Morgunblaðið - 11.12.1990, Side 52

Morgunblaðið - 11.12.1990, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÓR 11. DESEMBER 1990 Eigum margar geröir af tvíhjólum meö hjálpar- dekkjum og ævintýralegum þríhjólum í ymsum útfærslum fyrir börn á öllum aldri. Sterk vönduð hjól - öll sérstaklega ódýr. CAP G.Á. Pétursson hf { Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 Stefnan í viðbótar- og endurmennt- un hjúkrunarfræðinga á Islandi ur kæmu til námsbrautarinnar um mitt ár 1989 og tvær 1. janúar 1990. Vegna mistaka, sem Svavar Gestsson menntamálaráðherra hef- ur staðfest og verða leiðrétt, feng- ust þessar tvær stöður ekki um síðustu áramót. Jafnframt má geta þess að Ijárlög ársins 1990 gerðu ekki ráð fyrir þessu nýja verkefni námsbrautar í hjúkrunarfræði. Er Nýja hjúkrunarskólanum var lokað um síðustu áramót stunduðu nem- endur enn nám þar í tveimur náms- leiðum. Námsbraut í hjúkrunar- fræði tók að sér lúkningu þeirra SNORRABRAUT 56 C13505 + C14303 BATMAN HJOL eftir Herdísi Sveinsdóttur Þriðjudaginn 27. nóvember birtir Svanfríður Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur grein í Morgunblaðinu þar sem hún spyr hver sé stefnan í menntun hjúkrunarfræðinga á Is- landi. Tilefni skrifa hennar er könn- un sem henni barst frá Sigríði Hall- dórsdóttur, lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands, en Sigríður er að skipuleggja nám fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa hug á að ljúka háskólaprófi í hjúkr- un. Svanfríður telur að hjúkrunar- fræðingar útskrifaðir úr Hjúkrunar- skóla Islands hafi að baki fullgilda hjúkrunarmenntun og að nám til BS-prófs sé tímaeyðsla og peninga- sóun. Rétt er að hjúkrunarmenntun allra hjúkrunarfræðinga á íslandi er fullgild. Hvort nám í háskóla sé tímaeyðsla og peningasóun verður hver fyrir sig að dæma um. Grein Svanfríðar virðist vera skrifuð af vanþekkingu á því hvern- ig staðið hefur verið að ákvörðunum um sérskipulagða leið til BS-prófs fyrir hjúkrunarfræðinga án há- skólaprófs og stefnumótun í viðbót- ar- og endurmenntun hjúkrunar- fræðinga. Tilgangur þessarar greinar er að koma upplýsingum um ofangreind atriði á framfæri. Að tilmælum Hjúkrunarfélags Islands skipaði menntamálaráðu- neytið hinn 10. apríl 1980 nefnd til að gera tillögur uin hvernig gefa megi þeim sem lokið hafa hjúkr- 18 fundi og 4 heilsdags vinnu- fundi. Tillögur nefndarinnar voru: (1) að sérstök námsleið skyldi vera í boði til BS-gráðu fyrir hjúkrunar- fræðinga, (2) að stofnuð yrði fram- halds- og endurmenntunardeild inn- an námsbrautar í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands, sem taka myndi við hlutverkum Nýja hjúkr- unarskólans og Ljósmæðrafélagi íslands. Þeir skólar yrðu lagðir nið- ur. (3) að stofnuð yrði 6 manna menntanefnd hjúkrunarfræðinga er yrði námsbraut í hjúkrunarfræði til ráðgjafar varðandi framhalds- og endurmenntun. Að ofangreindu má ljóst vera að námsbraut í hjúkrunarfræði hefur tekið að sér að fylgja stefnu um sérskipulagt nám til BS-prófs fyrir hjúkrunarfræðinga, sem mörkuð hefur verið annars staðar og að til- stuðlan HÍ. Með hliðsjón af tillögum nefndar- innar sem skilaði áliti 1987, var ákveðið að leggja Nyja hjúkrunar- skólann niður 31. desember 1989 og jafnframt færa alla viðbótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga yfir í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Nokkrar bréfa- skriftir áttu sér stað milli ráðuneyt- isins og námsbrautar í hjúkrunar- fræðum á árunum 1988-89 sem lutu að því að tryggja að náms- braut í hjúkrunarfræði yrði búin aðstaða til að sinna þessu nýja verk- efni. Af hálfu námsbrautarinnar var megináhersla lögð á að kennara- stöður þær sem voru við Nýja hjúkr- unarskólann yrðu fluttar til náms- brautar í hjúkrunarfræði. Menntamálaráðuneytið sam- þykkti þá kröfu. Framkvæmdin skyldi vera á þann veg að tvær stöð- að því ráði að leggja niður hjúkr- unarnám í þeirri mynd sem það er nú við Hjúkrunarskóla íslands en fela Háskóla íslands hjúkrunar- menntunina að fullu, verður enn brýnna að opna skipulagða leið fyr- ir þá sem lokið hafa námi eftir eldra lagi til að afla sér viðbótarmenntun- ar til prófs samkvæmt nýrri skip- an“. Tillaga nefndarinnar að náms- skrá er leiði til BS-prófs fyrir hjúkr- unarfræðinga er svipuð þeim tillög- um sem komu fram í bréfi Sigríðar Halldórsdóttur til hjúkrunarfræð- inga og Svanfríður Jónsdóttir birti í grein sinni. Þó gerði nefndin ráð fyrir fleiri einingum eða alls 76,5 einingum, á meðan Sigríðar tillögur eru upp á 60 einingar. í kjölfar þess að Hjúkrunarskóli íslands var lagður niður árið 1986 var boðið upp á sérstaka námsleið fyrir fyrr- verandi kennara skólans, sem leiddi til BS-prófs í hjúkrunarfræðum. Var útskrifað úr því námi haustið 1987. í júlí 1986 skipaði menntamála- ráðuneytið aðra nefnd er Ijalla skyldi um menntunarmál hjúkr- unarfræðinga. Hlutverk þeirrar nefndar var að gera tillögur að fyr- irkomulagi framhalds-, endur- og símenntunar hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Formaður þessarar 7 manna nefndar var Sigríður Jó- hannsdóttir, þáverandi skólastjóri HSI, skipuð án tilnefningar. Aðrir nefndarmenn voru tilnefndir af Hjúkrunarfélagi íslands, Félagi há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga, Háskóla íslands, Nýja hjúkr- unarskólanum, námsbraut í hjúkr- unarfræði og Ljósmæðrafélagi ís- lands. Nefndin skilaði áliti í mars 1987 og hafði þá haldið samtals Herdís Sveinsdóttir „Námsbraut í hjúkr- unarfræði hefur tekið að sér að fylgja stefnu um sérskipulagt nám til BS-prófs fyrir hjúkr- unarfræðinga, sem mörkuð hefur verið annars staðar og að til- stuðlan HÍ.“ unarprófi kost, á viðbótarnámi til BS-prófs. í nefndina voru skipuð: Dr. Halldór Guðjónsson kennslu- stjóri Háskóla íslands (HÍ), sam- kvæmt tilnefndingu HÍ, Sigríður Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur, samkvæmt tilnefningu Nýja hjúkr- unarskólans, Stefanía Siguijóns- dóttir hjúkrunarkennari, sam- kvæmt tilnefningu Hjúkrunarskóla íslands (HSÍ), Svanlaug Árnadóttir þáverandi formaður Hjúkrunarfé- lags íslands (HFÍ), samkvæmt til- nefningu HFÍ og Árni Gunnarsson, þáverandi deildarstjóri, núverandi ráðuneytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu, sem skipaður var formaður nefndarinnar. Nefndin lauk störfum 1983 og hafði þá haldið alls 23 fundi. I lokaskýrslu nefndarinnar, sem hefur verið ítarlega kynnt meðal hjúkrunarfræðinga, segir orðrétt: „Þótt lokapróf frá HSÍ og BS-próf frá_ námsbraut í hjúkrun- arfræði í HÍ veiti sömu réttindi að því er varðar almenn hjúkrunar- störf er að sjálfsögðu verulegur munur á þessum námsleiðum, og ætla verður að BS-prófið veiti víðtækari undirbúning til starfa á sviði heilbrigðismála. Af þeim sök- um er eðlilegt, að áhugi sé á því af hálfu hjúkrunarfræðjnga, að þeir sem lokið hafa prófi frá HÍ eigi kost á að auka við nám sitt til að ljúka BS-prófi.“ Á þessum tíma hafði um skeið verið yfirlýst stefna HFÍ, að stefna bæri að því að færa alla menntun hjúkrunarfræðinga á háskólastig. Nefndin tók ekki afstöðu til þessa en sagði orðrétt „að verði horfið Slte'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.