Morgunblaðið - 19.12.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 19.12.1989, Síða 44
Hrávara Vevðlækkun spáð á áli og öðrum málmi Frá og með 1. desember 1989 tekur Millilandaafgreiðsla Flugleiða að BÍLDSHÖFÐA einnig við stórum og smáum sendingum fyrir INNANLANDSFRAKT. Afgreiðslur Innanlandsfraktar verða þvi tvær, að BÍLDSHÖFÐA 20 og á Reykjavíkurflugvelli. Að BÍLDSHÖFÐA 20 verður Innanlandsafgreiðslan opin 9.00-12.00 og 13.00-17.00 virka daga eins og Millilandaafgreiðslan. Símar 690435 og 82855. Afgreiðslan á Reykjavíkurflugvelli er opin 8.00-18.00 mánudaga til föstudaga og 8.00-12.00 laugardaga. Símar 690585 og 690586. NÝR OG BREYTTUR BÍLDSHÖFÐI - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA FLUGLEIDIR tm*. / rmtcv Búist er við, að málmframleiðsla fari fram úr eftirspurn á næsta ári og leiði til allnokkurrar verð- lækkunar á hrámálmi yfirleitt. Er því til dæmis spáð, að álverð lækki úr 1.930 dollarar tonnið í 1.575 dollara, sem er 18% verð- lækkun, og verð á öðrum málm- um enn meira. í nýjustu skýrslu The Economist Intelligence Unit er talið, að vöxtur- inn í álnotkun muni nokkuð minnka á næsta ári en þá er þess líka að gæta, að hann hefur aldrei verið meiri en á árinu, sem nú er að kveðja. Er áætlað, að álnotkun á Vesturlöndum verið 14,6 milljónir tonna á árinu 1990 en það er 1,5% aukning frá yfirstandandi ári. Ars- notkunin nú er hins vegar 3,9% meiri en á síðasta ári. Samdrátturinn á næsta ári stafar aðallega af hægari hagvexti og af því, að hann snertir strax greinar eins og bíla- og byggingariðnaðinn, sem eru miklir álnotendur. Dregið úr framleiðslu? Álbræðslur hafa að undanförnu verið reknar með fúllum afköstum til að anna eftirspurn en nú er þó farið að gæta nokkurrar birgða- söfnunar. Segir í skýrslunni, að dragi framleiðendur ekki úr fram- leiðslu og birgðasöfnun sé hætt við, að verðið lækki allverulega um stund. Verði ekki brugðist við með þessum hætti er því spáð, að áverð- ið geti farið niður undir 1.500 doll- ara tonnið á síðara misseri 1990. Offramleiðslan nú hefur gefið kaupendum jafnt sem framleiðend- um tækifæri til að laga birgðastöð- una en samt er hún enn fremur slök. Svarar hún til útskipana í 40 HEIMSENDI! NÝ, GUESILEG HESTHÚS I hinni nýju hesthúsabyggð í landi Vatnsenda, á milli Kjóavalla og Víðidals, eru til sölu ný, glæsileg hesthús. ATH.: Festið ykkur hús fyrir áramót. Stórhækkun verður á húsunum með tilkomu virðisaúkaskattsins. Leitið upplýsingo á skrifstofu S.H. verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirói, sími 652221 W S.H. VERKTAKAR HF. STAPAHRAUN 4 - 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 652221 m MALMUR — Spáð er 18% verðfalli á áli á þessu ári og enn meira á ýmsum öðrum málmi. daga en fyrir aðeins fáum árum var talið eðlilegt að eiga birgðir fyrir næstu 60 daga. Er áætlað, að um- framframleiðsla á næsta ári verði 250.000 tonn, nokkru minni en á þessu þegar tekið hefur verið tillit til minni útflutnings til kommún- istaríkjanna. Bandaríkin-EB: Harðar deilur um niðurgreiðslur ■ Brusscl. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁRLEGUR fúndur bandarískra ráðherra með fulltrúum fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins (EB) var haldinn í Brussel síðdegis á Fóstudag. Ljóst er að mikið ber á milli í afstöðunni til niðurgreiðslna á landbúnaðaraf- urðir. Bandaríkjastjórn kærði EB fyrir GATT vegna niðurgreiðslna sem hún taldi bijóta í bága við samkomulagið um tolia og viðskipti (GATT). Sam- kvæmt heimildum í Brussel úrskurð- aði nefnd á vegum GATT að niður- greiðslur EB m.a. á ólívuafurðir brytu í bága við samkomulagið og Bandaríkjamenn hafa krafist þess að þeim verði hætt umsvifalaust. Innan EB er mikil andstaða við þá tillögu Bandaríkjamanna innan GATT að öllum niðurgreiðslum verði hætt á landbúnaðarafurðir. Sambúð Bandaríkjanna við Evrópubandalag- ið hefur undanfarin ár verið stirð fyrst og fremst vegna gagnkvæmra ásakana um viðskiptahömlur. James Baker utanríkisráðherra Banda- ríkjanna vék að samskiptunum við EB í ræðu sem hann hélt í Berlín í síðustu viku þar sem hann hvatti til formlegri og nánari samskipta þess- ara aðila í ljósi pólitískra breytinga í Evrópu. Á fundinum var m.a. rætt um mögulega samvinnu EB og Banda- ríkjanna á sviði umhverfismála s.s. að stemma stigu við eyðingu regn- skóga og takmarkana á notkun óso- neyðandi efna. A MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Segulmagnaðir gjaldmiðlar á tölvuöld Allir vita að tíminn er peningar, en færri gera sér grein fyrir því að peningar eru fyrst og fremst upplýsingar. Ávísanir á verðmæti, en ekki verðmæti í sjálfu sér frekar en pappírinn sem þeir eru prentaðir á. Munurinn á peningaseðlum og öðrum verðbréfum, eins og til dæm- is hlutabréfum, er sá að seðlabank- ar landanna ábyrgjast í krafti ríkis- valdsins nokkuð stöðugt verðgildi þessara ávísana. Kauphallir hluta- bréfaviðskiptanna tryggja engum neitt. Þar ríkir fijálsræði framboðs og eftirspurnar sem jafnan stjórn- ast af.afkomu fyrirtækjanna og ekki síður afkomuhorfum. Þegar eðli peninga sem upplýs- inga er krufið og það skoðað í sam- hengi við tækni samtímans er eðli- leg niðurstaða að heppilegasta boð- leið þessara upplýsinga sé um raf- eindanet tölvanna — án pappírsvið- komu. Pappírinn sem boðleið upp- lýsinga um eignir var tækni samtíð- ar, sem nú er löngu orðin fortíð. í Ijósi þessa er ögn spaugilegt að umræða um notkun greiðslu- korta hér á landi sé á sama stigi og umræða um sölu áfengs öls var fyrir nokkrum árum. Semsé um það hvort fólki sé treystandi fyrir frels- inu. Ávísanir eru dýrar! Innan bankakerfisins hér á landi hefur að undanförnu farið fram greining á kostnaði við hina ein- stöku þjónustuliði bankanna og þar kom í ljós að kostnaður við tékka virðist við fyrstu sýn vera sex sinn- um meiri fyrir bankana en haldið var. Þá er ekki meðreiknuð sú vinna og fyrirhöfn sem viðtakendur ávís- ana í viðskiptalífinu hafa af því að fiokka og gera upp tékka sérstak- lega. I nágrannalöndum okkar er sú meginstefna að verða ríkjandi í bankaþjónustu að notendur greiði hana sjálfir en velti kostnaði ekki út í vaxtamun bankanna. Þetta er sama röksemd og beitt er fyrir því að notendur greiðslukorta beri sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.