Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988
35
Þijár SS-20 kjamorkueldflaugar sprengdar í loft upp í Sovétríkjuniim:
826 flaugar verða eyði-
lagðar næstu þrjú árin
625 kíló af dýnamíti þurfti til að tortíma eldflaugunum þremur
Kapústín Jar, Moskvu. Reuter.
TÆPLEGA 150 erlendir sendimenn og blaðamenn fylgdust með á
sunnudag er fyrstu sovésku kjamorkueldflaugamar af gerðinni SS-20
vom sprengdar i loft upp í Kapústin Jar, 90 kílómetra suðaustur af
borginni Volgograd. Alls verða 826 eldflaugar af gerðinni SS-20 eyði-
lagðar samkvæmt ákvæðum sáttmálans um upprætingu meðal- og
skammdrægra kjarorkueldflauga á landi sem leiðtogar risaveldanna
undirrituðu í Washington í desember á síðasta ári. Uppsetning SS-20
flauganna, sem em hreyfanlegar og bera þijá kjarnaodda, hófst ánð
1977 og olli mikilli spennu í samskiptum austurs og vesturs. Aðild-
arriki Atlantshafsbandalagsins ákváðu árið 1979 að meðaldrægum eld-
flaugum yrðu komið upp i Vestur-Evrópu féllust Sovétmenn ekki á
að fjarlægja SS-20 flaugamar. Fjórum ámm síðar vom fyrstu flaugara-
ar settar upp í Bretlandi og Vestur-Þýskalandi. Sovétmenn slitu viðræð-
unum í nóvember 1983 og lágu þær niðri allt þar til í janúar 1985.
Drög að Washington-sáttmálanum vora lögð á leiðtogafundinum i
Reykjavík í október 1986 en samningurinn gekk í gildi i júní á þessu
ári eftir að hann hafði hlotið formlega staðfestingu í Æðsta ráði Sov-
étríkjana og á Bandaríkjaþingi.
Að sögn sovésku fréttastofunnar
TASS hafði Sergei Galtsjenko, yfir-
maður tilraunastöðvarinnar í Kap-
ústín Jar, umsjón með eyðileggingu
eldflauganna þriggja á sunnudag.
„Ég tók þátt í undirbúningi fyrstu
tilraunaskotanna þannig að ég á eilí-
tið erfitt með að eyðileggja þessi
háþróuðu vopn,“ sagði hann í sam-
tali við blaðamann fréttastofunnar.
Ræðuhöld og kórsöngur
Tæplega 150 erlendir sendimenn
sem og sovéskir og vestrænir blaða-
menn fylgdust með sprengingunni á
sunnudag. Gífurlegar rigningar
höfðu verið á þessum slóðum og
þurftu gestimir að vaða leðrju upp
að ökklum til að skoða eldflaugamar
áður en þær vom eyðilagðar. Sovésk-
ir hershöfðingjar fluttu ræður bæði
fyrir og eftir að eldflaugamar höfðu
verið sprengdar í loft upp og kór
söng rússnesk ættjarðarlög.
625 kíló af dýnamíti vom notuð
til að uppræta eldflaugamar. Skipun-
in var gefin og gríðarlegur eldhnött-
ur steig á loft. Að sögn TASS var
dýnamíthleðslu komið fyrir í hverri
eldflaug og sagði í tilkynningu frétta-
stofunnar að eldflaugamar brynnu
gersamlega upp til agna á aðeins 35
sekúndum. Sovéskur embættismaður
sagði að 15 metra djúpur gígur hefði
myndast við sprenginguna.
Bandarískir eftirlitsmenn fylgdust
með sprengingunni úr sex kílómetra
Qarlægð og kváðust þeir fyllilega
sáttir við hvemig staðið hefði verið
að henni. „Við skoðuðum staðinn
eftir sprenginguna og það var ekkert
eftir," sagði Roland Lajoie, stórfylk-
ishershöfðingi, sem fór fyrir hópnum.
Eldflaugar upprættar í
háloftunum
600 SS-20 eldflaugar verða eyði-
lagðar í Kapústfn Jar á næstu þrem-
ur ámm og verða þær sprengdar í
loft upp að sögn TASS. Afganginum
verður eytt annars staðar í Sovétríkj-
unum og á annan hátt. Meðal ann-
ars er gert ráð fyrir því að tilteknum
fjölda þeirra verði skotið á loft og
ær látnar brenna upp í háloftunum.
Washington-samningnum er kveðið
á um að bæði ríkin megi eyðileggja
allt að 100 eldflaugar á þennan hátt
en Sovétmenn munu ráðgera að
tortíma 72 eldflaugum í samræmi
við þetta ákvæði sáttmálans. Þegar
hefur níu sovéskum flaugum verið
eytt með þessum hætti og ein til við-
bótar hafði áður verið sprengd í loft
upp í tilraunaskyni. Skammdrægar
sovéskar landeldflaugar verða á hinn
bóginn flestar hveijar upprættar í
Saríjosek-tilraunastöðinni í Asíu-
hluta Sovétríkjanna og hefur nokkr-
um þeirra þegar verið eytt.
2.600 eldflaugar verða
eyðilagðar
Washington-sáttmálinn, fyrsti af-
vopnunarsáttmáli kjamorkualdar,
Reuter
Sovéskur hermaður á vappi við SS-20 eldflaugarnar þijár skömmu
áður en þær vora sprengdar í loft upp í tilraunastöðinni í Kapústín
Jar á sunnudag.
tekur alls til um 2.600 landeld-
flauga, sem draga 500 til 5.500 kíló-
metra. Alls munu Sovétmenn eyði-
leggja 1.752 meðal- og skammdræg-
ar eldflaugar. 826 SS-20 flaugar
verða upprættar og teljast 356 þeirra
varaeldflaugar. Bandaríkjamenn
hafa á hinn bóginn skuldbundið sig
til að eyðileggja um 800 eldflaugar
og verður það gert í tveimur tilrauna-
stöðvum í Bandaríkjunum. Banda-
ríkjamenn munu ráðgera að brenna
eldflaugamar og fletja þær síðan út
í gríðarmiklum pressum.
Um hvað ætli þeir
séu að hugsa?
The Daily TelegTaph.
RÚMLEGA 900 heimspekingar víðs vegar úr heiminum hafa
undanfarið verið í borgarinni Brighton til að taka þátt i átjánda
heimsþingi heimspekinga. í þann mund sem þingið var að hefj-
ast velti blaðamaður breska blaðsins Daily Telegraph viðfangs-
efni þingsins fyrir sér og spurði: Hvað vonast heimspekingarnir
til að leysa á þinginu? Og lætur umheimurinn sig það einhverju
.varða?
Þessa daga mun ómur af um-
ræðum um Husserl og Wittgen-
stein berast út í milt sjávarloftið
í Brighton. Tilvistarstefnumenn
(existensíalistar) rabba við fram-
stefnusinna (pósitífísta) og síð-
formgerðarstefnumenn (post-
stmcturalistar) blanda geði við
marxista.
Um það bil 500 fyrirlestrum,
sem skylt er að flytja á einu af
fimm opinberum tungumálum
þingsins, er dreift meðal þátttak-
anda. Líklegt er að sumir fyrir-
lestranna verði skrifaðir á svo fló-
knu tungumáli að þeir þarfnist
viðauka með skýringum.
I.T. Frolov, sérlegur ráðgjafi
Míkhafls Gorbatsjovs Sovétleið-
toga, er í forsvari fyrir sjötíu
manna hópi heimspekinga frá
Sovétríkjunum en það er stærsti
hópur Sovétmanna sem sótt hefur
þingið. Xing Bensi frá Peking
stjómar fundi þar sem rætt verð-
ur um tiltekin vandamál innan
stjómmálaheimspeki. En senni-
lega ber mest á 130 manna hópi
heimspekinga frá Bandaríkjun-
um.
Þama em kunnir fræðimenn
eins og t.d. Sir Karl Popper, sem
orðinn er 86 ára gamall, og Alf-
red Ayer, 77 ára. Ayer flytur fyr-
irlestur sem hann nefnir „Til varn-
ar raunhyggju“ ( A Defence of
Empiricism) en fyrirlestur Pop-
pers nefnist „Tvö ný viðhorf til
orsakalögmálsins“ (Two New Vi-
éws of Causality). Fyrirlestrar
Poppers var beðið með sérstakri
eftirvæntingu á þinginu.
Menn eða há-
þróaðar tölvur
Þing heimspekinga em haldin
fimmta hvert ár og er þingið í ár
hið átjánda í röðinni. Þema þings-
ins að þessu sinni er skilningur
heimspekinnar á manninum.
Tvíræðni yfirskriftarinnar er vita-
skuld meðvituð. Helsta umræðu-
efnið verðpr það hvort vélar séu
færar um að hugsa og í fram-
haldi af því hvort unnt sé að skil-
greina manninn sem háþróaða vél
eða tölvu. Allir þeir sem kynnt
hafa sér heimspeki. frá tímum
Galileos ættu að kannast við rök-
semdirnar.
En önnur spurning, sem ekki
verður á dagskrá þingsins, en
margir mestu hugsuðir samtí-
mans vildu gjarnan fá svar við
er sú hvers vegna fólk lætur sig
þingið svo litlu varða. Allan
Phillips Griffiths, framkvæmda-
stjóri þingsins, hefur einfalda
skýringu á þessu og segir: „heim-
spekin verður ekki í askana lát-
in.“ Griffiths harmar ekki þessa
niðurstöðu og heldur áfram:
„Mörgum ef ekki flestum heim-
spekingum finnst sem þeim beri
skylda til að sinna pólitískum, sið-
fræðilegum og félagslegum
vandamálum sem koma upp í
þjóðfélaginu og að framlag þeirra
sé mikilvægt. Engin söguleg for-
dæmi styðja þetta. Lítum t.a.m.
á Platón. Hann hélt að vanda
ríkisins mætti rekja til þess að
heimspekingar yrðu aldrei kon-
ungar. Hann ákvað því að gera
konung að heimspekingi og réð
sig sem einkakennara sonar ein-
valdsins á Sýrakúsu. Og hvað
haldið þið að hafi gerst? Jú, þegar
sonurinn kom til valda átti Platón
fótum sínum §ör að launa." Og
Griffiths heldur áfram: „Stað-
reyndin er sú að heimspeki er
gjörsamlega gagnslaus. Hún bæt-
ir ekki heiminn og hún aflar okk-
ur ekki peninga." Hvers vegna
leggja menn þá heimspeki fyrir
sig? „Jú, af sömu ástæðu og fólk
leggur tónlist fyrir sig. Það ein-
faldlega heillast af henni."
En á ekki heimspekin að hjálpa
okkur að skilgreina tilveru okkar,
alheiminn og allt hitt? Löng þögn.
„Það veit ég ekki." Önnur löng
þögn. “ Heimspeki er ekki líkt og
eðlisfræði, safn þekktra stað-
reynda. Heimspeki er líkari tón-
list, hún er takmark í sjálfri sér
og óhagnýt.“
Nyljastefna og-
raunsæi
Dick Hare, fyrrverandi prófess-
or í siðfræði við Oxford-háskóla
og virkur meðlimur í samtökum
um hagnýta heimspeki, er öldung-
is ósammála Griffiths. „Ég er
nytjastefnumaður,“ segir hann.
Platón. Hann taldi vanda ríkis-
ins einkum þann að heimspek-
ingar væra ekki konungar og
ákvað því að gera konung að
heimspekingi. Minnstu munaði
að þessi ályktun kostaði hann
lífið.
„Nytjastefnumenn geta leyst
hvaða siðferðisvanda sem er.“
Hare heldur fyrirlestur á þing-
inu þar sem fjallað er um hvers
vegna sú heimspeki, sem hann
hefur kennt undanfarin 40 ár,
hefur haft svo lítil áhrif og raun
ber vitni. „Það er synd," segir
hann. „Heimspeki gæti gert heil-
mikið gagn í heiminum. Næstum
daglega birta dagblöð lesendabréf
þar sem er að finna flóknar og
oftar en ekki ruglingslegar rök-
semdafærslur. Fólk treystir á eig-
ið innsæi. Það vísar til eigin sann-
færingar sem það telur algilda og
sammannlega. Þetta er gryíja
sem leikmönnum hættir til að falla
í en heimspekingar þekkja. Heim-
speki er fræðigrein sem fæst við
röksemdafærslur til að unnt sé
að skera úr um hveijar þeirra
standast skoðun og hverjar eru
gallaðar. Til þess að hugsa skýrt
er nauðsynlegt að temja sér heim-
spekilega hugsun.“
Þrátt fyrir þetta telur Hare
aðal vandamál fræðigreinarinnar
vera málgleði þeirra sem hana
stunda. „Ef fólk skilur ekki heim-
spekingana finnst því að þeir hljóti
að vera að segja eitthvað merki-
legt,“ segir hann. „Þess vegna eru
Marcuse og Sartre svona vinsælir.
Hentug leið til að komast hjá
raunverulegri gagnrýni er að
flækja mál sitt. Hlutimir gengju
betur fyrir sig þekkti fólk svindl-
arana strax úr hópnum."
Phillips Griffiths vill síður
kenna almenningi um hvemig
málum er háttað. „Bresk heims-
speki er einfaldlega að ganga í
gegnum heldur dauflegt tímabil,"
segir hann. „Fyrir u.þ.b. 20 ámm
kepptust háskólar í Bandaríkjun-
um við að bjóða breskum heim-
spekingum yfír um haf til sín.
Þetta er liðin tíð. Sennilega er
engin skýring til. Hvers vegna
gengur breskum knattspyrnulið-
um ekki jafn vel og áður? Það
skiptast einfaldlega á skin og
skúrir í þessum efnum sem öðram.
Enginn veit t.d. hvers vegna
heimsspeki tók skyndilega að
blómstra í Aþenu á sínum tíma.“
Kreppuástand
í Bretlandi
Því hefur verið haldið fram að
kreppuástand einkenni breska
heimspeki. Sex heimspekideildir í
breskum háskólum hafa verið
lagðar niður. Fyrirlestram í heim-
speki hefur verið fækkað um
þriðjung á síðustu tíu áram og
prófessorsstöður, jafnvel í Oxford,
eru ómannaðar. Engu að síður
hafa nemendur, sem leggja stund
á heimspeki í breskum háskólum,
aldrei verið fleiri eða 4.960. Og
það sem meira er, atvinnurekend-
ur keppast um að bjóða þeim
vinnu að námi loknu. En hugsuð-
imir sem sækja heimspekiþingið
í ár hyggjast þó ekki leita skýr-
inga á þessu.
Eitt er víst. Heimsþingi heim-
spekinga, sem nú er haldið í fyrsta
skipti í Bretlandi frá árinu 1930,
mun ekki ljúka með sameiginlegri
yfirlýsingu. Þegar allt kemur til
alls er hlutverk þess einungis að
gefa heimspekingum tækifæri til
að hittast og misskilja hvorn ann-
an.