Morgunblaðið - 19.12.1989, Side 50

Morgunblaðið - 19.12.1989, Side 50
“50 MO'ÉÓUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁ'ÖÚR 19. DESEMBER 1989 Skipulagt björgunarkerfí, sem nær um land allt eftir Björn Gíslason Nú þégar nær dregur jólum og áramótum fara mörg samtök með göfug markmið að huga að fjáröfl- un. Þeirra á meðal eru hjálpar- og björgunarsveitir landsins sem hafa á að skipa stórum hóp áhugamanna. Slysavarnafélag íslands hefur unnið ómetanlegt starf í þágu örygg- is- og björgunarmála hér á landi. - Samhliða Slysavarnafélaginu starfa nú hjálparsveitir skáta og flugbjörg- unarsveitir að björgunarmálum. Eru í nafni þessara félaga reknar björg- unarsveitir um land allt. Til rekstrar- ins er aflað fjár með ýmsum hætti, svo sem með Lukkutríói, flugelda- sölu, jólatrésölu, dósasöfnun og fleiru. Miklu fé er safnað af skiljan- legum ástæðum á suðvesturhorni landsins af hjálpar- og björgunar- sveitunum sjálfum. Björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins hafa því úr talsverðu fjár- magni að spila. Hafa þær notað fé þetta til að bæta tækjakost sinn stór- kostlega. Er nú svo komið að um 10 snjóbílar, yfir þijátíu torfærubif- reiðar, tugir vélsleða og annarra farartækja eru í eigu þessara sveita. Nýlega festi Slysavarnafélag íslands kaup á öflugu björgunarskipi, Henrý A. Hálfdánarsyni sem kostaði „að- eins“ um 5 milljónir. Heimahöfn þess er í Reykjavík. Slysavarnafélag- ið á einnig björgunarbátinn Gísla J. Johnsen sem nú mun vera hafður í Hafnarfjarðarhöfn. Auk þessara stóru báta eiga björgunar- og hjálparsveitirnar á suðvesturhorni landsins fjölda hrað- -skreiðra björgunarbáta. 1 Ætla má að ekki sé nema gott eitt um þróun þessa að segja. En þegar búnaður björgunarsveita á suðvesturhorninu annars vegar og annarra landshluta hinsvegar er skoðaður kemur í ljós að best búnu björgunarsveitirnar eru á suð-vest- urhorninu, þar sem samgöngur era hvað bestar. Vakna fjölmargar spurningar í þessu sambandi. Er ekki óeðlilegt að á þeim landshluta þar sem sex þyrlur, þar af þijár sérbúnar björg- unarþyrlur, eru geymdar að stað- aldri skuli vera best búnu björgunar- sveitirnar? Er ekki óeðlilegt að á þeim landshluta þar sem erfiðir og hættulegir fjallvegir eru nánast óþekktir skuli vera fjöldi sérbúinna björgunarbifreiða í eigu björgunar- sveita, á meðan takmaður fjöldi sveita úti á landi á slíkar bifreiðar? Er ekki óeðlilegt að flytja þurfti snjóbíla frá Reykjavík til að komast á vettvang flugslyss sem átti sér stað í meira en 150 km fjarlægð frá Reykjavík? Er eðlilegt að staðsetja hið „nýja“ björgunarskip Slysa- varnaféiagsins í Reykjavíkurhöfn, þar sem yfirleitt eitt varðskip, skóla- skipið Sæbjörg, tollbátur og tveir lóðsar búnir slökkvibúnaði fyrir eld í skipum liggja, frekar en á lands- byggðinni þar sem það gæti einnig hentað bæði sem björgunarbátur og samgöngutæki þegar færð spillist, eins og nýi björgunarbáturinn á Isafirði hefur gert? Er raunhæft notagildi fyrir fallhlífasveit innan björgunarsveita? Þessar spurningar kalla á fleiri spurningar. Væri eðlilegt að því fé sem áhugafólk úr björgunarsveitum á suðvesturhomi landsins safnar hjá íbúum þess landshluta sé dreift út á land í formi nýrra björgunartækja? Á þetta ötuia fólk sem vinnur í björg- unarsveitum ekki skilið að fá að ráðstafa því fé sem það safnar? Ætlast íbúar á Suðvesturlandi ekki til að því fé sem þeir láta af hendi til björgunarmála sé varið til að auka öryggi þeirra, í „sínum lands- hluta“? Er ekki þörf á að hafa mörg björgunartæki þar sem margt fólk býr? Það er ekki auðvelt að setjast nið- ur og gagnrýna það göfuga starf sem unnið er í björgunarmálum hér landi, meðal annars af áhugafólki innan björgunarsveitanna. Þó tel ég nauðsynlegt að ræða um björgunarmál með víðtækari og varanlegri markmið í huga en nú er gert. I dag sé ég fyrir mér þijá aðila sem vinna að öryggis- og björg- unarmálum, það er „hið opinbera", sem skiptist í slökkvilið, lögreglu og landhelgisgæslu, „björgunarsveitir", sem skiptast í flugbjörgunarsveitir, slysavarnasveitir og hjálparsveitir, og síðast en ekki síst Rauði kross íslands sem annast rekstur sjúkra- bifreiða. Á þessu má sjá að margir aðilar eru að fást við svipuð verkefni. Nauðsynlegt er að þeir sem hafa það að atvinnu, lögum samkvæmt, að annast björgunarstörf fái til þess nauðsynlegan búnað og þekkingu en á það vantar mikið í dag. Þrátt fyrir fórnfýsi og dugnað geta áhuga- menn ekki skilað sama árangri og atvinnumenn sem fá tæki og þekk- ingu til að sinna björgunarstörfum. Og þó við stórefldum búnað lögreglu og annarra fagmanna geta þeir ekki verið án dugmikilla áhugamanna sem tilbúnir eru að leggja á sig ómælt erfiði við leitar- og björgunar- störf. Bráðnauðsynlegt er að hafa stóra hópa þjálfaðra björgunar- manna til að bregðast við hamförum svo sem skriðuföllum, jarðskjálftum, éldgosum og óveðrum. Til að efla bæði atvinnumenn|k- una og áhugamennsku um allt lánd tel ég nauðsynlegt að einn ábyrgur aðili annist fjáröflun til björgunar- mála og dreifi því fé sem safnast, eftir mati á þörf, um landið allt bæði til atvinnumanna og áhuga- manna eins og Rauði krossinn gerir nú varðandi sjúkraflutninga. Eg sé fyrir mér aðila sem starfa líkt og Happdrætti Háskólans, fjár- hagslega sjálfstæðan aðila sem safn- ar fé fyrir málefnið með ýmsum hætti. Efa ég ekki að almenningur léti fé renna til þess þó að um ríkis- stofnun yrði að ræða. Fénu yrði jafnt varið til kaupa á björgunarþyrlu, sjúkrabifreiðum, snjóbílum, fluglínu- tækjum, björgunarbátum og öðrum lífsnauðsynlegum björgunartækjum. Einnig yrði að veija fé til menntun- ar_björgunarmanna, bæði áhuga- og atvinnumanna, allt eftir mati á þörf. Tækin yrðu ýmist í umsjá opin- berra aðila eða áhugamanna og tryggja yrði að þeir sem vinna við eftirlit og björgunarstörf hefði að þeim greiðan aðgang við vinnu sína og hlytu þjálfun við notkun þeirra. Fé yt'ði varið til rekstrar skóla eins og Landsamband hjálparsveita skáta rekur, sem atvinnumenn og áhuga- menn gætu sótt. Með þessu næðist betri nýting á því fjármagni sem þjóðin ver til björgunarmála. Það er ekki hægt að líta framhjá því að fé sem varið er til menntunar áhuga- manna nýtist illa því mannaskipti eru yfirleitt nokkuð ör hjá björgun- arsveitunum og þær eru ekki að fást við slys daglega. Með þessu er ég ekki að segja að það sé fjársóun Björn Gíslason „Til að efla bæði at- vinnumennskuna og áhugamennsku um allt land tel ég nauðsynlegt að einn ábyrgur aðili annist fjáröflun til björgunarmála og dreifi því fé sem safn- ast, eftir mati á þörf, um landið allt.“ að mennta áhugamenn, en miklu meiri þörf er á að mennta þá menn betur sem hafa það dáglega að at- vinnu að fást við slys í byggð og óbyggð um land allt, en á það vant- ar mikið í dag. Meðan takmörkuðu fé er varið til björgunarmála hér og þjóðin virðist ekki þola meiri skatta, verður að nýta það sem best, bæði fé frá hinu opinbera og það fé sem safnast hjá almenningi. Ég tel að öllum sé ljóst að með vel skiputögðu björgunarkerfi sem nær um allt land yrði hagsmunum okkar allra best borgið. Ekki eru mörg ár síðan ég tók sjálfur þátt í misheppnaðri björgun- artilraun þar sem tveir ungir fjall- göngumenn létu lífið á stað sem tekur aðeins um 20 mínútur að aka að frá Reykjavík. Læknir, lögreglu- menn og sjúkraflutningsmenn, sem sendir voru á vettvang, lögðu líf sitt í hættu við að komast síðustu metr- ana en höfðu ekki þann búnað sem til þurfti til að flytja mennina af vettvangi sem var í ísilagðri fjallshlíð. Þegar ég kom ásamt félög- um mínum úr björgunarsveit á vett- vang, rúmum klukkutíma eftir að tilkynnt var um slysið, með nauðsyn- legan búnað var annar mannanna nýlátinn og hinn lést á leið í sjúkra- hús. Mjög kalt var þennan dag. Þessi atburður fékk mig til að hugsa mik- ið um björgunarmál. Fleiri atburðir hafa fylgt í kjölfarið síðastliðin ár þar sem ég tel fullvíst að með betra skipulagi hefði tekist að bjarga mannslífum. Ég hef ekki séð þá þró- un verða sem ég tel nauðsynlega. Ottast ég að ef annað alvarlegt slys yrði í nágrenni Reykjavíkur, utan alfaraleiða mundi það taka alltof langan tíma að hjálp bærist, þrátt fyrir allar hinar ótrúlega vel búnu björgunarsveitir, því þeir sem fyrstir eru sendir af stað hafa ekki búnað til-að sinna starfi sínu. Þó að hópur björgunarsveitamanna gangi nú með „friðþjófa" á sér' tekur það alltaf langan tíma fyrir þá að komast af stað. Er mér ómögulegt að setja mig í spor starfsbræðra minna úti á landi sem oft vinna einir við margfalt erf- iðari skilyrði en ég með nánast minna en ekki neitt í höndunum. Þeir geta ekki kallað samstundis á vettvang sjúkrabifreið með lækni og öllum neyðarbúnaði né fullkomna tækjabifreið til að ná hinum slösuðu út úr bílflökum. Aðstöðu þessara manna verður að bæta með betri tækjum, auknum mannskap og menntun. Björgunarþyrla Landhelgisgæsl- unnar hefur þó oft getað komið til aðstoðar og áhöfn hennar bjargað mannslífum. Þó sagði starfsfélagi minn að ér þætti það „svo mikið virðingarleysi við mannslífin hvernig að þeim rekstri er búið. Að þessir menn sem bjargað hafa lífi fjölda manna skuli ekki fá stærri og full- komnari björgunarþyrlu er hneyksli útaf fyrir sig.“ Verður ekki of oft að virða viljann fyrir verkið og gjalda fyrir með mannslífum? Þegar við ræðum um björgunarmál erum við ekki bara að ræða um áhuga, stefnur, markmið, fé eða forna frægð heldur „mannslíf“. llöfundur er fyrrverandi erindreki Slysavarnafélags íslands, fyrrverandi félagi í björgunarsveit þess, fjallaleiðsögumaður, kafari, lögregluþjónn íRcykjavík og stundakennari við Lögregluskóla ríkisins. IHRUARA fw Steen .yiariv SKUOOSJÁ -SSígGSj, Erik Neriöe SVIKAVEFUR EKKI ER ALLT SEM SYNIST. Theresa Charles. Annabella hafði verið yfir sig ástfangin af Davíð, og var niðurbrotin, þegar hann fór skyndilega til Ástralíu. En hún var viss um að hann myndi snúa aftur til hennar, þó aðrir væru ekki á sama máli. LYKILORÐIÐ. Else-Marie Nohr. Elugo Elein biður ásamt lítilli dótturdóttur sinni eftir móður litlu telpunnar. En hún kemur ekki. Skelfingu lostinn sér gamli maðurinn að dóttur hans er rænt. Litla telpan stendur einmana og yfirgefin. Mamma er horfin. AUÐLIG OG ÓFRJÁLS. Barbara Cartland. Til að bjarga föður sínum frá skuldafangelsi giftist Crisa Silas P. Vander- hault. Nokkru síðar er Crisa orðin ekkja eftir einn af ríkustu mönnum í Ameríku. En nú er hún eins og fangi í gylltu búri. SVIKAVEFUR. Erik Nerlöe. Elún hefur að því er virðist allt, sem hugurinn girnist. Elún hefur enga ástæðu til að stela, en samt er það einmitt það sem hún gerir. Eða hvað? Er einhver að reyna að koma rangri sök yfir á hana? ENGINN SÁ ÞAÐ GERAST. Eva Steen. Elún er daufdumb. Elún hefur búið hjá eldri systur sinni, frá þvi að foreldrar þeirra fórust í bílslysi. Systirin hefur haldið vandlega leyndu fyrir yngri systur sinni leyndarmálinu, sem foreldrar þeirra tóku með sér í gröfina. SKVGGSJÁ - BÓKABVÐ OUVERS STEMS SF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.