Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.08.1988, Blaðsíða 53
MÖÍrÍgÍJNBLÁÐÍÖ,-ÍÞlílÖJtíÐAGbR W. AGÖST-Í988 - 53 SVIPMYNDIR UR BORGIMNI/ ÓlafurOrmsson Kreppan er í stigaganginum“ Það sér þó til sólar af og til núna í ágústmánuði meðan beðið er eftir efnahagsráðstöfunum ríkisstjómarinnar. Agústmánuður er mildur og hlýr og svo sem ekki yfír mörgu að kvarta þegar veðrið er annars vegar. Menn bíða ráð- stafanna í efnahagsmálum og ein- staka með áhyggjur, eins og dómsdagur sé framundan, vitað að þær koma til með að verða sársaukafullar fyrir marga og sennilga ekki hjá því komist að grípa til róttælu-a aðgerða eftir alla þá eyðslu og það bruðl sem viðgengist hefur með peninga síðustu árin og húsnæðisbætumar sagðar notaðar til að komast burt úr rigningunni til sólarlanda. Ég kem að jafnaði einu sinni til tvisvar í viku í morgunkaffí á Hótel Borg þessa síðsumardaga, upp úr klukkan hálf níu. Þar eru ýmsir fastagestir og ræða það sem efst er á baugi hveiju sinni yfír ijúkandi kaffíbolla og svo er alltaf eitthvað af erlendum ferðamönn- um í salnum sem líklega hafa helst áhyggjur af því hvemig eigi að fara að því að spara við sig þegar verðlagið er jafn hátt á allri vöru hér á landi eins og flestum er nú kunnugt. Á Hótel Borg ræða menn deilumar í Fríkirkju- söfíiuðinum og einn morguninn þétt setið við borð út við glugga, vinstra megin í salnum þegar gengið er inn. Þar sátu meðal annarra Öm Clausen, hrl., Ragnar Ingólfsson, samstarfsmaður Am- ars, Edvald Bemdsen, forstöðu- maður og Bogi Ingimarsson, lög- fræðingur, að ég held innfæddir Reykvíkingar nema þá ef til vill Ragnar sem mun vera að norðan, menn sem hafa fylgst með þróun borgarinnar úr litlum bæ í nútíma- lega borg og vita að það skiptir máli hveijir fara með stjóm borg- arinnar, að það getur verið af- drifaríkt og beinlínis ábyrgðar- leysi að treysta vinstri flokkunum fyrir borginni okkar, og aldrei hafa framfarimar verið örari og stórkostlegri en einmitt á því kjörtímabili sem nú er hafíð undir öruggri stjóm meirihluta sjálf- stæðismanna. Annars ræddu þeir félagamir eitthvað allt annað. — Thor er að byija að lesa út- varpssögu, Fuglaskottís, sagði einn þeirra og líklega talið svo sjálfsagt að engin gerði athuga- semd. Þeir höfðu sýnu meira áhuga á að virða fyrir sér unga ljóshærða þjónustustúlku sem gekk um salinn og strauk af borð- um. Fisksalinn minn í Hlíðunum er alltaf tilbúinn að ræða stjóm- málaástandið þegar ég kem þar að ná í_ eitthvað í soðið. — Nu held ég að allt sé að fara yfír um, sagði hann áhyggjufullur einn morguninn þegar ég var að versla við hann. — Skuldimar við útlönd hlaðast upp í áður óþekkt- ar stærðir. Þeir ráða ekki við neitt, það vill engin fóma neinu, síst af öllu launþegar, sífelld heimtufrelq'a. Ég er ánægður með Sjálfstæðisflokkinn í borgar- stjóm, ekki í ríkisstjóminni. Svei mér þá, eins og um sé að ræða tvo flokka, sagði fisksalinn og spáði erfíðum tímum hér á landi næstu mánuðina. Inni á Landsbókasafni hafa gestir sjálfsagt sínar skoðanir á þjóðmálunum. Einn daginn þegar ég leit þar inn á lestrarsalinn, á meðan ráðgjafamefnd ríkisstjóm- arinnar fundaði um efnahagsmál- in voru þar ýmis kunn andlit að viða að sér fróðleik. Sigmar B. Hauksson, kominn með alskegg og sat niðursokkinn við eitt borð- ið og blaðaði í gögnum, Siguijón Rist, vatnamælingamaður við annað borð skammt undan og séra Kolbeinn Þorleifsson þar einnig í salnum og greinilega kunnur öllum staðarháttum eins og Sveinn Kristinsson starfsmað- ur á safninu sem afgreiðir fólk af lipurð og kurteisi. Úti við sólar- geislar, milt og hlýtt veður og klukkan í Landsbókasafninu minnti á sig á hálf tíma fresti. Svo leit ég aftur inn á Lands- bókasafnið nokkrum dögum síðar og þá sama þægilega andrúms- loftið og fyrr. Benjamín Eiríksson, fyrrverandi bankastjóri gekk um salinn síðskeggjaður og spá- mannslegur og við eitt borðið sat Indriði Indriðason, ættfræðingur og rithöfundur og leit í bækur. Það eru vissulega eins og tveir ólíkir heimar, salurinn á Lands- bókasafninu og svo kaffistofumar í miðborginni. í kaffisal á Lauga- veginum er svona yfirleitt fyrri part dagsins stillt á Stjömuna og út í salinn berst hrá poppmússík- in. Þess vegna var það meira en lítið undarlegt þegar einn morg- uninn er ég kom þar að, að Þor- geir Ástvaldsson þulur var að segja frá ljóðakvöldi félagsins Besti vinur ljóðsins þá um kvöldið í Norræna húsinu og þama var ljóðavinur á kaffístofunni sem ég heilsaði uppá þegar ég hafði feng- ið kaffi í bollann og rúnstykki. — Þeir eru famir að geta um ljóðakvöld á Stjömunni. Þeir hafa þá áhuga á bókmenntum, þama í kjallaranum við Sigtúnið, sagði ljóðavinurinn, maður á fimmtugs- aldri sem ég hef þekkt síðan á unglingsárum. — Kjallaranum? spurði ég undr- andi. — Já, em þeir ekki í kjallara- húsnæði? spurði ljóðavinurinn. — Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hélt nú satt að segja að þeir væru í risíbúð með útsýni til allra átta, svaraði ég og Þorgeir Ástvaldsson gat um þá sem fram komu á ljóðakvöldinu og ég heyrði ekki betur en að það væri rétt haft eftir. Hafði lesið fréttina í dagblaði. Á meðan beðið er eftir niður- stöðu ráðgjafamefndar ríkis- stjómarinnar í efnahagsmálum fer ekki hjá því að hinn almenni maður úti í þjóðfélaginu hugsi sitt. Það er einmitt oft í strætis- vögnum sem málin em kmfín til mergjar. í strætisvagni, leið eitt, frá Lækjartorgi og upp á Snorra- braut heyrði ég á tali tveggja heiðursmanna sem fóm úr vagn- inum ekki langt frá Droplaugar- stöðum, þjónustmiðstöð aldraðra, að þeir telja að það séu blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Annar þeirra var með hatt á höfði, hinn næstum bersköllóttur, líklega báðir um eða yfir áttrætt og sá með hattinn sagðist hafa" verið ámm saman á sjó, á togur- um, hinn sá sem er næstum bers- köllóttur kvaðst hafa rekið versl- un, matvömverslun í þorpi á landsbyggðinni í tæpa tvo áratugi. — Kreppan er í stigaganginum, sagði sá sem hafði rekið matvöm- verslunina og fékk sér í nefið úr silfurlituðum tóbaksbauk þegar félagi hans þáði ekki í nefið. — í stigaganginum? Það er undarlega komist að orði, sagði sá er hafði verið á sjónum. — Jæja, það sýnist mér, kannski er hún að koma inn á heimilin, kreppan. Við munum þá tíma þegar atvinnuleysi og skort- ur gerði vart við sig víða á ís- landi og ég treysti því að slíkt ástand komi ekki aftur. Samt er ég heldur svartsýnn. Hvar er spamaðurinn? Af hveiju er ekki hægt að fá þjóðina til að spara? Unga fólkið? Það emm bara við, gamla fólkið sem leggur fyrir inná sparisjóðsbækumar. Og skuldim- ar, skuldasúpan erlendis, maður. Er unga fólkið tilbúið að greiða þá skuld? Nei. Það vill bara- skemmta sér, góði minn, sagði sá sem eitt sinn rak matvöruverslun í þorpi úti á landi. Þeir félagamir fóm úr vagninum við Snorra- brautina og áður en þeir stigu úr vagninum sagði sá sem kvaðst hafa verið á sjónum ámm saman. — Ja, oft hefur maður nú séð það bölvað. Nei, ég hef enga trú á þvf að hún sé skollin á, krepp- an, sem betur fer ekki. Þeir em alltaf að draga út milljónir í Lottó- inu, og ekki er það auralaus þjóð... Af hverjuekki aðfaraá Hótel Borg ogfásérsúpuogsalat? 10 ÁRA ÁBYKGÐ Sími11440 VELA-TENGI Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í —'■ flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvaö mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tœkja. Allar stœrðir fastar og frá* tengjanlegar Vesturgötu 16, sími 13280 ALSTIGAS ALLAR GERÐIR SÉRSMÍÐUM BRUNASTIGA O.FL. Kaplahrauni 7, S 651960 Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.