Verið velkomin á nýjan stað. Næg bílastæði. í -fiármál eru okkar fag! IfERÐBRÉFAUIÐSKIPTI V/ SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.