Morgunblaðið - 17.11.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.11.1988, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B 264. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eistneska þingið lýsir yfir fullveldi Eistlands: Eistlendingar hafna forræði frá Moskvu George Bush, sem nýlega var kjörinn nœsti forseti Banda- ríkjanna, (t.v.) ræðir við Andrei Sakharov, leiðtoga sovézkra and- ófsmanna, í Hvita húsinu í Was- hington í gær. Milli þeirra situr túlkur. Sakharov hefur verið í fylkingarbrjósti sovézkra um- bótasinna. Tallín. The Daily Telegraph. Reuter. ÞING Eistlands hafhaði einróma fyrirhuguðum breytingum á sfjórn- arskrá Sovétríkjanna á neyðarfiindi sínum í gær, og lýsti yfir full- veldi lýðveldisins innan Sovétríkjanna. Jafnframt samþykkti þingið að stjórnarskrá Eistlands væri æðri þeirri sovézku. Samþykktu þing- menn með 254 atkvæðum gegn 7 að sovézk lög öðluðust ekki gildi í Eistlandi unz þing þess hefði staðfest þau. Reuter Bandaríkjastjórn um samþykkt Þjóðarráðs Palestínu: Viðurkenning á Israels- ríki ekki nógu ótvíræð Washiugton. Reuter. Auk þessa samþykkti neyðar- fundur eistneska þingsins breyting- ar á stjómarskrá lýðveldisins sem heimila stjóm þess að veita samtök- um á borð við Þjóðfylkinguna og Græningjaflokkinn, samtök um- hverfisverndarmanna, opinbera við- urkenningu. Einnig var bætt við ákvæði um að náttúruauðlindir og iðnaður í lýðveldinu væri í eigu þess. Amold Ruutel, forseti eistneska þingsins, og flestallir ræðumenn á neyðarfundinum, kröfðust þess að Eistlendingar fengju að ráða sínum málum sjálfír í stað þess að vera fjarstýrt frá Moskvu. Leiðtogar eistneska kommún- istaflokksins og Þjóðfylkingar Eist- lands, ijöldahreyfingar sem stofnuð var til höfuðs stjómarskrárbreyt- ingunum, hvöttu sameigihlega til þess að saminn yrði nýr sambands- sáttmáli um skiptingu valds milli stjómarinnar í Moskvu og stjóma lýðveldanna. Þingið hófst með því að umbóta- maðurinn Indrek Toome, hug- myndafræðingur eistneska komm- únistaflokksins, var kjörinn forsæt- isráðherra Eistlands í stað Bmnos Sauls, sem gegnt hafði því starfi um langt skeið. Leiðtogar í Eistlandi héldu því fram að fyrirhugaðar breytingar á stjómarskrá Sovétríkjanna minnki svigrúm lýðveldanna til að hafa áhrif í eigin málum. Míkhaíl Gorb- atsjov, Sovétleiðtogi, hefur lýst yfir því, að breytingarnar séu forsenda Bandaríkin: Dollar lækkar þótt viðskipta- halli minnki Lundúnum, Washington. Reuter. GENGI Bandaríkjadals í Lundún- um hafði aldrei verið jafii lágt miðað við japanska jenið í ár þeg- ar kauphöllinni þar var lokað í gær. Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkaði um 15 af hundraði í sept- ember, fór niður í 10,46 milljarði dala miðað við 12,27 milljarði í ágúst, en það nægði ekki til að stöðva lækkun dalsins. Talsmenn Bandaríkjastjómar sögðu að erfitt yrði að minnka við- skiptahallann frekar. Beryl Sprinkel, efnahagsráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði að efnahagur Bandaríkjanna væri á batavegi þótt dollarinn hefði lækkað eftir forsetakosningarnar í síðustu viku. þess að umbótastefna hans, per- estrojka, skili tilætluðum árangri. Stefnt er að því að æðstaráð Sov- étríkjanna samþykki þær á fundi sínum 29. nóvember næstkomandi. Gorbatsjov sendi Viktor Tsje- brikov, fyrrum yfirmann KGB, til Eistlands um síðustu helgi þeirra erinda að vara leiðtoga þar við að ganga of langt í kröfum sínum um sjálfstæði. Hann sagði leiðtoga eist- neska kommúnistaflokksins í raun „biðja um að þeir verði sviptir völd- um“ með kröfum sínum um aukið sjálfsforræði. Einnig sagði hann til- lögur Þjóðfylkingarinnar um að eistneska yrði opinbert mál Eist- lands og að Rússar fengju ekki eist- neska ríkisborgararétt fyrr en eftir 10 ára búsetu í lýðveldinu í „anda suður-afrískra stjómarhátta“. Leiðtogar Þjóðfylkingar Eist- lands neituðu því að afstaða þeirra væri ögrun við stjómina í Moskvu. Stjórnmálaskýrendur telja hins veg- ar að fari yfirvöld í Lettlandi og Litháen að fordæmi Eistlendinga kunni það að grafa undan Sovét- stjóminni. Gorbatsjov sendi einnig Vadím Medvedev, hugmyndafræð- ing flokksins, og Níkolaj Slyunkov, sem sæti eiga í stjómmálaráðinu, til Lettlands og Litháens sömu er- inda og Tsjebrikov til Eistlands. Um síðustu helgi samþykkti þing Armeníu ýmsar breytingar- og við- bótartillögur við fyrirhugaðar breytingar á sovézku stjómar- skránni. CHARLES Redman, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði í gær að samþykktir Þjóðarráðs Palestinu er lytu að viðurkenningu á Ísraelsríki væru of tviræðar og gengju ekki nógu langt til þess að réttlæta það að bandarísk stjórnvöld tækju upp beinar viðræður við PLO, Frelsis- samtök Palestinumanna. Á fundi sínum í Algeirsborg sam- þykkti Þjóðarráð Palestínumanna að fallast á ályktun Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna númer 242 og 338, sem fela í sér viðurkenningu á til- verurétti ísraelsríkis. Redman sagði að PLO yrði að lýsa viðurkenningu BENAZHIR Bhutto, leiðtogi stjómarandstöðunnar í Pakistan, lýsti i gærkvöldi yfir sigri flokks sins, Þjóðarflokksins, í þingkosn- ingum, sem firam fóm i Pakistan í gær. Sagði hún flokkinn hafa unnið yfirburðasigur i Sind-hér- aðinu og með forystu i Punjab. Bhutto sagði að „óþefur" væri af þeirri ákvörðun kjörstjómar að fresta því að birta úrslit í Punjab, á ísraelsríki yfír mun afdráttar- lausar áður en samningaviðræður við samtökin gætu hafízt. ísraelsk yfírvöld ákáðu í gær að hefja diplómatíska herferð til þess að koma í veg fyrir að PLO takist að skapa sér ímynd boðbera friðar í Miðausturlöndum. „Okkur er vandi á höndum því PLO hefur tekizt að læða því inn hjá mönnum að um stefnubreytingu hafí verið að ræða af þeirra hálfu," sagði talsmaður Shimons Peresar, utanríkisráðherra. Sjá ennfremur „Flest arabaríki viðurkenna..." á bls. 32. en þar er kosið um 115 af 207 sæt- um múslima á þingi Pakistans, þar sem alls 237 þingmenn sitja. Hún sagði að þegar talningu var lokið í 26 kjördæmum í Punjab hefði flokkur sinn unnið 22 sæti en ísl- amska lýðræðisfylkingin, helzti keppinautur flokks Bhutto, fjögur. Kjörstjóm hafði ekki skýrt frá þess- um úrslitum, heldur sagðist Bhutto hafa upplýsingar um talninguna frá fulltrúum flokksins í Punjab. Krefjast launahækkana Belgískir lögregluþjónar rétta fram húfur sínar á kröfugöngu sem þeir efiidu til í Briissel í gær. Um 6.000 lögregluþjónar tóku þátt í göngunni og kröfðust þeir launahækkana og betri vinnuskil- yrða. Bhutto sigurviss Larkana, Pakistan. Reuter.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.