Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
Að mála mynd í
skakkan ramma
SverrirStormsker, enn og aftur
Sverrir Stormsker er sá popptónlistarmaður sem flestum finnst gaman
að vera á móti og hann gefur til þess ótal tilefni. Hvað sem um Sverri
má segja verður þó ekki af honum skafið að hann fer sínar eigin leiðir
og gerír yfirleitt það sem honum sýnist, sama hvað.
Sverrir er með afkastameiri tón-
listarmönnum og fyrír þessi jól
sendir hann frá sér tvær plötur,
barnaplötu og píanóplötu. Rokk-
síðan hitti Sverri á vínveitingahúsi
til að afla útgáfufrétta.
Segðu mér frá plötunum, Sverr-
ir.
Barnaplatan, sem ber heitið Nú
er ég klæddur og kominn á rokk
og ról, er óiík öðrum islenskum
barnaplötum sem komið hafa út,
að því leyti að hún er ekki barna-
plata, þ.e.a.s. ekki barnaplata með
þessum pínlega blokkflautu- og
nælonstrengjakassagítarundirleik,
sem þykir svo bráðnauðsynlegur
og ómissandi þegar barnaplötur
eru annarsvegar. Þó ég hafi upphaf-
lega hugsað þessa plötu sem
barnaplötu, þá sé ég núna að ég
get alveg eins átt von á því að hún
verði notuð sem innlegg í síðdegis-
tónleika Ríkisútvarpsins. Það er
náttúrulega eins og hvað annað píp
og kjaftæði, en platan er svona,
skulum við segja, sniðin fyrir barna-
lega gamlingja á ölium aldri. Lögin
eru flest í glaðværum sumar-
poppstíl, þar sem mig grunar að
vetrarmánuðirnir verði afskaplega
sólríkir og hlýir og hreint yfirfullir
af yndislegri bongóblíðu.
Meðal þeirra sem koma fram á
plötunni eru Rakel Axelsdóttir, 11
ára bráðsnjöli hnáta, Laddi, Stebbi
Hilmars, sem m.a. gauiar Socrates
á yfirstéttarensku, og síðast en
ekki síst Alda Ólafsdóttir, sem mér
finnst slá öllum íslenskum popp-
söngkonum viö þegar hún fær rétt
lög í hendumar, þ.e. mín. Smá
grobb. Að því leytinu til er hún lik
Stebba. Ég held að lagahöfundur-
inn og stjórnandinn hafi meira að
segja um útkomu söngsins en
margur hyggur. Sjálfur vel ég
söngvara eingöngu í þau hlutverk
sem ég veit að hæfa honum best
og hæfileikar hans fá notið sín best
í; rýni í raddsvið og lagaval og hef
klæmar mikið í söngstílnum, læt
söngvarann alls ekki ráða ferðinni
í sinni prívat ánægju, heldur eima
það besta úr honum og það má
trauöla deila um árangurinn. Ég hef
hingað til fengið 100% spira, sem
annars hefði oft ef til vill ekki orðið
annað en banvænt bjórlíki.
Svo er það hin platan, píanóplat-
an. Hún heitir Nótnaborðhald og
hefur eingöngu að geyma „instru-
mentaP tónlist, þ.e. tónlist án
söngs. Geysi hljómfagur flygill er
þar í aðalhlutverki ásamt dísætum
fiölum og grátbólgnum blásturs-
hljóðfærum. Lögin eru róleg, „hæg
og hljóð", eins og einhver myndi
orða það; sem sé melódísk og frek-
ar tregablandin lög i klassískum
stíl, eins og til að mynda Tungl-
skinssónatan svokallaöa, þó að ég
sé ekki að Ifkja mér við Beethoven.
Að mínum dómi er þessi plata, án
nokkurs efa, það langbesta sem ég
hef gert til þessa.
Af hverju fórst þú út ■ það að
gera barnaplötu?
Einfaldlega vegna þess að ég
vildi ekki gera aðra Guöspjallaplötu,
eða aðra Lífsleiðaplötu, eða aðra
klámplötu. Hver plata fyrir sig, sem
ég hef gefið út, hefur haft ákveðið
þema eða ákveðinn stíl og mér leið-
ist að endurtaka það sem ég hef
áður gert. Að vísu hafa þær allar,
fram til þessa, flokkast undir popp,
en það er víðfeðmara en helvíti eins
og aliir vita.
Hvernig gekk að ganga í barn-
dóm?
Ég hljóp í barndóm frekar en
gekk. Lögin samdi ég flest þegar
ég var hálfgerður krakki sjálfur,
þ.e.a.s. 13 til 17 ára, þannig að
hvað það varðar þurfti ég ekki að
fara í neina barndómsgöngu. Um
textana er það að segja að þeir
komu einhvern veginn ósjálfrátt, en
það er nokkuð sem ég hef ekki átt
að venjast til þessa. Yfirleitt hafa
þeir kostað óskaplega yfirlegu og
vinnu.
í raun er margfalt erfiðara að
semja texta við lag en Ijóö eitt sér.
í textagerö þarf maður að sníða
hugsunina aö laglinunni, þ.e.a.s.
mála mynd inn í rammskakkan
ramma, en í Ijóðagerðinni hefur
maður algerlega frjálsar hendur,
velur sér einfaldlega það form sem
hentar hverju sinni. Þó að menn
séu þjóðskáld cg stórskáld, þá er
ekki þar með sagt að þeir séu fær-
ir um að semja einn skítsæmiiegan
texta við lag. Til að mynda verða
þeir að hafa tilfinningu fyrir áhersl-
um melódíunnar. Nokkuð sem
menn gera sér ekki grein fyrir er
að textagerðin lýtur allt öðrum lög-
málum en Ijóðagerðin.
Þaö er aðeins eitt leiðinlegra en
að semja texta og það er að hlusta
á texta eftir aðra, það getur verið
ólýsanleg þjáning. Bubbi og Megas
eru lunknir og Bjartmar er seigur.
Búið.
Ég er oft beðinn að semja texta
fyrir aðra, en hef alltaf neitað, nema
hvað að ég hef gert tvær undan-
tekningar, annars vegar textann við
„Það stendur ekki á mér" fyrir
Bjama Ara og svo „Gott" fyrir Eyj-
ólf Krístjánsson, sem hann er að
djöflast á um þessar mundir. En
núna vil ég koma því á framfæri við
tónlistarmenn að ég er hættur
þessum fjanda. Vinsamlegast leitið
til Þorsteins Eggertssonar, hann
hlýtur að vera í skránni.
Þó að það komi kannski ekki
málinu við þá held ég að ég viti af
hverju hinn almenni íslendingur
gefur svona margar bækur um hver
jól. Það er vegna þess að hann vill
ekki eiga þær sjálfur. Almenningur
hefur álíka mikið vit á kveðskap og
karlinn í tunglinu og eru dómarnir
í samræmi við það. Það eina sem
fólk leitar eftir þegar það les texta
eða Ijóö er göfugur boöskapur og
fagurt yrkisefni með hæfilega miklu
af viðurkenndum, íhaldssömum,
smáborgaralegum viðhorfum til
lífsins og tilverunnar. Efnistök,
framsetning og málbeiting skiptir
fólk ekki meira máli en Gísli, Eiríkur
og Helgi, þessi heilaga þrenning
íslensks vitsmunalífs. Til dæmis er
ég nokkuð viss um að textar barna-
plötunnar falii ekki í kramiö hjá full-
orðnum hlustendum, en þeir gera
sér ekki grein fyrir því að textarnir
þurfa ekki endilega að falla þeim í
geð, heldur fyrst og fremst krökk-
um. Þetta á jú að heita barnaplata.
Öllum börnum til huggunar get ég
sagt að á þessari plötu er ekkert
Ijótt sem sært gæti siöferðiskennd
foreldranna, ekkert guðlast, ekkert
klám.
H vað þá með Nótnaborðhaldið?
Ég vildi ekki gera aðra barna-
plötu, eða eyða tímanum í eitthvað
annað eins og til að mynda kork-
tappasöfnun eða sölu notaöra bíla.
Ég er í tónlist og plötugerð ein-
göngu ánægjunnar vegna en ekki
sem einhver óseðjandi togaraút-
gerðarmaður pipkaður áfram af
peningagræðgi, hafandi þá einu
hugsjón í kollinum að verða afla-
kóngur. Sá maður sem skapar verk
með það fyrir augum að þóknast
fjöldanum, henn er ekki listamaöur.
Hann er kaupsýslumaður. Sjálfur
hef ég það eitt að leiðarljósi að
reyna að gera hlutina vel og annað
ekki. Svo er það bara undir hælinn
lagt hvort aðrir hafa gaman af af-
urðunum og ég myndi telja mig
nokkuð lánsaman hvað varðar viö-
tökur. En ég vil miklu frekar vera í
sátt við sjálfan mig en við fjöldann.
Hvað píanóplötuna áhrærir þá efast
ég stórlega um að geta byggt blokk
fyrir ágóðann, eða keypt 1440 flösk-
ur af áfengi á útsöluverði, eins og
mig langar nú mikið til þess. Ég er
meira að segja fót- og handviss um
að hún verði aldrei spiluð á frjálsu
og óháðu vinnurásunum. Þá vissu
byggi ég einfaldlega á þeirri stað-
reynd að það er frekar erfitt að flaka
fisk undir þessari tónlist og enn
erfiðara að gera við sprungna hjól-
barða. En eins og þú veist þá er
þessi tegund tónlistar ekki mjög
afkastahvetjandi og því þyrftu frísku
og hressu þáttargerðarmennirnir
að biðjast margfaidlegrar afsökunar
í hvert skipti sem þeir spiiuðu af
plötunni, alveg eins og þeir gera
reyndar núna þegar þeir slysast til
Ljósmynd/BS
að spila lög á undir 78 snúninga
hraða.
Nótnaborðhald kemur út í
næstu viku. Hvernig hafa við-
tökurnar verið þegar þú hefur
spilað upptökurnar fyrír menn?
Alveg draumur, eins og hús-
mæðurnar myndu eflaust orða það.
En ég man ég leyfði Megasi ein-
hverntímann að heyra prufuupptök-
ur með þessum lögum og honum
fannst alveg óskaplega hjákátlegt
að ég skyldi vera að semja lög í
þessum stíl, svona tónlist ættu
menn ekki að vera að semja í dag,
svona tónlist tilheyrði 19. öldinni,
þetta væri svo hryllilega gamal-
dags. Þegar ég var farinn hefur
hann eflaust farið til Bubba og þeir
farið að semja þriggja hljóma alda-
mótablúsa í gríð og erg eins og
ruggustólasvertingjar, tiplandi
sandölum í takt. Gjörsamlega ein-
lit tónlist sem menn hafa verið aö
stela hver frá öðrum, alveg frá því
að maðurinn datt fyrst á hausinn.
I rauninni hefur aðeins verið samið
eitt rokkblúslag og þann óhugnan-
lega glæp framdi einhver dauða-
drukkin fljótarotta, gjörsamlega firrt
ráði og rænu í árdaga. En það sem
leyfist í rokkinu leyfist greinilega
ekki í klassíkinni. Beinar stælingar
og stuldur þykir sjálfsagður hlutur
í rokkinu en áhrif frá nítjándu aldar
meisturunum klassfsku, þykir ófyrir-
gefanleg svívirða, allt að því hlægi-
leg vitleysa. Boðorðið er: Steldu frá
Presley, en vertu ekki undir áhrifum
frá Mozart. Þegar klassík er annars
vegar leyfist aðeins að leika lög
eftir meistarana í virðulegum menn-
ingarsetrum eða þá að semja sjálf-
ur nýstárlegar fantasíur, þ.e.a.s.
sírenuvæl í anda Atla Heimis. Ég
vil meina að það sé ekki gamaldags
að semja í anda gömlu meistar-
anna, en það er gamaldags sjónar-
mið að leyfa sér það ekki. Annaö-
hvort er tónlist vel eða illa gerð.
Annað skiptir ekki máli.
Svart hvítur draumur/Bless:
Markaðslögmál blessunar-
lega látin lönd og leið
Haft hefur veríð á orði að þróunin i íslenskri rokktóniist á und-
anförnum árum hafi einkum veríð sú að menn hafi sætt sig við
lögmál markaðarins og freistað þess að skapa „aðgengilega" tón-
list til almenningsneyslu. Þessi skoðun kann að vera umdeilanleg
en sterkasta röksemdin er án nokkurs vafa tónlistarval útvarps-
stöðvanna. Svo sem alkunna er hamast plötusnúðar (sem fengið
hafa starfsheitið ,,þáttagerðarmenn“) við að dreifa „aðgengilegri"
tónlist til íslenskrar alþýðu í þeirri trú að með þessu megi létta
henni jarðvistina. Raunar virðist léttleikinn vera orðinn öldungis
óbærílegur í huga margra ef marka má niðurstöður hlustendakann-
ana þrátt fyrir allar „stuðkveðjurnar" og tilheyrandi lýsingar á
ástandi símalína á Stór-Reykjavíkursvæðinu. í Ijósi þessa er hreint
sérdeiiis ánægjulegt að hlýða á nýja fjögurra laga plötu tríósins
„Svart hvrtur draumur“ því þar hefur sköpunargleðin fengið að
ráða ríkjum og hagnaðarvoninni endanlega verið vísað á dyr.
Ekki svo aö skilja að platan
sé algóð eða meistaraverk en
hljómsveitin er prýðilega
samæfð og hljóðfæraleikur gróf-
ur en hnökralaus. Platan nefnist
„Bless" og mun það heiti vísa til
þess að ákveðiö hefur verið að
leggja hljómsveitina niður í nú-
verandi mynd. Ekki verður sagt
að tónlist hljómsveitarinnar sé
aðgengileg í þeirri merkingu sem
það orð hefur fengið fyrir tilstilli
útvarpsstöðvanna. „Bless"
þarfnast nefniiega allnokkurar
hlustunar en lögin vinna á í hvert
skipti.
Það væri að sönnu ánægjulegt
að geta lofað frammistöðu hljóð-
færaleikaranna, sem er prýðileg
í flestu tilliti, en það er tæpast
unnt með viðunandi hætti þar
sem svo klúðurslega hefur verið
staðið að gerð umslagsins að
nafna þeirra er hvergi getið.
Raunar segir þar að „Gunni" leiki
á bassa og leggi fram rödd sína,
„Steini" hafi gítarslátt með hönd-
um og „Biggi" berji bumbur.
Hvaöa fólk er þetta? Annaðhvort
er gengið að því sem vísu að
nöfn þessara manna séu al-
þekkt, sem er ekki rétt, eða að
nöfn þeirra skipti engu máli, sem
er bæði óþjóðlegt og rangt. Er
kannski hugsanlegt aö áhuga-
maður um íþróttir hafi verið feng-
inn til að hafa gerð umslagsins
með höndum? Stílbrögöin virð-
ast alltjent sótt í smiðju íþróttaf-
réttaritara en fyrirsagnir þeirra,
sem yfirleitt fjalla um fólk sem
enginn þekkir, eru gjarnan á
þessa leið: „Gunni Styrkárs und-
ir hnífinn", „Leifi Repp skrifaði
undir" eða einfaldlega „Siggi
kemur heim"!
Lögin fjögur eru einföld, vel
upp byggð og samin af verulegri
íþrótt. Á plötumiða segir að öll
lög og textar séu eftir Gunnar
Hjálmarsson og er freistandi að
álykta sem svo að þar sé „Gunni"
fundinn. Gunnar virðist búa yfir
umtalsveröum hæfileikum til lag-
asmíða og nægir þar að benda
á tvö framúrskarandi lög á plöt-
unni; „Sóli" og „Grænir frost-
pinnar". Síðarnefnda lagið, sem
er verulega kröftugt, er borið
uppi af sérkennilegum trommu-
takti og „brotnum" gítarhljóm-
um. „Sóli" er vel samið lag og
nýtur sérkennilegur söngstíll
„Gunna" (Gunnars?) sín vel í
þessu lagi. „Trúboði" minnir und-
irritaðan á þá ágætu hljómsveit
Kinks! Hljómagangurinn er ein-
faldur, gítarhljómurinn kröftugur
og minnir mjög á þá piltana.
ÍFjórða lagið nefnist „Dýr á braut"
og er texti þess vægt til orða
tekið einkennilegur eins og nafn-
ið gefur til kynna; „Riðbrunnið,
hrapað, hræið af spútnikk 1,2,3
þeir nálguðust flakið asbest-
klæddir og fundu geimtíkina
dauða í-dauða i...“ Að semja
lag við slíkan texta er að sönnu
ekki minna afrek en að geta ba-
rið saman lagstúf við „Nei, nei
ekki um jólin", „Ég kemst í hátíð-
arskap þótt úti SÉU snjór og
krap“ eða „Gamall bær í tóftar-
brotum, kominn er að niðurlot-
um. Muna má sinn fífil fegri, forð-
um fagran dag"! Gunnar virðist
ekki skorta hugmyndaflug og
textar hans eru prýðilega sniðug-
ir. Ég undanskil þó textann við
lagið „Trúboði". Örvænting hús-
mæðra í blokkum borgarinnar er
yrkisefni í þreyttara lagi og hvers
eiga trúboðar frá Salt Lake City
að gjalda?
„Bless" er engan veginn
„markaðsvara". Hér er á ferðinni
frumleg, íslensk rokktónlist sem
full ástæða er til að menn gefi
gaum. Ástæöa er til að ítreka að
lög Gunnars Hjálmarssonar eru
athyglisverð og verður fróölegt
að fylgjast með framhaldinu.
Gaman væri að heyra stærri
hljómsveit flytja lög hans því
möguleikar til útsetninga eru tak-
markaðir þegar aðeins þrír menn
annast hljóðfæraleikinn. Þeir
„Gunni", „Steini" og „Biggi" hafa
hins vegar náð að skapa tónlist
sem lifa mun lengur en flest það
sem borið er á borð fyrir áhuga-
menn um íslenska tónlist um
þessi jól.
Ásgeir Sverrisson