Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 39

Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 39 Lausgegn tryggingu Reuter Suður-afríski verkalýðsleiðtoginn Moses Mayekiso fyrir utan húsakynni hæstaréttar í Jóhannesar- borg í gær ásamt eiginkonu sinni Kola. Hann var látinn laus úr fangelsi í gær gegn tryggingu. Mayekiso og fjórir aðrir andófsmenn voru níu mánuði í einangrun í fangelsi áður en réttarhöld hóáist í máli þeirra í janúar síðastliðnum. Þeir voru ákærðir fyrir landráð. Forsætisráðherra Póllands í blaðaviðtali: Óháðir flokkar fá ef til vill að starfa Útilokað að leyfa starfsemi Samstöðu Bonn. Reuter. MIECZYSLAW Rakowski, forsætisráðherra Póllands, sagði í blaða- viðtali, sem birtist í gær, að hugsanlegt væri að flokkum stjórnarand- stæðinga yrði leyft að starfa í landinu í framtíðinni. Hann útilokaði hins vegar að starfsemi Samstöðu, hinnar óleyfilegu hreyfingar pólskra verkamanna, yrði heimiluð. Rakowski sagði í viðtali við vest- ur-þýska dagblaðið Die Welt að stjórnvöld vildu innleiða ijölræði í landinu og væri þá ráð fyrir því gert að sjálfstæð stjórnmálasamtök gætu starfað við hlið kommúnista- flokksins. „Það má jafnvel ímynda sér að flokkar stjórnarandstæðinga starfi í landinu en þetta á ekki við um Samstöðu," bætti hann við. Hann kvaðst ekki draga í efa rétt Lechs Walesa, leiðtoga Samstöðu, til að leita eftir því við stjórnvöld að starfsemi samtakanna yrði leyfð en sagði það „grófa einföldun" að leggja rétt samtakanna til að starfa að jöfnu við aukið frelsi alþýðu manna í landinu. Forsætisráðherrann sagði að tryggja þyrfti frið í Póllandi ef tak- ast ætti að leysa efnahagsvandann og kvaðst líta svo á að starfsemi samtaka á borð við Samstöðu myndi hafa aukna spennu í för með sér. Lech Walesa hefur sett það sem skilyrði fyrir viðræðum við ráða- menn um framtíð landsins að jafn- framt verði sú krafa hans, að Sam- stöðu verði leyft að starfa, tekin til skoðunar. Samtökin voru lýst ólög- leg árið 1981 er herlög voru sett í Póllandi. Rakowski sagði að Pólveija sár- vantaði lánsfé frá Vesturlöndum til að unnt reyndist að rétta efnahag landsins við en bætti við að hanri teldi ólíklegt að vestrænar ríkis- stjórnir og bankastofnanir væru reiðubúnar til að veita lánsloforð á næstunni. Því þyrftu Pólveijar enn um sinn að sætta sig við skort á nauðsynjavörum auk þess sem ekki yrði hvikað frá þeirri stefnu að loka óarðbærum ríkisfyrirtækjum. V estur-Sahara: Pólisaríó viðurkennir árás á hjálparflugvél Algeirsborg. Reuter. SKÆRULIÐAR Polísaríó-fylkingarinnar, sem berst fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara, fyrrum Spánarnýlendu, við Marokkómenn, sögðust á sunnudag hafa skotið niður flugvél á vegum bandarískrar hjálpar- stofnunar á fímmtudag. Stofriunin hefur lagt ýmsum Afríkuríkjum lið í baráttunni við engissprettufaraldur. Fimm menn voru um borð í vélinni og fórust þeir allir í árásinni. í yfirlýsingu Pólisaríó er Banda- Bandaríkjamönnum líkin tafarlaust. ríkjastjórn beðin afsökunar. Árásin er sögð hafa verið gerð fyrir mistök og segjast skæruliðarnir harma hana. Skæruliðarnir lofa að afhenda ERLENT Skæruliðarnir segjast hafa skotið á tvær flugvélar af gerðinni DC-7 þegar þær hafi verið á lágflugi skammt frá yfirráðasvæði Mar- okkóhers. Þeir hafi haldið að vélarn- ar hafi verið herflugvélar af gerð- inni C-130 í eigu Marokkómanna. Önnur vélin skemmdist í árásinni en flugmönnunum tókst að nauð- lenda henni í Marokkó. Pólísaríó-fylkingin aðhyllist marxisma, nýtur stuðnings Álsír- manna, og hefur barist við Mar- okkóher fyrir sjálfstæði Vestur- Sahara í þrettán ár. Frakkland: Samtök hundaþjófa leyst upp Agcn. Reuter. FRANSKIR lögreglumenn hafa fundið 40 dauða hunda á heimili hundaræktarmanns í Suðvestur-Frakklandi, að því er heimildamenn innan lögreglunnar sögðu á föstu- dag. Hundarnir voru djúp- frystir og grunar lögreglan manninn um að vera í tygjum við samtök hundaþjófa sem hagnast á sölu hunda til rannsóknarstofa. Átta menn, sem tilheyra samtökunum, hafa verið sakað- ir um hundaþjófnað og illa meðferð á dýrum. Lögreglu- menn sem vinna að lausn máls- ins segja að allt að 100.000 hundum sé stolið á hveiju ári í Frakklandi og þeir seldir til rannsóknarstofa í Frakklandi og á Spáni. Að sögn lögreglumannanna fara hundaþjófarnir um þorp úti á landi með tíkur á lóðafari í bandi og tæla til sín hunda sem þeir svæfa og flytja á brott í sendibílum. Hundaþjófarnir hafa útveg- að sjúkrahúsum dauða hunda sem læknastúdentar kryfja. Einnig hafa rannsóknarstofur fengið lifandi hunda frá sam- tökunum til rannsókna. Lög- reglan telur að mörgum lækn- um hafi verið kunnugt um að hundunum hafði verið stolið. Til og með 16. desember næstkomandi getur þú lagt inn á Afmælisreikning Landsbankans og féngið 7,25% ársvexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna uáiv uJeuóI?.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.