Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 48
Pi- ' oeet xmu3sm n fluo/a'jjfliflv <ngAjfíHgnHCM 48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Útgerðarfélag Akureyringa: Sala hlutabréfa á almenn- um markaði hófst í gær SALA hlutabréfa á almennum markaði í síðara hlutafjárútboði Útgerðarfélags Akureyringa á þessu ári hófst í gær. Seld verða bréf fyrir rúmlega 33,4 milljónir króna að nafnvirði, en sölu- gengi þeirra er 3,6. Stjórn félagsins hefur ákveðið að einstakir kaupendur geti skráð sig fyrir kaupum á hlutafé fyrir eina millj- ón króna að nafnvirði að hámarki. Tekið verður við óskum um kaup hlutabréfa í þessari viku, eða fram til föstudagsins 14. desem- ber. Aðalsöluaðilar eru Kaupþing hf. Reykjavík og Kaupþing Norðurlands á Akureyri. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir. afskriftir og fjármagnsliði fyrstu 9 mánuðum ársins er 290 milljónir króna, en endanlegur hagnaður félagsins á tímabilinu er 160 milljónir, e_ða sem svarar til 11% af tekjum. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður 92 milíjónir króna eða 7% af tekjum, hagnað- urinn hefur því aukist um 68 millj- ónir. Lægri. fjármagnskostnaður er aðalskýringin á auknum hagn- aði. Rekstur félagsins hefur batn- að á milli áranna 1989 og 1990. Útgerðarfélagið á og rekur sjö togara, fyö frystiskip og fimm ísfisktogara, en ráðgert er að leggja einum þeirra, Sólbak EA- 305, á næsta ári, en félagið keypti Aðalvík KE fyrr á árinu fyrir 450 milljónir króna. Var það gert til að auka kvóta félagins, en eftir að Sólbak EA-305 verður lagt og kvóti hans færður yfir á önnur skip félagsins eykst heildarkvóti þess um 10% frá því sem var í byijun árs. Á aðventukvöldi Stöllurnar Helga Júlíusdóttir og Lilja Birgisdóttir aðstoðuðu við at- höfn á aðventukvöldi í Glerárkirkju á sunnudagskvöld. Aðventukvöld voru haldin í báðum kirkjunum á Akureyri, Glerárkirkju og Akur- eyrarkirkju, og sækja þau jafnan fjölmargir bæjarbúar. Sú hefð hef- ur skapast á aðventukvöldum í Glerárkirkju að tendra kertaljós í lok samkomunnar, en mvndin var einmitt tekin við það tækifæri. Leikfangalista dreift á Norðurlandi Leikfangamarkaðurinn París við Hafnarstræti 96 á Akureyri hef- ur sent frá sér leikfangalistann 1990. í listanum eru litmyndir af.um 140 leikföngum. TISSOT GÆÐIOG GLÆSILEIKI Listanum hefur verið dreift um Norðurland, frá Siglufirði til Vopnafjarðar. Til að ná fram hag- stæðu verði hafa verið gerð sameig- inleg magninnkaup nokkurra aðila, álagning bæði heild- og smásala hefur verið lækkuð og flutnings- gjöld eru hagstæð. Sama verð er á vörunum á Akur- eyri og í Reykjavík, en verslunin tekur á sig flutningskostnaðinn af álagningu sinni. íbúar utan Akur- eyrar geta fengið vörurnar í póst- kröfu eða greitt með greiðslukorti símleiðis. Að lesa og brosa Fjölmargir lögðu leið sína í Samkomuhúsið á Akur- eyri á laugardaginn, en þar var flutt dagskráin Les- um og brosum, samfelld bókmenntadagskrá sem efnt var til í tilefni af ári læsis sem nú stendur yfir. Börn af dagheimilum og leikskólum sungu og grunn- skólanemar lásu upp. Félagar úr Leikfélagi Akur- eyrar lásu úr Gullna hliði Davíðs Stefánssonar og Leikklúbburinn Saga sá um leiklestur sögunnar Mjallhvít og dvergarnir sjö. Grunnskólanemar tóku einnig Jiátt í dagskránni og á myndinni hér til hlið- ar er Olafur Arnar Pálsson nemandi í Lundarskóla að lesa „Skemmtilegt er myrkrið“ úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Fyrir aftan hann sitja: Halldór Arason, Ása Vala Þórisdóttir, Berglind Ragnarsdótt- ir og Björk Jónsdóttir. Á stærri myndinni eru börn að skoða myndir sem nemendur úr Myndlistarskólan- um gerðu í tilefni Árs læsis. j * & 4 i v N t s\ I. ' 'WmMM \ 1 *• ' Morgunblaðið/Rúnar Þór A * * # Hraðfrystihús Olafsfjarðar og UtgerðarfélagOlafsfjarðar; Sæberg kaupir hlutabréf bæjarins í fyrirtækjunum Fyrirtækið hefur eignast um 70% í HÖ SKRIFAÐ verður undir samninga um sölu hlutabréfa Ólafsfjarðar- bæjar í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og Útgerðarfélagi Ólafsfjarð- ar í dag, þriðjudag, en kaupandi hlutabréfa bæjarins er Sæberg hf. í Ólafsfirði. Sæberg keypti á föstudag hlutabréf Hlutafjársjóðs í þessum félögum. Fyrirtækið gerir út togarana Sólberg og Mána- berg. Ólafsfjarðarbær átti um 17% í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og um 30% í Utgerðarfélagi Ólafsfjarðar. Hlutaíjársjóður átti um 49% hlut í HÓ. Eftir kaupin á hlutabréfum sjóðsins og bæjarins hefur Sæberg eignast um 70% í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar, en fyrirtækið átti tæp 5% í félaginu fyrir. Þau 30% sem eftir standa eru í eigu margra smærri hluthafa, en Trygginga- miðstöðin er þeirra stærstur, á 5%. Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri í Ólafsfirði sagði að sala hluta- bréfa bæjarins í fyrirtækinu væri liður í heildarlausn varðandi mál- efni fyrirtækjanna og með henni væri ákveðinni óvissu eytt. Menn vonuðu að með þessari sölu yrði styrkari stoðum rennt undir at- vinnulífið í bænum. „Við teljum Ólafsfjarðarbæ í sjálfu sér ekki eiga að taka þátt í at- vinnurekstri .hér í bænum, sveitar- félögin í landinu hafa verið á fullu inni í atvinnurekstri með misjöfn- um árangri og fengið á stundum fyrir ferðina. Að því leytinu erum við með hreinna borð þegar einka- fyrirtæki vill taka á sig þessa ábyrgð og hefur til þess burði. Gunnar Sigvaldason fram- kvæmdastjóri Sæbergs sagði að menn væru með ýmis áform í huga varðandi uppbyggingu fyrir- tækisins í framtíðinni, en endan- legar ákvarðandir hefðu ekki verið teknar þar um. Við kaup á hluta- bréfum Hlutaíjársjóðs í fyrirtæk- inu var gert samkomulag um að Sæberg auki hlutafé í Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar um 50 milljónir á næstu tveimur árum. HO er aðaleigandi Útgerðarfélags Ólafs- fjarðar, sem gerir út togarann Ölaf Bekk, en félagið á einnig frystihús, rækjuverksmiðju og mjölverksmiðju. iHer inn á lang JL flest heimili landsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.