Morgunblaðið - 30.08.1988, Page 9

Morgunblaðið - 30.08.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 9 AUTTIL FOAVARNA B.B. BYGGINGAVÖKUR HE Suöurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti. Slmi 671440 Vinningstölurnar 27. ágúst 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 3.980.808,- 1. vinningur var kr. 1.994.970,- Aðeins einn þátttakandi var með5réttartölur. 2. vinningur var kr. 597.000,- og skiptist hann á milli 200 vinningshafa, kr. 2.985,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.388.838,- og skiptist á milli 5.739 vinn- ingshafa, sem fá 242 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 födtóáaEs? Hvað kemur okkur við? Námsgagnastofnun hefur gefið út kennslu- efni handa 11-15 ára börnum um „ástandið í heiminum í dag“ eins og það var orðað í fréttatilkynningu, sem birtist í Morgunblað- inu síðastliðinn miðvikudag. „Kemur mér það við?“ heitir bæklingurinn, sem um er að ræða. Hugmyndina að útgáfunni átti Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi og það beitti sér fyrir því að til hennar fengist styrk- ur frá Norræna menningarmálasjóðnum. Það skiptir auðvitað miklu máli, hvernig börnum og unglingum er kynnt ástandið í heimsmálum í bæklingi, sem opinber stofn- un gefur út. í Staksteinum í dag er fjallað lítillega um þennan bækling. Heimsmyndin í formála bœklingsins „Kemur mér það við?“ beinir höfundurinn, Bjom Ferde, orðum sinum til bamanna: „Þessi litla bók er skrifuð fyrir ykkur þvi ég held að þið hafið áhuga á fleiru en ykkar eigin nafla. Og ef ekki þá vona ég sannarlega að þið fáið áhuga. Þvi það er svo margt i heiminum sem mér flnnst að þið ættuð að velta svolitið fyrir ykkur.“ Það er athyglis- vert hvemig ástandið i heiminum er sett upp i bæklingi Námsgagna- stofnunar. í fyrsta kafla er heims- ástandinu lýst: „Þú sest fyrir framan sjónvarpið. Þú flettir dagblaði. Þú hlustar á fréttir í útvarp- inu. Og að hveiju kemstu? Að strfðið í Miðaustur- löndum geisar enn. Að flóttamenn frá Iran og Sri Lanka knýja dyra hjá okkur. Að böm í Afriku svelta enn.“ Nokkm siðar er fjallað um einræði i mörgum löndum. Þar segir m.a.: „Á undanfömum 25-30 árum hafa næstum allar nýlendur öðlast sjálf- stæði. íbúamir í löndum Suður-Ameríku, Afríku og Asíu þurfa ekki leng- ur að hlýða skipunum, sem koma frá einhverri höfuðborg i Evrópu. En í mörgum löndum verða íbúamir að hlýða skipun- um frá forseta, sem þeir hafa ekki átt þátt i að kjósa. Forseta, sem hefur náð völdum með her- valdi. Slikur forseti er kallaður einræðisherra. Stjóm hans er kölluð ein- ræðisstjóm. Til aðgrein- ingar frá lýðræði, þar sem þjóðin kýs leiðtoga sinn. I einræðisríkjum er fólk ekki aðeins hijáð af þvi, að það hafi ekkert tíl að lifa fyrir. Það líður líka fyrir skort á frelsi tíl að hugsa og tala eins og það vill. Að hafa aðra skoðun en einræðisher- rann getur verið lifshættulegt." Hverju er sleppt? Það er mikill vandi að semja efni af þessu tagi fyrir böm og unglinga. Það verður að gera á þann hátt, að höfundur — og útgefandi — verði ekki sakaður um póli- tiska áróðursstarfsemi. Foreldrar hafa t.d. skoð- im á þvi, hvað þeir telja eðlilegt námsefni fyrir böm sín. Þeir gera ákveðna kröfu um að fyllsta hlutleysis sé gætt í þvi kennsluefni, sem i boði er. Það er hægt að reka áróður bæði með þvi sem sagt er og líka með þvi sem látíð er ósagt. í ofan- greindum tilvitnunum, þar sem fjallað er um einræði og kúgun o.fl. er altt rétt, sem sagt er — út af fyrir sig — en það er margt látíð ósagt. Hveraig er t.d. hægt að fjalla um einræði i mörg- um löndum án þess að geta þess, að i nálægum ríkjiun ríkir einræði, þ.e. í Austur-Evrópu. Hvað veldur þvi, að þau em hvergi nefnd á nafn í þessu kennsluefni fyrir böm og unglinga um heimsástandið. Jafnvel stjómarherramir i Moskvu viðurkenna nú það, sem á máli sósialista hér á íslandi hét áður fyrr Morgunblaðslygi. í Austur-Evrópu hefur hervaldi verið beitt hvað eftír annað til þess að beija niður frelsishreyf- ingar alþýðu manna. Eiga slíkar upplýsingar ekki heima i kennsluefni fyrir böm á aldrinum 11-15 ára? Er það ein- ungis einræði i öðrum heimshlutum, sem á er- indi í þennan bækling? í þessum bæklingi er minnst á Afríku 16 sinn- um, Suður-Afríku 10 sinnum, Asíu 6 sinnum og Suður-Ameríku 7 sinnum. Afganistan einu sinni. Víetnam? Pólland? Tékkóslóvakiu? Rúm- eniu? Búlgariu? — Aldrei. Það gleymist alveg að segja frá fátækt, skoð- anakúgun, arðráni og óréttlætí í Austantjalds- ríkjunum. Þar er raunin sú að tekið er við skipun- um frá „höfuðborg í Evr- ópu“ — Kremlveijum í Moskvu. Frá þvi er ekki sagt. í bæklingnum er mildð fjallað um kyn- þáttamisrétti í Suður- Afríku og kúgun minni- hlutahópa i Burma, Bangladesh, Brasiliu, Bóliviu og Botswana. En Krimtatarar? Eistlend- ingar, Lettar, Litháar? Ungversld minnihlutinn i Rúmeníu? — Ekki stafur. „Sumir hafa gripið tíl þess ráðs að hætta að kaupa vörur frá Suður- Afriku. Þú getur velt þessum möguleika fyrir þér þegar þú ferð að versla með foreldrum þinum. Það eru nefnilega margar verslanir sem selja ávextí og niðursuðu- vörur frá Suður-Afríku," segir í „námsefninu". I hinum vestræna heimi — ekki sízt á Norð- urlöndum — hefur við- gengizt ákveðinn hrá- sldnnaleikur. Norður- landaþj óðimar, sumar hveijar, hafa verið I for- ystu fyrir þeim þjóðum, sem hafa viijað setja við- skiptabann á Suður- Afriku — en sejja þeim svo vopn í stórum stil á laun! Er ástæða tíl þess að koma þessari hræsni á framfæri við böm og ungiinga? Er þá a.m.k. ekki rétt að segja þeim alla söguna? Segja þeim söguna um Svíana, sem vilja banna innflutning á appelsínum frá Suður- Afríku en græða á þvi að selja þeim vopn!? Fullkomið náms-og kennslugagn? í lögum um Náms- gagnastofnun segir að henni beri að „sjá grunn- skólum fyrir sem bestum og fullkomnustum náms- og kennslugögnum". Bæklingurinn „Kemur mér það við?“ getur tæp- ast talist „fullkomið náms- og kennslugagn**. Foreldrar gera miklar kröfur til skóla, kennara og þeirra, sem útbúa kennslugögn fyrír böm og unglinga. Þessir aðil- ar mega ekki láta það koma fyrir, að dreift sé kennslugögnum, sem orka tvímælis. Þessi bæklingur, sem hér hef- ur verið gerður að um- talsefni, orkar tvímælis, ekki aðallega vegna þess sem í honum er heldur vegna hins, sem hefur veríð sleppt, þannig að bömin og unglingamir fá ekki sæmilega yfirsýn yfir það, sem hefur verið að gerast i veröldinni á undanfömum árum. ERy STOR ÚTGJÖLD Á NÆSTUNNI? Þarft þú að ávaxta peninga í stuttan tíma? Sjóðsbréf 3 geta verið rétta lausnin fyrir þig. Þú getur keypt fyrir hvaða upphæð sem er, fengið greitt út þegar þú óskar þess og án alls kostnaðar. Aætluð ávöxtun yfirverðbólgu er9-10% eðaum59% m.v. verðbólgu síðustu 3ja mánaða. Kynntu þér kosti Sjóðsbréfa 3 í dag eða á morgun hjá starfsfólki VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.