Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990
31
Treystiröu annarri filmu
fyrir dýrmœtu
minningunum þínum?
Jörðin fyrir Sam
eftir Hallfríði
G. Schneider
I blíðviðri haustsins dokaði ég
við læk og horfði á hornsílin skjót-
ast til og frá. Þarna hugsaði ég til
þess, þegar Jóhannes Kjarval sagði
okkur systkinunum 1928 af hveiju
sílin í krukkunni okkar voru farin
að gráta. Þegar heim kom las ég
bæklinginn „The Earth for Sam“,
skrifaðan 1937 af Kjarval um sam-
nefnda bók eftir ameríska vísinda-
manninn William Maxwell Reed,
hvað ég hefi oft gerf. áður.
Nú vildi ég meira og fór niður á
þingbókasafnið í Washington, D.C.,
en á þessu safni eiga. að vera eintök
af flestum bókum, tímaritum,
greinum og dagblöðum þessa
heims. Ég rétti inn mína beiðni en
þurfti að bíða 45 mínútur eftir bók-
inni.
Á þessum tíma fór ég í upplýs-
ingatölvu, en ekki er búið að full-
komna tölvukerfið, svo flestar tölur
eru of lágar. ísland, hvað eru marg-
ar bækur um það? Síðan 1968 eru
það 1.149, af þeim 394 á íslenzku.
Bækur með lýsingarorðinu íslenzk-
ur í titlinum eru 209,103 á íslenzku.
Kjarval hefur þijár bækur (ég
spurði aðeins um bækur) undir sínu
nafni, Laxness 49.
Einar Benediktsson, ekki í kerf-
inu. Þá fór ég í gömlu spjaldskrána
og þar var hann undir Einari, ekki
Benediktsson, og hafði þijú spjöld.
Þarna er skrásett eftir reglum
heimalands höfunda. Á leið að leita
að Jónasi Hallgrímssyni, rakst ég
á 26 íslenzka Jóna. Áf þeim hafði
Jón Helgason, f. 1899, flest spjöld
eða 28. Það er spjald fyrir hveija
bók eða hvert rit.
En ég fór aftur í tölvuna og sá
að þarna er hægt að lesa Morgun-
blaðið á mikrofilmu. Og ég stakk
inn sjö nöfnum bekkjarsystkina,
sem ég veit að hafa skrifað bækur.
Ekki voru þær allar þarna, en bæk-
ur eftir Guðrúnu P. Helgadóttur,
Björn Þorsteinsson, Sturlu Friðriks-
son og Þórhall Vilmundarson voru
þarna.
Bókin um Jörðina er komin og
sezt ég með hana inn í lestrarsal,
því aðeins þingmenn fá að taka út
bækur. Verðir skoða innihaldið í
töskum við útgöngudyr.
Bók Reeds, útgáfa 1930, 390
blaðsíður, er þægileg aflestrar.
Höfundur segir frá kenningum
vísindamanna um upphaf jarðar
fyrir ca. 2000 til 1500 milljónum
ára síðan, kannski við hamfarir
náttúrunnar úr t.d. samanþjöppuð-
um rykkornum eða glóandi eld-
hnetti, sem síðar kólnaði. Hvernig
efnin í lofti og vatni kynnu að hafa
myndast, þá sellur í vatni, sem urðu
að' amöbum, marglyttum, fiskum
og landdýrum, loks risaeðlum, sem
svo dóu út við önnur náttúruundur.
Hvergi eru staðhæfingar, heldur
skoðanir og kenningar.
„Við verðum að muna, að það
tekur milljónir ára fyrir verulegar
breytingar að eiga sér stað á fjall-
görðum og dýrum. — Aðeins nýlega
hafa fremdardýr þroskast svo, að
heilinn er kröftugri en vöðvarnir. I
framtíðinni munu þeir ef til vill vita
meira um sjálfa sig og vitrast svo,
að þeir hætti að beijast í stórum
hópum í skipulögðu stríði. Því vitr-
ari sem þeir verða, því meiri líkur
eru til þess, að þeir viti jafn mikið
um lífið eins og þeir vita t.d. um
rafmagn. — En svo getum við líka
dáið út eins og risaeðlurnar. — Hins
vegar skulum við vera bjartsýnir,
Sam, og halda áfram að læra meira
um Jörðina og alheim og allar lif-
andi verur.“
Á meðan ég las bókina hafði ég
grein Kjarvals í huga og fann
hversu fijór og djúphugsandi þessi
friðarsinni var í sinni náttúrudýrkun
og hversu litríkur penni hans var
ekki síður en penslar hans, eins og
sjá má af eftirfarandi:
Kjarval
The Earth for Sam.
Jóhannes Kjarval
Höfundur er búsettur í
Bandaríkjunum.
Ábætissprengja
bls.76
Lambalæri með myntu
og rjómasósu
bls. 56
NIÐURHENGD LOFT
CMC kerfl fyrir niöurhengd loft, er ur
galvaniseruðum málmi og eldþolið.
CMC kerfl er auövelt i uppsetningu
og mjög storkt.
CMC kertl er fest með sttllanlegum
upphengjum sem þola allt að
50 kg þunga.
CMC “erf'f*st I mörgum gerðum bæði
sýnilegt og fallð og verðlð er
otrulega lágt.
CMC kerfl er serstaklegá hannad Hringið eftir
fyrir loftplötur frá Armstrong frekari upplysingum
Cmftiumboð i lllandi.
tö Þ. ÞQRGRÍMSSON & CQ
Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640
Heit skelfiskmús
bls.44
Ný ALÍSLENSK MATREHISLUBÓK '
Manstu eftir Ostalyst? Nú er komin MATARLYST. Það eru gleðitíðindi fyrir alla þá sem hafa gaman af
góðri matseld og vilja reyna nýjar uppskriftir. í bókinni em 120 uppskriftir, forréttir, súpur, fiskréttir, kjötréttir,
bakstur, sósur og salöt auk drykkja og smárétta, svo af nógu er að taka. Þessi vandaða bók kostar u.þ.b. kr 1.390.-
og á örugglega eftir að gleðja marga um jólin. Fæst í verslunum um land allt.