Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐiJUDAGTUR 11. ÐESEMBER 1990 15 Á heimamiðum Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Guðlaugur Arason: Blint í sjó- inn. (73 bls.) Mál og menning 1990. Segja má að Guðlaugur sé á heimamiðum í þessari bók. Hún er allfjölbreytileg að efni en aftur og aftur er vettvangurinn hafið og sjómannslífið. Bókin skiptist í 4 hluta sem heita Blint í sjóinn, Mor, í kross og Spegill, spegill. Málfar er að jafnaði tært, ein- falt, blandið eftirsjá. Sem dæmi um þetta skal birt brot úr fyrsta ljóði bókarinnar: Þau eru mörg sporin sem þú geymir litla bryggja á langri ævi létt skref sem stigin voru ef hlaðinn bátur birtist og kætin flaut undir sólum þung þegar hinn sami kom ekki aftur. Ófáir eru bingirnir og balamir á vogarskál þinni /.../ og manstu bamshjartað sem hvíldi við bijóst þitt /.../ Nú ertu horfin fóstra mín sern hélst á mér ungum. (í framhjáhlaupi: Er ekki inn- bakaður í þessar línur einhver virð- ingarvottur við meistaraverk frá miðri öldinni, Þorpið Jóns úr Vör?) Markverðast við þessa bók eru lifandi hversdagsmyndir í nálægð Guðlaugur Arason hafsins. Höfundi tekst að færa al- geng atvik í fang lesandans með því að halda til haga ýmsu smáu. Einstök verkfæri, sérstök stemmn- ing, dagsdaglegt háttemi: allt þetta ber vitni um persónulegt handbragð: Þúnpr ertu á bárunni bátur minn /.../ rétt eins og ófrísk kona á leið sinni úr kaupfélaginu vaggar þú þungstígur með pokann og hlakkar til að verða aftur léttari . á bámnni. Annar hlutinn, Mor, geymir m.a. fáein ljóð sem endurspegla heim hraðraog mótsagnakenndra breyt- inga. í gær fólst staðreyndin í „múr, handjárnum, einræði, Stalín, boðum og bönnum“. En í dag er það frelsið. Frelsi til hvers? „Til að banna í nafni lýðræðis? / Til Falleg bók um íslenskar fjörur að kjósa nýjan Stalín í fijálsum kosningum? / Til að setja lög og brjóta þau?“ (Einkennilegt hvað skáldskapur getur enn og aftur orðið beint inn- legg í pólitísk hitamál.) Niðurstaða þessa Ijóðs er í anda þess að hver skuli rækta sinn garð og tátla sitt hrosshár í friði: „græn er hún flötin þín / granni góður.“ í þriðja hlutanum, í kross, er íjallað um þegar leiðir karls og konu skerast. Hér eru ástarljóð (Þú komst, í skóginum) en svo eru önnur sem lýsa því þegar karl og kona eins og tali, hugsi og fram- kvæmi í kross: Eftir árið Eftir árið sagðist þú sjá það á mér að ég hefði haldið fram hjá þér synd því strax við okkar fyrstu kynni hélstu þvi fram að ástin væri blind. Með seinasta hlutanum, Spegill, spegill, má segja að bókin tengist upphafi sínu. Hér er efnið að mestu bundið hafi og veiðum nema blær endurminninganna svífur yfir. Andi gærdagsins gerist nærgöng- ull, sbr. Vorið 1966: Það var tjörulykt úr nótinni. Þegar fangalínan hafði verið hringuð niður settist hann niður í mjúkt garnið og taldi marglytturnar sem veltust í kjölfarinu Þessi bók er engin blaðbijótur, hún rýfur engan múr. En hún er heldur engin meðalmennska. Hún er sérstök fyrir persónulegt yrkis- efni sem um leið er hluti af klassísku viðfangsefni í íslenskri ljóðagerð. eftir Unnstein Stefánsson Á undanförnum árum hefur bókaútgáfan Bjallan gefið út merk- ar bækur um íslensk dýr og íslenska náttúru. Nægir í því sambandi að nefna Húsdýrin okkar (1982), Fugl- arnir okkar (1985), Villtu spendýrin okkar (1987) og íslenskir steinar (1988). Við útgáfu þessara bóka sem skrifaðar hafa verið fyrir al- menning hefur mjög verið vandað til texta og mynda. Á bókaútgáfan þakkir skilið fyrir það áræði að gefa út slík öndvegisrit, þrátt fyrir þröngan fjárhag. Og nú er komin út bókin íslensk- ar fjörur eftir Agnar Ingólfsson prófessor í líffræði við Háskóla ís- lands. Bókin skiptist í eftirfarandi aðalkafla: Fjaran og sjávarföllin, Umhverfið í fjörunni, Lífríki fjör- unnar, Fjörugerðir, Fjörudýr, Fjöru- gróður, Gildi fjörunnar og verndun hennar, Fjörunytjar, og loks Skoðun ijörulífvera. Þá fylgir skrá yfir lífverur ásamt latneskum nöfnum. í formála segir höfundur: „Þessari bók er ætlað að vera alþýðlegt fræðslurit um íslenskar fy'örur og lífríki þeirra.“ Hún stendur sannar- lega undir nafni. Hún er unnin af einstakri vandvirkni og nákvæmni eins og allt sem Ágnar Ingólfsson lætur frá sér fara. Umfjöilun um fjöruna og lýsing á lífriki hennar er skýr og greinargóð, skrifuð á góðu íslensku máli. Asamt lýsingum á einstökum dýrategundum og plöntugróðri eru víða beinar tilvitn- anir í eldri rit. Þessar tilvitnanir eru til ánægjuauka og bregða upp Agnar Ingólfsson „áhugaverðum myndum af viðhorfi manna fyrr á tíð til íjörunnar og fjörunytja", eins og segir á einum stað. Bókina prýða yfir 80 skýrar og fallegar litmyndir sem höfundur hefur sjálfur tekið, en hann er mjög snjall ljósmyndari. Þessi fallega bók ætti að vera til í öllum skólum landsins og helst á hveiju heimili í grennd við sjó. Hún mun án efa glæða áhuga almenn- ings á fjörunni og fjöruferðum og verða jafnt ungum sem öldnum hvatning til þess að ganga vel um sameign okkar íslendinga, náttúru landsins, og njóta hennar á heil- brigðan hátt. Höfundur erprófessor íhaffræði við H&skólá Islands. Þvottavél fyrir þá sem þvo mikið og vilj a hafa gaman af þ ví HOOVER þvottavélarnar eru hannaðar til að þvotturinn verði leikur einn. Kynntu þér kosti HOOVER þvottavélanna. HEIMILISKAUP H F • HEIMIUSTÆKJADEILD FÁLKANS • Suðurlandsbraut 8 - sími 84670 Á v * e 4 Sft c+ & ■b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.