Morgunblaðið - 19.12.1989, Side 65

Morgunblaðið - 19.12.1989, Side 65
'MORGUNMiAÍOII) ÞRIÐJWÐAGOR'OT. <BESBMBBR'1989 sett eignir sínar til að halda lífinu í fiskinum. V Og þá kemur að spurningunni: Hveijir eru valdir að einu afdrifarík- asta víxlspori íslenskrar atvinnu- þróunar? Svarið er auðsætt að því leyti, að hrakföllunum hefur ráðið einstefnu-áróður í fjölmiðlum. í kjölfar áróðursins virðast almenn- ingur, ríkisstjórnir, Alþingi, laxa- sérfræðingar og peningarmenn, innlendir sem erlendir, hafa tekið þá „trú“, - að laxaiðnaður, og þá fyrst og fremst matfiskeldi, sé eitt helsta efnahagsbjargráð þjóðarinn- ar! Þessi „trú“ birtist m.a. í formi margra laxeldisfyrirtækja og fjölda ungs fólks sem lagt hefur stund á fiskeldisnám. En grundvallarspurningunni er enn ósvarað: Hveijir hafa staðið að og bera ábyrgð á áróðrinum? Aróðri sem helst líkist blekkingaherferð. I grein minni í Morgunblaðinu 19. maí 1987 reifaði ég þetta mál nokk- uð, en einhlítt svar hef ég ekki nú frekar en þá. Þó er ljóst, að sérfræð- ingar, eða þeir sem telja sig „sér- fræðinga", hafa ætíð mikið að segja um tæknileg efni af þessum toga, enda vitna stjórnvöld eða „ábyrgir" aðilar jafnan til mats sérfræðinga, þegar mistök verða ekki lengur dulin almenningi. Og bersýnilega hafa „sérfræðingar" ráðið miklu um leiðbeiningar og hannanir einstakra fyrirtækja. Hins vegar er athyglís- vert, að sjaldan hafa heyrst varnað- arorð í fjölmiðlum frá laxa-sérfræð- ingum um þá ráðandi stefnu, sem leitt hefur til ófarnaðar og fjársóun- ar, eins og rakið hefur verið hér að framan. Þetta viðhorf er þó skilj- anlegt að því leyti, að sérfræðingur í tiltekinni atvinnugrein veigrar sér við að lýsa því opinberlega yfir, að starfsgreinin eigi sér ekki framtíð! En þegar syrta tók alvarlega í álinn um uppbyggingu og rekstur fiskeldisfyrirtækja magnaðist áróð- urinn, í því skyni að gylla ágæti þessa atvinnuvegar og lappa þannig upp á lánstraust starfsgreinarinnar! Að vísu hef ég ekki fylgst gerla með áróðursflóðinu, en sem dæmi get ég tínt til fáeinar setningar úr grein minni: „Fiskeldis-lofsöngur í ríkisútvarpi", _ei' birtist í DV 10. mars 1989. í klukkustundar út- varpsþætti 20. janúar 1989 fórust stjórnanda þáttarins, Páli Heiðari Jónssyni, m.a. orð á þessa leið: „Fiskeldi er ævintýri sem mun verða öllu meiri lyftistöng fyrir íslenskt efnahagslíf en önnur þau er orðið hafa á undanförnum ára- tugum, ævintýri sem megi jafna til þess þegar sjávarútvegur okkar hófst af róðrarbáta- og skútustiginu í þá stóriðju sem hann er í dag.“ Ennfremur tók Páll fram, „að áhugamenn um fiskeldi telji tvímælalaust að framtíðardraum- arnir séu engin ævintýri, heldur muni þeir rætast sem blákaldur veruleiki". Eyjólfur Konráð Jónsson sagði við þetta tækifæri: „Og draumarnir eru svo stórir, að það er ekkert mál á einum áratug eða svo að fá, meiri gjaldeyri af fisk- rækt en nokkurn tíma af sjávarút- vegi.“ Og Guðmundur G. Þórarins- son mælti: „Þarna getum við aukið þjóðartekjurnar meira en í nokkurri annarri atvinnugrein." Hér er um furðulega hugaróra og auðsæjar blekkingar að ræða, eins og ráða má af því sem fyrr greinir í þessari ritsmíð. VI Alvarlegar verða að teljast þær ásakanir mínar sem koma fram í þessu greinarkomi, nefnilega þess efnis að áróður og fullyrðingar fé- lagahópa og einstaklinga eigi mikla sök á því, að á hveija fimm manna fjölskyldu í landinu muni á næstu árum leggjast að meðaltali nálega 100.000 króna skattur. Og mér sýnist eðlilegt, að þeir sem hafa haft, og hafa ef til vill enn, trölla- trú á laxi til matar sem mikilvægri lyftistöng fyrir ílenskt efnahagslíf reyni að sýna fram á að ásakanir mínar séu rangar og að þeir hafi einatt haft rétt fyrir sér. Að lokum: Við blasir að leggja niður matfiskeldi við íslandsstrend- ur, og þá vonandi með þeim hætti, að hið vanhugsaða ævintýri valdi sem minnstum sársauka fyrir ein- staklinga og þjóðféiagið í heild. Þó fer ekki hjá því að við þetta skref komi berlega í ljós stórfellt eigna- tjón samfara vonsvikum, atvinnu- missi, gráti og gnístran tanna. IlöHmdur er verkíræðingur og starfaði um árabil hjá Þróunarstofhun Sameinuðu Iijóðanna. Vinningstölur laugardaginn 16. des. '89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 o 2.326.714 áL. 4af5*^M 3 134.818 3. 4 af 5 100 6.976 4. 3af 5 4.018 405 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.056.058 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Höfundur bókanna um Innflytjendurna hefur fyrir löngu haslað sér völl hér á landi. I þessari bók fjallar hann um ofsóknirnar á tímum MacCarthysmans. Bókin fjallar um stríðsfréttaritara sem starfar í Washington en er grunaður um kommúnisma og ofsóttur. Höfundurinn þekkir vel til þessa tíma, því hann var sjálfur ofsóttur, hann neitaði að vitna gegn vinum sínum í rithöfunda- stétt. Syngjum og dönsum er þriðja bók- in í röðinni af hinni margrómuðu sjálfsævisögu Mayu Angelou. Tvær þær fyrstu - Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur og Saman komin í mínu nafni hafa hlotið ótrúlegar vinsældir. . Hún hefur eins og hún segir sjálf lifað rússibanalífi. Billie Carden er lýsandi dæmi um hina nýju kynslóð kvenna - djörf og sjálfstæð. Hún hefur enga þörf fyrir karlmenn og engan áhuga á hjónabandi, enda þarfnast hún ekki þessháttar öryggis þar sem hún er einkaerfingi frænda síns, hins stórauðuga, bandaríska Silasar Carden. Líf hennar tekur þó óvænta stefnu þegar tveir atburðir ógna lífsskoðun hennar... [ áratugi hafa bækur Denise Robins átt milljóniraðdáenda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.