Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 68
68 MÓRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Halldóra Kristjáns- dóttír - Minning Fædd 23. maí 1929 Dáin 2. desember 1990 Það er erfitt að sætta sig við að Halldóra skuli vera dáin, en hún lést af völdum blóðeitrunar 2. des- ember, þegar hátíð ljóssins er að ganga í garð. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Björnsdóttir og Kristján Lár- usson. Þann 31. janúar 1953 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Ágúst Sesselíussyni. Eftir um það bil eins árs hjónaband fannst æxli við heil- ann. Var hún þá send til Kaup- mannahafnar í uppskurð. Það hlýt- ur að hafa verið erfið og löng bið fyrir Ágúst. Upp frá því var hún lömuð hægra megin. Áldrei kvart- aði hún þó á móti blési. Það hefur verið erfitt fyrir hana að koma heim og byija að læra að nota vinstri höndina við alit sem hún þurfti að gera, bæði að skrifa, sauma, pijóna og hekla en hún átti nóga þolin- mæði til að komast yfir þetta. Ágúst var fyrirvinna heimilisins en Dóra skóp fagra umgjörð um fjölskyiduna með afbragðs snyrti- .mennsku og reglusemi, en það duld- ist engum að það hlaut að vera erfitt fyrir hana á stundum með þá fötlun sem aðgerðin forðum hafði markað á líkama hennar. Ég man aldrei eftir að Dóra hafi kvart- að, heldur horfði hún alltaf fram á veginn með bjartsýni og gleði yfir lífinu, sem var henni dýrmætara en öðrum, eftir alla þá reynslu og þroska sem hún hafði öðlast. Þann 5. júlí 1960 fæddist þeim einka- barnið sem skírð var Kristín Þóra og varð hún þeim sólargeisli í gegn- um lífið og stoð þeirra og stytta þegar árin liðu. Barngóð voru þau hjón með af- brigðum. Ég kynntist Dóru og Gústa þegar ég byijaði að búa í sama stigahúsi og þau fyrir 20 árum og aldrei bar skugga á þá vináttu. Það var ákveðið að Kristín passaði elstu dóttur m’ína sem var á fyrsta árinu. Þegar skólinn hjá Kristínu byrjaði um haustið tók Dóra hana að sér næstu árin. Marg- ar vísurnar kenndi hún henni og var margt brallað saman á daginn, enda leit telpan á hana sem ömmu sína. Fimm árum seinna fæddist önnur dóttir og passaði Dóra hana líka, eins ogþá eldri, þar til leikskól- inn tók við. Alltaf hafði Dóra næg- an tíma til að spjalla og gott var að leita til hennar með pijóna- eða saumatilsögn. Ég þakka Dóru fyrir alla þá góðvild sem hún sýndi dætr- um mínum. Aldrei var.kvartað þó að börnin væru ekki sótt á réttum tíma, enda skipti það ekki máli, því þær gerðu lítinn mun á fyrstu hæð hjá Dóru og Gústa eða annarri hæðinni þar sem þær bjuggu svo vænt þótti þeim um hana. Elsku Gústi, Kristín og litlu stúlkurnar hennar Kristínar. Þið hafíð misst mikið en munum að öll eigum við eflir að hittast aftur á öðru tilverustigi eða eins og stendur í hinni heilögu bók: Við munum lifa þótt við deyjum. Alrún Magnúsdóttir Systir mín og mágkona Halldóra Kristjánsdóttir lést sunnudaginn 2. desember sl. eftir örstutt veikindi. Daginn áður fór hún ásamt eigin- manni sínum að verzla og er heim var komið, kenndi hún lasleika sem leiddi til þess sem varð „kallið var komið“. Halldóra fæddist á Þverá í Eyja- hreppi, Hnappadalssýslu 23. maí 1929, en fluttist ásamt foreldrum sínum og systkinum að Miklaholts- seli, Miklaholtshreppi, þegar hún var ársgömul, en systkini hennar voru sex, Halldóra var yngst af þeim. Eftirlifandi systkini hennar eru, Lára Guðbjörg, Inga Sigríður, Björn Kristján og uppeldissystir þeirra Jóhanna Þórunn. Tuttugu og tveggja ára að aldri fluttist Halldóra til Reykjavíkur og þar kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Ágúst Sesselíussyni, en þau gengu í hjónaband 31. jan- úar 1953. Þau eignuðust eina dótt- ur sem heitir Kristín Þóra en hún er fædd 5. júlí 1960. Dótturdætur Halldóru og Ágústar eru tvær, Iris Ósk Guðmundsdóttir fædd ^8. marz 1982 og Ágústa Dóra Þórðardóttir fædd 21. ágúst 1988. Þegar Halldóra var tuttugu og fimm ára hófust veikindi hennar er hún fékk æxli við heilann og var hún skorin upp við því í Danmörku, en mistókst sú aðgerð og var hún aldrei heil heilsu eftir þar, en bar hún veikindi sín með hetjuskap. En hún hélt ótrauð áfram og hugsaði um heimili sitt af mesta dugnaði og síðustu árin passaði hún Ijtlu dótturdæturnar einnig. Halldóra var mikill dýravinur og gestrisin mjög og minnug og má m.a. nefna að hún mundi afmælis- daga flestra í ættinni. Halldóra og ég, undirrituð, vor- um mjög samrýndar systur og töluðumst daglega við í síma og verða það mikil viðbrigði að geta ekki tekið upp símann til að spjalla við hana. En sár er söknuður okkar allra, ekki síst Ágústar eiginmanns henn- ar, Kristínar, dóttur hennar og litlu dótturdætranna, sem í raun skilja ekkert í hvar amma er, hún amma sem alltaf var til staðar. Hún systir mín er horfin. Ég kveð mína kæru systur svo klökk í hinsta sinn, ég vona að Guð hana geymi, og greiði veginn hinn. Nú er kveðjustundin runnin upp. Við þökkum heilshugar stundirnar sem við áttum með henni og minn- ingin um góða systur og mágkonu mun lifa á/ram í hugum okkar. Elsku Ágúst, Kristín, íris og Ágústa, við vottum ykkur innilega samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Utför Halldóru verður gerð frá Bústaða- kirkju í dag, þriðjudag, 11. desemb- er. Inga og Guðmundur Frá því ég man eftir mér voru þau Dóra, Gústi og dóttir þeirra Kristín, ein af fjölskyldumeðlimun- um. Þau pössuðu mig þangað til ég var 6 ára, og ég efa að ég hefði getað fengið betri „dagmömmu". Dóra var ekki ein af þeim konum sem losuðu sig við börnin með því setja þau á róló. Það var alltaf ég sem réð því, hvort ég færi á róló eða ekki. Ég var ekki mikið fyrir að vera úti að leika mér með öðrum krökkum, vildi frekar vera inni að „spjalla" og það var allt í lagi. Þeg- ar ég var 5 ára, eða árið 1976, eign- aðist ég litla systur og varð það hlutskipti Dóru að passa okkur báð- ar. Ég get vel ímyndað mér að sam- skiptin milli systranna hafi verið upp og ofan og að stóra systir hafí verið svolítið ráðrík gagnvart litlu systur en ég minnist þess ekki að Dóra hafi nokkurn tíma orðið reið eða pirruð, málin voru leyst á frið- saman hátt. Þegar ég var 6 ára fór ég í skóla og þá hætti Dóra að passa mig. Sumarið eftir passaði ég systur mína eftir leikskólann. En þó svo að Dóra væri nú laus undan allri ábyrgð á okkur, stóðu dyrnar alltaf opnar hjá henni ef eitthvað var að, þó ekki væri meira, en að okkur leiddist. 1980 fluttum við svo. Þrátt fyrir allan þann spenning sem fylgdi því að flytja var sárt að kveðja Dóru, Gústa og Kristínu, og söknuðum við þeirra alltaf annað veifið. Sambandið dofnaði aðeins en þó gleymdi ég þeim aldrei. Þetta ár (1990) tókst okkur að koma lífi í sambandið aft- ur. Það var alveg sama hvort mað- ur kom í skyndiheimsóknir eða gerði boð á undan sér, maður var alltaf velkominn. Ég þreyttist aldrei á að skoða myndir og hlusta á Dóru segja sögur frá því þegar hún bjó fyrir vestan eða bara rifja upp góðu gömlu dagana þegar ég bjó á hæðinni fyrir ofan. Já, hún Dóra var sérstök mann- eskja. Maður fann það svo vel að maður^var velkominn hjá henni hvernig svo sem stóð á. Þrátt fyrir veikindi hennar kvartaði hún aldrei og hafði mikinn lífsþrótt. Það er erfitt að kveðja svo góða mann- eskju. Hún hafði mikil áhrif á mig og ég mun aldrei gleyma henni. Gústi, Kristín, Irís Osk og Ágústa Dóra, megi Guð blessa ykkur í þess- ari sorg ykkar og hjálpa ykkur yfir þessa erfiðu tíma. Guðmunda Inga Gunnarsdóttir Þórunn Fmnbogadóttir frá Moshlíð Fædd 4. október 1919 Dáin 29. nóvember 1990 Hún Tóta amma okkar, Þórunn Finnbogadóttir frá Moshlíð, Barða- strönd, er nú látin. Hún skildi eftir sig skarð sem aldrei verður fyllt en minningin um hana lifir og yljar okkur um hjartarætur. Hún Tóta amma okkar var alltaf reiðubúin að gefa okkur allt af því litla sem hún átti. Þegar við komum til henn- ar í heimsókn þá fengum við ávöxt eða lítinn mola. Eftir að hún fór í Seljahlíð var hún alltaf að föndra eitthvað fallegt fyrir okkur. Við þökkum henni fyrir alla góðu minn- ingarnar sem við eigum um hana. - Friður sé með henni. - Minning Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, Qör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur lítil bóla, hverfull reykur. Drottinn, þegar þú mig kallar þessum.heimi virðist frá, hvar sem loksins fæ ég falla fótskör þína liðinn á, hlífi sálu hjálpráð þitt, hold í. friði geymist mitt unz það birtist engla líki ummyndað í dýrðarríki. (Bjöm Halldórsson frá Laufási.) Ingibjörg Elín, Margeir Pétur, Lilly Aletta. Dagmar Eiríks- dóttir - Minning Að morgni mánudagsins þriðja þessa mánaðar andaðist Dagmar Eiríksdóttir á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar. Hún var á 79. aldursári er hún lést og hafði í allmörg ár átt við vanheilsu að. stríða; hún fékk (hægt andlát. Dagmar fæddist 3. júlí 1912 á Seyðisfit-ði og var yngri dóttir sæmdarhjónanna Þórönnu St. Ein- arsdóttur og Eiríks Vigfússonat; útvegsbónda í Sjávarborg á Hánefs- staðaeyrum. Eldri dóttir þeirra hjóna var Regína, gift Þórarni Þor- steinssyni; þeim varð þriggja barna auðið. Regína lést árið 1965. Þóranna, móðir Dagmarar, fædd- ist á Seyðisfirði 4. nóvember 1881, dóttir hjónanna Oddnýjar og Einars Guðmundssonar er bjuggu fyrir síðustu aldamót inni á Öldu í Seyðis- í fjarðarkaupstað. Þóranna Steinunn andaðist árið 1974. Eiríkur, faðir Dagmarar, fæddist 23. desember 1880, sonur þeirra hjóna Guðrúnar Pétursdóttur og Vigfúsar Eiríkssonar í Bæ í Lóni. Móðurafi Eiríks Vigfússonar var Pétur Sveinsson, prófasts í Beru- firði Péturssonar (f. 1772 d. 1837), en Pétur, faðir síra Sveins var spítalahaldari í Hörgslandi. Systkini Eiríks Vigfússonar voru Karl, er búsettur var á Djúpavogi; Pétur, en hann fluttist um aldamótin með fjölskyldu sína til Ameríku; Eríka sem giftist til Færeyja og Guðný sem var búsett á Seyðisfirði. Föðurbróðir Eiríks Vigfússonar og þeirra systkina, Ingimundur Eiríksson, bjó á þeim árum ásamt konu sinni, Helgu Rasmusdóttur Lynge, á Sörlastöðum í Seyðisfirði. í mörg ár bjó fjölskylda Eiríks Vigfússonar í Sjávarborg í nágrenni við okkur á Seyðisfirði. Ibúðarhúsið stóð fremst á fjörukambinum, rétt ofan við flæðarmál; steinsnar utan við íbúðarhúsið stóðu sjóbúðirnar, þar sem gert var að afla og línan beitt. Eiríkur hélt jafnan bátum til veiða, hafði alhnarga sjómenn á bátum sínum og verkaði aflann mest sem saltfisk á Spánarmarkað eins og þá var títt. Öll fjölskyldan vann beint eða óbeinl við útgerð- ina, innanhúss sem úti á reitum. Á barnsaldri máttum við bræðurnir heita heimagangar hjá þeim Þór- önnu og Eiríki í Sjávarborg; var okkur ætíð tekið tveimur höndum í því húsi og fagnað sem góðum gestum af þeirri einlægu hjarta- hlýju og ástúð sem einkenndi fjöl- skylduna. Og alltaf virtist Dagmar þá hafa tíma til að spjalla við okkur drengina og víkja að okkur ein- hveiju góðmeti. Þetta voru góðir grannar og tryggir vinir. Vai' það okkur mikils virði að kynnast á þeim árum því góða heimíli: Þar voru íslenskar hefðir í heiðri haldn- ar, grandvari viðhafður til orða og í athöfnum, vinnusemi, nýtni, hjálp- semi við náungann og jafnframt var þar lögð rækt við lestur góðra bóka og þá einkum við ljóðlist. Þóranna húsfreyja var sjálf vel hagmælt, þótt ekki viti ég til þess að nokkuð af hennar kveðskap hafi birst á prenti. Þeir eðlisþættir sem að líkindum voru mest áberandi í fari Dagmarar voru glaðværð og einkar hlýlegt og hressilegt viðmót. Hún var gædd góðum gáfum, var vel lesin og fróð um menn og málefni. Þótt hún væri alla tíð hreinskiptin, var hún rnjög orðvör, svo að aldrei mun það hafa hent hana að leggja öðrum nokkuð illt til i orði eða sýna óvild í annarra garð. Hún var og framúr- skarandi ættrækin og vinföst, hjálp- semi hennar við alla þá sem bág- staddir voru eða áttu um sárt að binda, var éinstök. Sjálf kynntist hún því snemma, hve grimm örlög- in geta verið: Á unga aldri var hún heitbundin góðum og gjörvilegum manni, Hirti Bjarnasyni, formanni — en hann drukknaði nokkru síðar við strendur Skotlands. Harmaði Dagmar unnusta sinn ævilangt, þótt fjarri væri það henni að bera sorg sína á torg. Hún giftist aldrei en varð foreldrum sínum stoð og stytta í hvívetna á meðan þau þurftu hennar hjálpar við. Lífssýn Dagmarar grundvallaðist á einlægri trú á Guð og óbifanlegu trausti á handleiðslu Hans og miskunn. Dagmar var afar vel verki farin við hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem hún vann störf innanhúss eða utan; sjaldan mun henni hafa fallið verk úr hendi á lífsleiðinni, allt fram undir hið síðasta. Sú kynslóð sem Dagmar Eiríksdóttir tilheyrði — svo og kyn- slóð foreldra hennar — var ekki borin í landi allsnægta. Lífsbarátta þess fólks var hörð, atvinnuvegir landsins þá lítt þróaðir og kjör al- mennings á íslandi fremur knöpp, afkoman oft óviss. Vel megum við eftirlifendur muna, að það var þetta fólk sem með atorku sinni og elju- semi, þrautseigju og bjartsýni á framtíð þjóðarinnar, lagði grunninn að þeirri efnalegu velferð sem við búum við í dag og að því öryggi um afkomu sem velflestir íslending- ar teljast njóta nú á dögum. Síðustu árin dvaldist Dagmar á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar, en þar naut hún læknishjálpar eftir að hafa oftar en einu sinni orðið fyrir alvarlegu hjartaáfalli. Hún mat mjög mikils þá góðu umönnun og miklu alúð sem hún naut á sjúkra- húsinu og var ávallt þakklát starfs- liði, hjúkrunarliði og læknum sem önnuðust hana í langvarandi veik- indum hennar. Með Dagmar Eiriksdóttur er gengin mjög mæt kona og trygg- lyndur vinur sem við munum lengi sakna. Hún var jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju síðastliðinn laugardag og lögð til hinstu hvíldar við hlið foreldra sinna í kirkjugarði staðarins. Systurbörnum hennar og öðrum nánum ættingjum vottum við systkinin einlæga samúð okkar. Blessuð sé minning Dagmarar Eiríksdóttur. Halldór Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.