Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 7

Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐiUDAGUR;19.‘ DESEMBER 1980 7 Eskifjörður: Heimamenn kaupa eign- ir Pöntun- arfélagsins HEIMAMENN á Eskifirði hafa keypt fasteignir þrotabús Pöntun- arfélags Eskfirðinga. Fjögur verslunarhús voru seld Hrað- frystihúsi Eskifjarðar hf. og bæj- arsjóði Eskifjarðar og munu þess- ir aðilar standa fyrir stofnun hlutafélags um rekstur verslunar í þeim. Einstaklingar keyptu íbúð- arhús þrotabúsins. Kaupfélag Héraðsbúa, sem hefúr haft eignir félagsins á leigu frá því fyrir gjald- þrot, bauð einnig í fasteignirnar. Eignirnar, sem Hraðfrystihúsið og bæjarsjóður keyptu, eru nýtt verslun- arhús að Strandgötu 50, tvö verslun- arhús að Strandgötu 44-46 og vöru- skemma við höfnina. Samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var í gær er kaupverðið 32 milljónir kr. 60% kaupverðsins greiðast á tíu mánuðum og eftirstöðvarnar ári síðar. Söluverð íbúðarhússins við Bleiksárhlíð 34 var 4,7 milljónir kr. og greiðist alit á átta mánuðum. Þrotabúið fær því 36,7 milljónir fyrir fasteignirnar en Kaupfélag Héraðs- búa á Egilsstöðum bauð 31 milljón. Sigurður Helgason skiptastjóri þrotabús Pöntunarfélagsins segir að með öðrum eignum verði heildarsölu- andvirði eigna búsins rúmlega 38 milljónir kr. Þá væri útlit fyrir að farsæl lausn fengist á ágreiningsmál- um þannig að um 40 milljónir kr. gætu hugsanlega komið upp í skuld- ir en þær eru um 60 milljónir kr. Kaupfélag Héraðsbúa hefur eign- irnar á leigu til áramóta og sagði Sigurður að félaginu stæði til boða að hafa þær til 1. mars, en þá taka nýju eigendurnir við verslunarhús- næðinu. Eydís aftur í áætlun EYDÍS, flugvél Flugleiða, sem stöðvaðist í Ósló í sl. viku, eft- ir að skemmdir urðu á skrúfu- blöðum og vélarhlíf vélarinn- ar, er byrjuð að fljúga sam- kvæmt áætlun á ný. Eydís kom frá Ósló á sunnudaginn og fór þá strax áætlunarflug til Lon- don. Viðgerð flugvélarinnar heppnaðist vel. Nú er verið að kanna hver ber ábyrgð á að hita- barkinn, sem sogaðist upp í hreyfijinn, var á flugvallarstæð- inu í Ósló. Mjög strangar reglur eru í gildi um að léttir hlutir liggi ekki lausir á flugvallarstæðum. Reykjavík: AA-samtökin fá Tjarnargötu 20 BORGARRÁÐ helúr samþykkt til- lögu Davíðs Oddssonar borgar- stjóra, um að AA-samtökin fái inni í Tjarnargötu 20, þar sem Félags- málastofnun borgarinnar er nú til húsa. í tillögu borgarstjóra kemur fram, að AA-samtökin hafa um árabil haft til afnota tvö hús á Alþingisreit. _ Forsetar þingsins hafa nú sagt sam- ' tökunum upp húsnæðinu og er stefnt að niðurrifi þeirra og flutningi á næstu vikum. Félagsmálastofnun sem nú hefur meðal annars aðsetur í húsinu við Tjarnargötu 20, mun flytja starfsemi sína þaðan í nýtt húsnæði við Síðum- úla. Gert er ráð fyrir að AA-samtökin leigi húsnæðið frá 1. apríl 1990 eða fyrr verði húsið rýmt fyrir þann tíma. Verður leiga hússins miðuð við að standa undir fasteignagjöldum og tengdum gjöldum af húseigninni. Auk þess annist samtökin allt nauð- synlegt viðhald hússins að utan sem innan og umhirðu garðsins. Bandaríska sveitasöngkonan Tammy Wynette heldur þrenna tónleika á Hótel Islandi í febrúar. Tammy Wynette á Hótel íslandi BANDARÍSKA sveitasöngkon- an Támmy Wynette er væntan- leg hingað til lands í febrúar til tónleikahalds. Wynette er ein kunnasta núlifandi sveitasöng- konan og heldur hún þrenna tónleika á Hótel íslandi dagana 8., 9. og 10. febrúar ásamt 16 manna hljómsveit. Undirbúning- ur að komu Wynette til landsins hefúr staðið frá því i sumar, að sögn Birgis Hrafnssonar mark- aðssljóra hjá Ólafi Laufdal. Tammy Wynette býr í borginni Nashville í Bandaríkjunum, sem er þekkt fyrir sveitasöngva, og þaðan kemur hún beint til íslands. Hún heldur tónleika að jafnaði 15 daga í hveijum mánuði. Einnig hefur hún haldið fjölmarga tónleika í Evrópu og á þar stóran aðdáendahóp. Wynette hefur unnið tii fjölda verðlauna fyrir söng sinn, þar á meðal Grammy-verðlaunanna, en eitt frægasta lag hennar er Stand By Your Man sem hún söng fyrst inn á plötu 1968. Þá hefur hún í tvígang verið valin kona ársins í Bandaríkjunum af bókaútgáfunni Who’s Who. rlög g; §em leituðu ásjár Islendinga eu var vísaö úr landi.« ... eru viðkvæmnismál sem legið hefur í þagnargildi hérlendis í hálfa öld. Magnaður sjónvarpsþáttur Einars Heimissonar um móttökurnar sem gyðingarnir hlutu hér á landi, fordóma og síðan hrottvikningu þeirra frá Islandi vakti þjóðarathygli og gífurleg viðbrögð. Götuvísa gyðingsins, fyrsta skáldsaga Einars, fjallar um þetta varnarlausa fólk og hefur nú verið valin ein af tíu athyglisverðustu bókum ársins. Einar er yngstur þeirra höfunda sem tilnefndir hafa verið til Islensku bókmenntaverðlaunanna 1989. Götuvísa gyðingsins er snilldarlega skrifuð saga um efni sem snertir síðumúla29 alla íslendinga. HpWHM siMi6-88-300 -J b é #4 #4 éé é 4 i'éá 44 # 114

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.