Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 14
MQRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUU 19. DESEMBER 1989 Heimspekin, siðferðið og ýmislegt annað Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Páll Skúlason: Pælingar II, Reykjavík 1989, 203 bls. Páll Skúlason, prófessor í heim- speki við Háskóla íslands, hefur nú tekið saman annað greinasafn sitt og nefnir Pæiingar II. Fyrir tveimur árum var gefið út greina- safnið Pælingar. Greinarnar í þessu nýja safni bera það nokkuð með sér að stutt er um liðið frá því að fyrra safnið kom út. í þessu safni er mikið af blaðagreinum, tvö viðtöl, fyrirlestrar, minningargrein og afmælisgrein og greinar úr tímaritum. I þessu safni em tvær lengri heimspekilegar greinar, en allar hinar eru styttri, skrifaðar af ýmsum tilefnum. Þetta nýja safn er helft hins fyrra. Það er margt vel skrifað i íslenzkum dagblöðum og á það skilið að varðveitast. Af því að ég hef ekki haft tækifæri til að fylgj- ast með því, _sem Páll hefur skrifað í dagblöð á íslandi nema Morgun- blaðið, þá fannst mér ágætt að lesa blaðagreinarnar. En ég er ekki viss um að ráðiegt hafi verið að setja þær allar í bók. Þær eld- ast misjafnlega vel og það hefði verið skynsamlegt að láta þær bíða lengur, þar til valið hefði verið úr þeim, ef áhugi hefði þá verið á að safna þeim saman í bók. Þetta á við um - „Stjórnarskrá, mannrétt- indi og kóróna Kristjáns IX“ til dæmis og einnig um „Áskorun til fréttamanna“. Báðar þessar grein- ar held ég að eigi varia heima í bók. í heimspeki þessarar aldar er gjarnan greint á milli tveggja hefða: Meginlandshefðar og engil- saxneskrar hefðar. Nú verður að hafa ýmsa fyrirvara á að draga skii á milli þessara hefða, en einn munurinn á þeim er sá, að hin engilsaxneska hefð líkist að ýmsu leyti átökum lögmanna frammi fyrir dómara og sýnir hefðarspeki hæfilegt virðingarleysi, en megin- landshefðin markast fremur af því að sýna fyrirrennurum virðingu og gera ekki ágreining við þá að nauð- synjariausu. Hættan við fyrr- nefndu hefðina er yfirborðsleg heimspeki, að hún nái aldrei til hinna dýpstu raka, en við hina síðarnefndu að myrk ruglandi telj- ist dýpstu sannindi og það sé eigin- lega dónaskapur að vera á öðru máli en meistarinn og ástæðulaust að eyða rökum á aðra en dygga lærisveina. Páll kemur úr meginlandshefð- inni, en hann er ekki dæmigerður fyrir hana. Viðfangsefni hans eru að vísu svipuð og margra fyrir- bærafræðinga, en svo hafa þeir stundum verið nefndir, sem iðka heimspeki í anda Sartres og Heid- eggers, frægustu fulltrúa þessarar hefðar. En hann er ekkert illa hald- inn af virðingu fyrir hefðarspeki og óttast ekki ágreining. Og þótt stundum liggi kannski ekki alveg ljóst fyrir, hvað hann er að fara, þá ætti ofurlítil umhugsun lesan- dans að geta bætt úr því. í mörg- um þessara greina er verið að koma orðum að mikilsverðum hlut- um og hugsa um erfið viðfangs- efni og það er alveg ástæðulaust að ætlast til þess að merking og tilgangur þess, sem sagt er, sé ævinlega augljós. Bókin skiptist í sex hluta. I þeim fyrsta gerir Páll grein fyrir hug- myndum sínum um heimspeki. í öðrum hlutanum fjallar hann um nokkur siðferðileg efni^ í þeim þriðja eru stjórnmál krufin. Fjórði hlutinn er blaðagreinar um þjóð- mál og vikið að mörgu. í fimmta hlutanum er tekizt á við kennslu- mál og sá síðasti nefnist lífsskoð- anir, þar sem Páll hugsar um trú, vísindi, annað líf og minnist Sig- urðar Nordal og Brynjólfs Bjarna- sonar. Það er ekki nokkur von til þess að gera nema örlitlu broti af öllu því, sem í bókinni er, skil í rit- dómi. Eg vil þó nefna, að mér finnst greinar hans tvær um Sig- urð Nordal vel heppnaðar og einn- ig greinin um forspjallsvísindi. í framhaldjnu vildi ég víkja að þrennu. í fyrsta lagi skoðun Páls á eðli siðferðilegra gæða; í öðru lagi að samlíkingu tungumáls og siðferðis og í þriðja lagi að skoðun- um hans á skoðanakönnunum. Tvö fyrri atriðin enj nátengd. Páll notar iðulega samlíkingu tungumáls og siðferðis til að varpa ijósi á eðli siðferðilegra gæða. En hvað erum við að tala um með orðalaginu siðferðileg gæði? Það er ekki eins ljóst, eins og kann að virðast við fyrstu sýn. Dæmi um góðverk er það að hjálpa öðrum manni í neyð. Það þarf ítarlegri lýsingu á verknaðinum til að vita, hvað nákvæmlega um er að ræða. Við skulum hugsa okkur að við rekumst á bílstjóra, sem hefur ekið út af vegi og kemst ekki upp á hann aftur hjálparlaust. Við ákveðum að hjálpa honum. Ef ekk- ert frekar kemur til, er þetta ein- falt dæmi góðverks. En hvað ef bílstjórinn óheppni er bankastjór- inn minn og ég sé mér leik á borði með því að hjálpa honum upp á veginn og vænti þess að fá lán auðveldlegar í framtíðinni fyrir vikið? Þá erum við ekki lengur að tala um góðverk. Fyrra verkið hef- ur einhvern þann eiginleika, sem lýst er með orðinu góður, sem það síðara hefur ekki, og þennan eigin- leika má kalla siðferðilegan. Mörgum hefur virzt, að slíkir eiginleikar væru ekki raunveruleg- ir í sama skilningi og lögun er raunverulegur eiginleiki hlutar. Þá er skoðunin sú, að siðferðilegir eig- inleikar séu lagnir hveijum og ein- um einstakiingi í bijóst og hann síðan yfirfærir þá á verknað eins og þann, sem áður var lýst. En þetta vill Páll ekki segja. Hann segir á einum stað: „ ... að það er almannarómur sem segir okkur hvort einhver maður sé farsæll eða lánsamur. Þessu fylgir að það gild- ismat sem tengist þessum við- horfum, er ekki breytilegt frá ein- um manni til annars, sem sagt að mælikvarðar á verðmæti séu hlut- lægir“ (bls. 32). Það má horfa framhjá því að Páll er að eigna þessa skoðun tiiteknu viðhorfi, það eru ýmsir aðrir staðir í bókinni þar sem sjá má þessa skoðun. En nú verður að taka eftir því, að hlut- ÞAR VAR LÍF í TUSKUNUM Bókmenntir Jenna Jénsdóttir Kristín Steinsdóttir: Stjörnur og strákapör. Myndskreyting: Brian Pilkington. Vaka-Helgafell hf., 1989. Kristín Steinsdóttir hlaut íslensku barnabókaverðlaunin fyrir fyrstu bók sína, Fransbrauð með sultu (1987). í fyrra kom út sjájf- stætt framhald af sögunni: — Fallin sþýta og nú stjörnur og strákapör sem einnig er um sömu persónur. Sögusviðið er Reykjavík, þegar Tívolí var í Vatnsmýrinni, dagblað kostaði eina krónu og fimmtíu aura og'fargjald með „strætó“ tíu aura fyrir börn. Fólk hópast niður á bryggju til þess að taka á móti ættingjum og vinum utan af landi, því þeir koma með Esjunni. Lilla er einmitt með fjölskyldu sinni, að taka á móti afa og ömmu frá Austurfirði. Kata vin- kona Lillu er einnig með skipinu ásamt móður sinni. Afi er að leita sér lækninga og karlinn er ekki of hrif inn af lífshátt- um í daglegu umstandi hjá bæjarbú- um. Hann er fastur fyrir og fer sínar eigin leiðir og ávítar þegar honum þykja hlutirnir ganga þvert á móti því sem hann þekkir úr fámenna þorpinu heima. Samt á hann til hlýju og skilning gagnvart Lillu, sem er að komast á táningsárin og gengur nú — í ögrandi sjálfstæði sínu — illa til fara með krullað hárið óhreint í flókabendu og elskar allt sem viðkemur rokki. Amma er minni fyrir sér, en hefur þó stundum til málanna að leggja. Lilla nýtur þess innilega að sýna Kötu vinkonu' sinni bernskuum- hverfi sitt í Reykjávík. Þær taka þátt í boltaleikjum barnanna og þess á milli kynnist Kata lífi verð- andi táninga. Alls konar skemmti- legar samverustundir með jafnöldr- um og smáskot auðga tilveruna og skapa hamingju hjá glaðværri æsk- unni. Þó dregur aðeins ský fyrir sólu þegar þarf að rökræða við fullorðna fólkið um ýmislegt sem viðkemur æskunni, og hinir fullorðnu skilja hvorki upp né niður í þótt sannindi séu alveg augljós. Leiðinlegir smá- strákar geta líka eyðilagt góðar stundir með því að troða sér í fé- lagsskap stelpnanna og meira að segja haldið blákalt fram þeiri inn- rætingu að í bröggunum í Skóla- vörðuholtinu búi bara hrekkjusvín og villingar. Albjört sumarnóttin seiðir börn og unglinga tii útileikja fram eftir öllu. Svo eru það bíóferðir og rokk- Kristín Steinsdóttir æfingar í portinu við Austurbæjar- skólann eða í einhverjum af kjöllur- um heimilanna. Allt er á fleygiferð í gleði æskunnar. En ein síns liðs er Kata áttavillt og óörugg í hinum stóra bæ. Haust- vindar taka að blása og Lilla finnur fjögurra laufa smára, sem hún fær- ir honum afa sínum á sjúkrahúsið. Þetta er skemmtileg barnasaga þar sem gleði og alvöru er fléttað saman og allt séð með augum já- kvæðrar æsku, sem lifði á tímum sem nú eru löngu liðnir. Frásögnin er lifandi og sönn. Begga halta — af hveiju að kenna fólki við fötlun sína? — Jafn- vel þótt litið sé aftur í tímann. Eins og alltaf eru myndskreyt- ingar eftir Brian Pilkington í takt við efnið. Páll Skúlason lægnin felst ekki í því, að verknað- ur eða annað hafi tiltekinn eigin- leika, heldur hinu að um það sé sammæli, að hann hafi eiginleik- ann. Þess vegna er hann ekki breytilegur. Samlíkingin við tungumálið virðist ganga út á þetta á endan- um, að við verðum að vera sam- mála um að nota orðin í tiltekinni merkingu til að geta skilið hvert annað og sama gildir þá um sið- ferðilegu eiginleikana. Þetta held ég að sé vafasamari skoðun en kann að virðast. Siðferði einstakl- inga spillist oft og iðulega og stundum á það við um heil sam- félög, að siðferði þeirra spillist. En gætum nú að. Sé siðferði á endanum sammæli, þá getum við ekki haldið þessu fram; sammælið er bara annað en það var áður. Og er ekki eðlilegt að spyqa, hvort siðferðið verði ekki jafnbreytilegt og afstætt og tungumálin eru fjöl- breytileg, ef samlíkingin og þessi kenning um sammæli eru réttar? Fi-ekar ætla ég ekki að fjölyrða um þetta en benda á, að þessi skoð- un um afstæðið er ekki sú, sem Páll vill halda fram, því að hann vill halda í að siðferðið sé ekki breytilegt, ég veit ekki hvort hann vill segja algilt. En nóg um það. Ég sagði í upphafi, að nokkrar blaðagreinanna hefðu mátt liggja á milli hluta. í nokkrum þeirra gerir Páll lítið úr skoðanakönnun- um og vill halda því fram að al- menningsálit komi alls ekki fram í þeim. Hann segir meira að segja stundum að þær búi til skoðanir. Nú er ekki því að neita að kannan- irnar hafa vissar afleiðingar, en ég held, að menir viti ósköp lítið um, hveijar þær séu. Mér vitanlega hafa talsmenn skoðanakannana aldrei haldið því fram, að almenn- ingsálit í skilningnum yfirvegaðar skoðanir komi fram í þeim. Fæst fólk hefur yfirvegaðar skoðanir á mörgum hlutum, en það breytir engu um gildi skoðanakannana. Þær gefa ósköp einfaldlega til kynna hveijar skoðanir tiltekinn hópur manna hefur í tilteknum málum að svo miklu leyti sem hægt er að tala um, að hópar hafi skoðanir. Ég held að skoðanakann- anirnar hefðu mátt liggja á milli hluta. Það er fjöldamargt annað í þess- ari bók, sem vert hefði verið að nefna. Það þarf ekki að koma á óvart, að ég skuli vera ósammála ýmsu í bókinni. Ég er raunar miklu oftar ósammála rökunum fýrir skoðunum en skoðununum sjálf- um. Fyrir áhugamenn um heim- speki er hér ýmislegt hnýsilegt. Skólaskop Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Safnað hafa: Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sigurðsson. Myndskreyting: Hjördís Olafs- dóttir. Kápuhönnun: Guðjón Ingi Hauksson. Prentun: Félagsbókbandið-Bók- fell hf. Útgefandi: Almenna bókafélagið. Mér er sagt, að margir hafi beð- ið þessarar bókar, vitað að hún var í gerð. Og hér er hún komin, full af spaugi um nemendur og kenn- ara. Það er erfitt að velja ti! slíkrar bókar, særa ekki eða móðga, því að flestum lætur betur að hlæja að öðrum en sjálfum sér. En lífið er ekki annað en að brosa að því, svona annað slagið, og hvað er „klór“ á prófi annað en hálmstrá sem gripið er í, til þess að þykjast maður, spaugilegir tilburðir við að hálda andliti. Klaufaleg spurn, klaufalegt svar, vart til annars en brosa að. Ég sé ekki betur en söfnurunum hafi tekizt vel til, en slíkur dómur verður þó alltaf persónubundinn, hver leitar til sinna námsára, léitar að glettum síns tíma. En stundum gerast í skóla atburðir, sem þessu eru ekki háðir, vekja þjóð hlátur en ekki fámennum hópi. Slík kímni á erindi á bók. Dæmi: „Svarti dauði var svo hrikaleg pest, að stundum fóru 10 lík til grafar og komu að- eins 5 til baka.“ Stúlka í Borgarnesi sem horfði á íslandskort hangandi uppi á vegg lét eftirfarandi setningu frá sér fara: ;,Það er meira hversu margar ár á Islandi renna upp í móti.“ Úr ritgerð um „bakteríur": „Bakteríur eru bráðsmitandi sjúk- dómur, sem getur valdið dauða...“ Spurning á söguprófi í einum af barnaskólum Reykjavíkur var svo- hljóðandi: „Hvað vitið þið um Guð- brand Þorláksson Hólabiskup?" Eitt svarið var: „Hann smíðaði Hóla- stól.“ Menntaskólakennari einn hafði stundum gaman af að vera nokkuð tvíræður í orðum og jafnvel klúr. Nemendur í stúlknabekk einum voru búnir að fá alveg nóg af slíku og ákváðu stúlkurnar að næst þeg- ar kennarinn impraði á slíku, skyldu þær standa upp sem einn maður og ganga á dyr. Næsta morgun kemur kennarinn inn í stofuna, hress að vanda og segir: „Jæja, nú er það svart. Það er orðið mellulaust í París.“ Að þessum orðum mæltum risu stúlk- urnar á fætur og gengu í átt til dyra. Þá hrópar kennarinn: „Nei, nei. Rólegar stelpur mínar. Það fer engin flugvél til Parísar fyrr en á morgun.“ Fyrir mörgum árum kenndi Ör- lygur Richter, núverandi skólastjóri Fellaskóla, við Álftamýraskóla. Einn af samkennurum hans þar var hagyrðingurinn Örn Snorrason. Eitt sinn í kaffitíma hafði Örlyg- ur tekið með sér „Kennslubók í rúmfræði" inn á kennarastofuna og lá bókin á borðinu hjá þeim félög- um. Er hringt var inn þreif Örlygur bókina með sér og skálmaði inn í tíma. Er þangað kom lagði hann bókina fremst á kennaraborðið og gekk aftur í bekkinn. Fljótléga fór að heyrast fliss hjá þeim er fremst sátu. Er Örlygur gekk í áttina til þeirra tók hann eftir því að áður- nefnd kennslubók var komin á ferð um bekkinn. Er hann náði loks bókinni úr höndum nemenda, sá hann að á forsíðu hennar hafði bæst við lesmál með rithendi Arnar og var það þessi vísa: Nemendur þess njóta mest í nætur-vetrar-húmi, að Örlygur kennir allra best hvað á að gera í rúmi. Vissulega mun þessi bók vekja bros, vekja hlátur, og hafi þeir þökk er slíkt veita fólki, er paufast í mesta skammdegi ársins. Gleymið ekki að lesa formálann, þar sem lýst er eftir kímnisögum, lesandans, úr skóla. Myndir bráðvel gerðar. Prentun og frágangur allur góður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.