Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990
47
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUIMNAR í REYKJAVÍK:
7. -10. desember 1990
— Talsverður erill var hjá lög-
reglunni um helgina, en fátt stór-
tíðinda. Aðfaranótt laugardags
gisti 21 fangageymslur vegna ölv-
unaróláta. Fjórir þeirra voru færð-
ir fyrir dómara að morgni vegna,
óspekta og óhlýðni við lögreglu.
Sex rúður víðs vegar um borgina
voru brotnar og hafðist upp á
flestum afbrotamannanna. Óku-
menn voru iðnir við umferðaró-
höpp því alls var tilkynnt um 20
slík á föstudag, en í þeim
skemmdust 45 ökutæki. í þremur
tilvikum var um að ræða slys á
fólki. Nokkuð var um slys þar sem
gangandi vegfarendur féllu í
hálku. Um miðjan dag urðu tveir
drengir fyrir bifreið í Logafold,
en ekki var um alvarleg meiðsí
að ræða. Talsvert hefur borið á
að fólk hefur hringt til lörgeglu
og tilkynnt um að börn væru að
hanga aftan í bifreiðum. Lögregl-
an hefur reynt að stöðva þennan
leik, m.a. með því að biðja borgar-
starfsmenn um að sandbera
ákveðin svæði. Á föstudagskvöld
óskaði lögreglan eftir slíku, en
einhverra hluta vegna varð ekkert
úr framkvæmdum. Síðar um
kvöldið var síðan tilkynnt um slys
á þessum stað er barn lenti utan
í bifreið, sem ekið var um götuna.
Sem betur fer urðu meiðsli lítil.
— Aðfaranótt sunnudags gistu
11 fangageymslurnar, en um
nóttina hafði verið talsvert um
rúðubrot og önnur skemmdar-
verk. Enn var kvartað yfir börnum
að hanga aftan í bílum. Rétt er
að geta þess að foreldrum ber að
sjá til þess að börn þeirra undir
12 ára aldri séu ekki úti eftir kl.
20.00 og börn undir 15 ára aldri
eftir kl. 22.00. Þeim tilmælum er
komið til foreldra að þau brýni
fyrir börnum sínum að hanga
ekki aftan í bifreiðum.
— Aðfaranótt mánudags var
með rólegra móti. 6 gistu fanga-
geymslurnar.
— Alls var tilkynnt um 42
umferðaróhöpp um helgina, 7 inn-
brot og 13 þjófnaði. Þá var til-
kynnt um 3 líkamsmeiðingar, en
þær urðu allar á „skemmtistöð-
um“ borgarinnar. Á laugardag
brunnu spennar yfir á Landspíta-
lanum. Um kvöldið var lýst eftir
7 ára gömlum dreng, sem ekki
hafði komið heim til sín á tilskild-
um tíma. Hann fannst síðar um
nóttina í fylgd vanheils manns,
sem haldið hafði honum upptekn-
um .þennan tíma. Daginn eftir
báru tveir áhyggjufullir foreldrar
sig upp við lögregluna vegna þess
að börn þeirra höfðu ekki skilað
sér á réttum tíma. Þau komu þó
fljótlega í leitirnar.
Eigendur hárgreiðslustofunnar
Alexanders, Gunnar Ásgeirsson
og Brynja Sigurðardóttir.
■ OPNUÐ hefur verið Hár-
greiðslustofan Alexander,
Laugavegi 45, 2. hæð. Eigendur
eru Gunnar Ásgeirsson og Brynja
Sigurðardóttir.
Fallegir hlutir gefa iífinu gildi
Það á einnig við um penna. Parker Duofold blekpenninn hér að neðan er vissulega fall-
egur, enda hefur ekkert verið til sparað. Hitt er þó mikilvægara að hann er mjög vandaður.
Parker Duofold dansar um blaðið með jöfnu flæði af bleki og gæðir rithöndina persónu-
legum þokka. Það er hrein unun að skrifa með Parker Duofold.
Parker Duofold fæst hjá eftirtöldum söluaðilum.
t PARKER
REYKJAVÍK
Penninn, Hallarmúla
Mál og menning, Síðumúla
Eymundsson, Mjódd
Penninn, Kringlunni
Griffill, Síðumúla
Mál og menning, Laugavegi
Eymundsson, við Hlemm
Penninn, Austurstræti
KÓPAVOGUR
Bókaverslunin Veda
HAFNARFJÖRÐUR
Bókabúð Olivers Steins
KEFLAVÍK
Bókabúð Keflavíkur
ÍSAFJÖRÐUR
Bókaverslun Jónasar
Tómassonar
AKUREYRl
Bókaverslun Jónasar
Jóhannssonar
Tölvutæki - Bókval
Stórfróöleg bók um
ár og vötn á íslandi,
prýdd litmyndum
og kortum. Ómiss-
andi uppflettirit
fyrir áhugamenn
um náttúru
landsins.
HAF-
RANNSÓKNIR
VIÐ ÍSLAND
Jón Jónsson
HAFRANNSÖKNIR
VIÐ fSLAND
II. Eftir 1937
Jón Jónsson
VATNS ER
ÞÖRF
Sigurjón Rist
Síðara bindi. Tíma-
bilið frá 1937 til
nútímans. Helstu
þættir hafrann-
sóknas.l. hálfa öld.
Undirstöðurit um
hafiö og fiskinn.
Bókaúfgáfa
A1ENNING4RSJÓÐSI
SKÁLHOLTSSTlG 1 • REYKJAVlK
SÍMI 6218 22