Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988
Ölvaðir
veltu bíl
SUBARU-bifreið skemmdist
mikið er hún fór heila veltu á
Krísuvíkurvegi að morgni laug-
ardagsins. Tveir menn á þrítugs-
aldri, báðir ölvaðir, höfðu ekið
bifreiðinni til skiptis og eftir
veltuna komu þeir bifreiðinni við
illan leik til Reykjavíkur.
Vegfarendur sáu til mannanna
er þeir voru á ferð í Breiðholti og
létu lögreglu vita. Voru þeir hand-
teknir í heimahúsum og hafa játað
á sig sakir. Þeir hlutu minniháttar
áverka í veltunni, annar á höfði,
hinn á fæti.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Bronco-jeppinn skemmdist mikið
er hann valt nálægt Háafelli í
Skorradal.
Tvær bílveltur
í Borgarf irði
Grund, Skorradalshreppi.
TVÆR bílveltur urðu í Skorradal
með stuttu millibili fyrir
skömmu. Engin slys urðu á fólki.
Bronco-jeppi valt skammt frá
Háafelli í Skorradal laugardags-
'kvöldið 20. ágúst. Bfllinn er hálf-
ónýtur eftir veltuna en ekki urðu
slys á fólki.
Aðfaranótt 19. ágúst sl. valt
Subaru-bifreið við Indriðastaði í
Skorradal. Fjögur ungmenni voru í
bílnum og voru þau öll spennt í
bflbelti sem bjargaði þeim örugg-
lega frá meiriháttar meiðslum.
Okumaður og farþegi í framsæti
voru flutt á sjúkrahúsið á Akra-
nesi, en fengu að fara heim daginn
eftir. Farþeginn var með brotið
handarbein en ökumaður hafði
fengið heilahristing vegna höfuð-
höggs. Farþegar i aftursæti sluppu
ómeiddir.
- D.P.
infotec
TELEFAX
Þegartíminn
er peningar
Heimilistæki hf
REIKNAÐU MEÐ
p—daniel hechter-i
P A R I S
MJÖG GOTT VERÐ
5 GERÐIR
Heildverslun
wmm Þ. Löve & Co. ■■
Sími 10239
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir KRISTJAN JONSSON
Vinnusemi Japana:
Launþegar þora ekki í
leyfi vegna samviskubits
Stjórnvöld reyna að breyta hugsun-
ar hættinum með áróðursherferð
Lengi hefur farið orð af einstakri vinnusemi Japana en nú
þykir stjórnvöldum orðið nóg um starfsgleði þegnanna. Þau
hafa því hrundið af stað herferð þar sem fólk er hvatt til að
taka sér lengri frí. Opinberiega er því borið við að umhyggja
fyrir heilsu og almennri velferð launþega sé undirrótin að herferð-
inni en með því að fjölga frístundum fólks og slá á vinnuákefð-
ina er hægt að auka innanlandsneysluna. Þannig verður því einn-
ig reynt að koma til móts við óskir annarra ríkja, m.a. Banda-
ríkjanna, sem vilja fá tækifæri til að selja meira af framleiðsluvör-
um sínum á japönskum innanlandsmarkaði. Mikil framleiðni fyrir-
tækja í iandinu, sem er þyrnir í augum samkeppnisþjóða á al-
þjóðlegum mörkuðum; getur einnig minnkað ef frídögum fjölg-
ar. Bandaríska dagblaðið The New York Times birti fyrir skömmu
grein eftir Susan Chira, fréttamann, sem hefur kynnt sér málið.
lega laun þótt hann nýti ekki
frídagana og hann má ekki geyma
sér meira en 20 af þeim til næsta
árs. Fujiwara viðurkennir að hann
kunni ekki við að fara í leyfi og
neyða þar með starfsfélaga sína
til að bæta við sig vinnu sem
hann hefði ella leyst af hendi.
Yngri starfsfélagi Fujiwara,
Masako Horinoue, segist nota
flesta frídága sína. „Mér finnst
skipta miklu máli að ég hafí tíma
handa sjálfri mér,“ segir hún.
„Það fer varla allt úr skorðum
þótt ég sé ekki á vinnustaðnum."
Meðal þeirra leiða, sem yfírvöld
hyggjast fara, er að leggja smám
saman niður vinnu á laugardögum
Veggspjald sem japanska at-
vinnumálaráðuneytið hefur lát-
ið gera. Þar stendur m.a.: „Við
skipum þér að taka þér frí í
viku.“ Spjaldið sýnir tvo Japana
í hitabeltisklæðum slaka á með
einstaklega letilegan hlébarða
á milli sin. Svo vel hlítir hié-
barðinn fyrirmælum yfirvalda
að hann lítur ekki við gómsætri
bráð sem sést i fjarska.
Að sögn Chira hefur reynst
erfítt að fá Japana til að slaka-
á. Embættismenn atvinnumála-
ráðuneytisins hafa hrundið að
stað fyrirlestraherferð í 47 borg-
um þar sem þeir, ásamt fulltrúum
fyrirtækja, flytja áróðursræður
með titlum eins og „Hvernig
starfa ber og hvílast í rólegu þjóð-
félagi“ og „Friðsæla vikan okk-
ar.“ Starfsmaður í ráðuneytinu
hefur samið lag með texta þar
sem tindir eru til kostimir við
fímm daga vinnuviku. í ljóðinu
er fólk hvatt til að dansa sömbu
í takt við öldur baðstrandarinnar
og ærslast eins og dádýrið Bambi
innan um skógarrunnana. Margt
fleira hefur verið reynt en árang-
urinn er ekki beysinn enn sem
komið er. Á síðasta ári fjölgaði
vinnustundum að meðaltali hjá
hveijum starfsmanni í landinu
enda þótt nýlega sett lög hafí það
markmið að minnka vinnuvikuna
úr 48 stundum niður í 40. Hagtöl-
ur ráðuneytisins sýna að japan-
skir launþegar nýta að jafnaði
aðeins helminginn af þeim 15
launuðu leyfísdögum sem flest
fyrirtæki bjóða starfsfólki sínu á
ári.
Vinnugleðin er þó ekki eina
skýringin á því að fólk fer ekki í
leyfí. Þröngbýlið í þessu fjöl-
menna landi og dýrtíð valda því
að fólki fínnst ekki eftir mikíu að
slægjast með því að taka sér frí
úr vinnu.
Flöskuhálsar
Þeir, sem fara í leyfi, gera það
yfirleitt flestir á sama tíma, í
tengslum við þrjár miklar hát’iðir
á árinu; um áramótin, að vori og
um sumarið. Þetta veldur gífur-
legum umferðarvandræðum, lest-
ir og flugvélar eru troðfullar og
verðlag hækkar á gististöðum um
allt landið.
Masahiro Fujiwara, sem starfar
hjá Honda-verksmiðjunum, á
sumarhús uppi í fjöllunum í Nag-
ano-héraði.
„Það er sama hvert litið er,
alls staðar er óslitin bílaröð. Um
miðnættið er ástandið ögn skárra
þótt umferðin sé enn mikil. Venju-
lega tekur ökuferðin [upp í sumar-
húsið] um hálfa aðra klukkustund
en þegar hátíðimar standa yfír
tekur hún allt að fímm stundir.
Þjóðvegimir breytast í bflastæði,"
segir Fujiwara.
Það er dýrt að ferðast í Japan.
Vegatollar eru algengir, járn-
brautafargjöld há, nótt í gistihúsi
kostar a.m.k. 62 Bandaríkjadali
Nýir starfsmenn hjá Ito-Yokado, einni stærstu húsgagnaverslun Japans, sjást hér gera nokkrar
teygjuæfingar við hátíðahöld hjá fyrirtækinu. Aginn virðist í góðu lagi en nú vilja japönsk stjórn-
völd slá dálítið á vinnugleði landsmanna.
(2.900 ísl. kr.) fyrir einstakling
og bensín kostar um 4 dali gallon-
ið (næstum 50 ísl. kr. lítrinn).
Einn af embættismönnum
stjómvalda segir að þau velti nú
fyrir sér að fá fyrirtæki og starfs-
menn til að dreifa ieyfísdögum
meira yfir árið. „En meðal japan-
skra starfsmanna er það algeng
reynsla að þeim líði beinlfnis illa
taki þeir sér frídaga á meðan
aðrir eru að vinna,“ segir embætt-
ismaðurinn.
Launamálin
Áðumefndur Fujiwara hefur
safnað 40 launuðum frídögum
sem hann hefur ekki notað, fyrir
utan þær þijár vikur samanlagt
sem verksmiðjunum er lokað ár
hvert í tengslum við fyrrgreinda
hátíðardaga. Á síðasta ári notaði
hann aðeins fímm frídaga. Fyrir-
tækið greiðir honum ekki auka-
hjá opinberum aðilum og reka
jafnframt áróður fyrir því að
einkafyrirtæki fylgi í kjölfarið.
Embættismaður, er annast þessi
mál, segir þó að markmiðið sé
ekki að breyta Japönum í lata
léttúðarseggi og munaðardrósir
heldur benda fólki á að líta nú
stöku sinnum upp frá vinnunni.
Það muni verða Japönum til góðs.
Leyfi ekki þjóðhættuleg
Þótt yfírvöld skipi ekki fyrir-
tækjum að fjölga frídögum reyna
þau að breyta þeim rótgróna
hugsunarhætti að leyfi séu af hinu
illa og allt að því þjóðhættuleg.
Dagblaðið Asahi Shimbun gerði
nýiega könnun meðal nokkurra
stjómenda stórfyrirtækja sem
ekki ætluðu að fara í löng ieyfí.
Átján sögðust ekki gera það
vegna þess að það væri óréttlátt
gagnvart vinnufélögunum, sextán
sögðust vera of önnum kafnir og
sex töldu sig ekki vita hvemig
þeir ættu að drepa tímann ef þeir
færu í frí.
Sum fyrirtæki greiða starfs-
mönnum nú kaupauka ef þeir
nýta leyfisdagana. Annars staðar
virðast stjómendur misskilja mál-
ið svolítið. Fyrir tveim árum var
komið á nýju kerfí hjá verslanak-
eðjunni Takashimaya og starfs-
fólki gert að fara í iengri sumar-
leyfí en áður tíðkaðist. Stjómar-
formaður fyrirtækisins tók það
fram í viðtali við dagblaðið Yom-
iuri Shimbun að fyrirtækið vænti
þess að starfsfólkið velti fyrir sér
stjórnunarstefnu fyrirtækisins
meðan það væri í sumarleyfi.
(Heimiídir: The New York Ti-
mes, Newsweek.)