Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 61 Nýja flæðilínan í hraðfrystihúsi Tanga hf. á Vopnafirði. Akranes: Þorgeir og Ellert hf. framleið- ir flæðilínur fyrir frystihús Akranesi. HJÁ Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi er unnið að smíði flæð- ilína fyrir frystihús sem skapar mikla vinnuhagræðingu og aukin afköst. Það eru tæp tvö ár síðan þessi framleiðsla hófst og nú þegar hefur búnaðurinn verið settur upp í sex frystihúsum og nú er unnið að smíði í það sjö- unda. Það er Ingólfur Árnason rekstr- artæknifræðingur hjá Framleiðni sf. sem hannaði þessa nýjung og fyrsta línan var sett upp í hrað- frystihúsi Kaupfélags Austur- Skaftfellinga á Hornafirði. Sú flæðilína er fyrir 14 starfsmenn og allir flutningar til og frá starfs- mönnunum eru á færiböndum. Fljótlega kom í ljós að vinnuhag- ræðing var mikil í frystihúsinu frá því sem áður var og var því bætt við einni línu til viðbótar ásamt því að settur var niður fjöldi af færi- böndum til að tengja saman vinnslurásina. Gunnlaugur Magnússon hjá Þor- geiri og Ellert hf. segir að eftir að komin var reynsla af flæðilínunni á Homafirði hafi menn séð að vinnu- hagræðing í frystihúsinu var með ólíkindum mikil og hafi því verið hafin framleiðsla fyrir alvöru fyrir u.þ.b. ári. Sjö menn starfa eingöngu við þessa framleiðslu og nú þegar hafa verið smíðaðar flæðilínur fyrir frystihús KEA í Hrísey og Tanga á Vopnafirði, frystihús Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði, Sjóla- stöðina í Hafnarfirði og fyrir frysti- húsið á Hofsósi. Einnig hefur verið smíðuð rafmagnsstjómtafla með hraðastýringum fyrir færibönd í húsin á Reyðarfirði og Hofsósi. Nú er unnið að smíði flæðilínu fyrir frystihús Fiskiðjusamlags Húsvíkur og er gert ráð fyrir því að hún verði sett upp í haust. Gunnlaugur sagði að ýmsar lagfæringar hefðu verið gerðar frá því fyrsta flæðilínan var framleidd og hafi stálsmiðir fyrir- tækisins ásamt tæknimönnum Framleiðni sf. reynt að auka þæg- indin sem framast væri unnt í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur. Til að lýsa betur flæðilínunni má segja að á hverju vinnusvæði séu pallar sem hægt er að hækka og lækka að vild og á hverjum palli er stóll sem einnig er hægt að hækka og lækka. Laus hnífagrind er hengd við hvert vinnusvæði og á ljósaborðum er þvottakrani sem hægt er að skrúfa frá annað slagið. Eins og áður segir hefur framleiðni aukist verulega, samfara auknum gæðum framleiðslunnar í þeim frystihúsum sem tekið hafa þennan búnað í notkun og ríkir almenn ánæga með það hjá eigendum þess- ara húsa. - JG Morgunblaðið/Kristjana Ágústsdóttir Frá 55. aðalfundi Sambands breiðfirskra kvenna, sem haldinn var á Staðarfelli 20. ágúst sl. Aðalfundur Sambands breiðfirskra kvenna Búðardal. AÐALFUNDUR Sambands breiðfirskra kvenna var haldinn á Staðarfelli 20. ágúst. Það voru kvenfélagskonur í kvenfélaginu Hvöt á Fellsströnd sem buðu til 55. aðalfundar Sambandsins en kvenfélögin á svæðinu halda að- alfundinn til skiptis. Fyrsti fundur Sambandsins var haldinn á Hellissandi 19. júní 1933. Fjögur kvenfélög sendu fulltrúa á þann fund en fleiri félög óskuðu eftir að vera með i Sambandinu þótt þau gætu ekki sent fulltrúa á stofnfundinn. Upphafskonur að stofnuninni voru Halldóra Bjama- dóttir og Ingveldur A. Sigmunds- dóttir og var fyrsta stjóm SBK skipuð Ingveldi A. Sigmundsdóttur, formanni, Guðrúnu Eiríksdóttur, gjaldkera, og Jóhönnu Vigdúsdótt- ur, ritara. Aðalfundurinn nú var með hefð- bundnum hætti, margar tillögur voru samþykktar sem allar voru í samræmi við stefnuskrá SBK. Kvenfélög Sambandsins vinna að menningar- og velferðarmálum og láta sér ekkert óviðkomandi. Félög- in hafa einnig átt fmmkvæði að ýmsum heilbrigðismálum aldraðra. Atvinnumál hafa verið mikið rædd þótt lítið af þeim málum hafí kom- ist í framkvæmd. Fyrirlesarar voru fengnir til fræðslu og skemmtunar um ýmiss mál. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir á Vígholtsstöðum á Fellsströnd flutti ferðasögu frá Nordisk Forum og þótti ýmislegt athyglisvert koma þar fram. Atvinnumálafulltrúi Dalasýslu, Svavar Garðarsson, kom á fundinn og skýrði frá ýmsum hugmyndum sem eru í gangi varð- andi atvinnumál, sem gætu styrkt búsetu hér í dreifbýlinu. Þessi aðalfundur SBK sýndi sam- stöðu og bjartsýni kvenna hér um slóðir því konur geta áorkað ýmsu þó ekki saki að fá stuðning karl- mannanna. Fundurinn var skemmtilegur og á honum kom margt áhugavert fram sem konum- ar vona að eigi eftir að fá hljóm- grunn hjá ráðamönnum þjóðarinn- ar. Viðtökur Fellsstrandarkvenna og veðrið þennan dag var eins og best verður á kosið. - Kristjana Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! Bíldshöfða 14 s: 67 2511 FAIMIMIR HF Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Getur staðið á borði eða hangið / ■■^uurnoStk.) uppá vegg. / ^fíimá1(2000 En það besta er: Ekkert uppvask. 688,- ..... kr' 105,- 25%s/H/,Stk'kr' 2-560.. NAMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhæg TA Triumph-Adler skríf- stofuritvél á verði skólarítvélar. • Prenthraði 13slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120 stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél morgun- dagsins. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.