Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 1
88 SIÐUR/B STOFNAÐ 1913 282. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gísli Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið á leið til London: írakar ráðgera að halda hluta Kúvæts eftir innrás Gísli Sigurðsson læknir og eiginkona hans Birna Hjaltadóttir á Heathrow- flugvelli í gær. Birna fellir tár af gleði yfir að endur- heimta bónda sinn frá Kúv- æt eftir þriggja mánaða aðskilnað. London. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. FAGNAÐARFUNDIR urðu með Gísla Sigurðssyni lækni og Birnu Hjaltadóttur eiginkonu hans er þau hittust á Heathrow-flugvelli í London í gærkvöldi eftir langan aðskilnað. Flugið frá Amman tafð- ist nokkuð vegna slæmra veðurskilyrða í London. I vél jórdanska flugfélagsins frá Amman spurðist út að „gestur“ væri um borð og var þá í snarhasti komið með kampavín og osta og flugliðar og far- þegar fögnuðu ákaft. Það kom fram í samtali blaðamanns við Gísla á leiðinni að hann hefði áreiðanlegar heimildir íraskra vina sinna fyrir því hvernig íraksher hefði skipulagt að bregðast við árás Banda- ríkjamanna sem reiknað væri með að yrði úr lofti. írakar væru tilbún- ir að gefa hluta af Kúvæt eftir að því tilskyldu að þeir fengju vatns- ból í norðurhluta landsins, olíulindir og tvær eyjar undan ströndum landsins. Blaðamaður hefur fregnað um svipaðar áætlanir hjá ónafn- greindum heimildarmönnum innan Irakshers. Gísli sagði að hann hefði áreiðan- legar heimildir íraskra vina sinna fyrir því hvernig íraksher hefði skipulagt að bregðast við árás Bandaríkjamanna sem reiknað væri með að yrði úr lofti. Bandaríkjamenn hygðust ráðast inn í suðurhluta Kúvæt og írakar myndu fljótlega hörfa til Mud- airah-fjalla nokkru fyrir norðan Kúvæt-borg. Þeir myndu síðan fall- ast á samningaviðræður um að Kúvætar héldu syðri hluta landsins Evrópa: Oveður veld- ur mannljóni London. Reuter. MIKIÐ vetrarríki er nú á meginlandi Evrópu og hafa átján manns farist undan- farna daga af þess völdum, samgöngur eru víða í lama- sessi og jörð er víðast hvar snævi þakin. í Sviss hefur ekki snjóað jafn- mikið síðan árið 1987. Víða hafa snjóflóð fallið og göngin milli Ítalíu og Frakklands í gegnum Mont Blanc lokuðust vegna fannfergis. Öngþveiti skapaðist á Spáni þar sem þijátíu fjaljveg- ir lokuðust. Aftakaveður á Ítalíu olli því að sjór flæddi yfir Mark- úsartorgið í Feneyjum og hefur vatnselgur ekki orðið meiri þar í þrjú ár. Dauðsföllin af völdum veðurs- ins eru flest rakin til umferðar- óhappa. Þrír fórust í Frakk- landi, fjórir í Svíþjóð, þrír í Sviss og átta á Bretlandi, þar sem veðrið hefur heldur gengið niður eftir nær linnulausa snjókomu síðan á föstudag. Sjá frétt á bls. 38. Irak Saudl-Arab en þar eru verulegar olíulindir fyrir sunnan bæinn Jahrah. írakar væru þá að eigin áliti í sterkri aðstöðu til að kreflast norð- urhlutans frá Mudairah-ijöllum upp að núverandþ en mjög óljósum landamærum íraks og Kúvæt þar sem heitir Safwan. Nokkru fyrir sunnan landamærastöðina eru olíu- lindir en einnig vatnsbólið Raud- hatain sem írökum væri ekki síður mikiivægt að ná yfirráðum yfir en olíulindunum. Frá Mudairah-ijöllum til Safwan var áður einskisniannsland en Kú- vætar fengu Sameinuðu þjóðirnar til að samþykkja að þeir fengju þær í sinn lilut 1960 án þess að írakar væru nokkru sinni sáttir við það. Gísli Sigurðsson segir að þar sem írakar hafi aldrei ráðið súðurhluta Kúvæts væri alls ekki útilokað að þeir gætu fellt sig við þetta, að fengnu vatnsbóli í norðri, olíulind- unum áðurnefndu og eyjunum tveimur sem hvað mest hefur verið þvargað um milli þjóðanna. Þessa _ kenningu um „stríðstaktík" íraka hafði ég einnig heyrt í Bagdad eftir ónafngreindum heimildum innan írakshers og vita- skuld ekki staðfestum. Gísli segist aldrei hafa óttast að komast ekki úr landi því íraskur vinur hans hafi verið búinn að leggja á ráðin um að þeir færu gangandi yfir fjalllendi til Tyrk- lands eða með þyrlu til Sýrlands. Sjá nánar á bls. 40-41. Morgunblaðið/Malcolm Linton-AP Matvælaskorturinn í Sovétríkjunum: Vilyrði frá EB um aðstoð Brussel. Houston. Moskvu. Reuter. Fjármálaráðherrar Evrópubandalagsins hafa veitt Sovétmönnum vilyrði fyrir aðstoð vegna matvælaskortsins í Sovétríkjunum. Jam- es Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að vænta mætti aðstoðar frá bandarískum stjórnvöldum. Fjármálaráðherrar ríkja Evr- ópubandalagsins samþykktu í gær í grundvallaratriðum áætlun um matvælaaðstoð við Sovétríkin. Nokkur ágreiningur er þó enn um það með hvaða hætti sú aðstoð eigi að vera en um það verður fjall- að á leiðtogafundi bandalagsins sem hefst á föstudag. Norman Lamont, fjármálaráðherra Bret- lands, sagði við fréttamenn að líklegast væri að aðstoðin yrði lægri en þeir 54 milljarðar íslenskra króna sem framkvæmda- stjórn EB hefur lagt til. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, veittist harkalega að aðskilnaðarsinnum í ríkinu í ræðu sem hann hélt í miðstjórn sovéska kommúpistaflokksins í gær. „Ég segi það opinskátt að öfgafull þjóð- ernisstefna er mesta hættan sem steðjar að landi okkar,“ sagði Gör- batsjov, sem kaus að veita ekki viðtöku friðarverðlaunum Nóbels í Ósló í gær vegna ástandsins heima fyrir. Miðstjórn flokksins kom sam- an til að undirbúa fulltrúaþing Sovétríkjanna sem hefst í næstu viku. Gorbatsjov sagði að komm- únistaflokkurinn yrði að snúa vörn í sókn gegn aðskilnaðarsinnum sem komist hafa til valda í sex af fimmtán lýðveldum Sovétríkjanna. Forsetinn vísaði því á bug að hann vildi blása lífi í dauðvona heims- veldi. „Rússneska heimsveldið leið undir lok árið 1917. Margt sem síðan hefur gerst er fordæmingar vert — ranglæti og glæpir gegn mörgum þjóðum. En við skulum ekki draga í efa þann ávinning sem þjóðirnar hafa haft af aðild sinni að Sovétríkjunum.“ Sjá „Heinisbyggðinni stafar enn hætta af..“ á bls. 39.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.