Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 4
MORQUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUPAQU-R 3,0. ÁGÚST, 1988
■^ri
1
Dauðir sjóbirt-
ingar í Varmá
Hveragerði.
SÁ ATBURÐUR gerðist í Hveragerði sl. föstudag að þegar menn
komu til veiða í Varmá fundu þeir engan fisk lifandi, en fóru þess
í stað að tína dauðan fisk á land. Þegar þeir höfðu náð upp níu fisk-
um, stórum og smáum, fóru þeir og gerðu viðvart formanni veiðifé-
lagsins, Þorláki Kolbeinssyni, bónda á Þurá í Ölfusi. Brá hann skjótt
við og kallaði til lögreglu, sem kom á staðinn og gerði ráðstafanir
um frekari rannsókn.
Björgvin Gunnarsson veiðivörður
kom að máli við fréttaritara, sem
fór og skoðaði hinar dapurlegu
veiðiaðferðir í Varmá. Þar var
staddur Ólafur Finnsson frá
Reykjavík, sem kvaðst hafa stundað
veiði í Varmá í fimm ár og oft ver-
ið fengsæll, en aldrei séð þar dauð-
an fisk, en áin jafnan verið mor-
andi af lffi. Nú sæist ekkert líf.
Töldu þeir félagar fiskinn ný-
genginn í ána, ekki meira en sólar-
hringsgamlan í ferskvatni, svo væri
hann silfurgljándi. Sögðu þeir
Varmá vera eina bestu sjóbirtingsá
á landinu og sárt að horfa upp á
þetta. Undanfarið hefur verið mikið
og gott vatn í ánni og góð skilyrði
fyrir fiskinn.
Ekki vildu þeir slá neinu föstu
um orsakir fyrir þessu óláni, en
sögðu margar ástæður samverk-
andi með að spilla ánni, t.d. liggja
í hana skólplagnir frá Ullarþvotta-
stöð SÍS og frá garðyrkjustöðvum
og íbúðarhúsum. Einnig rennur í
hana heitt vatn sem er afrennsli frá
hitaveitunni.
í samtali við Þorlák Kolbeinsson
kom fram að málið væri í rannsókn
og yrði því fylgt fast eftir. Þetta
væri ekki í fyrsta sinn sem slíkt
kæmi fyrir, því í vor hefðu fundist
dauðir fískar. Væri athyglisvert að
í bæði skiptin hefði átt sér stað
klórhreinsun á sundlauginni í Laug-
Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir
Björgvin Gunnarsson t.v. og Ólafur Finnsson með sjóbirtinga sem hlutu dularfullan dauðdaga í Varmá.
arskarði og væri nú talin ástæða
til að kanna hvort um klórmengun
gæti verið að ræða.
Sagði Þorlákur eigendur árinnar
mjög vonsvikna yfir þessu máli og
ákveðna í að fá úrbætur á þessum
VEÐUR
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veöurstoia islands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 f gær)
VEÐURHORFURIDAG, 30. AGUST1988
YFIRLIT í GÆR: Skammt suðvestur af Færeyjum er heldur vax-
andi 978 mb lægð, sem hreyfist norður. Yfir Grænlandi er 1.017
mb hæð. Hiti breytist fremur lítið.
SPÁ: Á morgun lítur út fyrir norð- og norðaustanátt á landinu, víða
stinningskaldi eöa allhvasst. Rigning eða súld um norðan- og aust-
anvert landið, en þurrt suðvestanlands. Hiti 6—10 stig um norðvest-
anvert landið, en 12—15 stig á Suð-Austurlandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðan- og norðaust-
anátt með súld eða rigningu um allt norðanvert landið, skúrir suð-
austanlands, en þurrt á Suð-Vesturlandi. Sæmilega hlýtt að'degin-
um á Suöur- og Suð-Austurlandi, en annars fremur svalt.
x Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
-j o Hitastig:
10 gráður á Celsius
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
ý Skúrir
*
V El
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
Þoka
Þokumóða
Súld
OO Mistur
5
i Alskýjað
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
\ f %
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hhi veður
Akureyri 10 skýjaö
Reykjavík 13 fóttskýjaö
Bergen 14 skýjaö
Helsinki 18 hálfnkýjað
Kaupmannah. 18 lóttskýjað
Narssarssuaq 8 ióttskýjað
Nuuk 7 súld
Ösló 20 skýjað
Stokkhólmur 17 súld
Þórshöfn 12 skýjað
Algarve 26 skýjað
Amsterdam 16 úrkoma
Barcelona 27 mistur
Chicago 12 léttskýjað
Feneyjar 26 skýjað
Frankfurt 22 hálfskýjað
Glasgow 12 skur
Hamborg 18 lóttskýjað
Las Palmas 26 lóttskýjað
London 18 háifskýjað
Los Angeles 18 þokumóða
Lúxemborg 16 lóttskýjað
Madríd 26 léttskýjað
Malaga 36 hálfskýjað
Mallorca 32 skýjað
Montreal 15 alskýjað
New Vork 25 rigning
Parls 18 skýjað
Róm 27 skýjað
San Diego 20 lóttskýjað
Winnipeg 12 alskýjað
vanda.
Þess má geta að Hveragerðisbær
hefur látið byggja hreinsiþró út við
Varmá sem tekur það grófasta sem
við bæjarbúar sendum frá okkur.
- Sigrún
Leyft að selja 900
lestir í Bretlandi
Fulltrúi Landssambands íslenskra útvegs-
manna gekk út af fundi samráðsnefndar
Utanríkisráðuneytið leyfði síðastliðinn föstudag sölu á um 900
lestum af óunnum þorski og ýsu úr gámum og skipum i Bretlandi
í næstu viku en sótt var um leyfi til að selja þar mun meira magn,
að sögn Stefáns Gunnlaugssonar deildarstjóra í utanríkisráðuneyt-
inu. Vilhjálmur Vilhjálmsson, fulltrúi Landssambands fslenskra út-
vegsmanna í samráðsnefnd um útflutning á óunnum fiski, gekk út
af fundi nefndarinnar á föstudaginn.
Samkvæmt heimildum Morgun- ráðuneytið og fiskvinnslan fulltrúa
blaðsins lagði Vilhjálmur fram til-
lögu á fundinum um að leyfð yrði
sala á 1.100 til 1.200 lestum af
óunnum þorski og ýsu í Bretlandi
í næstu viku og að þessu magni
yrði deilt jafnt niður á þá sem
fengju leyfi til sölunnar. Tillagan
var ekki samþykkt og gekk Vil-
Hjálmur þá út af fundinum. Auk
LÍÚ eiga utanríkisráðuneytið,
Fiskifélag íslands, sjávarútvegs-
í samráðsnefndinni.
Að sögn Sveins H. Hjartarsonar,
fulltrúa hjá Landssambandi
íslenskra útvegsmanna, fengu sjö
eftirtalin skip leyfi til að selja um
450 tonn af þorski og ýsu í Bret-
landi í næstu viku: Sigurður Ólafs-
son SF, Haukafell SF, Rauðinúpur
ÞH, Amames ÍS, Halkion VE, Ein-
ir HF og Sigurborg KE.
Mikið um inn-
brot og þjófnaði
NOKKUÐ var um innbrot og
þjófnaði um helgina. Brotist var
inn í Fóstruskólann við Leirulæk.
Engu var stolið en miklar
skemmdir unnar. Loftljós, spegl-
ar, vaskar og ritvélar urðu fyrir
barðinu á skemmdarvörgunum.
Ekki er vitað hveijir þama voru
að verki en RLR vinnur að rann-
sókn málsins.
Brotist var inn í Skóbúð við
Snorrabraut og þaðan stolið skipti-
mjmt.
Brotist var inn í líkamsræktar-
stöðina Orkulind í Brautarholti.
Litlu var stolið og maður var hand-
tekinn grunaður um verknaðinn
skömmu síðar.
Brotist var inn í veitingahúsið'
Sælkerann aðfaranótt laugardags-
ins og áfengi stolið.
Þá var brotist inn í Pylsuvagninn
við Austurberg og þar höfðu þjófar
einhver verðmæti upp úr krafsinu.
Maður var handtekinn í gisti-
heimili í borginni grunaður um að
bjóða stolin málverk til sölu.
Þá var brotist inn í hús við Esju-
grund á Kjalamesi og skemmdir
unnar á innbúi.
Um hádegi á laugardag var stol-
ið erlendum gjaldeyri og 4 kredit-
kortum úr kvenmannsveski í versl-
un í Kringlunni.
Brotist var inn í yerslunina Rítu
við Eddufell og fatnaði stolið.
Brotist var inn í geymslur í fjöl-
býlishúsi við Æsufell. Ekki er ljóst
hverju var stolið.
Rauða Kross spilakassi var brot-
inn upp á BSÍ og stolið úr honum
peningum.
Loðnuveiðarnar:
Börkur NK
landar um
140 tonnum
BÖRKUR NK, skip Síldarvinnsl-
unnar hf. á Neskaupstað, landaði
um 140 tonnum af loðnu á Nes-
kaupstað um helgina. Undan-
faraa daga hefur verið bræla á
loðnumiðunum.
Börkur fer ekki út aftur fyrr en
veðrið gengur niður, að sögn Jó-
hanns K. Sigurðssonar fram-
kvæmdastjóra Síldarvinnslunnar.
Háberg GK, skip Siglubergs hf. í
Grindavík, hefur enga loðnu veitt
og fór inn á Bolungarvík á laugar-
daginn vegna brælunnar. Hólma-
borg SU og Jón Kjartansson SU,
skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf.,
fóru hins vegar út í gær.