Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 25

Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 25 Alfreð Flóki við eitt verka sinna. Danir minnast Flóka Sorg til sölu ÚRVAL ljóða danska skáldsins Ulfs Gudmundsen, Life is a pen- cil, kom nýlega út í enskri þýðingu eftir Tony Pusey og Jörgen Veis- land. Útgefandi er Dunganon, Orkelljunga í Svíþjóð. Life is a pencil er tileinkuð minn- ingu Alfreðs Flóka 1938—1987. Teikning eftir Flóka prýðir forsíðu bókarinnar og í bókinni er einnig mynd eftir hann. Aðrir kunnir mynd- listarmenn eiga teikningar í Life is a pencil. Dunganon gefur einkum út bækur eftir súrrealista og einnig samnefnt tímarit. Útgáfan er al- þjóðleg. Danir hafa minnst Alfreðs Flóka með ýmsum hætti. Nýlega kom út hjá Gyldendal í ritröðinni Gyldendals Bibliotek, sem ritstýrt er af Willy Sörensen, skáldsagan Historien om en anden Mouchette (Nouvelle Hist- orie de Mouchette) eftir franska rit- höfundinn Georges Bernanos. Þýð- ingin, sem gerð er af Marianne 01- sen, er tileinkuð minningu .Alfreðs Flóa með svofelldum orðum: „Þýð- ingin er tileinkuð minningunni um hinn mikla íslenska teiknara 1938— 1987“. Tildrögin voru þau að Gyldendal hafði leitað til Alfreðs Flóka í því skyni að fá hann til að myndskreyta bókina, en honum entist ekki aldur til þess. eftir Astu Maríu Þórarinsdóttur Ég var að kaupa kaffi í einni af sjoppum bæjarins, þegar ég rak aug- un í forsíðuna á nýjasta eintaki Heimsmyndar. Ég kannaðist við and- litin og keypti blaðið. Svo fór ég heim, kom mér vel fyrir í sófanum og fór að lesa. Þetta voru minningar fólks sem upplifði eitt mesta flugslys sögunnar. Og þarna sat ég í sófanum og las nánar lýsingar á síðustu lífsstundum föður míns. Desember er kominn og jólaundir- búningurinn að hefjast. Fólk er farið að huga að því hvemig hægt sé að gera jólin í ár (litlu-jólin) sem ánægjulegust. Og úr hugleiðingum um að búa til heimatilbúið konfekt á laugardaginn hrekk ég niður í minningar um angist og örvæntingu. Og ég fyllist svo óstjómlegri reiði til ritstjórans, sem tók sjálf viðtöl við þetta-ólánsama fólk, að ég veit ekki hvað til bragðs skal taka. Þarna er hún, í þroskaleysi og óvitaskap, að selja það hvar faðir minn sat í vél- inni, hveijir áttu og áttu ekki að „Það getur verið til góðs að skrifa minning- ar fólks sem lent hefiir í óvenjulegum aðstæð- um, en það þarf að hafa gát á að særa ekki aðra í leiðinni.“ vera um borð, erfíðleikana sem fylgdu því að fá líkamsleifar sendar heim o.s.frv. Átti ég að skrifa rit- stjóranum bréf? Nei, því yrði senni- lega stungið undir stólinn. Átti ég að hringja í hana og segja henni álit mitt á þessu tillitsleysi? Nei, enda ekki líklegt að það hafi áhrif á fólk sem mér virðist hafa lifibrauð af því að selja sorgir annarra. Niðurstaðan: Ég læt Herdísi Þorgeirsdóttur eiga sig. En hin óþægilega spuming situr eftir; hvað er einkalíf? Hafa syrgj- endur ekki rétt á að öðlast innri frið í næði? Hvað má ganga langt í að særa fólk opinberlega? Fréttin var frétt, en hún er það ekki lengur. Nu er tími fallegra minninga um gott fólk, og sú minning lifir. Það getur verið til góðs að skrifa minningar fólks sem lent hefur í óvenjulegum aðstæðum, en það þarf að hafa gát á að særa ekki aðra í leiðinni. I okkar nútímaþjóðfélagi, þar sem allt gengur út á að hraða og sölu- mennsku, gleymist oft að enn er til fólk með raunverulegar tilfinningar. Ég vona að Herdís öðlist með tíman- um þroska til að skilja það. Ég stenst ekki freistinguna með að vísa í sama bréf í hinni helgu bók (Tímóteusarbréf) og ritstjórinn vísar í í leiðara sínum, en þar segir: „ . .. að á síðustu dögum muni koma örð- ugar tíðir. Menn verði sérgóðir, fé- gjamir, raupsamir, hrokafullir, last- mælendur, vanþakklátir, kærleiks- lausir, ósáttfúsir, rógberandi, taum- lausir, grimmir, sviksamir, fram- hleypnir, ofmetnaðarfullir og elsk- andi munaðarlífið meira er. guð.“ (Tilvitnun lýkur.) Skyldu þessir dag- ar vera komnir? Nú er kominn tími til að fara að reyna aftur að huga að jólahaldinu. Ég vona að reiðin komi ekki í veg fyrir að ég geti ýtt þessum hræðilegu minningum til hliðar yfir hátíðina. Höfundur er menntaskólanemi. Góð jakkaföt Góðar dragtir Gott úrval af glæsilegum fatnaði Hófadynur í Dölum HESTAMANNAFÉLAGIÐ Glaður í Dölum hefúr gefið út afmælisrit- ið Hófadynur í Dölum, en félagið er 60 ára. Af spjöldum sögunnar nefnist fyrsti kafli ritsins og annar ber sama nafn og afmælisritið. Mörg kunn hross og hestamenn koma þar við sögu. Þriðji kaflinn segir af sögu Glaðs, sem er annað elsta hestamannafélag lands- insum og er þar sagt frá störfum, stjórnum og framkvæmdum. Sérstak- ir þættir eru af Jóhannesi Stefáns- syni á Kleifum og Eyjólfi Jónassyni í Sólheimum og eru í þáttunum marg- ar vísur. Að lokum eru svo skrár yfir bikar- hafa á mótum félagsins. Afmællisrit- ið er 87 blaðsíður. Umboðsmenn um land allt: Adoin og Evo, VestmonnaÐyjum - Bóron, Grindavik - Búðin, Blonduósi • Ðíono, Ólafsfirði - Eplið, ísolirði ■ Falavol, Keflavik • Gorðorshólmi, Húsavik • Hornabær, Höfn, Hornafirði - ísbjörninn, Borgarnosi - lindin, Selfossi - Nesbær, Neskoupsloð ■ Nino, Akranesi • Skógor, Egilsstöðum - Sporlo, Souðórkiðki - Þörshomor, Stykkishólmi - Koopl, V Húnvetningo, Hvomms- tango - Koupf. Longnesingo, Þórshöfn - Koupf. Rongæingo, Hvolsvelli - Amor, Akureyri b O G A Austurstræti 22 S. 22925 Cloer vöfflujárnin eru sjálfvirk, hitaeinangruð með nákvæmri stiglausri bakstursstillingu. Smekkiegt útiit í dökku eða Jjósu ber gæðunum vitni. Nýbakaðar vöfflur eru hreint lostæti. Fást í næstu raftækjaverslun i.I ít£ [UUHÍ I iiukj;11 ypl tsb

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.