Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 34
m
Morgunblaðið/Emilía
Forseti fær bók að gjöf
HAFSTEINN Guðmundsson forstjóri bókaútgáfunnar Þjóðsögu gékk
í gærmorgun á fund Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, og
afhenti henni nýútkomið bindi í ritflokknum Islensk þjóðmenning.
Þetta nýja bindi heitir Munnmentir og. bókmenning.
„Undir sólinni“:
íslenskur spurningaleik
ur fyrir alla aldurshópa
Bókaforlagið Iðunn hefúr gefið út fjölskylduspil með spurningum
fyrir alla aldurshópa. Hugmyndin að spilinu er íslensk og hefur öll
vinna við hönnun þess og þróun farið fram hér á landi. Við leik
spilsins reynir á vitneskju, heppni og áræði og eiga allir jafna mögu-
leika til sigurs því spurningarnar skiptast í efhis- og þyngdarflokka.
Spurningarnar eru á spjöldum
og skiptast þær í fjóra efnisflokka,
íslandssögu, íslensku og bókmennt-
ir, almennar spurningar og barna-
spurningar. Þær eru fjögurþúsund,
á tvö þúsund spjöldum, í tveimur
þyngdarflokkum og er ein spurning
úr hvorum flokki á hvetju spjaldi.
Spilinu fylgja tveir teningar, annar
með sex flötum, hinn með tólf, en
gangur spilsins er mishraður eftir
því hvor teningurinn er notaður.
Markmið spilsins er að svara
spurningum og vinna sér inn stjörn-
ur sem nota má til að koma sér
áfram eftir ákveðinni leið á spila-
borðinu. Reitir borðsins ákvarða
hversu margar stjörnur hægt er að
vinna eða tapa, hvort leikmenn
komast aftur á bak eða áfram og
hvort hægt er að leggja undir og
vinna þá stórt eða tapa stórt.
Gerð spilsins hefur staðið yfir frá
því í vor en hugmyndina að því á
Ingvar Hafsteinsson. Nanna Rögn-
valdardóttir hefur haft umsjón með
samningu spurninga, en auk hennar
hefur fjöldi sérfróðra manna komið
þar við sögu, Þóra Bryndís Þóris-
dóttir samdi reglur spilsins og Halla
Helgadóttir sá um útlit þess. Fjöldi
fólks á öllum aldri hefur tekið þátt
í að þróa spilið með því að spila
það. Öll. hönnun spilsins, vinnsla
Stjörnuspekibók eftir
Gunnlaug Guðmundsson
IÐUNN hefúr gefið út bókina
„Hvað býr í framtíðinni?" eftir
Gunnlaug Guðmundsson,
stjörnuspeking.
Á síðasta ári kom út eftir Gunn-
laug bókin „Hver er ég?“ og í kynn-
ingu Iðunnar á nýju bókinni segir
að í þessari nýju bók haldi Gunn-
laugur áfram að segja frá gildi
stjörnuspekinnar og áhrifum himin-
tunglanna á líf einstaklingsins.
„Hér er einkum fjallað um hvernig
gangur þeírra skiptir ævinni í tíma-
bil og hvaða orka er ríkjandi í lífi
einstaklingsins hveiju sinni. Við
hveiju megi búast á hveiju tímabili
lífsins og hvernig nota megi
stjörnuspekina til að ákveða rétta
tímann til athafna og aðgerða.
Hver og einn getur fundið hvaða
kynslóð hann tilheyrir og séð þann-
ig líf sitt í víðara samhengi. Einnig
les Gunnlaugur úr kortum ýmissa
landa, þar á meðal íslands, og spá-
Gunnlaugur Guðmundsson
ir í þróun og horfur á ókomnum
árum.“ Bókin er 244 blaðsíður.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Nýstúdentarnir sem brautskráðust frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
þess og prentun fór fram hérlendis,
fyrir utan spílaborðið sjálft sem
preptað var í Skotlandi.
Ákveðið hefur verið að bæta við
fleiri spurningaflokkum. Kassi með
tvö þúsund barnaspurningum er
væntanlegur í lok janúar og í undir-
búningi eru íþróttaspurningar.
Spilið hefur fengið góðar viðstök-
ur og er fyrsta upplag forlagsins
þegar uppselt.
Morgunblaðið/Emilía
Höfúndar spilsins, „Undir sólinni". Frá vinstri eru Þóra Bryndís
Þórisdóttir, Halla Helgadóttir og Nanna Rögnvaldardóttir.
Bók um Hring Jóhannesson
BÓKAÚTGÁFAN Lögberg hefur gefið út nýja listaverkabók í ritröð-
inni Islensk myndlist, og er að þessu sinni fjallað um Hring Jóhannes-
son listmálara.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræð-
ingur skrifar um Hring, sem er einn
af þekktustu myndlistarmönnum
okkar, rek'ur feril hans og segir frá
framlagi hans til íslenskrar mynd-
listar. Einnig skrifar Björn Th.
Björnsson um Hring. í bókinni birt-
ist fjöldi litprentana af málverkum
Hrings, auk teikninga eftir hann
og ljósmynda úr lífi hans og starfi.
Hringur Jóhannesson er fæddur
í Haga í Aðaldal og ólst þar upp.
Hann hefur jafnan verið átthögum
sínum trúr og dvalið þar á sumrum
við iðkun listar sinnar. „Segja má
að vitund hans um hið ótrygga jafn-
vægi milli íslenskrar sveita- og
borgarmenningar sé einn helsti
styrkur hans sem myndlistar-
rnanns," segir Aðalsteinn um Hring
í bókinni.
Hringur Jóhannesson
Aðalsteinn Ingólfsson
V estmannaeyj ar:
Nýstúdentar brautskráðir
Ólafúr Hreinn Sigurjónsson,
skólameistari.
Vestmannaeyjum.
FRAMHALDSSKÓLINN í Vest-
mannaeyjum útskrifaði stúd-
Garðabær:
Nýr leikskóli
og Flataskóli
stækkaður
FJÁRHAGSÁÆTLUN Garðabæj-
ar íyrir árið 1990 hefur verið lögð
fram. Þar kemur fram að sameig-
inlegar tekjur eru áætlaðar 518,2
milljónir króna og eru útsvör aðal-
tekjustofninn eða- 393,4 milljónir
króna sem er 75% af sameiginleg-
um tekjum. Mestum hluta útgjalda
verður varið til fræðslumála eða
92,9 milljónum króna. Þá er gert
ráð íyrir að afborganir lána verði
48 milljónir króna.
„Það hafa ekki verið lagðar fram
ákveðnar tillögur um framkvæmdir
á næsta ári en ég á von á að ráðist
verði í byggingu leikskóla í nýju
hverfi í Bæjargili og að fjórar
kennslustofur verði byggðar við Fla-
taskóla," sagði Ingimundur Sigurp-
álsson bæjarstjóri. Áætlaður kostn-
aður við leikskólann fullbúinn er um
35 til 40 milljónir og kostnaður við
stækkun Flataskóla er áætluður um
20 milljónir. Að sögn Ingimundar er
gert ráð fyrir að þessum fram-
kvæmdum verði að fullu lokið á ár-
inu.
Bæjarstjórn hefur samþykkt
óbreyttar álagningarreglur fyrir árið
1990 og er útsvar 7%, fasteigna-
skattur á íbúðarhúsnæði 0,375%,
holræsagjald 0,15% og vatnsskattur
0,15%. Álagning vegna verslunar-
og þjónustu verður 0,65% og vegna
iðnaðar 1%.
enta í 10. skipti við lok haust-
annar skólans. Þá voru braut-
skráðir 8. nemendur með stúd-
entspróf.
Á haustönn stunduðu 220 nem-
endur nám við framhaldsskólann,
á 10 námsbrautum. Stúdentarnir
sem útskrifuðust voru 3 af hag-
fræðibraut, 3 af náttúrufræði-
braut, 1 af heilsugæslubraut og 1
af uppeldisbraut. Auk þess sem
nýstúdentar vom brautskráðir þá
voru brautskráðir nemendur af
vélstjórnarbraut og iðnbrautum.
Grímur