Morgunblaðið - 17.11.1988, Síða 56

Morgunblaðið - 17.11.1988, Síða 56
 56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 MONTEILs Snyrtivörukynning verður haldin í dag, fimmtudaginn 17. nóvember, kl. 13.30-18.00. Veriðvelkomin. Gjafa- & snyrtivörubúðin, Suðurveri. Metsölublad á hverjum degi! H3I Electrolux RYKSUGUR ÁVALLT í 1. SÆTI Kynntu þér verð og gœði Glæsileg herraföt Vörumerkiðtryggir gæði og bestu snið Macondeverksmiðjurnar eru meðal stærstu karlmannafataverksmiðja í Evrópu og stærstar í Portúgal. Við bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995,- til kr. 9.900,- Jakkar kr. 4.995,- Terelynefrakkar kuldafóðraðir kr. 4.760,- Úlpur kr. 2.240,- og 3.400,- Terelynebuxur kr. 1.195,- 1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,- Skyrtur nýkomnar, mikið úrval. Andrés. Skólavörðustíg 22, sími 18250. Pantið jólagjafirnar núna Þú þarft ekki að fara til London. Verslið fyrirfarseðilinn (sambærilegtverð). Full búð af vörum Opið frá kl. 9-6, laugardag kl. 10-12. Síðasti móttökudagur jólapantana er 21. nóvember. % pöntunarlistinn, / V Sí*>} Hólshrauni2,Hafnarfirði. Sími 52866. maconde formen MAOE m PpfTTUGAL Fljótlagaður matur úr hakki I dag ætla ég að koma hér með tvær uppskriftir af réttum úr kjöthakki. Þetta eru fljótlagaðir réttir og auðveldir, og þeir eru til dæmis upplagðir í kvöldmatinn á laugardögum. Svikin önd! Gamaldags „frikadellur“ (kjötsnúðar) Gagagefin út í enskri þýðingu út er komin í enskri þýðingu skáldsagan Gaga eftir Ólaf Gunnarsson. Það er útgáfúfyrir- tækið Penumbra Press í Kanada sem gefúr út bókina, en þýðandi hennar er David McDuff. Bókin er prýdd grafikmyndum eftir kanadísku listakonuna Judy Pennanen, en þess má geta að Penumbra hefúr hfotið alþjóða- verðlaun fyrir myndskreytingar i bókum sínum. Gaga kom upphaflega út vorið 1984 og er saga geimfarans Valda í Valdasjoppu, sem vaknar morgun einn á Mars. Hún er öðrum þræði saga mannsins sem lesið hefur yfir sig af tískusögum okkar tíma, líkt og henti Don Kíkóta forðum daga. En vitnar heilaspuni geimfarans og ofsóknaræði einungis um mann sem misst hefur samband við umheim- inn? Það er ein þeirra spurninga sem saga þessi vekur. Er geim- farinn „gaga“? Eða eru hugarórar hans fyrst og fremst rökrétt við- brögð við óbærilegum og tilfínn- ingaköldum heimi? Við skelfíngunni sem vofír yfír? Þýðandinn, David McDuff, hefur getið sér gott orð sem þýðandi nor- rænna og rússneskra bókmennta. Hann hefur m.a. unnið að þýðingum á skáldskap Tolstoys og Josephs Brodskys og vinnur nú að þýðingum á verkum Dostojevskys í nýrri út- gáfu fyrir Oxford University Press í samvinnu við Penguin-útgáfufyr- irtækið. Þá hefur hann með þýðing- um sínum á norrænum Ijóðum á ensku lagt mikinn skerf af mörkum til kynningar á bókmenntum Norð- urlandabúa. (Fréttatilkynning) Niður með hita- kostnaóinr OFNHITASTILLAR = HEÐINN = VELAVERSLUN, SIMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Pyrir 4. 500 gr svínahakk, 2-3 matsk. hveiti, 1 egg, 2-3 dl. mjólk, 1 lítill, rifínn laukur, 2 tesk. salt og pipar. í fyllingu: 125 gr. steinlausar sveskjur og 2 epli. Hrærið hakkið frekar þunnt með hveiti, eggi, mjólk og rifna lauknum. Kryddið. Látið helminginn af farsinu í smurt fat. Afhýðið eplin, fjarlægið kjarna og skerið eplin í þunna báta. Látið svo bátana og sveskj- umar yfir farsið í forminu og þekið yfír með afgangnum af fars- inu. Látið nokkrar klípur af smjöri ofan á og setjið formið inn í um 200 gráðu heitan ofn í 45 mínútur. Borið fram með brúnuðum kartöflum og rauðkáli. Með papríkumauki. Fyrir 4. 500 gr kinda-, nauta- og svína- hakk, blandað saman, 1-ÍV2 dl. rasp, 1 smátt saxaður laukur, 2 tesk. salt, V2 tesk. sítrónupipar, 1 egg, Um 3 dl. vatn, 1 nautalqotsteningur, V2 tesk. timían, ef vill. Hakkið sett í skál. Raspið bleytt upp í dálitlu af vatninu og sett út í hakkið með eggi, kryddi og smátt muldum teningnum ásamt afgangnum af vatninu. Hrært saman. Steikist sem bollur í smjöri eða smjörlíki. Borið fram með soðnum kartöflum, grænum baunum og paprikumauki, en í það fer: 1 smátt saxaður laukur látinn krauma í smjöri á pönnu þar til glær. Tvær rauðar paprikur sneiddar í þunna hringi og látnar út í. Þetta látið krauma við vægan hita þar til vel meyrt. f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.