Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 57
MÖRGUNBLAÐÍÐ, ÞRÍÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 "
57
Hagfeldur:
Stofna á hlutafé-
lag um reksturinn
Á aðalfundi Hagfeldar, sölu-
samtaka íslenskra loðdýrarækt-
enda, var samþykkt að leggja
samtökin niður um næstu ára-
mót. Er ætlunin að stofna hluta-
félag um reksturinn, og er
stefnt að því að loðdýrarækt-
endur, loðdýraræktarfélög,
Samband íslenskra loðdýra-
ræktenda og fóðurstöðvar komi
til með að eiga meirihluta hluta-
fjár í því. Einnig verður leitað
eftir hlutafé hjá öðrum aðilum
innanlands, eða erlendis hjá
fyrirtækjum sem tengjast loð-
dýrarækt. Hefur danska fyrir-
tækið Jasopan, sem er hið
stærsta þar í landi á þessu sviði
lýst sig reiðubúið til að kaupa
allt að 49% hlutabréfa í fyrir-
huguðu hlutafélagi.
Hagfeldur sér um innflutning á
öllum rekstrarvörum fyrir loðdýra-
ræktendur og fóðurstöðvar, og var
velta þess á síðasta ári 73.5 millj-
ónir króna, en veltuaukning á milli
áranna 1986 og 1987 var rúmlega
68%. Útistandandi skuldir og van-
skil voru mikið vandamál á rekstr-
inum árinu 1987, og hefur sú staða
ekki batnað á þessu ári, en meiri-
hluti vanskilanna eru gamlar
skuldir refabænda.
Sölusamtökin Hagfeldur voru á
sínum tftna stofnuð án þess að
nokkuð eigið fjármagn væri lagt
í reksturinn, og voru tekin lán til
að fjármagna lagerhald, upp-
byggingu og lán til viðskipta-
manna, en stjórnarmenn gengust
í persónulegar ábyrgðir fyrir fyrir-
tækið. Er talið að eigið fé fyrirtæk-
isins þurfi í dag að vera að lág-
marki 10 milljónir króna. Stofn-
fundur hlutafélags um rekstur
Hagfeldar verður væntanlega
haldinn í október næstkomandi.
Einar E. Gíslason, formaður
Sambands íslenskra loðdýra-
ræktenda, flytur skýrslu stjórnar
á aðalfundinum á Hvanneyri.
HJÁ OKKUR MERKIR NÝR BÍLL
1989
ÁRGERÐ
MlTSUBISHi
rjAílAKl-J'
NÝTT ÚTLiT- NÝ TÆKNi
VERÐ FRA KR. 7 7 1.000
Aðalfundur SÍL:
Samþykkt til-
laga vegna
vanda
refabænda
Á aðalfundi Sambands íslenskra
loðdýraræktenda var samþykkt
tillaga varðandi fjárhags- og
rekstrarvanda refabænda, og
er samkvæmt henni óskað eftir
því, að bændum verði boðið upp
á styrk til að breyta refabúum
sínum að hluta eða öllu leyti í
minkabú.
Er í tillögunni gert ráð fyrir að
framlag að upphæð 10.000 krónur
verði veitt fyrir hverja refalæðu
sem lögð verður af, séu tvær mink-
alæður settar í húsin í stað hverr-
ar refalæðu. Ef bændur kjósa hins
vegar að halda sínum blárefa-
stofni, þá gefist þeim kostur á
styrk, sem á þrem árum næmi
svipaðri upphæð og greidd yrði á
hvetja refalæðu ef refabúum væri
breytt í minkabú. Gæti þetta svar-
að til 550 króna á hvern refahvolp
næstu 3 ár. Þá er farið fram á það
í tillögunni, að jarðakupasjóði
verði gert kleift að aðstoða þá loð-
dýrabændur, sem óhjákvæmilega
verða að leggja niður loðdýrabú-
skap vegna erfiðrar fjárhagsstöðu
eða annarra aðstæðna.
f umræðum um tillöguna kom
fram að kostnaður við að breyta
100 læðu refabúi í minkabú er um
2,7 milljónir, og miðað við 1.600
kr. skinnaverð á minkaskinnum
gæfi búið af sér um 480.000 krón-
ur á ári, að frádregnum breytileg-
um kostnaði og sjóðagjöldum. Af-
borganir af föstum lánum næmu
hins vegar 600.000 krónum á ári.
Innifalinn í verðinu er m.a. eftirtalinn búnaður:
Vökvastýri/Veltistýri — Rafknúnar rúðuvindur — Rafstýrðir útispeglar
Samlæsing á hurðum — Dagljósabúnaður — Lúxusinnrétting — Rafdrifin sóllúga
(super saloon) — Ökuhraðastilli (super saloon/GLSI) — Léttmálmsfelgur (super saloon)
GALANT OTI É6 VENTLA
Bíll með búnað i sérflokki
(8,7 sek. í 100 km./klst.)
Fjölinnsprautun (ECS Multi) — Hemlalæsivörn (ABS)
Rafstýrt fjöðrunarkerfi (ECS) — Rafknúið, hraðanæmt aflstýri (EPS II)
——
augavegí 170-172 Simi 695500;