Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 10
lo
MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
Morgunblaðið/Svernr
Blásarakvintett Reykjavíkur á æfingu í Kristskirkju.
Blásarakvintett í
Kristskirkju í kvöld
Tónlistarfélag Kristskirkju efiiir til aðventutónleika í kirkjunni,
„Kvöldlokkur á jólafostu", í kvöld kl. 20.30. Þar leika félagar úr
Blásarakvintett Reykjavíkur, þeir Einar Jóhannesson, Daði Kolbeins-
son, Josep Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson, ásamt félögum úr
Sinfóníuhljómsveit íslands: Peter Tomkins óbóleikara, Kjartani
Óskarssyni, Óskari Ingólfssyni og Jóni Aðalsteini Þorgeirssyni, sem
leika á bassethorn, Sigurði I. Snörrasyni klarinettuleikara, Þorkeli
Jóelssyni hornleikara og Rúnari Vilbergssyni fagottleikara.
Þessi hópur nokkurra fremstu
blásara landsins munu leika verk
eftir Mozart, Beethoven og Fiala.
Verkin eftir Mozart eru tvö Adagio
fyrir þijú bassethorn og tvö klari-
nett, hljóðfærasamsetningu sem er
dæmigerð fyrir litbrigðatilraunir
Mozarts síðustu æviárin. En aðal-
verk tónleikanna er líka eftir Moz-
art, Serenada í Es dúr KV 375.
Verkið eftir Beethoven er hinsvegar
létt og lipurt, þ.e. Sextettinn op.
71, sem hann mun hafa samið kom-
ungur heima í Bonn. Fiala, bæ-
heimskt tónskáld og samtímamaður
Mozarts, er snjall fagmaður á tón-
listarsviðinu og Divertimento hans
sem hópurinn mun leika að þessu
sinni er ljúf og aðgengileg tónsmíð.
Tónlistarfélag Kristskirkju mun
halda fleiri tónleika á næstunni,
m.a. á nýársdag, 1. janúar, en þá
munu sönghópurinn Hljómeyki og
Hörður Askelsson organleikari
flytja verk eftir Þorkel Sigurbjöms-
son í Kristskirkju. 12. febrúar verð-
ur svo Manuela Wiesler með alís-
lenska flaututónleika í kirkjunni,
verk eftir Atla H. Sveinsson og
Leif Þórarinsson. Sú efnisskrá mun
verða gefin út á geisladiski á vegum
Tónlistarfélags Kristskirkju og BIS
í Svíþjóð og koma út í byrjun júní.
Sagnfræðirit
um iðnbyltingu
hugarfarsins
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefiir gefið út 9. bindi í ritröðinni
Sagnfræðirannsóknir — Studia historica — sem Sagnfiræðistofiiun
Háskóla íslands og Menningarsjóður hafa staðið fyrir frá 1972, en
ritstjóri hennar er Bergsteinn Jónsson dósent. Nefnist bók þessi
Iðnbylting hugarfarsins og er eftir ungan sagnfræðing, Ólaf As-
geirsson cand. mag.
Útefandi kynnir Iðnbyltingu hug-
arfarsins þannig á bókarkápu:
„Fyrstu áratugir 20. aldar voru
umbrotatími í íslensku atvinnulífi
og breytingar á þjóðlífinu urðu þá
örar. Afstaða til sjálfstæðisbarátt-
unnar hætti að skipa mönnum í
fylkingar og skipting í stjómmála-
flokka tók að ráðast fyrst og fremst
af stéttastöðu og afstöðu til þjóð-
félagsmála.
I þessari bók fjallar ungur sagn-
fræðingur, Ólafur Ásgeirsson, um
ákveðinn þátt í stjómmálasögu
þessa tímabils, sem tengist hagsögu
og hugmyndasögu. Meginviðfangs-
efni hans er, hvemig menn skiptust
iðulega þvert á flokkslínur, eftir
afstöðu til þróunar atvinnulífs og
afskipta_ ríkisvaldsins af henni. Er
túlkun Ólafs á þessu efni að mörgu
leyti nýstárleg. Hann leggur ekki
til grundvallar greiningu á eðli
hinna nýju stjómmálaflokka eftir
hefðbundnum hægri-vinstri-
kvarða. Meginmáli telur hann
skipta, að í afstöðu til atvinnuþró-
unar hafi menn skipast í tvær meg-
infylkingar allt það tímabil, sem
bókin nær yfir, þrátt fyrir þau miklu
umskipti, sem þá urðu. Annars veg-
ar voru þeir, sem mátu mest hefð-
bundin gildi og landbúnað sem at-
vinnuveg, vildu viðhalda dreifðri
byggð smábýla og lögðu áherslu á
handverksiðnað og útgerð smábáta;
hins vegar voru þeir, sem voru
hlynntir vexti þéttbýlisstaða, iðn-
væðingu, eflingu sjávarútvegs og
tiltölulega stórum framleiðsluein-
ingum í landbúnaði. Ólafur álítur
átök milli þessara hópa hafa sett
sterkan svip á íslensk stjómmál á
tímabilinu."
Iðnbylting hugarfarsins er 168
blaðsíður að stærð. Bókin er unnin
í Prentsmiðjunni Eddu, en kápu
gerði Sigurður Öm Brynjólfsson.
Suðurlandsbraut
íslenskt atvinnu- og íbúðarhúsnæði:
Viðhald allt að 17
milljarðar á ári
ÆTLA MÁ að heildarkostnaður við viðhald á atvinnu- og íbúðar-
húsnæði hérlendis geti verið um 13 til 17 milljarðar króna á ári, segir
í tímaritinu Arkitektúr og skipulag. Hugsanlega kostar viðhaldið
ekki þessar upphæðir nú, þar sem hús á Islandi eru yfirleitt nýleg.
Viðhaldsþörfin á eftir að stóraukast á næstu 20 árum en ekki er
enn séð hvort viðhaldskostnaður verður meiri eða minni en fram
kemur í ofangreindri áætlun. Viðhaldsþörf sumra húsa, sem byggð
voru eftir árið 1960, er veruleg umfram það sem vænta mátti.
Um 60% íslensks íbúðar- og at-
vinnuhúsnæðis er 20 ára og yngra
og 82% 30 ára og yngra en tæpur
helmingur alls húsnæðis á íslandi
er byggður fyrir árið 1960. Upp
úr 1960 voru byggð mörg hús með
nánast eða alveg flötum þökum sem
mörg hver hafa reynst viðhaldsfrek.
Á seinni árum eru mörg dæmi um
að þök séu lek þótt halli sé sæmileg-
ur þegar notuð er báruð málm-
klæðning. Mörg dæmi eru um vand-
ræði af þéttingu raka í þökum. Þá
er viðhaldsþörf bygginga frá árun-
um 1965 til 1980 mikil vegna lítils
veðrunarþols steypu og alkalíverk-
unar.
Samkvæmt erlendum upplýsing-
um er áætlað að árlegur viðhalds-
kostnaður liggi á bilinu 1,5 til 2%
af stofnkostnaði bygginga. Algengt
virðist þó að miða við um 2%. Ef
litið er á vísitölu Qölbýlishúss þýða
þessi 2% um 750 þúsund krónur á
ári í viðhaldskostnað. Það samsvar-
ar 75 þúsund króna kostnaði við
hveija íbúð hússins.
Ef reynt er að meta hvort þessi
kostnaður er raunhæfur er rétt að
líta á hugsanlegt viðhald hússins í
100 ár og áætla hve oft hver hluti
þarfnast viðhalds:
Að mála húsið að utan um 10
sinnum kostar 4,7 milljónir króna.
Kostnaður við steypuviðgerðir er 2
milljónir króna. Að skipta um gler
og glugga á 35 ára fresti kostar
4,5 milljónir króna. Kostnaður við
að endumýja útihurðir á um 40 ára
fresti er 1,3 milljónir króna, innrétt-
ingar á um 25 ára fresti kosta 17
milljónir króna og gólfefni á um
20 ára fresti 6,6 milljónir króna.
Þá er kostnaður við að endumýja
raflagnir 2,5 sinnum 4,2 milljónir
króna, hreinlætistæki þrisvar sinn-
um 1,9 milljónir króna, hita-, vatns-
og frárennslislagnir einu sinni 1,3
milljónir króna og lóð einu sinni 1,5
milljónir króna.
Samkvæmt þessum tölum er
kostnaður við viðhald á fjölbýlis-
húsinu í 100 ár samtals 76,5 millj-
ónir króna. Vegna viðhaldskostnað-
ar er ekki óeðlilegt að hækka þess-
ar tölur um 25 til 30%. Samkæmt
því verður heildarkostnaður við
áætlað viðhald á húsinu í 100 ár
96 til 100 milljónir króna eða 960
þúsund til ein milljón króna á ári.
Að sjálfsögðu er umdeilanlegt
hvort ending byggingarefnanna er
eins og reiknað var með hér að
framan og verulega vantar á að list-
inn sé tæmandi. Eigi að síður er
hér vísbending um að hugsanlega
megi gera ráð fyrir viðhaldskostn-
aði sem nemi um 2 til 3% af stofn-
kostnaði, segir í tímaritinu Arki-
tektúr og skipulag.
Til sölu ca 640 fm húsn. á tveimur hæðum. Stórar innkeyrsluhuröir. Á
efri hæð er glæsilega innróttuð íb. 5-6 herb. með fallegum innrétting-
um. Parket á gólfum. Á neðri hæð er stórt verslunar- og iönaöar-
húsnæöi innróttað á skemmtil. hátt. Húsið er allt nýinnréttað. Góð
bílastæði. Upplagt fyrir hvers konar starfsemi. Uppl. á skrifst.
Bergur Oliversson hdl.,
Gunnar Gunnarsson hs: 77410.
Til sölu er skrifstofuhæð á
horni Dugguvogs og Súðarvogs
Hæðin er 342,3 fm og selst tilbúin undir tréverk og
málningu. Sameign í stigahúsi er teppalögð og máluð.
Lóð er frágengin og bílastæði malbikuð.
Upplýsingar aðeins á skrifstofu.
Gott skrifstofuhúsnæði til
sölu íSkeifunni
Um er að ræða aðra og þriðju hæð í þriggja hæða lyftu-
húsi. Hvor hæð er um 250 fm og selst tilbúin undir
tréverk og málningu. Sameign frágengin. Bílastæði
malbikuð. Til afh. nú þegar.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Hagstæð lán fylgja.
EIGVAMIDLOVIIV
2 77 11
ÞINGHOLTSSTRÆ T I 3
Sverrir Kristínsson, sölustjóri - Þorleilur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320
VITASTÍG 13
26020-26065
Unnarbraut — Seltjnesi.
2ja herb. góö íb. 60 fm á jaröh. Góöur
garður. VerÖ 3,6 millj.
Boðagrandi. 2ja herb. góö
íb. 55 fm i lyftubl. Fráb. útsýni. Ný
teppi. Verö 3,9 millj.
Jörfabakki. 2ja herb. falleg íb. 65
fm á 3. hœö. Suöursv.
Hraunbœr. 2ja herb. 60 fm á 3.
hæö. Suöursv. Verö 3,6 millj.
Hringbraut. 3ja herb. íb. 70 fm
á 1. hæö. Laus. Góö lán. Verð 3,8 millj.
Bólstaðarhlíð. 3ja herb. risíb.
55 fm. Fallegt parket. Verö 3,5 millj.
Njálsgata. 3ja herb. ib. 70 fm á
1. hæö. Verö 3,9 millj.
Unnarbraut. 3ja herb. íb. 80 fm
á l.hæö. Góö lán. VerÖ 4,8 millj.
Æsufell. 4ra herb. íb. 90 fm á 4.
hæö. Frábært útsýni. Parket. Verö
4,7-4,8 millj.
Dverghamrar. 4ra-5
herb. efri sérhæð í tvíb. 170 fm
auk bílsk. í nýbyggingu. Húsinu
veröur skilaö tilb. u. tróv. fullb.
að utan. Teikn. á skrifst. VerÖ
7,9 millj.
Barðavogur. 5 herb. hæö auk
riss. Hæðin 117 fm og risið 56 fm auk
26 fm bílsk. Stór lóö. Verö 7,5 millj.
Engjasel. 4ra herb. íb. öll mjög
vönduö 117 fm ó 3. hæö auk bílskýlis.
Verö 5,7 millj.
Hraunbær. 4ra herb. íb. 110 fm
ó 3. hæð. Tvennar sv. Herb. í kj. Verö
6,0 millj.
Fannafold. Parhús á einni hæö
130 fm auk 25 fm bílsk. Góö lán. VerÖ
7,9-8 millj. Skipti mögul. ó 3ja herb. íb.
í sama hverfi.
Neðstaleiti. 4ra-5 herb.
glæsil. íb. 140 fm á 2. hæÖ.
Tvennar suöursv. Sérþvottah. ó
hæöinni. Bílageymsla. Mögul. ó
garöst. Skipti á minni íb. mögul.
Breiðvangur — Hf. 5-6 herb.
góö endaíb. 136 fm auk 25 fm bílsk. Tvær
geymslur í kj. Ákv. sala. Verö 6,5 millj.
Bogahlíð. 4ra herb. íb. ó 1. hæö
endaíb. auk herb. i kj. 120 fm. Verö 6,3 m.
Funafold. Einbhús á tveimur hæö-
um 160 fm auk 30 fm bílsk. Skemmtil.
teikn. af lóöinni. Verð 10,2 millj.
Sœbólsbraut. Endaraöhús á
þremur hæöum 275 fm. Innb. bílsk.
Mögul. á séríb. í kj. Teikn. á skrifst.
Verö 10 millj.
Kársnesbraut
Parhús á tveimur hæöum 183 fm meö
35 fm bílsk. Húsinu verður skilaö fullb.
aö utan, fokh. aö innan.
Fannborg - Kóp. Til sölu
skrifsth. ó þremur hæðum í hjarta Kópa-
vogs. Hver hæö ca 494 fm. Upplagt
fyrir tannlækna, lækna, arkitekta o.fl.
Eiðistorg. 70 fm verslhúsn. ó 2.
hæö. Góö lón. Ákv. sala.
Kársnesbraut. Iðnaðarhúsn.
185 fm meö stórum innkdyrum. Malbik-
uö bílastæöi. Til afh. strax.
Skólavörðustígur. Til sölu
verslunarhúsnæöi 42 fm. Verö 3,7 millj.
Tískuvöruverslun í stóru
húsn. viö Laugaveg. GóÖ vörumerki.
Hagst. verö. Uppl. á skrifst.
Skoðum og verðmetum
samdægurs.
Bergur Oliversson hdl.,
Gunnar Gunnarsson, s. 77410.
Wterkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!