Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988
37
Bretland:
Aukínn þrýstingur á
frekari hækkun vaxta
St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannsyni, frétUu-itara Morgunblaðsins.
I KJOLFAR vaxtahækkunarinnar síðastliðinn fimmtudag og mesta
halla á viðskiptajöfnuði við útlönd í einum mánuði nokkurn tíma,
hafa komið fram efasemdir um stefnu fjármálaráðherrans, Nigel
Lawsons. Talsmenn Verkamannaflokksins segja alla sína gagnrýni á
síðasta fjárlagafrumvarp komna fram.
Hækkun vaxta um 1%, upp í 12%,
í kjölfar viðskiptahallans í júli skað-
ar samkeppnisaðstöðu iðnaðar.
Hækkun pundsins hefur einnig kom-
ið illa við útflutningsiðnað. Fjármál-
asérfræðingar í City, Qármálahverfi
Lundúna, telja að vextir verði enn
að hækka um 1% til að slá á mikla
neysluaukningu. Pjármálaráðher-
rann hefur hins vegar sagt að 12%
grunnvextir verði um langa hríð og
þeir verði ekki hækkaðir. Talið er
að verðbólgan muni fara úr 4,8% í
6% síðar á árinu vegna of mikils
vaxtar í efnahagslífmu.
Andstæðingar ráðherrans, bæði
innan íhaldsflokksins og talsmenn
Verkamannaflokksins, hafa átalið
hann fyrir að grípa ekki til aðhalds
á útlánum í stað þess að hækka
vexti. Það hefur einnig verið lagt til
að skattar verði hækkaðir, en ein
af ástæðunum fyrir mikilli aukningu
neyslu er mikil skattalækkuní
síðustu fjárlögum. Þar voru skattar
í hæsta skattþrepi lækkaðir úr 60%
í 40%. Það er talið útilokað að snúið
verði af braut skattalækkana og
takmörk á útlánum þýða höft á fjár-
magnsflutninga milli landa, sem
fyrsta stjóm frú Thatcher aflétti
árið 1981.
Frú Thatcher styður aðgerðir
Lawsons nú en telur, að þau sjónar-
mið, sem hún setti fram fyrr á ár-
inu, að vextir og verðlag pundsins
ættu að ráðast af markaðsaðstæð-
um, hafi reynst á rökum reist. Þá
voru ummæli hennar skilin sem
óbein gagnrýni á fjármálaráðher-
rann.
Húsnæðislánavextir hækkuðu í
12,5% og búist er við frekari hækk-
unum á þeim. Þær koma illa við
lántakendur og þurrka út skatta-
lækkanimar, sem fengust fyrr á
árinu.
Vaxtahækkunin er einnig talin
munu lækka verð á Breska stálfyrir-
tækinu, sem ríkið hyggst selja síðar
á þessu ári, úr 2,5 milljarði punda
í tvo milljarða vegna aukins kostnað-
ar og minni hagnaðar. Alþjóðlegir
fjármálamenn, sem hafa íjárfest fyr-
ir milljarða punda í Bretlandi, hafa
áhyggjur af því að efnahagslífið sé
ekki eins traust og af er látið. Ef
þeir drægju fé sitt úr landinu gæti
það haft mjög afdrifaríkar afleiðing-
ar fyrir gengi pundsins.
ERLENT
Reuter
Geimskotí
Sovétríkjunum
Sovéskri geimflaug var skotið
á loft frá Baikonur-geimrann-
sóknarstöðinni í Asíuhluta Sov-
étríkjanna á aðfaranótt mánu-
dags. Um borð eru þrír menn, þar
af einn Afgani en maður þeirrar
þjóðar mun ekki hafa haldið í ferð
um óravíddir himingeimsins áður.
Sjónvarpað var beint frá Baikon-
ur-rannsóknarstöðinni er Sojuz-
geimfarinu var skotið á loft. Á
morgun, miðvikudag, hyggst
áhöfnin tengja geimfarið við
„Mír“-geimstöðina, sem er á braut
umhverfís jörðu.
Hinn 29 ára gamli Abdol Ahad
Mohammand og annar sovésku
geimfaranna munu dvelja í viku
í geimstöðinni áður en þeir snúa
aftur til jarðar. Hinn Sovétmaður-
inn, Valerí Poljakov, sem er lækn-
ir að mennt, munu hins vegar
verða eftir í „Mír“ og fylgjast með
heilsufari þeirra Vladimírs Títovs
og Musa Manarovs sem verið hafa
um borð í geimstöðinni frá því í
desember á síðasta ári. Þeir þrír
munu síðan halda aftur til jarðar
21. desember og munu þeir Títov
og Manarov þá hafa sett nýtt
dvalarmet í geimnum.
Reuter
Blóðug-
ar óeirðir
SL AndrewB, frá Guðmundi Heiðari
Frímannsyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Á laugardagsmorgun síðastlið-
inn var féiagi i írska lýðveldis-
hernum (IRA) framseldur frá ír-
landi til Norður-írlands. Robert
Russell, hryðjuverkamaður IRA,
flýði úr Maze-fangelsinu fyrir
fimm árum síðan, þar sem hann
afplánaði tuttugu ára dóm fyrir
hryðjuverk. Blóðugar óeirðir
hafa verið á N-írlandi um helgina.
Russell hafði haldið sig á írlandi
og hlotið þar dóm fyrir ofbeldisverk.
Sinn Fein , stjómmálaarmur IRA,
stóð fyrir mótmælum báðum megin
landamæranna gegn framsalinu. í
kjölfar þess hófust blóðugar óeirðir
á N-írlandi, sem stóðu alla helgina.
Á einum sólarhring var ráðist 193
sinnum á lögreglu og her á N-ír-
landi, fjöldi sprengja sprakk og skot-
ið var á lögreglu, hermenn og
óbreytta borgara. Þetta eru verstu
róstur á N-Irlandi í fímmtán ár.
Hækkuð hafa verið verðlaun fyrir
upplýsingar sem leiða til þess að
vopn IRA finnast eða hryðjuverka-
menn verði gripnir, úr 400 þúsund
í átta milljónir ísl. kr.
Fjölgað hefur verið í sérsveitum
hersins og leyniþjónustan efld í kjöl-
far hryðjuverka IRA undanfarið. í
breska dagblaðinu The Sunday Tim-
es síðastliðinn sunnudag kemur fram
að njósnir höfðu borist af sumum
hryðjuverka IRA, en mannlegum
mistökum kennt um, að ekki var
komið í veg fyrir þau.
TEIKNAÐU MEÐSTÍL
NÝJUNG: TEIKNIVÉLAR FYRIR ÖRVHENTA LÍKA!
í ítölsku Tecnostil teikniborðunum og -vélunum felst
snilldarhönnun sem kemur íslenskum teiknurum -
nemum jafnt sem atvinnumönnum - til góða. Þar
sameinast nákvæmni, fjölhæfni og þægindi í notkun
um að gera þér sem auðveldast að teikna sem best.
Með Tecnostil gengurðu að gæðunum vísum - verð-
ið eróvæntánægja!
Magnum80x 140cm,
Plata hallanleg í 85°
Hækkun/laakkun
Exact2000teiknivéí.
Kr. 54.340,-
Studentl
Hallanleg plata í 85°
Hækkun/laekkun
Exact/Full TG/b teiknivél
Kr. 38570,-
Nýjung: T eiknivélar fyrir
örvhenta Ifka!
Omni80x140cm.
Hallanleg plata í 35°
Haekkun/lækkun
Kr. 11.258,-
FYRIR
FAST EINGÖNGU í
RITFANGAVERSLUN
MÁLS OG
MENNINGAR
•7
og menning
Ritföng. Síðumúla 7- 9. Sími 68 9519.