Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
F élag-sleg- og- fj árhagsleg
staða aldraðra í framtíð
eftirHrafh
Sæmundsson
Það er takmark hvers einstakl-
ings að hfið hafi einhvern tilgang.
Að hver komandi dagur heilsi með
einhveijum fyrirheitum. Að maður-
inn beri gæfu til að takast á við
fijó verkefni og að hver dagur skili
einhveijum árangri — í starfi og í
einkalífi. Þetta eru meðvituð eða
ómeðvituð viðbrögð hvers og eins.
Hins vegar skapa margvíslegar að-
stæður mismunandi skilyrði fyrir
því að ná þessu takmarki. Ytri skil-
yrði vega þarna þungt en einnig
kemur annað til svo sem heilsa og
persónulegar aðstæður ýmis konar.
Líklega er þó enginn þáttur eins
mikið á valdi okkar sjálfra og ytri
skilyrði til að lifa góðu lífi. Þar
vefjast saman gerðir einstakling-
anna og gerðir þeirra sem stjóma
þjóðfélaginu. Sameiginlega ráða
þessir aðilar mjög miklu um það
hvort einstaklingamir geta notið
þeirra lífskjara að vakna að morgni
og takast á við komandi dag með
tilhlökkun og njóta þannig eðlilegr-
ar lífsfyllingar.
Staða málsins
Einn er sá hópur fólks sem orðið
hefur útundan hvað varðar góðar
ytri aðstæður til góðs lífs og þessi
þjóðfélagshópur hefur einnig og
ekki síður orðið illa úti hvað innri
skilyrði varðar. Mál fullorðins fólks
og aldraðra hafa verið í afmörkuð-
um farvegi undanfama áratugi.
Hvorki stjómvöld eða fullorðna
fólkið sjálft hefur komið neinu
heildarskipulagi á þessi mál.
Astandið í málum aldraðra er allt
frá því að vera algert neyðarástand
einstaklinga og að því marki að
ekki er tekið tillit til félagslegra
þarfa fullorðins fólks sem gengur
til móts við ellina.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um neyðarástandið hjá
mörgu öldmðu fólki. Sá smánar-
blettur lýsist ekki heldur dökknar.
Oldruðum einstaklingum er ekki
sinnt oft á tíðum nema hvað varðar
algerar fmmþarfir og stundum ekki
einu sinni það. Aldrað fólk býr oft
á tíðum við hroðalegar aðstæður í
heimahúsum eða er hrúgað saman
á stofnanir sem hafa litla möguleika
á að sinna félagslegum þörfum
þessa fólks. Og gamalt fólk hefur
oft engin lífskjör miðað við það sem
meginþorri fólks býr við í landinu.
Þetta em staðreyndir sem allir
vita um sem þekkja eitthvað til
þessara mála og það breytir ekki
þessum staðreyndum að á vissum
sviðum og á vissum stöðum em
gerðar veikburða tilraunir til úr-
bóta.
Engin þróun
Fyrir utan það að ástandið í
málym aldraðra batnar ekki og víða
er ekki einu sinni haldið í horfínu,
þá hefur nánast engin þróun orðið
í hugmyndafræðinni. Sömu úrræðin
eða svipuð em yfirleitt enn á dag-
skrá og fyrir mörgum áratugum.
Viðbrögð þjóðfélagsins við þessu
verkefni em oft á tíðum þau að
hringja í steypubíl þegar allt er
komið í óefni.
Hér verður nú í fáum orðum
drepið á þær breyttu þarfir sem
vegna þróunar þjóðfélagsins hafa
komið fram á síðari ámm í sam-
bandi við aðdraganda og undirbún-
ing ellinnar. Breyttur lífsstíll hefur
orðið þess valdandi að staða fullorð-
ins fólks hefur breyst mikið. Sá tími
er liðinn eða er að líða að fullorðið
fólk dvelji hjá bömum sínum í ell-
inni. Böm fara að heiman og lifa
sínu eigin lífi í sinni eigin ijölskyldu
en fullorðnir foreldrar sitja eftir
einir og svo kemur að því að annar
makinn deyr og þá situr hinn einn
eftir í búinu. Og svo em þeir sem
alltaf hafa verið einir en þessi hóp-
ur er stærri en margir ætla.
Þó að böm og ættingjar séu
ræktarsöm við fullorðið fólk oft á
tíðum, þá nægir það ekki. Margt
gerist þama á sama tíma sem veld-
ur því að fullorðið fólk einangrast
á góðum aldri. Heilsa fólks fer oft
versnandi á þessu aldursskeiði. Erf-
iðara verður að standast kröfur
vinnumarkaðarins og margir fara
raunar af vinnumarkaði á aldrinum
60—70 ára og sumir fyrr, sérstak-
lega konur. Að fara af vinnumark-
aði er margfalt áfall fyrir marga
sem enn hafa þokkalega heilsu. Það
kippir ekki aðeins stoðum undan
efnahagnum heldur missir fólk
bæði þá ánægju sem vinnan gefur
og ekki síður sambandið við vinnu-
staðinn og vinnufélagana. Ofan á
þetta bætist stundum missir maka
og stundum hefur það gerst áður.
Til að fylla allt þetta tómarúm dug-
ir ekki það eitt að hafa samband
við böm og ættingja þó að þeir séu
góðir og ræktarlegir og vilji með
glöðu geði og ánægju koma þarna
og leggja sitt lið. Aðstæður í þjóð-
félaginu, vinna og lífsstíll, bjóða
ekki upp á það.
Sveitarfélögin
Þó að hér hafí verið dregin upp
dökk mynd vita allir sem til þekkja
Útsala!!!
Mjög mikill afsláttur af öllum okkar skóm.
Götuskór- Spariskór- Kuldaskór.
$ktrval
Skólavörðustíg 22,
sími 14955.
(Áður við Óðinstorg)
J ÓLAGJÖF
VEIÐIMANNSINS
ENGIN JÓL ÁN MÖMMUSULTU!
Það er ekki sama
hvaða sultu
þú berð á borð með
jólamatnum.
Þess vegna skaltu velja
jólasultuna vandlega,
þegar þú kaupir inn.
Láttu ekki lélega
sultu eyðileggja
fyrir þér jólasteikina.
Fáðu þér Mömmusultu -
og nóg af henni!
Mömmusulta er vægast
sagt frábær bæði með
hátíðamatnum, í
baksturinn í
pönnukökurnar eða beint
á brauðsneiðina. Þú getur
valið um Mömmu
Rabarbarasultu, Mömmu
Jarðarberjasultu - og svo
má ekki gleyma hinu
vinsæla Mömmu
Appelsínumarmelaði.
Hrafn Sæmundsson
að þetta eru staðreyndir. Þrátt fyr-
ir það hjakkar allt f svipuðu fari
þegar á heildina er litið. Það er
engin skýr stefnumörkun, enginn
rammi, engin skipuleg verkaskipt-
ing, ekkert heildarsamstarf. Það
þarf að skilgreina verkefnið betur
og samræma þjónustuna og tilboð-
in. Og hvað þarf þá að gera og
hveijir eiga að gera það? Þáttur
sveitarfélaganna er auðvitað mest-
ur. Þar er málið afmarkað í hnot-
skum á hveijum stað. Þar á að
vera fyrir hendi stýring og meðvituð
vinnubrögð þegar kemur að því að
ellin sæki fólkið heim og þegar fer
að líða að verklokum. Sveitarfélögin
þurfa að meta þennan þátt félags-
legrar þjónustu af raunsæi án þess
að um forræðishyggju sé að ræða.
Auðvitað er margt fullorðið fólk
vel statt og á til dæmis áhugamál
til að snúa sér að. Engu að síður
er víst að þama er um mikið mál
að ræða sem auðvitað á að taka á
og raunar ætti fólkið sjálft fyrst
og fremst að gera það í samvinnu
við stjómendur sveitarfélaganna.
Þama þarf fyrst og fremst að byija
að vinna miklu fyrr og skapa skil-
yrði fyrir auknu fyrirbyggjandi
starfi á mörgum sviðum áður en
kemur að hinni raunvemlegu elli.
Sveitarfélögin bíða oft eftir „vanda-
málunum" og eyða þá ómældri
vinnu og fjármunum til að leysa
þau. Það er raunar grátlegt að
heyra fulltrúa sveitarfélaganna í
ræðu og riti og í sjónvarpi lýsa
skelfingu sinni vegna fjölgunar
gamals fólks. Þeir hafa reiknað
dæmið og vita nákvæmlega hver
fjölgunin er eftir 5, 10 eða 20 ár.
Þessi skelfing sveitarstjórnar-
manna er að því leyti skiljanleg að
ef engin breyting verður á skipulagi
eða hugmyndafræði heldur neyðar-
ástandið áfram að versna. Með
breyttu skipulagi og breyttri hug-
myndafræði er hins vegar hægt að
breyta neyðarástandinu í eðlilega
þróun. Það er til dæmis ekki nokk-
ur vafi, og það hefur raunar verið
reynt á einum stað, að hægt er að
fresta ellinni í mörgum tilvikum
með samstarfi fólksins sjálfs og
sveitarfélagsins. En til þess að ná
árangri á þessu sviði þurfa sveitar-
félögin almennt að skapa ytri skil-
yrði fyrir forvamarstarfi á breiðum
grunni áður en að hinum raun-
verulegu elliárum kemur. Þetta
þarf að gerast á eðlilegan hátt und-
ir stýringu fólksins sjálfs. Með
þessu móti og svo því að 'komast
út úr steypubílnum í hugmynda-
fræðinni, gæti orðið um eðlilega
þróun að ræða og með því að bytja
fyrr þá myndi aðlögun starfsloka í
mörgum tilvikum verða eðlileg þró-
un en ekki sú martröð sem oft vill
verða.
" ' 11
Engar stöðumælasektir
-í CeirUvwc
ovb go 'isnnnsgtiiIyoidBÓýlsjiisv