Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 55 arfélögin gegndu þar lykilhlutverki. Aðstoð skógarvarða og skógrækt- arfélaga var forsenda þess að unnt var að fara út í þessa velheppnuðu fræsöfnun og eiga þessir aðjlar miklar þakkir skildar fyrir þá vinnu sem þeir inntu að hendi. Fræ barst frá öllum landshlutum, margfalt meira en aðstandendur söfnunarinnar höfðu gert sér vonir um eða um 200 kg þegar búið var að þurrka það. Fjöldi þátttakenda skipti þúsundum. Auk fjölmargra einstaklinga og félagasamtaka tóku skólar landsins mjög virkan þátt í söfnuninni og töldu hana heppilega leið til að glæða áhuga nemenda á umhverfísmálum. Ég tel að hinn almenni áhugi endurspegli ekki hvað síst þrá þjóðarinnar eftir skóg- lendi, bæði til skjóls og fegurðar- auka. Einnig er ljóst að í birki er fólgið ákveðið þjóðartákn, sveipað ljóma fortíðarinnar." í vor og sumar hefur hluti af fræinu verið notaður í tilraunaskyni og í fræverkunarstöðinni í Gunnars- holti hefur það verið húðað með efnum sem auðveldar notkun þess og eykur nýtingu. Auðvelt reyndist að húða fræið og er verið að gera margvíslegar sáningartilraunir með húðað og óhúðað birkifræ. Einnig er verið að gera tilraunir með áburð til að auka árangur og flýta fyrir vexti birkisins, en þær rannsóknir eru skammt á veg komnar. Vaxandi áhugi hjá garðyrkj ubændum Andrés sagðist hafa orðið var við vaxandi áhuga garðyrkjubænda á ræktun birkis og hefur Land- græðsla ríkisins gert samning við Jóhannes Helgason garðyrkjubónda í Hvammi í Hrunamannahreppi um ræktun á um 40.000 birkiplöntum, sem verða notaðar næsta ár. Plönt- umar eru á góðu verði sem byggist á því að birkið kemur í stað verðlít- illar seinni uppskeru í gróðurhúsinu. „Meðal þeirra hópa sem ég tel að virkja eigi sem rækilegast til þátttöku í verkefninu „Endurheimt birkiskóga“ er skólaæska landsins,“ sagði Andrés. „Við verðum að tryggja að sú kynslóð sem erfir landið beri meiri umhyggju fyrir umhverfí sínu en okkar kjmslóð hefur gert. Með þetta í huga er á döfínni að koma á „Landgræðslu- degi skólafólks" í sem flestum skól- um landsins. Þama þarf að koma til náið samstarf fjölmargra aðila til að tryggja að vel og skynsam- lega verði unnið." Andrés vék síðan að gildandi reglum um vörsluskyldu og ábyrgð á fénaði sem fellur illa að þörfum ræktunarmannsins og geti varla talist sanngjamar. Það þyrfti að breyta reglunum þannig að eigandi fjárins verði ábyrgur á sama hátt og foreldrar á gerðum bama sinna. Sauðkindin á ekki að vera rétt- hærri en mannskepnan. Skógræktarfélag Reykjavíkur: Um 100 sækja um land til skógræktar UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Skógræktarfé- lags Reykjavikur og landbúnaðarráðuneytisins um að félagið leigi til 50 ára þrjár jarðir i Mýrdal, Álftagróf, Keldudal og Fell. Að sögn Þorvaldar S. Þorvaldssonar, formanns félagsins, verður félagsmönnum gefinn kostur á landinu til ræktunar og hafa rúmlega 100 manns þegar lagt inn umsókn um land til félagsins. „Þetta eru ríkisjarðir sem teknar hafa verið úr hefðbund- inni ábúð,“ sagði Þorvaldur. „Við ætlum að girða landið í eins hag- kvæm og stór hólf og við getum, þar sem bestu skilyrðin eru til ræktunar. Síðan verður landinu skipt niður í misstóra reiti, allt frá hálfum hektara upp í tvo, sem félagsmenn geta síðan fengið sem vilja. Landinu fylgja ákveðn- ar kvaðir og verða menn að planta ákveðnum fjölda plantna á ákveðnu árabili á svæðin sín. Þannig greiða þeir leigugjaldið fyrir landið. í stærstu dráttum munum við ákveða hvað verður plantað á hverjum stað til að ná fram heildarmynd síðar meir en á minni svæðum fá menn þó að ráða sjálfír hvað þeir setja niður. Þetta er ekki hefðbundið sumar- bústaðarland því settar verða ákveðnar reglur um stærð hú- sanna.“ Þorvaldur sagði að áhugi væri mikill fyrir þessu landi og hefði greinilega orðið vart við fjölgun félagsmanna undanfama daga. Félagsmenn eru nú um 1.260 og rekur félagið gróðrarstöð í Foss- vogi. Sagði Þorvaldur að mark- miðið væri að koma þar upp einni milljón plantna á ári, fyrst árið 1990. r*------------Sj FfálSentember tlKynnir þú éigandaskípti ökutækis á næsta pósthúsi Ætlar þú aö skipta um ökutæki? Frá 1. september fara eigendaskipti fram á póst- húsinu. Þar liggur tilheyrandi eyðublað frammi og þar afhenda seljandi eða kaup- 5 andi eyðublaðið að útfyllingu lokinni og I greiða eigendaskiptagjald. s Mjög einfalt, ekki satt? BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS Athugaðu að frá og með 1. september verða eigendaskiptin einungis tilkynnt á pósthúsinu. Þeir sem hafa gert sölutilkynn- ingu fyrir þann tíma á önnur form sölutilk- ynninga eiga einnig að snúa sér til næsta pósthúss. POSTGIROSTOFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.