Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 15

Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 15 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! EILIFÐARHAFIÐ ER LÍTILL POLLUR Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jón úr Vör: ÞORPIÐ. 4. útgáfa. Teikningar: Kjartan Guðjónsson. Vaka-Helgafell 1988. Það eru til fleiri en ein útgáfa af Þorpinu eftir Jón úr Vör. Frumút- gáfan kom út 1946. Endurskoðuð og aukin útgáfa kom út 1956. í henni voru felld niður fimm ljóð frumútgáfunnar, en fímmtán ljóðum bætt við úr síðari bókum. Sú útgáfa sem hér er vikið að er hin fjórða í röðinni (samhljóða þriðju útgáfu) og eru sömu ljóð í henni og frumútgáf- unni, aðeins nokkrar orðabreytingar. Nýja útgáfan er afar falleg og aðgengileg með teikningum Kjart- af máli hans lært. Hann leiðir rök að því að Bretland eigi að standa fyrir nýju átaki í aðstoð við þriðja heiminn. Ríkisstjórn Thatcher hafí tekizt að hefja breytingu á brezku efnahagslífí, sem eigi eftir að skila margföldum ávöxtum, þegar fram líða stundir. Bretar hafí ríka ástæðu til að standa sig í stykkinu, sem ein af miðstöðvum alþjóðlegs fjár- magns og mörg þessara landa séu nú þegar orðin mikilvæg viðskipta- lönd. Einnig sé ekki hægt að ein- angra brezkt samfélag frá um- heiminum: Ófarir ríkja þriðja heims- ins myndu bitna á Bretum engu síður en öðrum íbúum Vesturlanda. Leiðin, sem hann telur farsælasta til lausnar þessum alþjóðlega við- skiptavanda, eru aukin viðskipti, meira frelsi í fjárfestingum, minni aðstoð og lán. Hann leggur til að fjármálastofnanir dreifi áhættu sinni af lánum til þriðja heims ríkja með því að selja þau með afföllum. Sömuleiðis telur hann að breytinga sé þörf á starfsemi Alþjóðabank- ans. Yfir 35 þróunarríki hafí hluta- bréfamarkaði, sem flestir séu veikir og háðir ströngum reglum, sérstak- lega um erlenda fjárfestingu. Bráð- nauðsynlegt sé að efla þá markaði og losa um hömlur á þeim. Eitt lykilatriðið til að losna við erlendar skuldir sé að heimila erlenda fjár- festingu. Með henni komi fjármagn inn í efnahagslífíð, sem skápi ekki erlend lán. Svona aðgerðir efli líka einkarekstur, sem sé nauðsynlegt. Einnig þurfi ríki á Vesturlöndum að hafa markaði sína opna, ekki sízt fyrir landbúnaðarvörur, en mörg merki um hið gagnstæða megi sjá til dæmis í starfsemi Evr- ópubandalagsins. Hér eru settar fram ýmsar skyn- samlegar röksemdir um hin mikil- vægustu mál, sem full ástæða er til að kynna sér. Verd.. oggæói tara saman hjáokkur herra' Imsiö Laugavegi 47 Sími 291 22. Einn dag segir dauðinn við lífíð: Ó, Ijá mér skel þína, bróðir. eymuhdssoh ans Guðjónssonar, enda á Kjartan auðvelt með að setja sig inn í heim Þorpsins. Þorpið er sprottið úr bernsku- og æskuumhverfi Jóns úr Vör á Pat- reksfírði og nýtur kynna Jóns af öreigaskáldunum sænsku og þeim skáldum öðrum sem ortu af raunsæi um daglegt líf alþýðufólks. Ljóðun- um var frá upphafí fagnað af gagn- rýnendum, en það tók lesendur nokkurn tíma að venjast ljóðforminu sem er órímað. Þorpið er orðið klassískt fyrir löngu og vegna þess og annarra ljóðabóka sinna telst Jón úr Vör meðal helstu samtímaskálda. Einhvem veginn fínnst mér að Þorpið hljóti að höfða mest til ungs fólks. Það er kannski vegna þess að ég kynntist því ungur og það hafði mikið gildi fyrir mig. Eitt ljóðanna í Þorpinu heitir Lítil skel: Lítil skel á litlu hafi. Þú heldur kannski, að pollurinn þinn sé hafið, þú heldur kannski, að allar bárur brotni við strönd lítilla sæva, HIMMLERS Jón úr Vör með fjórðu útgáfu Þorpsins. að þegar lítil skel sekkur í lítið djúp með allri áhöfn — sex malarsteinum - sé ekki til annað haf hafið mikla haf dauðans. Og faðir þinn kyssir þig, er hann fer til skips, og tekur ekki af baki sér svartan sjómannspokann. ■ Eilífðarhafið er kannski lítill pollur. eftir Þór Whitehead Sameining íslands og Hitlers - Þýska- lands var á dagskrá hjá Heinrich Himmler yfirforingja SS og þýsku lögreglunnar í Berlín 1936. Erindreki Himmlers, SS foringinn Paul Burkert, fór um ísland og reyndi að veiða innlenda ráðamenn í net sitt. Himmler mælti til vináttu við Hermann Jónasson forsætisráðherra með sér- stæðum hætti. Einnig sendi hann hingað hóp SS-manna og Gestapoforingja sem síðar urðu kunnir um allan heim fyrir fjöldamorð, undirróður og njósnir. Þjóðverjar höfðu uppi áform um stóriðju- framkvæmdir á íslandi, landnám og byltingarþjálfun. Þór Whitehead fylgir í bókum sínum itrustu kröfum sagnfræðinnar en tekst jafnframt að hrífa lesendur sína með Ijósri og lifandi frásögn. Vinnubrögð Þórs og still hafa áunnið bókum hans sess á metsölulistum. RITVELIN sem fylgir þér hvert sem er Ferðaritvól í sérflokki einungis 6,5 kg og með innbyggðum spennubreyti, loki og handfangi. Skólaritvél I sérflokk! með lyklaborð aðlagað að fingrunum sem auðveldar hraða og villulausa vélritun. Skrifstofuritvél I sérflokki meö ásláttarjafnara, síendurtekningu á öllum tökkum, leiðróttingarminni o.m.fl. sem tryggir góðan frágang án fyrirhafnar. OLYMPIA CARRERA er tengjanleg við ailar tölvur. —Li i----- ÚTSÖLUSTAÐIR: Penninn, Hallarmúla 2, Austurstræti 10, Kringlunni, Rvk. Tölvuland viö Hlemm, Rvk. Bókabúð Brynjars, Sauöárkróki. Bókabúðin Edda, Akureyri. Bókhlaðan, (safirði. Bókaskemman, Akranesi. Fyrirtækjaþjónustan, Hvolsvelli. K.f. A-Skaftfellinga, Höfn. Tölvuvörur, Skeifunni 17, Rvk. K.f. Árnesinga, Selfossi. K.f. Borgfirðinga, Borgarnesi. Prentverk Austurlands, Egilsstöðum. Radíóver, Húsavík. Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði. Stapafell, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.