Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, VlÐSHffl/AIVlNNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988
UTSKRIFT — Nýútskrifaðir nemendur Ritaraskólans, aftari röð frá vinstri: Hafdís J. Gunnars-
dóttir, Elínborg Andrésdóttir, Steinunn G. Jónsdóttir, Ingveldur Guðnadóttir, Árný Skúladóttir, Margrét
Guðmundsdóttir, Kolbrún Bjamadóttir, Sesselja Ólafsdóttir, Jórunn Jónsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Lilja
Guðmundsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Auður Jóhannsdóttir, Ásdís E. Guðmundsdóttir, Harpa Hilmars-
dóttir, Helga Guðmundsdóttir, Anna Lilja Antonsdóttir, Lilja B. Kristjánsdóttir, Margrét Njálsdóttir, Soffía
Dóra Sigurðardóttir.
Fræðsla
Þrjátíu nemendur útskrif-
ast frá Ritaraskóla Mímis
Þijátíu nemendur voru útskrif-
aðir frá Ritaraskólanum um
miðjan ágúst sl. Nemendurnir
stunduðu nám á bókfærslusviði
og enskusviði.
Viðurkenningar fyrir góðan
námsárangur hlutu Anna Lilja
Antonsdóttir, sem stundaði nám
á bókfærslusviði, meðaleinkunn
hennar var 9,68 og Hrafnhildur
Þorvaldsdóttir, sem stundaði sam-
hliða nám á bókfærslu- og ensku-
sviði, en meðaleinkunn hennar var
9,61.
Ritaraskólinn býður tveggja
ára nám, sem er alhliða undirbún-
ingur íyrir ritarastörf. Á fyrra
árinu, sem er almennt ritaranám,
taka nemendur kjamanám ásamt
einni valgrein, bókfærslu eða
ensku. Á seinna árinu er val um
fjármálabraut, þar sem lögð er
áhersla á bókfærslu og reiknings-
hald og sölubraut, þar sem lögð
er áhersla á verslunarensku, sölu-
tækni og markaðsmál. Hvort árið
um sig er sjálfstæð námseining.
Byggingar
Kringlan 6 verði
12 hæðir í stað 8
LÓÐARHAFAR Kringlunnar 6 hafa farið þess á leit við borgar-
ráð Reykjavíkur, að heimilað verði að hækka skrifstofu- og þjón-
ustuturn hússins um 4 hæðir. Fái þessi umsókn samþykki borgar-
ráðs, verður húsið alls 12 hæðir og skagar þannig hátt upp i hús
verzlunarinnar, sem er 3 1/2 metra hærra. Efsti hluti Kringlunn-
ar 6 er oddlaga glerhýsi. Hver þessarra fjögurra viðbótarhæða á
að verða um 300 fermetrar að flatarmáli.
í umsókn lóðarhafanna segir, í umsókninni segir ennfremur,
að hugmynd þessi hafi verið kynnt
fyrir fjölmörgum aðilum, bæði inn-
an borgarkerfísins og utan. Lang-
flestir, ekki sízt arkitektar, séu
þeirrar skoðunar, að mikil prýði
yrði að því, ef húsið yrði hækkað
frá því, sem áður var fyrirhugað.
I tumi hússins væri ætlunin að
hafa eina íbúðarhæð, þar sem m.
a. gæti orðið „gestaíbúð fyrir gesti
borgarinnar í hinum nýja miðbæ.“
í umsókninni er ennfremur reif-
uð sú hugmynd, að byggja bíla-
geymslu undir fyrirhuguðu torgi,
sem verða á austan við Borgarleik-
húsið og Kringlunnar 4 og 6 en
sunnan verzlunarmiðstöðvarinnar
Kringlunnar. Er á það bent, að
byggingu slíkrar bílageymslu
mætti íjármagna að hluta með
íjárveitingu þeirri, sem annars
væri ætluð til frágangs á torginu,
því að torgið yrði mun ódýrara í
lokafrágangi, ef það hvíldi á
mannvirki, sem sniðið væri að
torginu.
Þekkingá sjávar-
útvegi styrkur okkar
*
- segir Þórólfur Arnason markaðsstjóri
Marel
FISKVINNSLUFYRIRTÆKI á
nokkrum stöðum á íslandi hófu
árið 1977 samstarf við Raunvís-
indastofnun Háskóla íslands. Til-
gangurinn var að hanna og þróa
búnað til að bæta nýtingu og auka
framleiðni í fiskvinnslu. Fljótlega
var stofnað sérstakt fyrirtæki til
að koma hugmyndum fiskvinnslu-
og visindamanna á framfæri. Fyr-
irtækið er Marel hf.
1 „í upphafí var framleiðsla fyrir-
tækisins aðallega seld á innanlands-
markaði," sagði Þórólfur Ámason
markaðsstjóri fyrirtækisins. „Síðan
höfum við selt til nágrannalandanna
og orðið mest ágengt í Noregi og
Kanada, þar sem fískiðnaðurinn er
svipaður okkar. Við höfum reynt að
hafa vogimar sem mest staðlaðar
og það hefur tekist vel meði skipavo-
gimar enda fer frysting um heim
allan fram með svipuðum hætti.
Vogimar em í raun alþjóðleg vara,
þær em forritaðar í tungumáli not-
endanna og útprentunin frá þeim er
á sama tungumáli."
Sameining iðnfyrirtækja
Allnokkur umræða hefur undan-
farið verið um hugsanlega samvinnu
eða jafnvel sameiningu íslenskra fyr-
irtækja sem framleiða tæknibúnað
fyrir sjávarútveg. Þórólfur telur
sjálfsagt að þessi fyrirtæki hafí sam-
vinnu hvað varðar markaðssetningu
erlendis og e.t.v. í sambandi við inn-
kaup og aðdrætti. „Ég tel það hins
vegar ekki gefið,“ sagði Þórólfur, „að
hægt sé í öllum tilvikum að leggja
saman veltutölur tveggja eða fleiri
slíkra fyrirtækja við sameiningu.
Fjöldi erlendra viðskiptaaðila vill fá
fleiri en einn valkost og einnig er
hætt við að erlendir samkeppnisaðil-
ar slíkrar samsteypu myndu halda
að sér höndum með tækjakaup frá
einstökum aðilum innan samsteyp-
unnar." Þórólfur telur t.d. líklegt að
erlendir framleiðendur vinnslukerfa
myndu ekki kaupa Marel vogir ( sín
kerfi í jafn ríkum mæli og þau gera
nú ef Marel sameinaðist íslenskum
hönnunarfyrirtækjum.
Eins og fram kom í Viðskiptablað-
inu nýlega hefur Marel flutt út tals-
vert af skipavogum til Ástralíu og
Nýja-Sjálands. „I fyrra fórum við að
reyna að renna fleiri stoðum undir
fyrirtækið," sagði Þórólfur. „Meðal
annars til að reyna að draga úr
sveiflum í eftirspum eftir framleiðslu
okkar. Það er slæmt að vera háður
sölu á einu vinnslu- eða veiðisvæði.
Slæm staða í norskum og íslenskum
fískiðnaði og lágt fískverð á Banda-
ríkjamarkaði smitar fljótt út frá sér.“
Marel flytur um 70% af framleiðslu
sinni út og hefur það hlutfall verið
nokkuð stöðugt undanfarið að sögn
Þórólfs.
„Við seldum fyrst vogir í tvo ástr-
alska rækjutogara og fengum í kjöl-
far þess styrk frá Útflutningsráði til
að fara til Ástralíu og Nýja-Sjálands
og gera úttekt á möguleikum á sölu
íslenskra tæknivara fyrir útgerð og
fískvinnslu þar,“ sagði Þórólfur. „Að-
ilinn sem við seldum fyrst til gerir
út 25 togara og er annar af tveimur
stærstu útgerðaraðilum í Ástralíu.
Annar aðili sem gerir út 27 rækjutog-
ara setti síðan skipavogir frá okkur
í sex togara sinna í ár eftir að hafa
gert prófanir á skipavogum okkar
og allra helstu samkeppnisaðila okk-
ar, m.a. frá Pólstækni. Allt útlit er
fyrir að margir smærri útgerðaraðil-
ar muni feta í fótspor þessara tveggja
og gerum við ráð fyrir að um 10%
af framleiðslu Marel fari til Ástralíu
og Nýja-Sjálands í ár. Þetta er því
mjög mikilvægur markaður fyrir
okkur."
Þórólfur segir að þótt Marel hafi
náð góðri markaðsstöðu víða í Evr-
ópu og N-Ameríku sé enn óplægður
akur fyrir fyrirtækið í mörgum lönd-
um. „Margar stórar fískveiðiþjóðir
beita enn fremur frumstæðum að-
ferðum við veiðar og vinnslu og hafa
ekki tekið tölvuvogir í notkun," sagði
Þórólfur. „Nefiia má þjóðir S-
Ameríku, Afríku, A-Evrópu, Spán,
Portúgal, Kóreu og Japan. Þótt Jap-
anir séu t.d. framarlega í tækni er
fískvinnsla þeirra ekki sambærileg
við okkar. Þessar þjóðir vinna nú
þegar mikið af aflanum um borð og
ifllm
Morgunblaðið/KGA
FRAMLEIÐSLA — Þórólfur Ámason markaðsstjóri Marel.
Bakvið hann sést Gylfí Guðmundsson stilla skipavog.
ég tel líklegt að miklar framfarir
eigi eftir að verða í tæknivæðingu
fískvinnslu hjá þeim í náinni fram-
tið.“
Verkstæði frekar en
verksmiðja
Þórólfur telur að það sé mikill
styrkur fyrir Marel að starfsmenn
fyrirtækisins þekkja flestir vel til
fískvinnslu og hafa margir unnið við
hana. „Það hefur gefíst vel að láta
físktækna og menn með reynslu af
verkstjóm í frystihúsum annast sölu-
starf,“ sagði Þórólfur. Nú starfar á
annan tug verk- eða tölvunarfræð-
inga í tæknideild Marel og fer stór
hluti af tekjum fyrirtækisins til að
kosta rannsóknir og vöruþróun.
„Smæðin er í raun okkar helsti kost-
ur,“ sagði Þórólfur, „við getum
brugðist fljótt við óskum kaupenda
og framleitt í smáum einingum.
Framleiðslan minnir enda meira á
verkstæði en verksmiðju.
Marel getur í raun aldrei orðið
stórfyrirtæki því að þá værum við
famir að fjöldaframleiða og við get-
um aldrei keppt við verksmiðjur í
Asíu í fjöldaframleiðslu rafeinda-
tælq'a. Það væri bamaskapur að
ætla sér að keppa við Asíuþjóðir í
því. Eina leiðin til að framleiða
tæknivöru til útflutnings á fslandi
er að láta vöruna byggja á sérís-
lenskri þekkingu og að sníða sér þá
stakk eftir vexti."
að bílageymsla þessi myndi full-
komna þann glæsibrag, sem verð-
ur á leikhúslífí borgarinnar, vegna
þess að með tengingu hennar við
bílageymslu Borgarleikhúsinns
yrði unnt að komast þurmm fótum
og óháð veðmm frá bifreið inn í
leikhúsið.
Þau mistök urðu í viðskiptablað-
inu sl. fimmtudag, að númeravíxl
urðu í frétt með mynd af Kringl-
unni 4, húsi Foram hf. Þar var
sagt, að það hús væri númer 6
við Kringluna. Hið rétta er, að það
hús er númer 4^við Kringluna.
Þjónusta
ThneManag-
erfremstir
íEvrópu
- á sviði starfs-
þjálfunar
ÚTTEKT var nýlega gerð á
starfsemi þjónustufyrirtækja
sem starfa í Evrópu. Úttektin
var gerð á vegum Evrópu-
bandalagsins og var gerð með
það í huga að meta stöðu fyrir-
tækjanna gagnvart mörkuðum
í Bandarikjunum og Japan.
Danska fyrirtækið Time Mana-
ger Intemational var metið fremst
evrópskra fyrirtækja á sviði starfs-
þjálfunar, en fyrirtækið hefur um
nokkurt skeið þjálfað starfsfólk
fyrirtækja um heim allan við góð-
an orðstír. í frétt frá Stjómunarfé-
lagi íslands, sem er umboðsmaður
TMI á íslandi, var TMI fengið það
verkefni í framhaldi af úttektinni
að þjálfa allt starfsfólk EBE, sam-
tals um 15.000 manns, í tíma-
stjómun, samskiptum oggæðum.
Japan Airlines valdi TMI nýlega
til að sjá um þjálfun á starfsfólki
sínu, en hjá félaginu vinna hvorki
fleiri né færri en 22 þúsund
manns, sem samsvarar tíunda
parti íslendinga.
Þess má geta að Claus Möller,
upphafsmaður TMI, er væntanleg-
ur hingað til lands á næstunni.
íslendingar eiga reyndar heims-
met í þátttöku á námskeiðum
TMI, þar sem u.þ.b. 2% þjóðarinn-
ar hafa sótt námskeið TMI á veg-
um Stjórnunarfélagsins.
Milliríkjasamningar
Drögað samningi milli EB
ogEFTA um fullnustu dóma
VERKEFNISHÓPUR með full-
trúum frá ríkjum Evrópubanda-
lagsins (EB) og Fríverzlunar-
samtaka Evrópu (EFTA) hefur
unnið að undirbúningi samn-
ings, er þessi ríki stæðu að um
dómsvald og um viðurkenningu
og fullnustu dóma i einkamál-
um. Drög að slíkum samningi,
sem nefndur hefur verið Sam-
hliðasamningurinn, liggja nú
fyrir og verða þau lögð fyrir
ráðstefnu stjórnarerindreka að-
ildarrikjanna í Lugano í Sviss í
september nk.
Út er kominn bæklingur með
íslenzkum texta ásamt nokkmm
skýringum, sem Stefán M. Stef-
ánsson prófessor hefur tekið sam-
an. í formála segir m.a., að mark-
miðið með Samhliðasamningnum
sé einkum það að gefa aðildarríkj-
um EB og EFTA kost á að gerast
aðilar. Með því gæti gæti náðst
sá árangur, að sömu reglur giltu
um fyrrgreint efni í öllum aðild-
arríkjum EB og EFTA.
í íslenzkri löggjöf fínnast aftur
á móti fá ákvæði um viðurkenn-
ingu og fullnustu erlendra dóma.
í því efni er helzt um að ræða vissa
þjóðréttarsamninga, sem gerðir
hafa verið við hin Norðurlöndin og
veitt hefur verið lagagildi. Svipaða
sögu er að segja um aljóðlegt varn-
arþing.