Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 29

Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 29 þér gisting með morgunverði í tvær eða fleiri nætur og ein máltíð af jóla- hlaðborði Skrúðs tyrir einstaklega hagstættverð. Verð á mann í tvíbýli: Tværnæturfrákr. 4.290 Þrjárnæturfrákr. 5.775 Fjórar nætur frá kr. 7.260 JOLAKORT EFTIR ÞÍNUM EIGIN MYNDUM Sendu vinum og vandamönnum skemmtilega og persónulega jólakveðju með jólakorti, eftir þínum eigin myndum. Skipholti 31, simi 680450 f=ujnimt=K3t Við höfum alla möguleika frá náttúrunnar hendi og hæfan mann- afla, en skortir hæfileikamenn til yfirstjórnunar. Það er mikið rétt sem síðasti maður vikunnar í sjón- varpi, viðskiptaráðherra, sagði; okkur vantar áætlanir um framtíð- armarkmið, mestur tími fer í að bjarga mistökum sem þegar hafa orðið, bæta bót á bót ofan. Hvaða náttúruauðæfi eiga Danir eða Japanir umfram okkur, svo dæmi sé tekið? Vinnusemi, hugvit og áræði, ekki mikið meira. Hráefni ' og orku verða bæði löndin að flytja erlendis frá. Við íslendingar þurfum að styrkja sjávarútveginn, sem gefur okkur um 75% gjaldeyristekna okk- ar og hefur verið undirstaða vel- megunar landsmanna. Ekki blóð- mjólka hann með gervigengi og ofsköttun og hlaupa síðan til þegar í óefni er komið, skattleggja mat- væli og annað og borga til baka hluta þess sem ranglega var af sjáv- arútveginum tekið. Beint og óbeint hefur sjávarút- vegurinn innleitt stórfellda tækni- þróun á íslandi. Við eigum ótalda tæknimenn, sem í samráði við sjáv- arútveginn hafa þróað og smíðað vélar og tæki til veiða og fisk- vinnslu. Þessi vamingur hefur verið fluttur utan fyrir tugi eða jafnvel hundruð milljóna undanfarin ár, en síðan vegna skipulagsleysis, í víðu samhengi, að verulegu leyti dottið niður. Við eigum ekki að vera hrædd við samkeppni, heldur mæta henni með þrautseigju, en um það er gott dæmi toghleraverksmiðja Jósafats við Súðavog, sem byggir tilveru sína um 70% á útflutningi; og ef hægt er að flytja út toghlera með árangri er ótal margt annað hægt. Það er staðreynd að stærstu bíla- verksmiðjur Japana eru nánast ekki annað en samsetningarverksmiðjur, þar eru ótal verktakar, smærri iðn- fyrirtæki sem framleiða hina ýmsu hluta bílanna og senda til samsetn- ingarverksmiðjunnar. Á íslandi eru til tæki og vélar í málmiðnaði sem afkastað gætu tíu sinnum meira en gert er í dag og með hagræðingu og skipulagi höfum við nægan hæf- an mannafla. Við megum ekki allt- af hafa að viðkvæði „þeir“, sem í raun enginn veit hver er, gera aldrei neitt af viti. Við erum öll „þeir“. Launþegasamtökin taka digur gjöld af félögum sínum og bera, eða ættu að bera, ábyrgð og styrkja góðar hugmyndir á fleiri sviðum en kreíjast hærri launa. Meðal annarra orða; það hreyfði því háttsettur maður ekki alls fyrir löngu að hann hafi orðað það við stallbræður sína, að hann og þeir lækkuðu við sig launin. Þar með færu þeir að for- dæmi þáverandi forstjóra Sam- bands ísl. samvinnufélaga í heims- kreppunni miklu; hann lækkaði við sig launin og spurði starfsfólkið hvort það vildi taka þátt í launa- lækkun, enginn var þvingaður. Höfundur er verslunarmaður. Veiðisögur og firásagnir KOMIN er út hjá Bókaútgáfúnni Strengjum bókin „Hann er á“. Höfúndur og útgefandi er Þröst- ur Elliðason fiskeldisfræðingur. Bókin hefur að geyma meðal annars frásagnir af átta veiðiám þar sem slóðir margra stangveiði- manna liggja. Rætt er við Skúla Skarphéðinsson veiðivörð í Leir- vogsá, Áma Baldursson, einn leigu- taka Laxár í Kjós, Ingvi Hrafn Jóns- son fyrrum fréttastjóri Sjónvarpsins ræðir um Langá á Mýrum, Torfi Ásgeirsson riflar upp sumarið 1988 í Haukadalsá, Bjöm Olafsson skóla- stjóri í Hafnarfirði segir frá viður- eignum við stórlaxa í Laxá í Dölum, Sigurður Finnsson útgerðarmaður, Lýður Bjömsson forstjóri og Þröst- ur sonur hans segja frá eftirminni- legum atvikum frá Víðidalsá og Brynjólfur Markússon, .einn leigu- taki Vatnsdalsár, segir frá veiðinni þar. Einnig eru í þessum kafla nokkrar stuttar veiðisögur af Skúla Skarphéðinssyni, en hann hefur veitt í Vatnsdalsá í mörg ár. Orri Vigfússon formaður Laxárfélagsins og Völundur Hermóðsson, Álftanesi í Aðaldal, segja frá Laxá í Aðaldal og einnig eru frásagnir Laxárveiði- mannanna Jóhannesar Kristjáns- sonar frá Akureyri, Ingva Hrafns Jónssonar og Péturs Steingrímsson- ar, Laxámesi í Aðaldal. Næsti hluti bókarinnar heitir Veiðispjall og veiðsögur. Þar eru stuttar frásagnir veiðimanna víða að. Guðlaugur Bergmann segir þijár veiðisögur frá Norðurá, Guð- rún Guðjónsdóttir kona hans minn- ist á konur og veiðiskap. í því sam- bandi er í bókinni birt mynd af Lindu Pétursdóttur fegurðardrottn- ingu að veiðum í Hofsá í sumar. Stutt viðtöl eru við Kolbein Grímsson, Rafn Hafnflörð, Kristján Kristjánsson, Bjöm Emilsson dag- Þröstur Elliðason skrárgerðarmann hjá Sjónvarpinu og Þorkel Fjeldsted, Feijukoti í Hvftá. MINNSTA PONTUN 10 STK. VERÐ KR. 42 PR. STK.* SIMANUMERIÐ 0KKAR ER 17152 MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.