Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 63
' TflORGUNBlJtÐlB-ÞRIÐJUÐAGUR 19. DKSKMBKR 1989 -6Í3 Verkaskiptasamning- ur ríkis og sveitarfé- laga er ekki til sölu eftir Þorvald Jóhannsson Hæstvirtur borgarstjóri, Davíð, hefur síðustu daga látið stór orð falla um að ríkisvaldið sé nú að koma í bakið á sveitarstjórnum með ósví- finni breytingu á stjórnarskipun sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, í tengslum við verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem tekur gildi um nk. áramót. Fullyrðingar borgarstjórans hafa valdið slíku írafári, að sjálfur fjár- málaráðherra er farinn að flytja þann boðskap opinberlega að hann sé til búinn að bijóta gerðan samn- ing ríkisvaldsins við sveitarfélögin. Hingað og ekki lengra: Staðfestur samningur löggjafans milli ríkis og sveitarfélaga á landinu, um skýrari skil verkaskiptingu þeirra á milli, hefur verið ein höfuð- krafa allra sveitarstjórna í mörg ár. Þar hefur Reykjavíkurborg ekki haft sérstöðu. Við skiptingu verkefna þeirra á milli, sem hefur í mörgu verið mjög óljós hingað til, var mik- ið tekist á um á hvern hátt þeim verði best fyrir komið. Sitt sýndist hveijum í þeim efnum eins og geng- ur. En eitt voru allir sveitastjórnar- menn sammála um: Skýrari skil, þar sem saman fari fjárhagsleg og rekstrarleg ábyrgð, hjá þeim aðiia sem tekur að sér verkefnið. Um þetta atriði ver aldrei ágreiningur. I staðfestum verkaskiptasamningi skipast mál þannig að ríkisvaldið tekur að sér m.a. rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, alfarið. Fram að þessu hafa sveitarfélögin að mestu séð um rekstur heilsu- gæslustöðva. Hinsvegar hafa flest sjúkrahúsanna verið rekin af ríkis- valdinu, annað hvort með fjárveit- ingum í fjárlögum eða á svonefndum daggjöldum. Fáir. rekstrarliðir í útgjöldum sveitarfélaga hafa vaxið meir á síðustu árum, en einmitt rekstrarút- gjöld til heilbrigðismála. Þar hafa fámenn sveitarfélög, flest fjárvana, við lítt ráðið. Það var því að ósk sveitarfélaga sem rekstur heilsugæslustöðva og heilbrigðisþjónsta henni tengd verð- ur fluttur yfir til ríkisins um nk. áramót. Bein afleiðing þeirrar skipan mála er, að sá sem borgar ber líka ábyrgð á stjórnun. Treystiröuannarri íilmu fyrir dýrmœtu minningunum þínum? Þorvaldur Jóhannsson „Fjármálaráðherra hef- ur enga heimild til þess að versla við borgar- stjórann fyrir framan alþjóð um verkaskipta- samninginn. Hann er einfaldlega ekki til sölu.“ Það er því út í hött þegar borgar- stjórinn talar um svik ríkisvaldsins við sveitarfélögin með breyttri skip- an í stjórnir heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Pólitískar deilur borgar- stjórans við ríkisvaldið og sér í lagi fjármálaráðherra nú þessa dagana breyta í engu þeim samningi sem staðfestur hefur verið milli ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu og tekur gildi um nk. áramót. Hann skal standa. Fjármálaráðherra hefur enga heimild til þess að versla við borgar- stjórann fyrir framan alþjóð um verkaskiptasamninginn. Hann er einfaldlega ekki til sölu, hvað svo sem borgarstjóra Davíð finnst ann- ars um það mál. Skrifað á Seyðisfirði, 14. desember 1989 Höfundur er bæjarstjóri á Seyðisfirði. ------- HANS Skemmtileg saga fyrir/ BORGÞÓRS alla fjolskylduna/-----A ,ÓNAS v w .. . / \ JÓNASSON BRÚÐAN HANS BORGÞÓRS eftir útvarpsmanninn vinsæla i Jónas Jónasson. / Hlýleg kímni einkennir þessa l hugljúfu sögu um Borgþór Þ smið, Ólínu konu hans, jfj brúðuna Hafþór skipstjóra, fn Heiðu litlu, borgarstjóra- hjónin Jörund og Kolfinnu j og fleiri íbúa í Ljúfalandi. / - Fallegar myndir Sigrúnar Eldjárns falla einkar vel að f sögunni. L/ bókarinnar LEÐUR- JAKKAR OG SPARI- SKÓR.- Hvað hefur gerst hjá Lúlla, og hvað er hann að braska? Hvernig tekur Nína því? Var Tóta rænt eða fór hann vilj- ugurávitævintýra? Af hverju réð Gerður sig sem ráðskonu í sveit? Hvernig bregst Örh við? Hverjar eru Sonja, Linja og Eiísa? Hver velur hvern? - Spurningunum er svarað í spennandi og fjörlegri frásögn - í bráðskemmtilegri bók. JÆSKAN/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.