Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 76
76
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989
TÖLVUBORÐ A
JÓLfl-TÍLBOÐI
m kr. 8.880
TÖLVU
IflHDIID hugbúnaður
W kilLVIm SKRIFSTOFUTÆKI
SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175
ub
£
=3
<
Ebalhádegisverbir
á Hótel Holti
í desember verður
á Hótel Holti sérstakur matseðill í hádeginu.
Forréttir, aðalréttir og eftirréttir
sem hver velur að vild. Príréttaður hádegisverður
á viðráðanlegu verði án þess að slakað sé
á gæðakröfunum.
"^$«0 Forréttir
Hreindýrapáte
Innbökuð skinka
Pastasalat með kjúklingi
Grænmetissúpa
Spínat ravioli með reyktum lax
Abalréttir
Hreindýrasmásteik Waldorf
Hamborgarhryggur í jólaskapi
Steikt heilagfiski með
rækjum og kapers í rauðaldinsósu
Spaghetti Vongoli með skeldýrum
QuÉ Eftirréttir
Heitt jólapúns og munngæti eða
Tiramisú
Forréttur, aðalréttur og eftirréttur
kr. 995
pAl
lli
Bergstaðastrœti 37, Sími 91-25700
Leitin að uppruna alheims
Kæri Velvakandi.
í Morgunblaðinu þann 6. desember
síðastliðinn, er lesendabréf um
„Alspryngið", þar er talað um fyrir-
lestur, sem vakti mikla hrifningu
Þorsteins Guðjónssonar og kannski
hefur erindið verið gott og vel flutt,
en Þorsteini finnst þó ástæða til að
vanda um við „lesara" út af einu
orði, — það er „Miklihvellur". Ekki
tek ég það svo nærri mér, því málið
snýst ekki um það, heldur hvað var
í upphafi! Ef það var eitthvað sém
sprakk, þá var það til á undan
sprengingunni sjálfri, — því annars
hefði ekkert sprungið. í gömlum ind-
verskum fræðum er þetta betur orð-
að, þar segir: „Ein var sú kvika, sem
hreyfðist án samhljóms né fylgis við
aðra, í eilífu tómi, sem þrýsti henni
svo og þrengdi að hún hlaut að
springa, þá varð kærleiksþörfin til
og krafðist ljóssins, og sköpunin
hófst og aðskildist efra og neðra, að
ofan kom fijóvgun og undir varð
ræting og vöxtur."
En annað finnst mér athyglisverð-
ara, sem fyrirlesarinn mun hafa sagt
„að alheimurinn væri það eitt, sem
við næðum að mæla og skynja með
nútíma tækni og þar fyrir utan væri
ekkert, sem væri þess vert að leggja
hugann að“. Ekki get ég fallist á þá
hugmynd, því var ekki í eina tíð sagt
að ekkert væri fyrir utan sjóndeildar-
hringinn og stjarnfestinguna? Hvað
höfum við þá lært síðan? Sjóndeildar-
hringurinn hefur að vísu stækkað
örlítið og enn segjum við: þar fyrir
utan er ekkert, Hvílík framför! nei,
það er ekki til að hæla sér af, eða
gera þann mann að spekingi sem
þetta mælir, hann er hugmynda-
snauður og vanmegnugur að skilja
annað en það eitt, sem hann getur
þreifað á.
Enn höfum við ekki séð langt út
fyrir þá vetrarbraut, sem við til-
heyrum og þó vitum við að ótal slíkar
eru til, sem við þekkjum ekki nema
af ágiskunum, sem við drögum af
takmarkaðri þekkingu á okkar eigin
sólkerfi og nánasta nágrenni þess.
En þó leitin að uppruna alheimsins
hafi alltaf leitað á huga mannsins,
þá er hún enn jafn fjarri vitund okk-
ar og endirinn, og á því sviði og
mörgum öðrum hefur okkur ekkert
farið fram.
Mín hugmynd er sú að úti í ómæl-
isvídd alheimsins séu ótal aðrar vetr-
arbrauti með okkur óupphugsandi
breytileika og tilverum, sem okkur
muni varla nokkru sinni óra fyrir og
það líf sem við þekkjum þroskaðast
er þá gjarnan mjög lágþróað í saman-
burði við það, sem þar mætti finna,
— kannski er þar „Örbylgjukliður-
inn“. En þar er fyrst og fremst frið-
ur, en engin sprenging eða hvellur.
Þar er almættið hvað, sem upphaf inu
líður, því eilífðin er án upphafs og
án endis og við munum aldrei skilja
þau rök, en þaðan fljúga fegurstu
hugmyndir um hug okkar og gefa
lífinu það gildi sem það hefur best
upp á að bjóða, því ekkert erum við
af sjálfum okkur, við þurfum ekki
að miklast yfir neinu.
Jón Þ. Haraldsson
KÍNAPANNA (WOK),
glerlok og bókin ,
Kínversk matseld frá (É
í gjafakassa
framleiðab
íslensk framleiösla
Kínapanna fyrir snöggsteikingu, djúpsteikingu og gufusuðu.
Hentug fyrir pottrétti og alla fjölbreytta matargerð.
80 útsölustaðir.
Heildsöludreifing
Amaro-heildverslun,
Akureyri.