Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 55
Sigrún Helgadóttir
„Ný heimsmynd krefst
nýrrar hugsunar, sið-
fræði og hagfræði, lif-
andi hagfræði sem tek-
ur mið af þörfiim lifandi
fólks og náttúru.“
sem fjölskyldur höfðu stundað
sjálfsþurftarbúskap frá alda öðli.
Nú vann það fyrir peningum í verk-
smiðjum borganna og varð háð öðr-
um með alla afkomu sína. Iðnaðar-
framleiðsla jókst gífurlega svo og
verkaskipting og réttindaleysi
kvenna. Frelsishugmyndir svifu um
lönd, trú á rétt og frelsi einstakl-
ingsins (a.m.k. sumra einstaklinga)
sem síðar leiddu til frelsisstríða og
stjórnarbyltinga.
Slík var heimsmynd þeirra sem
hagkerfi okkar skópu og þeir
styrktust enn frekar í trú sinni þeg-
ar Darwin setti fram þróunarkenn-
inguna á síðustu old. Hún var fljót-
lega rangfærð, stytt og staðfærð
niður í þtjú orð; þeir hæfustu lifa.
Allt var gert vélrænt, ekki bara
náttúran heldur og þjóðfélagið allt.
Samkeppni varð algilt náttúrulög-
mál og vélvirkt samkeppnisþjóð-
félag framleiddi hæfasta fólkið.
Ríkisbubbarnir voru ekkert of sælir
með þann hluta í þróunarkenningu
Darwins að vera afkomendur apa,
en að þeir væru hæfustu lífverurnar
í náttúrunni bætti það verulega
upp. Þeir gátu sofið rólegir vegna
þeirrar fátæktar og eymdar sem
fólk bæði í verksmiðjum og í nýlend-
unum bjó við, þeirra ríkidæmi og
velmegun var sönnun á hæfni
þeirra.
Enginn skyldi lá hagfræðingum
18. og 19. aldar að smíða hag-
kerfið þannig að það miðaðist fyrst
og fremst við auðlegð þjóða en ekki
velsæld fjölskyldna, kvenna og
barna, slíkur var tíðarandinn. Ekki
lá þeim að hagkerfið breikkar stöð-
ugt bilið á milli ríkra og fátækra,
hvort sem um er að ræða fólk eða
þjóðir, fátæklingar og þjóðir hins
s.k. þriðja heims töldust á þessum
tíma vart til manna. Ekki lá þeim
að halda að auðlindir heimsins væru
ótakmarkaðar, þeir vissu ekki bet-
ur. Ekki lá þeim að gera ráð fyrir
að hagkerfið gengi sjálfvirkt eftir
sjálfvirkum lögmálum, slík var trú
þessa tíma um náttúruna og þjóð-
félagið. Hins vegar er það dauða-
dómur yfir mannkyni að halda til
streitu svo úreltu hagkerfi, því nú
vitum við betur.
Lífræn heildarhyggja
Darwin hefur verið mistúlkaður,
hann gleymdi ýmsu, vissi ekki ann-
að og smættarhyggj an truflaði
hann. Samvinna er undirstaða í
náttúrunni ekki .síður en sam-
keppni. Hver þekkir ekki samvinnu
flugna og blóma eða þörunga og
sveppa sem mynda fléttur og geta
þannig vaxið á hörðu. þurru gijóti
þar sem ekkert annað líf fær þrif-
ist. Náttúran er ekki búin til úr
einangruðum lífverum í innbyrðis
samkeppni í ólífrænu umhverfi,
heldur er náttúran samsett úr lif-
andi heildum sem allar eru hlutar
stærri heilda. Hver fruma í líkama
okkar er heild, samsett úr frumulíf-
eser iraafjra&Ta -.er iRJDAaaEarHrí aniAiaAuomm
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989
55
færum, en einnig hluti af stærri
heild, líffæri, Iíkama. Hver fruma
sér um sig og fjölgar sér um leið
og hún vinnur ti! heilla heildinni,
en hugsanlega fær hver fruma upp-
lýsingar um þarfir heildarinnar frá
kjarnanum. Dádýr er heild sem sér
um sig, en er líka hluti af dádýra-
hjörðinni og vistkerfi skógarins.'
Hver einstaklingur er heild en er
líka hluti af vistkerfi og þjóðfélagi.
Allar lífverur Jarðarinnar, nema
maðurinn, hafa innbyggð í sig mörk
eigin hagsmuna og hagsmuna
heildarinnar. Menn verða að setja
sér þessi mörk og koma sér saman
um þau . Sá er vandi þeirra. Hann
verður ekki leystur með því að líkja
þjóðfélögum lifandi fólks við vélar.
Ekkert er ólíkara.
Grískir heimspekingar eru ekki
dauðir úr öllum æðum. Einn af
þeim núlifandi, Elísabet Sahtouris,
veltir því fyrir sér hvemig umhorfs
væri í heiminum í dag, ef heimspek-
ingar og vísindamenn endurreisnar-
innar hefðu ekki endurreist Plato,
Aristoteles og þá félaga heldur
heimspekingana frá Milos s.s. An-
aximander sem var uppi um 600
árum fýrir Krist. Hans kenning var
sú, að allt sem yrði til, hver hlutur
og hver lífvera, tæki lán af birgðum
náttúrunnar og yrði að borga það
aftur með því að leysast upp svo
nýir hlutir gætu orðið til. Með slíka
heimspeki að leiðarljósi hefði líklega
líffræði en ekki eðlis- og stærð-
fræði orðið undirstaða annarra
vísindagreina og mengun og auð-
lindasóun væru ekki til. Sahtouris
ber líka saman lifandi heild og vél:
Líf er ferli, það ferli að breyta ólíf-
rænu efni í lífrænt og síðan aftur
í ólífrænt. Þetta ferli býr sjálft til
þær einingar sem hin lifandi heild
er samsett úr, heldur þeim gang-
andi og endumýjar þær. Lifandi
verur framleiða sig sjálfar og
stjóma sér sjáifar. Menn búa til
vélar og stjórna þeim til að auka
vald sitt. Lifandi vera eða kerfi
helst gangandi með stöðugum
breytingum, vélar haldast aðeins
gangandi ef þær breytast ekki.
Breytingar á náttúrulegu kerfi fara
aðeins í eina átt, en vélar geta far-
ið bæði afturábak og áfram. Grikk-
ir til forna töldu ekki rúmfræðina
framleidda af mönnum, heldur
hefðu menn með henni uppgötvað
þær reglur sem náttúran væri
smíðuð eftir, en það hefur aldrei
tekist að koma náttúrunni inn í
nákvæmar rúmfræðilegar einingar,
t.d. em hringferlar reikistjarnanna
ekki hringir. Rúmfræði gengi ekki
ef reglurnar væru eins ónákvæmar
og reglur náttúrannar og náttúran
gengi ekki ef reglur hennar væru
eins stífar og reglur rúmfræðinnar.
Náttúran er líkari listamanni en
verkfræðingi, notar sama efnið og
sömu aðferðimar aftur og aftur,
en býr samt alltaf til eitthvað nýtt
og öðruvísi, ekki eins og vél í verk-
smiðju sem býr alltaf til nákvæm-
lega eins hluti.
Ný heimsmynd
Gjarnan er litið á ártalið 1500
sem mörk miðalda og endurreisnar.
Hagfræðireglur miðalda mótuðust
af réttindum og skyldum hins stétt-
skipta klerkaveldis, Adam Smith
og félagar skilgreindu nýja hag-
fræði, hagkerfi nýlendustefnu og
kúgunar, mótaðir af skilningi og
skoðunum manna eins og Bacons
og Newtons. Nú er aftur komið að
tímamótum. Við vitum að heimur-
inn er enn ólíkari heimi Adams
Smiths en hans heimur var ólíkur
heimssýn miðálda. Fólk um allan
heim er að rísa upp og mótmæla
þeirri heimsmynd sem ríkisbubbar
og voldugir ráðamenn ríghalda í og
reyna að troða upp á okkur. Auk
þess eru æ fleiri vísindamenn að
komast á þiá skoðun að heimsmynd
21. aidarinnar verði að því leyti lík
fyrstu heimsmynd manna, að Jörð-
inni megi líkja við lifandi veru, sé
jafnvel lifandi heild. Ný heimsmynd
krefst nýrrar hugsunar, siðfræði og
hagfræði, lifandi hagfræði sem tek-
ur mið af þörfum lifandi fólks og
náttúru.
Höfundur er líffræðingur og
varaþingmaður Kvennalistans í
Reykjavík.
ÆÐSTI DRAUMUR LÍFSINS
CcmSÍelLilixyn
ímebal
Kringlunni
S'jzamaöfeA
Jón Bjarnason, Garðar Ólafsson,
úrsmióur, Akureyri úrsmiöur, Lækjartorgi
Smekkleysa kynnir:
SYKURMOLARNIR - ILLUR ARFUR
Önruir breiðskífa Sykurmolanna í íslenskri útgáfu sem er aðeins fáan-
leg hérlendis. Illur arfur inniheldur m.a. hina rómuðu Plánetu, sem er
nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar...
Jón Gitan
MlDNÆTURSÓLBORGIN
Er Þaö Smekkleysubðk?
Spyr sá, sem vit hefur á bókum og bókmenntum.
Smekkleysa s/m sendir nú frá sér skáldsöguna Miðnæt-
ursólborgina, eftir Jón Gnarr. Þar segir frá hrottanum
og fúlmenninu Runólfi, sem kemurtil hinnar deyjandi
Miðnætursólborgar, rekinn áfram af óslökkvandi hefnd-
arþorsta og hatri. Hann fer helför um borgina, ásamt
félögum sínum í þjóða- og sjóræningafélaginu og tortím-
ir öllu sem á vegi hans verður. Höfuðóvinir hans eru
Börn ævintýranna, hugprúðir krakkar, sem missa aldrei
trúna á réttlætið.
En hver er Runólfur og af hverju hatar hann svo mikið?
Hver er Jói? Hvar er Miðnætursólborgin? Hvað er Plaza
Cultura? Hvað er draumur og hvað er veruleiki?
Bók, sem þú verður að lesa - ef þú þorir!
BLESS - MELTING
„Algjör þögn er best.
En góður hávaði er góður líka.
É É É.“ Bless.
Fyrsta plata einnar mögnuð-
ustu rokksveitar landans leit
dagsins Ijós á dögunum.
Melting er
öllum nauðsynleg.
Smekkleysa minnir landsmenn til sjávar og sveita á tvo aðra'möguleika í
hörðu pakkana: a) W.C. Monster með „speed metal" goðunum í
Bootlegs, b) Hryllingsóperu drengjakórsins Ham sem nefnist Buff-
alo Virgin og inniheldur m.a. skandinavíska snilldarverkið Voulez Vous...
Dreifing: Steinar